Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 16
VEÐURÚTLITIÐ. FAXAFLÓI: SV og S kaldi, þykkt loft. Líiilsháttar rigning eða súld Eneð köflum. Tillögur um nýsköpun í atvinnumáliim Grænlands í ráði að legqja 95 millj, í ijárfesHnp Einkaskeyti til Mbl. frá NTB KAUPMANNAHÖFN, 27. mars. — Grænlandsnefndin hefur lagt fram tillögur um geysimikla atvinnubyltingu á Grænlandi. Ef tillögur þessar ná samþykki danska þingsins verður stór- kostleg bylting í efnahags, þjóðfjelags og menningarmálum á 10—15 árum. Er ætlast til að á þessum árum verði 95 milljón ctönskum krónum varið til fjárfestingar á Grænlandi. Jafnrjetti Grænlendinga við Dani. íbúar Giænlands eru 22 þús. Flestir þe'.rra lifa frumstæðu lifi sem veiðimenn og reka jafnframt því smávegis land- búnað. Græniandsnefndin legg -ur nú til að ráðist verði í geysi -víðtækar framkvæmdir þar á landi, og fái Grænlendingar sjálfir að taka þatt í þeim fram -kv'æmduro og verði settir jafnt Dönum sem þar búa. Aukinn iandbúnaður og íiskveiðar. Ætlunin er að hefja nýsköp- un bæði í fiskveiðum og land- búnaði. Gera Grænlendingum fært að útvega sjer og nota vjelar í stórum stíl. Hinsvegar er ætlunin að minnka koianám þar sem ódýrara er að flytja kolin inn. Hafnarmaiinvirki ©g vjelskip. Þá er lagt £51 að nýir skólar og sjúkrahús og hafnar- mannvirki verði reist. — Því n.æst er ætlunin að geía Græn- lendingum kost á að kaupa vjel -báta og kerma þeim verkun á fiski, svo að hann verði betri útflutningsvara en áður. Vilhj. S, Viihjálms- son form. Fjelags ísl. rilhöfunda FJELAG íslenskra rithöfunda hjelt aðalfund sinn á sunnudag- inn var. Tveir stjórnarmenn, þeir Guðmundur G. Hagalín, formaður og Sigurður Helga- son, ritari, dveljast nú báðir í Kaupmannahöfn og gátu ekki sótt fundinn. Hagalín er að vísu staddur hjer, en var norður á Akureyri. í stjórn fyrir næsta ár voru kosin. Vilhjálmur S. Vilhjálms- son formaður, Jón Björnsson, ritari, Elinborg Lárusdóttir, gjaldkeri og meðstjórnendur, Jakob Thorarensen og Gunnar M. Magnúss. Endurskoðendur voru kosnir: Árni Óla, Helgi Sæmundsson og Indriði Indi'iðason. , Fjelagsmenn eru nú 37. Yfirlýsing frá Sverri Júláussyni vegna rógs ♦ . ffeiga Benediktssonar \ EGNA UMMÆLA hr. Helga Benediktssonar, Vestmannaeyjum, í greininni „Opið brjef til Jó- hanns Þ. Jósefssonar alþingismanns“, er birtist í Tímanum miðvikudaginn 22. nrars s. 1., þar sem j segir: „Persónulega heltir þú þjer’ yfir fulltrúa útgerðar- manna í Viðskiptaráði og kvaðst ekki vera búinn , að gleyma því, þegar þú (saklaus) hefðir verið stór- sektaður og mólesteraður í sambandi við S. Árna- - son.& Co. og þú stórkostlega mannorðskemmdur og , krafðist þess, að rannsókn yrði fyrirskipuð vegna j innflutnings míns“. r Þá vil jeg, þar eð brjefritari mun eiga við mig < undirritaðan, er starfaði í Viðskiptanefnd (ekki Við- skiptaráði), sem fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, taka fram eftirfarandi: Herra Jóhann Þ. Jósefsson, fjrrv. aívinnumála- ráðherra, gerði enga tilraun til þess, að hafa áhrif á skoðun mína nje afstöðu við afgreiðslu þess máls, sem brjefritari talar um í áminnstri grein. ; Ummæli þessi hafa því ekki við nein rök að styðj- ast og eru því algjörlega ósönn. ' f i Reykjavík, 25. mars. 1950. SVERRIR JÚLÍUSSON ! „Þegar framboð Stalins var ákveðið44 SÍÐASTLIÐINN sunnudag birti Morgunblaðið mynd af Stalin, er hann kaus Stalin. Sú mynd var tekin á „kosningadaginn“ í Rússlandi. Þessi var hinsvegar tekin nokkru fyrir „kosningarn- ar“, á fundi