Morgunblaðið - 19.04.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.04.1950, Blaðsíða 2
2 r j MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. apríl 1950, Heiðn ekki ráðið við eldinn á haf i tli og neyðst til að yfirgefa skipið Framh. af bls. 1. iskrana á olíugeyminum og ralm olian þá í botngeyma. — S®.’engihættan var bó hin sama V'&na hugsanlegra gasmynd- arfe í olíugeyminum K(|sk framganga Sftir því, sem Mbl- hefur fr ett þá sýndu þeir Kjartan og Vi hjálmur mikinn dugnað við iað reyna að hefta útbreiðslu el' sins og lögðu sig í mikla hs ttu. — Kjartan hefur t.d. br nnst nokkuð á höndum og iis ídleggjum er logandi tjara úr einangrunarplötunum lak of n á hann þar sem hann stóð m‘ ð handslökkvitækin. VI rbyggingin full af rej k >egar fyrstu brunaverðirnir fco nu um borð í Lagarfoss, um kl 6.40 í gærmorgun, nokkrum au snablikum eftir að tilkynnt va um eldinn, var yfirbygging sk psins alveg full af reyk, sagði Jó ( Sigurðsson, slökviliðsstjóri, í s imtali við Mbl. í gær. ’veir brunavarðanna settu á si£ reykgrímur og ætluðu að rá! a til inngöngu í vjelarrúmið mt 5 slöngu, en urðu frá að hv :rfa. Bæði var, að reykur- >m var svo mikill, að ekki sá út ír augunum, og svo eins hitt, að er þeir ætluðu að styðjast vií handrið járnstigans, sem lig' ;ur niður í vjelarrúmið, vo u þau bæði svo heit, að ekki va haldandi um þau. Filiur brýst út í stjÍrnborðsgang fím líkt leyti og þetta gerð- istlbraust eldur út í ganginum, un lir aðalyfirbyggingu skips- in; stjórnborðsmegin. Að inn- ar, erðu er vjelarrúmið og ha ði þilið hitnað við eldinn, er |tm það ljek, uns að kviknað ha|ði í trjeklæðingu,, sem á því ev!: þessum gangi. N e|ðargöngin Slökkviliðsmönnunum var nú sajt frá neyðarútgangi frá vjel- s'rilíminu. Er það hús, sem er yfii öxli skipsins er liggur í ky-M þess, undir aðalvjel- inrf. Eftir öxulhúsinu var farið me§5 stóra slöngu, opnuð lúga í gflfi vjelarúmsins. Þarna niðri gáf: slökkviliðsmennirnir sp-^autað á vegginn og pípurnar fýjsr ofan svonefndan „dunku- kelil“, hjálparketilinn og á þennan sama stað var svo vatni d'sat í gegnum gluggana , yfir, Vjf larúminu og svo var bruna- sía iga við hurðina á reykháf ski >sins. Spíengibætta. ' roru þarna slökkviliðsmenn me 5 einar 10 slöngustúta, enda ve tti eki af. Segja má að nokkr ir 1 ugir mannslífa væru í hættu, és: mt skipi og hafnarmann- viifijum og mun Reykjavíkur- höfn ekki fyrr hafa verið í öllu máiri hættu. Þarna við hjálpar- keftlinn þar sem eldurinn virt- ' ísfct’bráðastur, voru olíugeymar rjeitt hjá og var hætt við að sp^enging myndi verða í þeim. -ef jþeir ofhitnuðu. Úr öllum þess vrtt slöngustútum runnu um 2000 íít’rár á niínútu; I Skipinu hefði verið sökkt | Ef slökkviliðinu hefði ekki tekist með þessúm kraft- og vatnsmiklu slöngum, að ná yfir tökunum í baráttunni við eld- inn og bægja þannig sprengju- hættunni frá, hafði skipstjórinn gert til þess nauðsynlegar ráð- stafanir að Lagarfossi yrði sökkt þarna við hafnargarðinn, á þann hátt að logskera göt á hliðar skipsins. Voru menn frá vjelsmiðjum komnir út í skipið og allt til þess tilbúið að sökkva því. En til þessa neyðarúrræðis kom ekki, því nú þótti mönnum það sýnt, að slökkviliðinu hefði tek- ist að hemja eldinn, og var nú liðin ura ein klukkustund frá því að það byrjaði slökkvistarf- ið. — Logaði lengst í þili Slökkvistarfinu var þó hvergi nærri lokið og varð eigi fyrr en um klukkan 10. Það var eld- ur í einangrun á þili milli „2 lest“ og vjelarúmsins, sem svo erfitt var að sækja að. Þurfti til dæmis að ryðja til vörum í þess ari lest áður en hægt var að komast vel að við slökkvistarfið og ý^mislegt fleira þurfti