Morgunblaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. apríl 1950 I JÍ$ir)ptttM&4>ifo Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.X Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasöla 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, Afram liggja sporin 1 DAG stígur íslenska þjóðin stórt spor fram á við til efling- ar menningu sinnar og listalífi. Vígsla hins nýja og glæsilega Þjóðleikhúss markar tímamót í mennlngarmálum okkar. Með opnun þess skapast íslendingum stórbættir möguleik - ar til þess að njóta áhrifa fagurra lista og þroska hæfileika sína á því sviði. ( .... Um hlutverk og tilgang leikhússins segir svo í lögum um Þjóðleikhús, sem samþykkt voru á Alþingi hinn 23. maí ár- ið 1947: „í Þjóðleikhúsinu skal iðka leiklist og þær listgreinar aðrar, sem tengdar eru leiksviði. Starfsemi þessa skal leikhúsið rækja svo, að hún verði sem öflugust stoð ís- lenskri menningu. Höfuðhlutverk leikhússins skal vera: 1. Flytja íslenska og erlenda sjónleiki og ennfremur söngleiki og listdansa eftir því, sem við verður komið. 2. Vera til fyrirmyndar um meðferð íslenskrar tungu. 3. Halda skóla til eflingar íslenskri listmennt. Þjóðleikhúsið skal flytja leikrit í ríkisútvarpið, sjónleiki utan Reykjavíkur, eftir því sem við verður komið, og vinna að eflingu leiklistar hvarvetna á landinu“. ★ Þannig hefur lögjafinn markað hlutverk Þjóðleikhússins. Er óhætt að fullyrða að það sje í fullu samræmi við hugsjón- ir þeirra manna, sem hófu baráttuna fyrir því. Þjóðleik- húsið á að vera alþjóðareign. Það á ekki að vera sjereign höfuðborgarinnar þó að hún hafi besta og mesta möguleika til þess að njóta þess. Hlutverk þess er alhliða efling ís- lenskrar leiklistar, hvar sem er á landinu. Það á að vera sem öflugust stoð íslenskri menningu. ★ Þetta er mikið hlutverk og víðtækt. En miklar vonir standa til þess að Þjóðleikhúsið verði þess vaxið að rækja það. — En til hvers er mikið og veglegt hús, ef ekki er til fólk, sem er þess megnugt að flytja þá list, sem það er byggt yfir? Væru gyðjur listanna ekki jafn umkomulausar í bessu landi þrátt fyrir fagurt musteri við Hverfisgötu, ef þjóðin væri sneydd listrænum hæfileikum? Svo sannarlega. ★ En sem betur fer eigum við margt ágætra listamanna á hinum ýmsu sviðum listarinnar, leikara, hljómlistarmenn. rithöfunda, myndlistarmenn o. s. frv. Þjóðleikhúsið þarf þessvegna ekki að bregðast þeim vonum, sem til þess standa, af þeim ástæðum að ekki sje til fólk, sem geti gefið listinni líf og flutt þjóð sinni boðskap hennar. ★ Nú þegar veglegt leikhús er risið í Reykjavík er r:k á- stæða til þess að þakka því fólki, sem um áratugi hefur haft forystu um leiklistarstarfsemi við ljeleg skilyrði, starf þess og baráttu. Það hefur átt ríkastan þáttinn í því að skapa trúna á framtíð íslenskrar leiklistar. Til þess er einnig ástæða, að minnast þess, að það er þjóðin öll, sem hefur íeist Þjóðleikhúsið. Skemmtanaskatturinn af öllu landinu hefur runnið í sjóð þess. Drýgstur hluti hans hefur að vísu komið frá höfuðborginni, þar sem fólksfjöldinn er mestur og skilyrðin best til samkomuhalds og mannfagnaðar. ★ Byggingarsaga Þjóðleikhússins er löng, rúmir tveir ára- tugir. En það er ekki kjarni málsins nú, heldur hitt, að þjóð- in á að njóta þess um langa framtíð. Það á að verða höfuð- vígi íslenskrar listar. Það á í senn að vera þjóðlegt en veita þó stöðugt straumum nýrra menningaráhrifa til þjóðar sinnar. Listin er alþjóðleg, en því aðeins getur hver einstök þjóð tileinkað sjer heimsmenninguna eða brot af henni, að hún eigi sjálf sína eigin þjóðlegu menningu, sprotna upp úr jarðvegi síns eigin lands, sögu þess og