Morgunblaðið - 19.04.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.1950, Blaðsíða 8
8 MORGV N BLAÐIÐ Miðvíkudagur 19.'apríl 1950. Ctg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðurm.X Frjettaritstjóri: ívar Guðmunösson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, I lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, Vetur kvaddur sumri heilsað 1 DAG er síðasti vetrardagur. Þessi vetur, sem nú kveður, hefur um marga hluti verið okkur íslendingum einn hinn óhagstæðasti, sem yfir okkur hefur gengið síðari ár. — Veðráttufar hefur að vísu verið fremur milt til landsins, þannig að bændum hefur farnast vel. Er mikill munur á honum og síðari hluta s. 1. vetrar, sem var eindæma snjóa- samur og erfiður fyrir landbúnaðinn. En veðrátta þessa vetrar hefur verið sjómönnum og útgerð mjög erfiður. Ó- gæftir hafa verið óvenjulegar í flestum verstöðvum mikinn hluta vertíðarinnar. Við þetta bætist svo það að aflabrögð hafa verið mjög Ijeleg. Niðurstaðan hefur því orðið sú, að aðalvertíð ársins hefur reynst afar mögur. Hagur útgerðarmanna og sjó- nianna stendur því höllum fæti. Afkoma þjóðarheildarinnar er einnig hin bágasta, sem verið hefur síðan fyrir síðustu heimsstyrjöld. Útflutningur- inn hefur verið mjög tregur og gjaldeyrisafkoma þjóðar- innar eftir því. Þetta er myndin, sem við okkur blasir þegar horft er til baka yfir liðinn vetur. En þó þessi mynd sje hvorki falleg nje drættir hennar ofckur hagstæðir, hljótum við þó að geta dregið af henni gagnlegar ályktanir. Og það skiptir meginmáli, að við ger- vim það. Það verður aldrei of oft endurtekið að það, sem þessi vetur verður að kenna okkur og raunar undanfarin ár, er það, að þessi þjóð á alla afkomu sína komna undir því, hvernig framleiðslu hennar vegnar. Hún hefur ekki annað til þess að byggja á en hana. Hún hefur ekki annað til að kaupa fyrir margskonar nauðsynjar frá útlöndum en arðinn af útflutningsvörum sínum. Við þann arð verður hún að miða eyðslu sína. Þjóðin á ekki nema um tvennt að velja: Að framleiða og afla sjer nauðsynja fyrir arð framleiðslu sinnar eða að láta bjargræðisvegi sína grotna niður og leiða yfir sig skort og vandræði. Á stjórnmálasviðinu hefur þessi vetur verið stórviðburða- samur í innanlandsstjórnmálum okkar. Ríkisstjórn lýðræð- isflokkanna þriggja sagði af sjer í vetrarbyrjun, ný ríkis- stjórn, minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins, tók við völd- um 6. desember og þriðja ríkisstjórnin settist að völdum þremur mánuðum síðar, samsteypustjórn tveggja stærstu þingflokkanna. Gengisfelling hefur verið samþykkt og víðtækar ráðstaf- anir gerðar til þess að koma á jafnvægi í efnahags- og at- vinnumálum þjóðarinnar. Þannig hefur oltið á ýmsu á þess- um hðna vetri. Nú þegar hann kveður horfist þjóðin í augu við margvíslega erfiðleika, sem eru m. a. afleiðing gæfta- leysis og aflatregðu. En mestu máli skiptir ekki að mikla fyrir sjer erfiðleik- ana. Hitt er miklu þýðingarmeira að mæta þeim af mann- dómi og skilningi. Það verður þjóðin að gera, ef hún vill vera sjálfri sjer trú, ef hún vill halda áfram að skapa sjer batnandi lífs- fciör. Þessvegna veltur nú mikið á því að hún líti raunsætt á hag sinn — skilji það, að erfiðleikarnir verða ekki sigrað- ir með því að loka augunum fyrir þeim, slá undan þeim og hleypa þjóðarskútunni í varanlegt strand. Sumarið er framundan, aðal annatími ársins til lands og sjávar. Það hefur á öllum öldum vakið von og þrótt í hug- um fólksins í þessu norræna landi. Enginn vetur hefur ver- iö svo harður að hann dræpi kjarkinn úr íslendingum, þrátt fvrir sára xátækt þeirra og litla sjálfsbjargarmöguleika. Vonin um gott sumar, hækkandi sól, lengri daga og betri •tíma, hefur alltaf unnið. bug á bölsýni skammdegisins. — 'Islenska