Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 8
8 MORGV N BLAÐIÐ Þriðjudagur 28. mars 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. I Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.X J||2§SÍlli. j l’rjettaritstjóri: ivar (juðmunasson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045.. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Misnotkun verkalýðssamtakanna ÞAÐ ER nú orðið kunnugt að áform kommúnista var að cfna til allsherjarverkfalls þegar er viðreisnarlöggjöf rík- isstjórnarinnar hafði verið samþykkt á Alþingi. í þessu skyni ljetu þeir fulltrúaráð verkalýðsfjelaganna í Reykja- vík fara þess á leit við stjórn Alþýðusambands íslands að hún beitti sjer fyrir eins dags allsherjarverkfalli um land allt af þessu tilefni. Stjórn Alþýðusambandsins neitaði þessari málaleitan. Tillaga kommúnista um allsherjarverkfall var felld, enda þótt nokkrir af fulltrúum Alþýðuflokksins greiddu henni citkvæði. Varð því ekkert úr verkfallinu, kommúnistum til sárrar gremju. Það er auðsjeð hvað hjer er að gerast. íslenska kommún- istadeildin er að framfylgja sömu dagsskipuninni og komm- únistar í öðrum Evrópulöndum. Þeir eru að framfylgja þeirri skipun Kominform að gera allt, sem unnt er, til þess að eyðileggja efnahag og atvinnulíf þeirra þjóða, sem standa að efnahagssamvinnu Vestur Evrópu. Nú er röðin komin að íslensku verkalýðssamtökunum. Engum þarf að koma þetta á óvart. Kommúnistar hjer á landi eru ekkert öðru vísi en kommúnistar annara Ev- rópulanda. Hjer eins og þar eru þeir fyrst og fremst leigu- þý hinnar alþjóðlegu skemmdarverkaklíku. Á því hefur allur almenningur á Islandi áttað sig fyrir nokkru. En þess hrapalegri er sú staðreynd, að Alþýðuflokkurinn íslenski skuli nú hafa látið kommúnista ginna sig til andstöðu við þær viðreisnarráðstafanir, sem þjóðin á allt undir að beri tilætlaðan árangur. Alþýðuflokkurinn hefur háð harða baráttu við kommún- ista innan verkalýðssamtakanna. í þessari baráttu hafa kommúnistar alltof víða borið sigur úr býtum. Fyrir harð- snúna baráttu alra lýðræðisaflanna innan verklýðsfjelag- anna tókst þó að hnekkja yfirráðum kommúnista í Alþýðu- sambandi íslands haustið 1948. Sjálfstæðismenn og Fram- sóknarmenn tóku þar höndum saman við Alþýðuflokkinn. Árangurinn varð ósigur kommúnista. Það væri því sann- arlega kaldhæðni örlaganna ef Alþýðuflokkjarinn hlypi nú yfir á snæri þeirra til þátttöku í spellvirkjum, sem fyrir- skipuð eru af Kominform. En það er margt skrýtið í kýr- hausnum, eins og máltækið segir. Það er ekki gott að vita, út í hvaða niðurlægingu lánleysi Alþýðuflokksins getur leitt hann. Rányrkja fiskimiðanna FYRIR SKÖMMU var frá því skýrt hjer í blaðinu að gífur- legur fjöldi erlendra veiðiskipa væri nú að veiðum á fiski- miðunum fyrir vestur- og suðvesturlandi. Fjöldi þessara skipa væri svo mikill að jafnvel mætti ætla að botnvörpu- sægurinn myndaði einskonar vegg, sem hindraði fiskigengd á mið vjelskipaflotans hjer í Faxaflóa og víðar. Hjer er um að ræða vandamál, sem íslendingar hafa lengi átt við að stríða. Hin gífurlega sókn erlendra veiðiskipa á íslensk fiskimið felur í sjer stórkostlega hættu fyrir af- komu þjóðarinnar og atvinnu. Áframhaldandi rányrkja mið- anna er bein ógnun við sjávarútveg okkar og þjóðarhag. íslendingar hafa um alllangt skeið freistað ýmsra úrræða til þess að fá landhelgi sína rýmkvaða og einstök veiðisvæði iriðuð fyrir botnvörpuveiðum. Árangurinn hefur ennþá orð- ið lítill og rányrkjan heldur áfram. Kommúnistablaðið reynir í fyrradag að kenna Marshall- samvinnunni um þennan ágang erlendra veiðiskipa. Hefur önnur eins reginfirra nokkurn tíma heyrst? Er það ef til vill Marshallsamvinunni að kenna að Rússar hafa sent öfl- ugan síldveiðiflota á íslensk mið sumar eftir sumar? Nei, það hefur