baráttu. Á grundvelli þessa skilnings fagnar íslenska þjóðin þjóð- leikhúsi sínu. \Jihar ólrij^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU ísleusk kveðja. GLEÐlLEGT SUMAR og bestu þalckir fyrir veturinn! Það er ánægjulegt að taka undir þessa ágætu, íslensku kveðju, þótt aðeins sje á pappírnum. En pappírinn, sem Morgunblaðið er prentað á, fer líka um þúsundahendur í dag, sem aðra daga, og Gleðilegt sumar! er að okkar áliti sjálf- sögð byrjun á Daglega lífinu að þessu sinni. • Misjöfn sjónarmið. OG ÞÁ ekki síður þakklætis- kveðjan fyrir veturinn. Það hafa margir komið fram í þess- um dálkum undanfarna mán- uði, konur og karlar, börn og gamalmenni, misjafnlega „stemmdir“ menn eins og geng -ur, misjafnlega sinnaðir og misjafnleg hrifnir af hlutunum. En þeir hafa fitjað upp á mörgu og margt hafa þeir sagt vel og margar misfellurnar hafa þeir bent á, og svo einnig hitt, sem gott má teljast. Þessu fólki og öllum lands- mönnum ,óskar Morgunblaðið og Daglega lífið gleðilegs sum- ars, með þakklæti fyrir vetur- inn. • Hvað er framundan- HVAÐ skyldi þetta sumar þá færa okkur7 Sfjórnarvöldin fara ekki dult með það. að erfið -ir dagar kunni að vera fram- undan og að mannfólkið hjer á landi verði að herða róður- inn. svo vel megi fara. Stjórnmálamennirnir og fjár- málafræðingarnir segja okkúr, að við verðum að spara og fara varlega og gæta fyllstu hag- sýni — og á móti hlýtur þjóðin öll að ætlast svo til, að stjórn- málamennirnir og fjármála- fræðingarnir sjeu hagsýnir menn og sparsamir og gætnir. — Það er sanngirniskrafa. • Silfur hafsins. EN hvort svo sem erfiðleik- arnir verða miklir eða litlir (því einhverjir verða þeir ó- hjákvæmilega), þá er það tíma- bil á næstu grösum, sem að lík- indum ræður geysimiklu um lífsafkomu okkar í ár og næsta ár og jafnvel árið þar á eftir. Og þessu tímabili stjórnar lítill fiskur, sem kallaður hefur ver- ið silfur hafsins, en annars heit -ir rjettilega ósköp íburðarlitlu nafni og á alls ekkert skilt við silfur og aðra góðmálma. Og því væri ekki úr vegi, að nota nú tækifærið, um leið og við ósk- um hvert öðru gleðilegs sum- ars, til þess að óska þess af heilum hug, að síldin heimsæki okkur í sumar, og heimsæki okkur vel og rækilega. Urnuill af ötulum höndum. ÞAU eru orðin mörg handtök- in hjerna, sagði kunningi minn, sem jeg rakst á í Þióðleikhús-' inu í fyrradag, þeear blaða- mönnum var boðið þangað. Við stóðum uppi á efstu svölunum og*horfðum yfir salinn og nið- ur á leiksviðið. Þarna var urmull af vinnandi fólki, iðn- aðarmenn af öllum tegundum. verkamenn og allra handanna stjórar, ræstingakonur og hrein -gerningamenn. • Erfitt um eftirlit. ÞAÐ er erfitt að fylgjast með þessu öllu, hjelt kunningi minn áfram og kinkaði kollinum í áttina til fólksins í salnum og á leiksviðinu. Hjer er svo margt um manninn og störfin svo margvísleg, að einhver gárung- inn gæti líklegast tekið sig til og byrjað að vinna í húsinu upp á eigin spýtur. án bess að nokk- ur reyndi að stöðva hann. Eins og maðurinn í Dan- mörku, bætti hann svo við. • Sníkjudýr á því konunglega. JEG spurði, hvað maðurinn í Danmörku hefði gert, og kunn- ingi minn sagði, að hann hefði gerst nokkurskonar sníkjudýr á Konunglega leikhúsinu í Kaupmannahöfn. Osköp skað- laust sníkjudýr þó. Svo er að sjá sem þessi danski maður hafi verið ákaflega hrif- inn af leiklist, svo hrifinn, að hann mátti varla um annað hugsa. Og auðvitað var hann hrifnastur af Konunglega leik- húsinu og leikurunum við það. • Arum saman bak við tjöldin. HANN átti sannast að segja ekki aðra ósk heitari, en að geta verið öllum stundum í þessu danska þjóðleikhúsi. Og hann leysti málið á ofur