Morgunblaðið - 06.04.1950, Síða 16

Morgunblaðið - 06.04.1950, Síða 16
VEÐURÚTLITIÐ. FAXAFLÓI; Suðaustan kaldi Skúrir. 80. tbl. — Fimmtudagur 6. apríl 1950. GENGIÐ fyrir Píus páfa. Sja Sagt frá Listamannaþingi á 2. síðu. 4 Kíkisstjórnin óskar eftir umsóknum um togarana Dieselfogararnir dýrari en gufufogararnir. t GÆRKVÖLDI tilkynnti ríkisstjórnin, að hún óskaði eftir tilboðum í þá 10 togara, er samið var um smíði á í Bretlandi arið 1948 og byrjað verður að afhenda í nóvember næst- lomandi. Umsóknarfrest setti stjórnin til sumardagsins ívrsta, 20. apríl n. k., en tilboðin eiga að sendast til for- sætisráðuneytisins. Kaupverð togaranna var og tilkynnt. Gufutogararnir. * Átta af þessum togurum verða olíukyntir gufutogarar. Hver þeirra verður 183 fet á iengd og 30 fet á breidd. — Munu þeir verða af sömu gerð og t. d. togararnir Fylkir og Röðull. — Hver þessara togara kostar 170 þús. sterlingspund, eða því sem næst í ísl. krón- um 7.769.000.00. Fiskimjölsverksmiðja í skipum. Gufutogarana verður byrjað að afhenda í nóvember næstk. Sá siðasti á að verða fullsmíð- . aður í maímánuði 1951. Þeir verða útbúnir fiskimjölsverk- smiðju, sem unnið getur úr 24 tonnum af hráefni á sólarhring. Pieseltogararnir dýrari. Dieseltogararnir ^tveir verða feikna burðarmikil skip. Hvor þeirra 185 fet á lengd, eða sama lengd og Neptúnus. Hvor þeirra kostar 172.000 sterlings- fíund eða sem næst í ísl. kr. 7.860.400. Hinn fyrri þeirra vei’ður afhentur væntanlegum eigendum í febrúar 1951, en síðari í september sama ár. Búin bestu tækjum. Öll verða skipin búin hinum ÍT^sru" ■ öryggistækjum, m. a. radar. Eru kaupin á þeim, svo og fiskimjölcverksmiðjunum til gufutogaranna innifalin í kaup- verðinu. GEIR BÆTTI SÖLUMETSÐ í GÆR TOGARINN Geir frá Reykja- vik, bætti í gær ,,sölumet“ þessa árs, á ísvörðum fiski, í Bretlandi. Hann seldi 273 tonna úrvalsafla fyrir 13.791 sterlings pund, brúttó. Hæsta sala á eig- in afla þar áður, var hjá Agli Skallagrímssyni, er seldi fyrir 12063 pund. Á sameiginlegum afla þeirra Svalbaks og Kald- baks, náðist 12600 punda sala. Þessari óvenju góðu sölu hjá Geir hafði verið spáð, enda var farmur hans því nær eingöngu þorskur og ýsa og einn sá besi togarafarmur, er nýsköpunar- togari hefur nokkru sinni flutt út. Undanfarið hefur verið há- marksverð á þorski og ýsu í Bretlandi og hafa sölur þar síð- ustu daga verið hagstæðar. — Jón Þorláksson seldi 229 tonn fyrir 11,088 pund, Egill Skalla- grímsson 232 tonn fyrir 11268 pund og Kári 212 tonn fyrir 10843 pund. Salan hjá Kára var sú síðasta, en hann hefur ver- ið seldur til Þýskalands, svo Sem kunnugt er. iakob Möller kom í gærkvöldi flyiningur garðyrkju ábaida með S.V.R. RÆKTUNARRÁÐUNAUTUR Læjarins hefur gert það að til- lögu sinni til bæjarráðs, að Lög Lergsstrætisv. verði þannig út- búnir að farþegar geti flutt með Bjer garðyrkjuáhöld og annað lávegis. Vill hann láta gera fs-etta með tilliti til hinna nýju garðlanda við Rauðavatn. Bæjarráð tók erindi þetta fyrir á fundi sínum á föstudag- inn. Var samþykkt að vísa máli ssU til'forstjóra strætisvagn- anna og fá umsögn hans um T>að. Ikiðakappi meiðisl ft.ARALDUR Pálsson skíða- teappi á Siglufirði varð fyrir tli'i.