sannarlega ekki þurft neina slíka samvinnu til þess að Bretar, Frakkar, Spánverjar, Rússar, Pólverjar og íieiri þjóðir sendu hingað skip til fiskveiða. En þessi stað- hæfing kommúnista sýnir, hversu gjörsamlega óraunhæft þeir taka á öllum vandamálum þessarar þjóðar. \Jilzar álrij^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Skemmdarfýsn og trje SKYLDI nokkurntíma verða hægt að rækta trje hjer á gang- stjettunum eða meðfram þeim, líkt og gert er erlendis? Kunningi minn á rakarastofu varpaði fram þessari spurningu núna fyrir helgi — og svaraði henni jafnframt sjálfur. Hann spáði því, að slík tilraun yrði árangurslaus í dag eða á morg un, fyrst og fremst sökum þess, hve skemmdarfýsnin er einnkennilega mikil hjá sum- um borgurunum. • Erfitt að verja gróðurinn Að líkindum hefir hann rjett fyrir sjer. Það er býsna ólík- legt, að trjáplöntur fengju að vera í friði á opnum svæðum við götur bæjarins. Þetta er því ólíklegra sem það er marg- reynt, að borgararnir eiga jafnvel erfitt með að verja trje sín og blóm, þótt þau sjeu inn- an rammlegra girðinga. Skemmdarfýsnin í börnum og fullorðnum er óeðlilega mikil, af hverju sem það kann svo að stafa. • Ekki eru þeir matvandir ÞESS er þannig skemst að minnast, að síðast í fyrrasumar barst um það fjöldi kvartana, að farið væri í matjurtagarða Reykvíkinga í úthverfunum og ýmist stolið úr þeim eða fram- in á þeim margháttuð önnur spjöll. Sumsstaðar var það aug- ijóst af verksummerkjum, að engir óvitar höfðu verið að verki, heldur fullorðnir þjófar, sem læddust inn í garðana að nóttu til og stálu ríflegum slatta af sumarvinnu eigend- anna. Skrítnir menn, þessir þjófar, og furðu lítið matvandir. Nöfnin á að birta ÞAÐ náðist víst aldrei í þessa þokkapilta, eða að minnsta kosti var nafna þeirra ekki getið í blöðunum. Þó væri það auðvit- að sjálfsagður hlutur, ef hægt væri, að birta nöfn þeirra og heimilisföng opinberlega, því engri samúð eiga þeir menn kröfu á, sem geta laumast til þess á nóttunni að stela nokkr um blómkálshöfðum. — Slíkir þjófnaðir hljóta að vera sæmi- lega undirbúnir af mannleysum þeirrar tegundar, sem heldur vilja stela frá samborgurum sín um en vinna fyrir sjer á heið- arlegan hátt. • Nokkur orð um . sendisveina HJER í bænum er margur myndarlegur borgari, sem unn- ið hefir sjer inn fyrstu aur- ana með sendisveinsstörfum. Þeir minnast þessarar vinnu oft ast með talsverðum hlýhug og kunna margar sögur um mis- lyndar frúr og óhöpp og uppi- sand í búðinni. En oft verða sendlarnir að fyrirmyndarborg- urum, enda er starf þeirra fræð andi og þroskandi. • Gamall maður með handvagn FYRIR nokkrum dögum sá jeg einn þessara upprennandi fyr- irmyndarborgara gera góðverk, sem margur skátinn mætti vera hreykinn af. Hann var stadd- ur á einni þvergötu Laugaveg- arins og var með þungt sendi- sveinshjól. Þá sá hann til ferða roskins manns, sem dró handvagn, er á var ýmiskonar skran. Hann átti í erfiðleikum með að kom ast upp brattann, enda nokk- ur rigning og gatan hál- Þegar sendillinn sá þetta, vatt hann sjer af hjólinu, studdi það með annari hendi og tók orðalaust til við að ýta með hinni hendinni aftan á vagn gamla mannsins. — Hann hjelt þessu áfram, meðan jeg sá til hans, en verknaðurinn, þótt smár væri, þykir mjer bera svo góðan vott um hugulsemi piltsins, að ekkert gerir til, þótt almenningur fái frjettir af hon- um. • Er blýanturinn fundinn? SÍÐASTLIÐINN laugardag birt ist hjer brjef frá manni, sem týnt hafði parker-blýanti, aug- lýst eftir honum og þar á eftir átt símtal við pilt, sem vildi fá að vita um væntanleg fund- arlaun. Pilturinn neitaði að segja til nafns síns og sleit símtalinu allt í einu, en ekki varð betur sjeð en hann hefði einmitt fundið umræddan blý- ant. Þó gaf hann sig ekki fram. 9 Spurningin er .... EN NÚ eru