Morgunblaðið - 13.04.1950, Side 2

Morgunblaðið - 13.04.1950, Side 2
MpRGUN B^L A ÐIÐ i/ /FimíTitudagur . 13. apríl 1950 Ísland gæti fengið mikinn ferða- iiiannastraum ef gistihús og önnur jtægindi væru fyrir hendi - segir frú Ounhild Gansing rifsljóri : Ritstjóri danska kvenna- blaðsins „Tidens Kvinder11 frú Gunhild Gansing, átti stutt viðtal við Morgunblaðið í gær, og komst m. a. að orði á þessa leið: ..Þið hafið laugarnar“ —• Ef hægt væri að sjá skemmtiferðafólki hjer fyrir |;ægilegum gistihúsum, og öðr- fim lífsþægindum, þá myndi ihingað koma mikill ferða- mannastraumur. Þið hafið raargt, sem vekja mun ánægju meðal t. d. danskra ferða- inanna. Þið hafið laugarnar, er margir myndu hafa mikla á- ^iægju af. Hentugar bílaferðir a milli fagurra staða í landinu. Ög fengju ferðamenn tækifæri til að leigja sjer hesta, og ferð jást upp um fjöll og firnindi þá myndi verða mikil aðsókn að slíkum skemmtiferðum. Margir Danir hafa mikinn hug á að kynnast Islandi, fenda er það um margt sjer- kennilegt. Og það yrði mörgu yúdra fólki, sem hjer er á ferð, 1( ægilegt, hve margir Jslending j?r tala dönsku. Ykk.ur íslendingum eru öll Norðurlandamálin að heita má iafn skiljanleg. En þó undar- (egt megi virðast, þá er það oft svo erfitt fyrir Dani og Svía áð gera sig skiljanlega inn- hyrðis, að það kemur fyrir, að beir grípa til þess ráðs að tala •aman á ensku. Það væri mjer sjerstök á- • mgja, ef jeg gæti á einhvern hátt stuðlað að því. að ferða- lög ykjust á millí landa okkar. ^lengisbreytingin gerir að sjálf f-ögðu það að verkum. að ís- 'endingar eiga í bili erfiðara með að ferðast sjer til skemmt- unar til Danmerkur. En á hinn bóginn gerir hún Dönum auð- yeldara fyrir að leggja ieið sína hingað. Gtbreiddasta kvennablaðið Er talið barst að blaði frúar- fnnar „Tidens Kvinder“, íkýrði hún frá því, að það væri útbreiddasta kvennablað á fíorðurlöndum. Það kemur út viku.Lega og er prentað í 67,000 eintökum. Hefir frú Gansing verið ritstjóri blaðsins síðan árið 1942, en unnið við blaðið alls í 14 ár. — Það kom mjer öldungis á óvart er jeg varð þess vör er . J.ingað kom, að „Tidens Kvinder’* hefir haft hjer rnarga lesendur. Og margir jiafa hug á því enn, að fá blað- ið, að staðeldri, segir hún. En hví miður hefir ekki verið hægt að selja það hjer á landi, vegna gjaldeyriserfiðleika. Allsherjarsamband hvenfjelaganna Um sögu blaðsins og stefnu Uess komst frúin að orði á þessa leið: j — Upprunalega þegar „Ti- dens Kvinder“ var stofnað, var ;það málgagn fyrir „Danske jKvinders Nationalraad“. — Sú [stofnun er, að því er jeg best veit, einsdæmi í veröldinni. — Þetta er samband 65 danskra kvenfjelagasambanda. Þátttak endur í því eru allskonar kven fjelög, jafnt húsmæðrafjelög, jsem kvenfjelög stjórnmála- ;flokkanna. í öllum þessum fje- lögum samanlagt er 4. hver fullorðin kona í landinu. Gunhild Gansing. Frú Bodil Begtrup var lengi formaður þessa allsherjarsam- bands kvenfjelaga í Dan- mörku. Hún varð að segja þvi starfi lausu, er hún gerðist sendiherra hjer á landi. Hún hefir unnið mikið og marg- þætt starf fyrir dönsku kven- þjóðina. Nú er hún, sem kunn- ugt er, eina konan sem hefir á hendi sendiherrastarf fyrir þjóð okkar. Frú Fanny Jensen ráðherra En í ráðuneyti Hans Hed- tofts á ein kona sæti, frú Fanny Jensen. Hún hefir ekki sjerstaka stjórnardeild. — Það þótti okkur konunum miður í upphafi. En