í raftækjaverksmiðju í Moskvu. Á þessum fundi gerðist það markverðast, að „á- kveðið“ var að hafa Stalin að nýju „í framboði“ til æðstaráðs Sovjetríkjanna. — Stalin greiddi ekki atkvæði að þessu sinni, en mynd af honum var mætt fyrir liann á fundinum. Fjölmennur fundur Sjálf- stæðismanna í Álafossbíó SJÁLFSTÆÐISFJELAGIÐ „Þorsteinn Ingólfsson“ í Kjós hjelt fjölmennan fjelagsfund í Álafossbíó s. 1. föstudagskvöld 24. þ. m. — Ólafur Thors, atvinnumálaráðherra, mætti á fund- inum og flutti ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Formaður fjelagsins, ÁsbjörrJ Sigurjónssbn, Álafossi, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og tilnefndi Gísla Andrjesson, hreppstjóra á Hálsi fundarstjóra. Þá tók til máls Ólafur Thors. Rakti hann gang helstu -mála á Alþingi undan- farna mánuði, stjórnarmyndun- ina og það viðhorf, sem skap- ast hefði í sambandi við setn- ingu dýrtíðarlaganna. Var máli hans mjög vel tekið af fundar- mönnum. Sigurjón Pjetursson, Álafossi, talaði næstur.Minntist hann á þróun atvinnuveganna á undan- förnum árum og skemmdarstarf semi kommúnista í íslensku þjóðlífi. Aðrir ræðumenn voru Gísli Andrjesson, Hálsi, Ólafur Bjarnason, Brautarholti, Jcn Guðmundsson, Reykjum, Har- aldur Sigvaldason, Álafössi, Sigsteinn Pálsson, Blikastöðum og Ásbjörn Sigurjónsson, Ála- fossi. Að síðusiu mælti Ólafur Thors nokkur hvatningarorð til fundarmanna. Fundinum lauk kl. 11.30 og var þá sest að sameiginlegri kaffidrykkju. — Samtök Sjálfstæðismanna í Kjósarsýslu eru mjög sterk, enda á Sjálfstæðisflokkurinn þar stöðugt vaxandi fylgi að fagna. llússar slrunsu út uf fiiiidum S.Þ. New York, 27. mars. — Fulltrúi Rússa í nefnd þeirri, sem hofur til umræðu almenn mnnrjettindi gekk af fundi i nefndinni í dag, vegna þess að fulltrúa kinverksra þjóðernis ■siima átti þar suiLi. SVIPLEGT slys varð hjer í út- hverfi bæjarins á sunnudaginn. Lítill drengur, Benedikt Geir Eggertsson, varð fyrir bíl, með þeim afleiðingum að hann beið samstundis bana. Litli drengurinn, sem á þess- um degi varð fimm ára, hljóp yfir götuna skammt heiman frá sjer, Hjarðarholti við T ang- holtsveg, en í sama mund var rálksbílnum R-415 ekið rsorður Langholtsveginn. F.vrir þessum bíl varð drengurinn. Hann skall beint framan á bílinn miðjan, lenti undir honum, en þó ekki þannig, að-hjól b’lsins færu yf- ir hann. Drengu.inn var látinn er að honum var komið og mun hafa beðið bana samstundis. Bílnum stjórnaði kona, sem nýlega hafði tekið bifreiðapróf og að sögn sjónarvotts, ók hún bílnum hægt Benedikt, Geir Eggertsson var sonur hjói anna Eggerts Sigurmundarsoncr og konu hans Unnar Benediktsdóttur. Melbourne, 27. mars. — I dng var sru þykkt í ástralska þinginu frum- varp, sem heimilar handtöku á kommúnistískum æsingamönnuhi. — Ef menn þessir hafa komið frá Evr- ópu i þeim ein.a tilgangi að vald i ó- íóa í atvinnulífi Ástralíu, verða þeir sendir gagngcrt til baka. Aðalfundur Hins íslenska prenlara- fjelags AÐALFUNDUR Hins íslenska prentarafjelags var haldinn í Alþýðuhúsinu v:ð Hverfisgötu síðastliðinn sunnudag. Lýst var* stjórnarkjöri en stjórnin var öll endurkosin, nema hvað Pjetur Stefánsson gekk úr henni, en í hans stað kom Meyvant Ó. Hallgrímsson. Stjórn fjelagsins er þá skip- uð eftiitöldum mönnum: Magnús Jónsson formaður, HalJ. -björn Hatldórsson varaformað -ur, Árni Guðlaugsson ritari, Kjartan Ólafsson gjaldkeri og meðstjórnendur þeir Hörður Óskarsson og Mevvant Ó. Hall- grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.