þjóðin, sem í dag er vel efnum búin og færari um ;það en nokkru sinni fyrr að bjarga sjer, mun ekki slá und- 'an stundarerfiðleikum þeím, sem hún á nú við að etja. Hún mun sigrast á þeim. Gleðilegt siunar. Fræknir ferðamenn TVEIR íslenskir piltar, báðir fimmtán ára, hafa orðið landi sínu til sóma í útlöndum. Ann- ar þeirra, Friðrik Ólafsson, varð f jórði í röðinni á unglinga skákmótinu í Birmingham, sem lauk síðastliðinn laugardag. Þar var aldurstakmark keppenda 20 ár. Hinn, Pjetur Kristjáns- son, varð annar maður í 100 metra sundi, frjálsri aðferð, er hann síðastliðinn sunnudag tók þátt í norrænu unglingasund- móti í Kaupmannahöfn. Þar var aldurstakmarkið 18 ár. Þeir Pjetur og Friðrik koma heimleiðis með Gullfaxa í kvöld, en hvorugur hafði áður farið út fyrir landsteinana. Er því ekki ofsagt, að fyrsta för þeirra hafi orðið happadrjúg. • Byrjaði níu ára FRIÐRIK Ólafsson er sonur Ól- afs Friðrikssonar, verslunar- manns. Friðrik varð 15 ára 26. janúar síðastliðinn. Hann var um níu ára að aldri, þegar hann byrjaði að tefla, og það var faðir hans, sepi kenndi honum mannganginn. Jeg sá strax, segir Ólafur, að hjer var meir en venjulegur skákmaður á uppsiglingu. Friðrik var á tólfta ári, þegar hann fór að segja föður sínum til syndanna yfir skákborðinu — og taka þátt í keppnum. •— Hann var 14 ára, þegar hann komst í meistaraflokk íslenskra skákmanna. • Vantar enn úthald HANN tók þátt í Reykjavíkur- mótinu, sem lauk skömmu áð- ur en hann fór til Englands, og varð 4. maður í undanrás af 24 þátttakendum. Hann komst því í úrslit og varð þar áttundi í röðinni. Faðir Friðriks skýrir svo frá, að hinn ungi skákmaður fylgist vel með íþrótt sinni og lesi meðal annars mikið af enskum og amerískum skákblöðum. En hann vantar enn úthald í lang- ar skákir, segir Ólafur. Að lokum má geta þess, að Friðrik þykir sjerstáklega sling ur hraðskákmaður og komst í þriðja sæti á hraðskákmótinu, sem hjer lauk fyrir skemmstu. • Keppti fyrst í fyrra PJETUR Kristjánsson er sonur Kristjáns Þorgrímssonar frá Laugarnesi. Pjetur varð 15 ára 22. september síðastliðinn. Hann byrjaði fljótt að synda, en tók í fyrra þátt í fyrstu keppni sinni. Þá keppti hann með Ármanni. Síðan hefur hann stórlega bætt sundtíma sinn. í hverri keppni að heita má, og á sundmeistaramóti íslands um mánaðamótin mars-apríl varð hann íslandsmeistari í 100 m. sundi, frjálsri aðferð. • Þakkaði vel fyrir sig ÞAÐ var eftir þetta afrek Pjet- urs, að ákveðið var að senda hann , á unglingasundmótið í Kaupmannahöfn. Mun þá hafa verið búið að afþakka boð um að senda hjeðan fjóra keppend- ur, en frammistaða unga sund- mannsins þótti svo góð, að það varð úr að senda hann út. Hann þakkaði svo fyrir sig með því að verða annar maður í sinni grein —: og bæta enn hinn ágæta sundtíma sinn. • 4,000 íslendingar í Svíþjóð FRÁ Svíþjóð berast athyglis- verðar upplýsingar um ferða- lög okkar íslendinga á undan- förnum árum. Ferðaskrifstofan þar skýrir svo frá í skýrslum sínum, að 3972 íslenskir ferða- langar hafi komið til Svíþjóðar síðastliðið ár, en svo vill til, að sú tala er nákvæmlega þúsund- inu hærri en í skýrslunni frá 1948, þegar 2972 íslendingar stigu á sænska grund. Upplýsingar ferðaskrifstof- unnar bera með sjer, að árið 1949 að minnsta kosti voru þeir íslendingar fleiri,, sem fóru í skemmtíferð til Svíþjóðar, en hinir, sem fóru „nauðsynlegra erinda“. Það ár komu þangað 2,300 íslenskir borgarar á sum- armánuðunum júní, júlí og ágúst. • Smjör á hverju stykki STÓLKA varpar fram þeirri spurnineu. hvernig á standi. að nær ógerlegt hafi verið að und- anförnu að fá smjör í^verslun- um — „meir- að segja dýra smjörið" — þótt flest veitinga- hús hafi á sama tíma getað boð- ið upp á smjör og „rundstykki“. Stúlkunni finnst þetta sann- ast