nú höfum við kom ist að raun um, að þessi tilhög- un er einmitt tilvalm fyrir kvenþjóðina. Með þessu móti getur Fanny Jensen ráðherra beitt sjer fyrir hagsmunamál- um kvenna, og nytsemdarmál- um, sem eru sjerstaklega í verkahring kvenna, í hvaða1 stjórnardeild sem þau koma fyrir. Þegar t.d. heilbrigðismál, húsnæðismál eða f jelagsmál j eru til meðferðar sem sjerstak- j lega varða kvenþjóðma. Frú ( Fanny Jensen var verkakona í • verksmiðju, þegar hún var j ung. Hún varð snemma ekkja, og lærði af eigin raun, hvar skórinn kreppir. En það er stefna blaðs míns, segir hún, að efla samstarf og i viðkynning þjóðar minnar á sem flestum sviðum bæði inn á við og eins útávið. Framhald á bls. 12. Vísar ábyrgSinni á Fjárhagsráð Oreinargerð frá skömmfunarsfjéra VEGNA þrálátra blaðaskrifa, ummæla í útvarpi, og nú síðast persónulegra árása á mig út af því að jeg auglýsti 31. mars s.l- að úr gildi fjellu þá skömmtun- arreitir frá fyrra ári fyrir vefn- aðarvörum og sokkum, þykir mjer rjett að taka fram eftir- farandi: 1) í brjefi fjárhagsráðs til skömmtunarstjóra dags. 24. febr. s.l. segir að vefnaðarvöru- reitir ársins 1949 og sokkamið- ar frá s.l. ári, sem framlengdir voru um s.l. áramót, skuli falla úr gildi. Þessi ákvörðun fjár- hagsráðs, sem gerð var á fundi þ. 22. febr. s. 1. var raunar að- eins ný staðfesting á fyrri á- kvörðun ráðsins um þetta sama atxúði. 2) Eftir að hafa meðtekið þetta áminnsta brjef fjárhags- ráðsins, sagði jeg svo auðvitað hverjum sem um það spurði, að umræddir reitir ættu að falla úr gildi 31- mars, án þess þó að jeg gæfi út um það nokkra sjer staka auglýsingu. — Frásagnir blaðanna um þetta atriði síð- ustu dagana í mars, voru því efnislega rjettar, þótt ekki væru þær nein tilkynning frá mjer, heldur aðeins rjett svar mitt við fyrirspurnum. 3) Um hádegisbilið 31. mars s.l. fjekk jeg að vita í símtali við einn meðlim fjárhagsráðsins að ráðið hefði þá þann sama dag breytt fyrri ákvörðun sinni í þessu efni, og samþykkt að framlengja enn á ný gildi þess- ara umræddu skömmtunarreita. Auglýsti jeg svo um kvöldið þessa nýjustu ákvörðun fjár- hagsráðsins, eins og mjer bar skylda til. Af framansögðu ætti það að vera hverjum manni ljóst, að jeg hefi á engan hátt gefið út rangar nje blekkjandi tilkynn- ingar til almennings, heldur að- eins skýrt rjett frá þeim ákvörð unum, sem í gildi voru á hverj- um tíma, og ekki auglýst neitt annað en það, sem mjer bar skylda til. Samkvæmt gildandi reglugerð um vöruskömmtun fer fjárhagsráð með ákvarðanir sem þessa, og hefi jeg engan atkvaéðisrjett þar um. Reykjavík, 12. apríl 1950. Elís Ó- Guðmundsson, skömmtunarstjóri. Bandaríkjamenn haía áhuga fyrir lausn Triesfe-deiðunnar WASHINGTON, 12. apríl: — Dean Acheson utarxríkisráð- herra Bandaríkjanna sagði í dag, að hann fylgdist af mikl- um áhuga með viðleitni ítala til að ná samkomulagi við Júgóslava um framtíð Txúeste- borgar. Carlo Sforsa utanríkis- ráðherra Itala bar fram í ræðu sem hann flutti í Milano á laug ardag, tillögu um lausn Trieste deilunnar. Ætlaðist Sforsa til þess að þessar tvær þjóðir sendu fulltrúa á ráðstefnu til þess að ná samkomulagi. STJÓRN Fjelags járniðnaðarmanna. í fremri röð eru sitjandi; Loftur Árnason varaformaður, Sigurjón Jónsson formaður, Egil! Hjörvar ritari. Standandi að baki þcirn eru: Loftur Ámundason gjaldkeri, utan stjórnar, Bjarni Þórarinsson