einfaldan hátt. Hann fjekk sjer vinnuslopp (sjálfsagt likan þeim, sem sumt fólkið í Þjóð- leikhúsinu var í, þegar blaða- mennirnir komu þangað) og eitt kvöldið fór hann inn í Kon- unglega leikhúsið og á bak við leiksviðið og tók sjer þar stöðu. Og þetta gerði hann næsta leikkvöld, því enginn reyndi að stöðva hann vinnuklæddan, og þar næsta kvöld, og svo urðu kvöldin að vikum og vikurnar að mánuðum og mánuðirnir að árum. í fáum orðum sagt var mað- urinn í vinnuslopnum búinn að vera árum saman bak við tjöld- in í Konunglega leikhúsinu, þegar mönnum varð ljóst, að þar átti hann bara alls eltki heima. Svo þeir gerðu hann brott- rækan úr því konunglega. En hann komst auðvitað í blöðin og varð býsna frægur fyrir og það varð honum máske einhver sárabót. Koma svanirnir ekki í ár? DAGLEGA lífið hefur fregnað, að óráðið sje, hvort svanirnir, sem prýddu Tjörnina í fyrra- sumar, verði þar í ár. Mun þeim aðilum, sem síðastliðið ár greiddu kostnaðinn af Tjarnar- dvöl fuglanna, hafa fundist hann fullmikill. Engin lokaákvörðun mun þó hafa verið tekin i þessu máli, en ýmsir óska þess vafalaust, að svanirnir heimsæki okkur að nýju í ár, enda verður því ekki neitað, að af þeim yrði enn bæjarprýði. •■•mmnm MEÐAL ANNARA ORÐA Trúarbrögðin gegn guðleysi kommúnismans. Eftir Gilbert Sedbon, frjettamann Reuters. KAIRO. — Leiðtogar Múha- meðstrúarmanna í stjórnmál- um og trúmálum eru hvata- menn að stofnun nýs helgs bandalags, sem hefði því hlut- verki að gegna að sameina Mú- hameðstrúarmenn og kristna í baráttunni við öfl guðleysingja. Ástæðan er sú, fyrst og fremst, að þeir óttast mjög útbreiðslu trúleysis í heiminum, sem á ræt ur sínar að rekja til kenninga kommúnista. • • TRÚ í STAÐ OFSTÆKIS HREYFING þessi miðar að þvi, að kristnir menn og Múhameðs- trúar endurlífgi og efli trúarlíf í því skyni að bæta heiminn og bjóða guðleysi kommúnismans byrginn. Aðalhvatamaður þessa helga bandalags er sendiherra Egypta lands í Páfagarði, Haher el O- mary Bey, kominn í beinan legg af Omary kalifa. Omary Bay tjáði mjer, að menn hefðu ekki veitt þeirri sannreynd nægan gaum, að kristindómur og Múhameðstrú hefðu í sjer fólginn veginn til friðar og hagsældar, ef þessi trúarbrögð væri rjett skilin. — „Þessi sjúki heimur þarf ekki síður lækrúngar við í andlegum málum, en efnahagsmálum. — Vandræði heimsins nú stafa mestmegnis af því, að menn hafa snúið baki við trúnni, en trúin — ekki ofstækið — á alls staðar að verða lífsmáttur- inn á ný“. • • UNDIRBÚNINGUR í AÐSIGI SENDIHERRANN bætti því við að þeir, sem tryðu þessu mundu nú bindast samtökum til að koma málunum á rek- spöl. Samt hefur enn enginn sáttmáli nje ásetlun verið gerð um þetta, en menn hafa kynnst skoðunum hvers annars að þessu leyti, og einhverjar und- irbúningsráðátafanir eru vænt- anlega í aðsigi. Bæði í Páfagarði og egypska utanríkisráðuneytið athuga nú þá hagnýtu hlið þessa máls, sem er geysivíðtækt. • • BRJÓSTVÖRN GEGN GUÐLEYSI KOMMÚNISMANS MOHAMED Aly, prins í Eg- yptalandi, er mjög fylgjandi stofnun helgs bandalags. Hann segir, að nú þegar heimurinn er hnepptur í við-ja • óttans við þriðju heimsstyrjöldina, þá sje mönnum ekkert vænlegra til sáluhjálpar en að hverfa til trú arinnar og drottins. „Múhameðs trúarmenn verða að taka hönd- um saman við kristna menn og Gyðinga til að skapa brjóstvörn gegn guðleysi kommúnismans, en líka gegn öllum illum öflum, sem miða að því að veikja til- beíðslúna Íil skaparans. , Við verðum að sverjast í fóst- bræðralág óg horfast sameigin- lega í aúgu víð háska guðleysis- ins“. Emir Saud, ríkisarfi Saudi- Arabíu er sömu skoðunar og Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.