Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 2
2 MORGUNBL4ÐIÐ Þriðjudagur 28. mars 1950. iafnaðarverði Veria bráðlega auglýstar lil umsóknar i & . |A FUNDI sínum síðastl. föstudag, ræddi bæjarráð Reykjavik- ,xir um hin veglegu íbúðarhús, sem bærinn er að láta reisa við töústaðaveg. Var á þessum fundi ákveðið, að bærinn skyldi _ e Ija allar íbúðirnar. Jafnt'ramt var ákveðin útborgunarfjár- jiæð fyrir hvern hinna þriggja íbúðaflokka, sem í húsunum *sru. — M24 ifoúðir. | íbúðirnar eru alls 224 að Étölu og skiftast í þrjá flokka, |þ. e. tveggja herbergja íbúðir, briggja herbergja og fjögurra fherbergja ibúðir. Um helming- Sur íbúðanna er þegar nokkuð p veg kominn, en hinn öllu líkemur, enda fjekkst fjárfest- angaleyfi fyrir þeim miklu Seinna. |Seldar með jafnaðarverði. . Þetta hafði bæjarráð til hlið- tjónar, er það ákvað að selja búðirnar. Var samþykkt, að all r íbúðirnar skuli seldar með afnaðarverði. Það er að segja, Ilar ibúðirnar verða seldar á ;ama verði, án tillits til þess, tfovort þær verða fyrr eða síðar |fnllgerðar til afhendingar vænt , ianlegum eiganda. 'Utborgunin. ' Þá var ákveðið, að kaupend- Íj : skyldu greiða sem trygging- Irrfje og sem greiðslu upp í * afleiðslukostnað fyrir einstak- ir íbúðir, sem hjer segir: Eig- endur 2ja herbergja íbúða .-'kulu greiða 15.000 kr. Eigend- ’ur 3ja herbergja íbúða 20.000 kr. og 4ra herbergja íbúðanna 25.000 kr. Mjög bráðlega munu íbúðirn- - . verða auglýstar til umsókn- ir, Er bærinn nú að láta gera njerstök eyðublöð þar að lút- andi. Ljelegur afii í Keflavík KEFLAVÍK, 27. mars: — í síð- astliðinni viku var almennt ró- ið frá Keflavík í fimm daga. Afli var mjög lítill nema á laug ardag, þá var hann fremur jafn, en mestur afli 28 skippund. — Flestir bátar voru með 14—20 skippund. Afli í þorskanet er ennþá mjög rýr. Bæði loðna og síld eru notuð til beitu og virðist lítið meira veiðast á loðnuna. Mestur hluti aflans er fryst- ur, en aðeins lítið saltað. Helgi S. Handknafffeiksmó! íslands HANDKNATTLEIKSMÓT ís- lands heldur áfram í kvöld. í meistaraflokki kvenna keppa Haukar við SBR og Valur og Ármann í I. flokki karla. í II. fl. kvenna keppa KR og Ármann en í III. fl. karla KR og Fram og FH og Víkingur. Leikurinn í I. flokki karla er úrslitaleikurinn í þeim flokki. Sama er að segja um leikinn í II. flokki kvenna. i Bílgarmauppisoð á Keflavíkurflugvelli ,SAGT er. að það sje þrátt fyrir 'allt, allvmsæl íþrótt meðal kvenna hjer, að standa í ,bomsluslag“ eða líkum aðgerð . -um og hefur stundum verið t .konasí að þessu. En karlmenn T.áfa einnig sína uppáhalds iþrótt. það eru ’ uppboðin. tHverju sinni, sem uppboð fer fram, þá hópast karlmenn á juppboðsstaðinn, t ígum eða jafn í-ve! hundr"ðum saman. — Sið- ^ast á laugardaginn var haldið .,.bílagarmauppboð“ á Keflavik- urflugvelli og munu um 2000 hnanns, alit karlar, hafa verið viðstaddir pað. Þarna voru seld -ir milli 30 og 40 bílgarmar, sem ekki virtust eiga annað' fyrir sjer en að lenda á ösku- haugunum. Nei, en það var öðru nær. Bílarnir voru allir rifnir út. Seldur fyrir frá 5000 til 23.500 krónur. Sá dýrasti var Chevrolct fólksbíll, sem mundi sannarlega sinn fífil