að gera þarna til að flýta fyrir slökkvistarfinu, en þessi loka- þáttur þess var erfiður við- fangs. Að lokum sagði Jón Sigurðs- son, slökkviljðsstjóri, að það, sem hefði vei’ið mönnum sínum til mestrar óþæginda, og tafið slökkvistarfið, var hve hitinn frá eldinum var gífur- legur og reykurinn mikill er stafaði einkum af tjöru í ein- angrunarplötunum og vafning- unum um pípurnar. Ætlaði ekki að ná skipsskjölum Birgir Thoroddsen, stýrimað- ur, var sofandi í skipinu er eld- urinn kom upp. Sagði hann alla yfirbyggingu skipsins hafa orðið fulla af reyk á auga- bragði. Var því nær ógerningur vegna reyksins að ná nauðsyn- legustu skipsskjölum. Eldupptök ókunn Skiþstjórinn, Sigurður Gísla- son, sagði að hann gæti ekki gert sjer neina grein fyrir upp- tökum eldsins. Um það er ekki hægt að segja á þessu stigi, en vonandi kemur það fram við sjóprófin, sagði skipstjórinn, en einhvern alveg næstu daga munu sjóprófin fara fram. Vjelar óskemdar Sjerfræðingar í vjelum, bæði á vegum Eimskipafjelagsins og vátryggjenda, skoðuðu í gær skemmdir þær, er urðu í eldin- um í vjelarrúminu. Töldu þeir óhætt með öllu að fullyrða að allar aðalvjelar skipsins, afl- vjelar, Ijósavjelar og rafalar myndu vera óskemdir. Þangað niður á gólfið komst eldurinn aldrei, en rafalana verður að taka upp og hréiriSá því vatn mun hafa komist í þá- Aðalskemmdir á rafkerfinu Aðalskemmdirnar á Lagar- foási '•{ brúhanum úrðú á raf- magnskerfi skipsins, einnig nokkrar á einangrun í þiljum og á rörum í vjelarúminu. Þiljur gengu sumsstaðar út vegna hit- ans og gólf gekk upp og þá skemmdist málningin á yfir- byggingu skipsins. Þar sem mesta vinnan liggur í rafmagni 6r óvíst hve langan tíma tekur að gera við skipið. Það fer nokk uð eftir því að hve miklu leyti raflagnarefni til þess er hjer fyrirliggjandi. Hinsvegar þykir sýnt að viðgerðin taki nokkrar vikur. Nýkominn frá Ameríku. Lagarfoss er sem kunnugt er, eitt af skipum þeim er Eimskipa fjelagið ljet byggja í Danmörku þegar að loknu stríði. Þegar eld urinn kom upp í skipinu í gær- morgun, hafði það legið hjer í höfn um það bil tvo sólarhringa, en það kom nú frá Bandaríkj- unum og flutti mikið af vörum, m.a. um 22,500 sekki af kart- öflum. Vörurnar munu ekki hafa orðið fyrir neinum telj- andi skemmdum, nema þá eitt- hvað neðst í framlestinni, en yatn komst þar inn á gólf. —• Enginn eldur komst í vörurnar í lestunum, nje heldur reykur. Skip og vörur voru vátrygðar og mun Sjóvá hafa haft mest af þeim í tryggingu hjá sjer. ★ Uppskipun á vörum hófst þegar eftir hádegið og voru til þess notaðir stórir færanlegir kranar, því ekki var hægt að nota vindurnar, sem allar eru rafknúnar. Allan aaginn var bæði lögregluvörður og bruna- vörður við skipið, því nauðsyn- legt var að banna fólki aðgang, en margt manna kom niður að skipinu til að skoða það, en einu merkin um brunann, sem sjá má frá uppfyllingunni er að málningin á reykháfnum hefur ofhitnað og gulnað við það. Sv. Þ. Nýft íþróftabfað hefur göngu sína SPORTBLAÐIÐ heitir nýtt íþróttablað, sem hafið hefir göngu sína. Ritstjóri blaðsins er Hallur Símonarson, en á- byrgðarmaður Guðmundur H. Kristjánsson. ,,Þar sem allt bendir til þess að íþróttablaðið Sport sje hætt útkomu, en nauðsynlegt er að blað, sem eingöngu er helgað íþróttum, sje gefið út, hafa nokkrir áhugasamir íþrótta- unnendur ráðist í að gefa þetta blað, er nú kemur fyrir al- menningssjónir, út“, segir m. a. í varpsorðum til lesenda. Blað- ið mun eiga að koma út viku- lega. Greinar í þessu fyrsta tbl. eru m. a. um Skíðamót íslands, grein eftir Brynj. Ingólfsson um frjálsíþróttir, grein eftir Gísla Sigurðsson um keppni dönsku