að segja fjári hart — og svo mun fara fyrir fleirum. • Sardínur í bíldós ÞVÍ er haldið fram, að strætis- vagnarnir, sem veliast til Lög- berg.sferða, sjeu furðulega litlir og ljelegir. Þessa verði ekki síst vart á sunriudögum þegar sólin skín, þá sjeu farþegarnir eins og sardínur í dós, hvað svig- rúmið snertir. Sögumaður minn, sem síðast- liðinn sunnudag þurfti að nota Lögbergsbíl, líkir ferðalaginu við fangaflutning. Milli sæt- anna var nær ekkert rúm fyrir þá, sem stóðu, og þó voru þeir eins margir og í bílinn varð komið — með vondu móti. Það bætti og ekki úr skák, að farþegarnir voru með ýmis- konar áhöld meðferðis, sem þeir neyddust til að taka með sjer inn í þennan lasburða strætis- vagn. .... MEÐAL ANNARA ORÐA . . . . Kostir sæðingar eru miklir. Eftir Alfred King, frjettamann Reuters. NEW YORK. — Sæðing kúa hófst í Bandaríkjunum fyrir 11 árum. Þótt ekki sje lengra um liðið, þá eru 2,500,000 kúa getn- ar á þennan hátt, en það er um tíundi hluti alls stofnsins. Mest ar hafa framfarir að þessu leyti verið allra seinustu árin, og má segja, að árangurinn sje glöggt vitni um samvinnu bænda og hæfni þeirra til að færa sjer vísindarannsóknir í nyt. Og bændurnir eiga sæðingarstöðv- arnar oftast nær sjálfir. • • KOSTIR SÆÐINGAR SÆÐING hefur ýmsa kosti aðra en þá, að hægt er að hafa meiri not af hverju nauti en ella- Þannig geta margir bænd- ur haft not úrvalsgripa, sem þeir hefðu ekki náð til annars. Þá dregur sæðingin úr hættu á útbreiðslu sjúkdóma. Það þarf varla að taka það fram, að bændur spara mikið fje og tíma með því að hafa ekki naut á búi smu. • • SÆÐINGAR- STÖÐVUNUM FER ALLTAF FJÖLGANDI AÐ vísu kemur sæðing mestu haldi þegar hún er not- uð við kýr, en það má líka nota hana við önnur húsdýr með góð um árangri, jafnvel alifugla. Mörg urðu glappaskotin og mistökin fyrst er sæðing var upptekin í Bandaríkjunum, og áttu þau sjer ýmsar rætur. Hitt er svo annað mál, að unnin var snemma bót á því, sem miður fór ,og sæðingastöðvum hefur sífellt fjölgað síaðn 1938, en þá var þeirri fyrstu komið á ,lagg- irnar. Nú er svo komið, að um 300, 000 kúabændur eiga í þessum stöðvum. Bændur, sem koma vilja á stofn sæðingarstöð, léggja fjeð fram sjálfir. í fyrstu voru ekki aðrir en dýralæknar ráðnir til að sjá um sæðinguna, en það kom fljótt á daginn, að þetta var óhæft fyrirkomulag, þar sem aðrir gátu leyst starf- ann eins vel af hendi. — Nú kenna bændaskólarnir mönnum að hafa sæðingu með höndum. • • BETRI MJÓLKUR- KÝR OG . KOSTAMEIRI HVER sæðingarstöð verður að eiga eða að hafa aðgang að nægilega mörgum úrvalskyn- bótanautum, það finnst bænd- unum mest um vert. Og þá aðikomum við að þeim kostinum við sæðinguna, sem ekki er minnst um verður. Það hefur nú komið á daginn, að kýrnar mjblka betur en áður var vegna þess, að notuð eru aðeins naut af allra besta kyni. — Til að mynda gefa kýrnar í New York ríki af sjer 220 pund smjörs að meðaltali á ári, en þær kýr í sama ríki, sem getnar eru við sæðingu gefa að meðaltali af sjer 415 pund smjörs, árlega. í Bandaríkjunum er fram- leidd meiri mjólk en í nokkru landi öðru, en sæðingin virðist opna leið enn meiri aukningu mjólkurafurða. Framleidd eru í landinu 120 milljónir punda af mjólk ár hvertj en það verða 825 pund á hvert mannsbarn í landinu að meðaltali. Samt er ástæða til að ætla að neytendur mundu kaupa enn meiri mjólk- urafurðir, ef framleiðslan ykist. Hver kýr gefur nú af sjer um 5000 pund mjólkur á ári, en þó mun kúakynið enn batna fyrir sæðinguna. Egypskir þingmenn á Bretlandi London, 18. april. — Níu eg- upskir þingmenn komu í dag með flugvjel frá Nizza til Northolt flugvallar í oLndon. Þeir eru í boði breska þingsins og munu dveíjast nokkra daga á Bretlandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.