fegri. Neðri ni.vndin hjer að ofan, sýnir nokkra af bílgörmunum, sem seldir voru, -— mikið úrval. — Efri myndin sýnir hluta af mannfjöldanum, sem var við- staddur uppboðið. — (Gunnar Ásgeirsson tók myndirnar). - Virðuleg úlföi Sigfúser Blöndal Einkaskeyti til Mbl. K.HÖFN, 27. mars — Útför Sigfúsar Blöndrl fór fram í Bispebjerg í gær. Var kistan sveipuð íslenskum fána og blóm -um skreytt. en btómsveigar bár -ust meðal annars frá íslenska sendiráðinu. Bófmenntafjelag- inu og Konung’egu bókhlöð- unni. Meðal þeirra, sem viðstaddir voru útförlna, voru Jakob Möll- er sendiherra, Jón Krabbe, Tryggvi Sveinbjörnsson, Jón Sveinbjörnsson, Dahl ríkisbóka -vörður og Topsce Jensen. vfir- bókavörður háskólans. Eftir að sálmurinn ,,Á hend- ur fel þú honum“ hafði verið sunginn. flutti Jón Helgason prófessor fagra núnningarræðu, en að henni lokinni voru sungn- ir danskir og sænskir sálmar. Sjera Haukur Gíslason jarð- söng, en nthöfninni lauk með því, að sunginn var sálmurinn ,,Allt eins og blómstrið eina“. —Páll. Guðmundur S. varð Skákmeislari Rvíkur SKÁKÞINGI Reykjavíkur er nú lokið, en það hefur staðið yfir um alliangt skeið. — Guð- mundur S Guðmundsson gekk með sigur af hólmi og er því Skákmeistari Reykjavíkur 1950. Síðasta umferðin í úrslita- keppninni var tefld á sunnu- daginn. Fóru leikar svo, að Baldur Möller vann Guðjón M. Sigurðsson. Guðmundur Ágústs -son vann Svein Kristinsson. Þeir Eggert Gilfer fyrrum Reykjavíkurmeistari og Friðrik Ólafsson gerðu jafntefli, einnig Árni Snæc arr og Lárus John- sen og þeir Guðmundur S. og Benóný Benediktsson gerðu jafntefli. Guðmundui S. Guðmundsson skákmeistari. hlaut 6% vinn- ing af níu mögulegum. Hann tapaði engri skák, en gerði fimm jafntefli. Baldur Möller varð í öðtu sæt: með 6 vinn- inga, þá komu Árni, Lárus og Guðmundur Ágústsson með 4V2 vinning hver. í ‘3., 7. og 8 sæti eru Gilfer, Guðjón M. og Sveinn með 4 vinninga hver, en í 9. og 10. sæti Friðrik og Benóný, og hlutu þeir hvor 3J/2 vinning. í kvöld kl 8 frr fram í Þórs- kaffi Hraðskákmót Reykjavík- ur og er búist við að þátttak- endur muni verða allt að 50. Keppninni verður þannig hag- að að einn ’eikur á hverju borði er leikinn á hverjum 10 sek. Nú er Sigurgeir Gíslason ,,Hrað -skákmeistari Reykjavíkur11. Verðlaunaafhending af báð- um þessum mótum fer fram n. k. laugarddg Ilútsar skjóta á nnrskt flutningaskip Stokkhólmur, 27. mars. — Rúss- neskt herlið lióf skothríð á norska flutningaskipið Flelgöýa á höfninni í Kenjing í Norður-Kóreu. Skipstjór- inn hafði neitað að leggjast lípp að ónothæfri bryggju þar í höfninni og afhlaða þar kol til Rússanna. Ilann var samt neyddur til bess að lokum eftir að skipið hafði orðið fyrir tölu- verðum skemmdum af íallbyssuskot- hríð Rússa. Á MYNDINNI sjást, talið frá vinstri: — Eeva Hiloskivi og Marja Pietilá. 