óhappi, við skíðaæfingar i éæc, að hann meiddi sig í öðru hn-jenu í stökki. Hann getur |7' ' ekki tekið þátt i skíðamóti, S'-.m er í þann veginn að byrja f r jnyrðia. JAKOB MÖLLER sendiherra, | kom hingað flugleiðis í gær. Er hann hingað kominn m. a. til þess að vera viðstaddur þeg- ar Þjóðleikhúsið verður opnað á sumardaginn fyrsta. Hann var um langt skeið, sem kunn- ugt er, einn af öflugustu stuðn- ingsmönnum Leikfielagsins, og átti sæti í fyrstu Þjóðleikhúss- nefndinni. SCarlakórinn heldur samsöng KARLAKÓR Reykjavikur ætl- ar dagana 11., 12., 13. og 14. apríl að efna til samsöngva fyr ir styrktarmeðlimi sína. Til mála getur einnig komið að hann haldi almennan samsöng. Mörg lög bæði eftir innl. og erlenda höfunda verða sungin, en þeir Guðmundur Jónsson og Magnús Jónsson syngja ein- söng og tvísöng. Nú eru í kórnum 36 söng- menn og er kórinn sagður ver| í góöri æfingu. Sigurður Þórð; , !* arson stjornar þet^um sam- söngúum að venju. Ahoriendasvæðið í Þjóðleikhúsinu. Bráðlega verður Þjóðleikhúsið opnað, eða á pumardaginn fyrsta 20. þ. m. Þessi mynd er tekin af leiksviðinu og sýnir hún áhorfendasvæði leikhússins. Því er skift í þrennt, aðal-alur, r.em tekur 390 manns í sæíi. -— Þá neðri svalir, þar rúmast 125 manns og á efri svölunum eru J46 sæti. — Þessi mynd er tekin fyrir nokkrnm vikum síðan og tók hana Ólafur K. Magnús- son, ijósm. Mbl. Bjarni Benedikisson kom heim í gær Var á fundi ráðherra- neíndar Evrópuráðs og Efnahagsslofnunarinnar BJARNI Benediktsson utanrík- isráðherra kom flugleiðis frá Bretlandi í gærkvöldi. Hann sat fund ráðherarnefndar Ev- rópuráðsins í Strassburg í fyrri viku, frá því á fimtudag og til laugardags. Fór hann síðan til Parísar, og sat þar fund Efna- hagsstofnunar Evrópu á þriðju- dag. í fylgd með honum var Hans Andersen fulltrúi í utan- ríkisráðuneytinu. Reglur um forgsölu Á FUNDI sínum á föstudaginn, ræddi bæjarráð um nauðsyn þess að samdar sjeu reglur um torgsölu blóma og grænmetis. Bséjarráð ályktaði að fela þeim lögreglustjóra, borgar- lækni 'og forstöðumanna skipu- lagningardeildar, ásamt einum fulltrúa frá fjelagi blómaversl- ana og öðrutn frá fjelagi garð- yrkjumanna, að semja reglur um þessa starfsemi. Samninganeindar- snenn koma heim MEÐ GEYSI, flugvjel Loftleiða, komu í gær Kjartan Thors fram kv.stj. og Ðavíð Ólafsson fiski- málastjóri frá Bretlandi, þar sem þeir voru að leita samn- inga um löndun íslensku togar- anna. Þeim samningum er ekki lokið. Ennfremur komu með ■’sömu ferð Ólafur Jónsson út- gerðarmaður í Saj*dgerði. — Gunnar Guðjónsson skipamiðl- ari og Egill kaupfjelagsstjóri Thorarensen. Börn kveikfu í pappírsgeymsiunni, ELDURINN í prentsmiðju' Siglufjarðar kviknaði með 'þeim hætti, að óvitar höfðu j verið að leika sjer með kerta- ijós inn á milli pappírshiaða í prentsmiðjunni. Gengu börnin frá ljósinu logandi. En eftir það kviknaði í pappírnum út frá hinu logandi kerti. Vissu menn ekki fyrr en logaði upp pappír- : inn. Aðrar skemdir en á papp- írnum urðu litlar. Hvað dvelur Iðnóræðu Áka! KOMMÚNISTAR virðast ekki vera ákafir í að birta Iðnóræðu Áka, sem vildi „skipuleggja rjettarvernd íslendinga“, með því að ráðleggja þeim að ljúga fyr- ir rjetti. Þjóðviljinn hefur nú birt tvær af þeim ræðum, sem haldnar voru á þessum fundi. En ekkert bólar á aðalræðunni, sem Áki flutti. Eru kommúnistar e. t. v. eitthvað^ gugnir við að láta heilræði lögfræðings síns um hegðan fyrir rjetti sjást á prcnti? Við bíðum og sjáum hvað setur. t Hótel (sianthlóðin meiin á 1r5 milj kr, YFIRVIRÐINGARGERÐ hefur Reykjavíkurbær látið fram fara á kaupverði lóðarinnar nr. 2 við Austurstræti, þar sem Hótel ísland stóð. — Þriggja manna nefnd, skipuð dómendum i Hæstarjetti, fjallaði um málið og var matsgerð hennar lögð íram á fundi bæjarráðs er hald- inn var á. föstudaginn. Meirihluti nefndarinnar, dóm ararnir Jón Ásbjörnsson og Þórður Eyjólfsson, meta verð lóðarinnar á 1,5 milljón kr. —< Minni hluti nefndarinnar, Giz- ur Bergsteinssori, dómari, skil- aði sjeratkvæði. Hann vill metai lóðina til' kaups á 1,2 millj. kr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.