hnefaledkamannanna og grein um handknattleiksmeistaramót ið. Þá er' og skýrt frá því að blaðið hafi ákveðið að efna til getraunar í sambandi við knatt spyrnuleiki, sem háðir verða hjer í sumaf. •:•:•:... Skymastervjelin „Hekla“ á flugvellinuín í Kastrup. Hröð þróun Kasirup- flughafnar í 25 ár ÞANN 17. apríl voru liðin 25 ár frá því að starfræksla á Kastrup flugvellinum í Kaup- mannahöfn hófst. Engan hafði órað fyrir að starfræksla vall- arins tæki svo hröðum breyt- ingum sem raun varð á. Fyrir 25 árum unnu aðeins 3 menn á vellinum, flugvallarstjóri, Leo Sörensen, umsjónarm. og ein skrifstofustúlka. — Þetta fólk hafði á hendi alla öryggis- þjónustu, öflun veðurfrjetta og allt, sem vinna þurfti. — Nú vinna 700 manns við flugvöll- inn beinlínis og af þeim ann- ast 150 manns öryggisþjónust- una. Auk þess vinna þar að staðaldri um 2000 manns í þjónustu flugfjelagsins danska (DDL) og Skandinaviska flug- fjelagsins (SAS). Fyrsta flugvallarbyggingin, sem reist var á Kastrup, kost- aði 185 þús. danskar krónur. En nú hafa alls verið reistar byggingar og lagðar flugbraut- ir fyrir 75 millj. danskra króna og er knýjandi þörf á miklum mannvirkjum í viðbót. í upphafi var flugvöllurinn um 600 metra á hvern veg, eða 36 ha. að flatarmáli, en er nú 650 ha. Byggingar flughafnar- innar eru 100 þús. ferm. a£8 gólffleti, eða 10 ha. Fyrstu ár- in var beitt um 800 f jár á gras- lendi vallarins en nú eru þeir slegnir og fást af þeim 1200 tonn af heyi. Árið 1925 urðu tekjur flug- hafnarinnar 70 þús. kr. í lend- ingargjöld og annað. En nú erU tekjurnar um 3,3 millj. á ári. Flugtök og lendingar eru að jafnaði 400 á dag. Fyrsta árið voru flugfarþegar til og frá Kastrup 5082, en nú á síðasta ári komu þar 310 þús. alls, þar af 60 þús., er komu við í Dan- mörku á leið milli erlendra flughafna- Flugleiðir voru þrjár um Kastrup fyrir 25 árum, en erU nú 131 og btúst við að þeim fjöigi á þessu ári upp í 160. Um 600 þús. gestir koma í flug- höfnina á hverju ári til þess að skoða hann, flugvjelar og flugþjónustu. Borga margir þeirra nokkurt gjald fyrir að fá að ganga þar um og njóta leiðbeiningar kunnugra manna. Er sá aðgangseyrir eða leyfis- gjöld það mikið fje, að rekst- ur flugvallarins munar um þær tekjur. ■ .......— Adenauer talar um þáltföku Þjóðverja í E-bandalagi. BERLÍN, 18. apríl. — Konrad Adenauer, forsætisráðh. Bonn- stjórnarinnar, er nú í heim- sókn í Berlín. í dag hjelt hann ræðu yfir fjögur þusund manna fundi í borginni. Voru þeir 1 flestir fylgismenn Kristilega flokksins. Þátttaka í Bandalagi Evrópu. Adenauer sagði m., a., að Þýskalandi myndi taka þátt í Bandalagi Evrópuríkjanna og þegar tímar liðu, myndu þeir fá fullkomið jafnrjetti á við aðrar þjóðir í þjóðafjölskyldu Evrópu. Kommúnistar fáliðaðir í Þýskalandi. Hann benti á, að kommún- istar væru einstaklega fáliðaðir t í Þýskalandi, sem og sjest af því, að af 400 þingmönnum á sambandsþinginu væru aðeins 15 kommúnistar. Þetta kvað hann sýna, að Þjóðverjar væru þess vel umkomnir að taka stjórn allra sinna mála í sínait þeirra. Vonast eftir lausn deilumála. Hann kvað Þjóðverja binda miklar vonir við fund utanrík- isráðherra Breta, Frakka og Bandaríkjamanna, sem haldinn verður í London í næsta mán- uði. Vitað væri, að þar yrði rætt um Þýskalandsmálin og væri það von allra, að teknar yrðu ákvarðanir um lausrf þeirrá. „Deutschland iiber alles“. Að ræðu Adenauers lokinni, stóð fundarfólkið upp og söng gamla þýska þjóðsönginn: „Deutschland úber alles“. Er það í fyrsta skifti, sem sá söng- ur hefur verið sunginn opin- berlega í Þýskalandi frá stríðs- lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.