fjármálaritari og Ingimar Sigurðsson vararitari. FJel. járniðnaðarmanna er með öfiugusfu fjefögum íandsins ©r orðiö þrjáffii m EITT öflugasta iðnaðai'manna- fjelag landsins, Fjelag járn- iðnaðarmanna hjer í Reykjavík, er um þessar mundir 30 ára og var afmælisins minnst með veg legu afmælishófi fyrir nokkru. Stjórn fjelagsins boðaði blaða menn á sinn fund í gær, til að kynna þeim að nokkru hin margháttuðu störf þess. — En það kom fram við afmælið, að rjett væri að hrcyfa þcssu máli við blöðin, sagði Sigurjón, for- maður Fjelags járniðnaðar- manna, — en því er svo varið með jái'niðnaðarmenn, sem aðra, að þeim þykir jafnan vænt um þegar þeir sjá fjelags síns að góðu getið í blöðunum. Síðan rakti Sigurjón það allra helsta í 30 ára starfi fjelags- ins. 17 stofnendur. Það var stofnað 11. apríl 1920 og þá undir nafninu Sveinafje- ( lag járnsmiða, en árið 1931 var j heiti fjelagsins breytt, og þá tekið upp núverandi nafn þess: Fjelag jáimiðnaðarmanna. Stofn endur fjelagsins voru 17 og erut fjórir þeirra nú dánir. Fyrsti formaður þess er Loftur Bjarna son pípulagningameistari, en í gegnum árin hafa formenn fje- lagsins alls verið sjö, að Lofti Bjai'nasyni meðtöldum. Eru for mennirnir þessir: Loftur Þor- steinsson, Filippus Ámundason. Einar Bjarnason, Þorvarður Brynjólfsson, Snorri Jónsson og þá Sigurjón Jónsson núverandi formaður fjelagsins. Vaxandi stjett. Fjelag járniðnaðarmanna er eitt hið allra öflugasta iðnaðar- mannafjelag í landinu, enda nýtur það virðingar bæði inn á við og út á við. Nú eru 300 fjelagsmenn, er skiptast niður á sex mismunandi greinar járn- iðnaðarins, það er vjelvirkjar, járnsmiðir (eldsmiðir), plötu- og ketilsmiðir, rennismiðir, málmsteypumenn og eirsmiðir. — Fyrir allar þessar greinar gildir einn og sami samningui'. Nú eru lærlingar 233 að tölu og munu um 40 útskrifast í voit sem sveinar í iðninni. í vjel-» smiðjunni Hjeðni eru flestir’ lærlingar, enda er starfsemir* þar langsamlega mest. Fjelagsstarfsemi hefur frq! byrjun verið fjölþætt, enda hef-. ur ekki aðeins verið hugsað um að bæta kjör og vinnuskilyrði, heldur og að auka þekkingu 5 starfi. Sjóðir fjelagsins. Strax á öðru ári fjelagsina var stofnaður slysa- og sjúkra- sjóður, en síðar hafa verið stofn aðir margir fleiri sjóðir, er» markmið þeirra allra er þaö sama, þ. e. að skapa meðlim- um fjelagsins sem mest og besfe öryggi. Segja má, að tryggingamál, með sjóðstofnunum hafi allt fi'ái upphafi verið hinn rauði þráðup í starfsemi fjelagsins. Síðastí sjóðurinn, sem hefur með hönd um greiðslu ellilauna, var stofn aður 1940. Þessi sjóður er ekk’J erm tekinn til starfa, en á nú 260 þús. kr. — Mun verða starf— hæfur er hann telur 350.000 kr„ Af eðlilegum ástæðum burfg! járniðnaðarmenn að inna af hendi nokkra greiðslu til hinns» íjölmörgu sjóða, en slíkt hafxa þeir aldrei talið eftir sjer. » Þeir eru alltaf að greiða sjálf- um sjer, því sjóðirnir eru tij þess að skapa þeim sjálfum sem mest og best öryggi, bæði í nú- tíð og framtíð. Yms baróttumál. Fjelagið hefur ávallt haldið uppi virkri baráttu fyrir því ac3 allar skipaviðgerðii' og annai’ jároiðnaður væri framkvæmd- ur í landinu sjálfu, eftir því sem tæknileg efni stæðu til, endti má segja að ein af hörðustU vinnudeilum fjelagsins hafi ad mestu staðið um það, hvort rjetij ur okkar væri meiri til vinnu i Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.