1 Finnlandí er 75% lyf julræðinga kveniélk Stutf samtal við Marju Pieliia, sem unnið hefur rúm! ár í íslenskri lyijabúð FYRIR frumkvæði íslenskra lyfsala var árið 1949 boðið hingaS 2 finnskum lyfjafræðingum, sem hafa unnið hjer undanfarna 1S mánuði. Eru það tvær ungar stúlkur, þær Marja Pietilá, sem unnið hefir í Laugavegs Apóteki og Eeva Hiloskivi, sem unnið hefir í lyfjabúðinni Iðunn. Hinir finnsku lyfjafræðingar munu fara hjeðan í næsta mán~ uði. — Morgunblaðið átti í gær stutt samtal við ungfrú Marju Pietilá um dvöl hennar og starf hjer. Komst hún m. a. þannig að orði: Fannst vorið hart Við komum hingað í febrúar 1949. Jeg hafði hlakkað til að koma og tók boðinu um förina hiklaust, þegar jeg átti kost á henni. En veturinn og vorið í fyrra var óskaplega hart. Sjerstakl. vindasamt. En svo kom sumarið og það var yndislegt. Við höf- um kunnað mjög vel við okkur hjer. —- Hvernig finnast yður vinn an i íslenskri lyfjabúð? Jeg kann ágætlega við sam- starfið við, íslenska lyfjafræð- inga. Vinnudagurinn er að vísu miklu lengri hjer en heima í Finnlandi. Jeg hygg að vinnu- tímarnir á viku sjeu um það bil helmingi fleiri hjer en þar. En launin eru líka þrisvar sinn- um hærri hjer. Á móti því kem ur hinsvegar að það mun vera þrisvar sinnum dýrara að lifa í Reykjavík en í Finnlandi. Það er einkum tvennt, sem vekur athygli mína í sambandi við starfið í lyfjabúðinni. í fyrsta lagi það, hve mikið er að gera á nóttunni. Fólk kaupir geysi-( mikið af lyfjum að næturlagi; hjer. í finnskum lyfjabúðum er yfirleitt sáralítið að gera á þess- um tíma sólarhrings. Þá eru aðeins keýpt allra nauðsynleg- ustu lyf. í öðru lagi er hjer mjög lítið að gera á morgnana. Það lítur ekki út fyrir að fólk fari hjer snemma á fætur. Meirihluti finnskra lyffræðinga kvenfólk í Finnlandi stundar kvenfólk miklu meira lyfjafræði en hjer. Um það bil 75% finnskra lyfja- fræðinga eru stúlkur. Þessi störf eru yfirleitt talin ljett og þessvegna vinnur kvenfólk þau aðallega. Þess.er einnig að geta að öll störf í finnskum lyfja- búðum eru unnin af lyfjafræð- ingum. Þeir annast alla af- greiðslu lyfja í búðurium. Eng- inn fæst við sölu c3a afgreiðslu lyfja nema hann hafi lyfja- fræðimenntun. Jeg álít að íslenskir lyfja- fræðingar sjeu miög færir i sinni grein og hafi að sumrf leyti víðtækari menntun en finnskir. Er það m. a. nauðsyn- legt vegna þess að við höfum verksmiðjur, sem búa til mikíö af ýmiskonar lyfjum. Hjec verða lyfjafræðingarnir sjálfi? að vinna öll þessi störf þar sem ekki eru hjer slíkar verksmiðj- ur. Ætlar að koma aftur — Og nú eruð þjer á förurtS heim til Finnlands? Já, en jeg ætía að koma hing- að aftur á næsta ári. Við höf- um að vísu ferðast töluvert uœ ísland en við viljum fá tæki- færi til þess að kynnast landinu betur. íslenskt landslag er aH mínu áliti dásamlegt. Fjöllin og litirnir í þeim eru eitthvað þaúi fegursta, sem jeg hefi sjeð. Mig langar til þess að ferðast eitt-- hvað um landið á hestum, segi)? ungfrúin að lokum. Ungfrú Marja Pietilá hefir h þessum 13 mánuðum, sem hún hefir dvalið hjer komist prýði- lega niður í íslensku. Hún skil- ur málið ágætlega og talar þafl eftir þörfum. ílún segir að þaf3 sje mjög auðvelt fyrir Finntl að læra íslensku. S. B.j- miiiiiiiiiimiiiiiiiiiiimitiiiirfiiiiitiiiiiitiiiHiiiiiijiiiisá RAGNAR JÓNSSON hœstarjattarlögmaður. Laugaveg 8, sími 7752. Lögfræðistörf og eignaumsýsla. 1111111111111111111111111111111111111111 m iiimimiiimiii iiiiigi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.