menn á pósthúsinu að velta því fyrir sjer, hvort blýanturinn sje fundinn. — Svo er mál með vexti, að parker- blýantur var skilinn eftir í póst húsinu fyrir nokkrum dögum, og enginn hefir gefið sig fram til þess að vitja hans. Spurningin er nú og jafn- framt ,,mysteríið“: Er hjer á ferðinni sami parker-blýantur- inn, sem getið var um fyrir helgina? Málið geta fyrverandi eigendur parker-blýanta leyst, með því að spvrjast fyrir um umræddan grip á afgreiðslu pósthússins. • Tengdapabbi OG SVO er hjer að lokum smá frjett úr tímaritinu „Time“. —- Það sggir svo frá, að Banda- ríkjamaður nokkur í Chicago hafi nýlega genaið að eiga frá- skilda konu sonar síns. Har.n varð um leið stjúpi barnabarna sinna. MÍÐALANNÁRÁ^RÐÁ^^^^" tiiiiiiiiiiiiiiiiniitmmiiHiiHiiiimiifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiuiuiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiii i iiiiuiiiinml Rússnesk elþýða á um sár! aS bínda VÍN — Undanfarin fjögur ár hafa fleiri heimili verið leyst upp í Rússlandi en dæmi eru til áður í heiminum. Um gerv- allt Rússland hefur fólk verið tekið frá heimilum sínum og sent eitthvað út í buskann. — Auk þess hafa Rússar tekið upp þann hátt. að svifta foreldrana börnum sínum, er þau hafa náð tólf ára aldri, og eru þau alin upp í sjerstökum stofnunum þaðan af. • • BÖRN SKILIN FRÁ FORELDRUNUM Börnin dveljast í þessum stofnunum áxið um kring, uns þau eru frumvarta Ekki mun foreldrunum falla þetta fyrir- komulag í geð, pn börnin una því hinsvegai furðanlega vel. Sem dæmi um fólksflutninga þá, sem stjórnin heldur uppi innan lands. er nefnt, að lítið brot íbúa Krímskagans, þeirra sem nú búa þar, dvöldust þar fyrir stríð Hinir eru allir flutt- ir að frá Úral Leningrad, Hvíta Rússlandi, Georgíu og víðar. • • FLUTNINGAR EFTIR STRÍBTÐ Flutningainir hófust eftir styrjöldina, er hermennirnir komu heim og ætluðu að setjast í bú sín. Þá höfðu þeir margir hverjir sjeð og kynnst Evrópu utan Rússlands. Það töldu hús- bændur þeirra ’ Moskvu ekki heppilegt. Þeir litu svo á, að hættulegt gæti verið. að þess- um mönnum yrði leyft að hverfa til heimila sinna og átt- haga, þar sem beir voru vísir til að skýra öðrum frá því, sem þeir höfðu komist að raun um lífið erlendis. • • AÐALÁSTÆÐAN Því var horfíð að því fanga- ráði að senda þá til staða, þar sem þeir þekktu engan. Gátu þeir aldrei vitað, hverjum þeim væri óhætt að trúa fyrir leynd- armálinu, þar sem þeir vissu aldrei, hvar óvinur sat á fleti fyrir. í því sambandi er ekki úr vegi að minna á, að leynilög- regla landsins er öflug og kem- ur víða við. • • EKKCRT ÝTIR UNDIR ÞÁ Austurríkismaður, sem er ný kominn heim, skýrir frá hugs- unarhætti og vinnubrögðum verkamannanna rússnesku. — Maður þessi var fangi, og innti af hendi allskonar störf. Hann segir: „Rússneskir verkamenn eru afkastalitlir og latir. Eina keppikeíli þeirra. er að fylgja settum leglum einhvern veg- inn, svo að þeir komist ekki í hendur leyi-ilögreglunnar (M. V.D.)“. Voðinn er vís, ef verka- maðurinn misstígur sig. Ástæðu þess, að verkamennirnir eru svo hýsknir og raun er á, telur Austurríkismaðurinn vera þá, að „ekkert er þeim hvöt til að gera betur“ • • ILL AÐBÍJÐ Hann segir, að vetuiúnn 1945 —1946, hafi verið hræðilegur suður á Krím. „Frá því hefur mikið rakr.að úr kjörum fólks- ins, en verkamaður með konu og tvo til þrjú börn, má hrósa happi, ef hann fær eitt herbergi og nokkra bálka fyrir sig og sína. Flestir verkamenn búa annars fjórir, fimm eða sex saman í herbergi, og það eru ekki rúm handa öllum“. Matur er nógur, en einhæfur. Ekkert ncma brauð, súpur og feiti. -r- Heimildarmaður minn segist oft hafa hitt fyrir hús- mæður, sem vissu ekki, hvað kjöt kostaði. því að þær höfðu aldrei haft efni á að kaupa það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.