Morgunblaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.04.1950, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 20. apríl 1950 H IM 50 WEAK I CAN 1 HARDLY SPfSAK/ WHAT WE ALL NEED IS A GOOD SLUG OF COFFEE/ ■V - • IHAIVK HPAVFN 'VE'RE C’/ER THE ORST PAfTI OF IÍSIS ROAO. OVS WH' . AN EXPER’ENCE/ Sjötugur: Sigurðyr Magnússon hrepp- stjóri í Sfykkishólmi HANN er sjötugur í dag. Fædd- ist á ísafirði 20. apríl 1870, son- ur hjónanna Guðbjargar Jóns- dóttur og Magnúsar Sigurðsson- ar, pósts frá Ósi á Skógarströnd, og voru báðar ættir hans breið- firskar. Foreldra sina missti hann 4ra ára og fór því á mis við þann yl í lífinu, sf*n besta undirstöðu gefur. Tók þá Vedholm veitinga maður hann í fóstur og þar var hann til 8 ára aldurs, að hann fluttist til Skógarstrandar og komst þar á heimili þeirra Magnúsar Márussonar og Jófríð- ar Halldórsdóttur Ytra-Liti, sem reyndust honum með ágætum. í>ar vann hann til 25 ára aldurs Hann giftist árið 1908, Ingibjörgu Daðadóttur, Daníelssonar bónda að Setbergi á Skógarströnd og konu hans Maríu Andrjesdótt- ur, systur fceirra skáldkvenn- anna Herdísar og Ólínu. Var það Sigurði mikið lán, því Ingibjörg hefir reynst honum hinn einstak asti förunautur, enda val- kvendi. Þau hófu sinn búskap í Reykja vík, voru þar tvö ár. — Þá var snúið heim til átthaganna og á Skógarströnú bjuggu þau þar til þau fluttust að Kársstöðum í Helgafellssvdt árið 1915 og þar dvöldu þau þar til þau brugðu þar búi árið 1936. í Stykkishólmi hafa þau búið á annan áratug. Þetta er í fáum dráttum saga Sigurðar, en í raun og veru er hún mikið lengri, því hann hefir mörgu kynnst, eignast marga vini, mætt bæði blíðu og stríðu, sorg og harningju eins og gerist og gengur. Tekið öllu með sama rólega jafnaðargeðinu, hugsað sitt og haldið sitt strik. Hann er yfirleitt hljedrægur maður, en allt sem honum er falið að gera vinnur hann af einskærri trú- mennsku og skyldurækni. Hann er góður bnrgari í þess orðs bestu merkingu. Atvinnu og at- hafnafrelsi einstaklinganna tel- ur hann undlrstöðu farsæls þjóð fjelags, heldur vel á skoðunum sínum, enda sannur sjálfstæðis- maður. Sigurði Magnússyni var aldrei kend nein sjerhæfni í uppvexti fremur en svo mörgum jafn- öldum hans á þeim tímurti. Hann hefir verið smali á Skógarströnd, andófsmaður undir Jökli, skútu karl á Vestfjörðum, togarasjó- maður í Reykjavík, bóndi í Helgafellssveit og nú síðast smið- ur og hreppstjóri í Stykkis- hólmi. Oll passi störf hefir þessi hægláti og hljóðláti þrekmaður leyst af hendi með hinni mestu prýði. Skylduræknin mun fylgja sem flestum þegnum hins ís- lenska lýðveldis, þá myndi kom- ist framhjá mörgum skerjum. — Drengskap Sigurðar þekkja all- ir sem honum hafa kynnst. Við þennan áfanga leiðar hans verða þeir ekki fáir, sem hugsa hlýtt til hans og heimilis hans, minnast starfa hans sem ætíð hafa miðað til heilla og senda honum bestu óskir, um framtíð- arfarsæld. Megi Guð og gæfa krýna hann blessun sinni um ókomin ár. Árni Helgason. Úrslit júgóslav- neskra Triesle- kosninga TRIESTE, 18. apríl. — Júgóslav ar hafa nú tilkynnt úrslitin í kosningunum, sem fram fóru á hernámssvæði þeirra í Trieste. Þar segir, að 80,6% kjósenda hefðu greitt atkvæði með komm únistaflokki þeim, sem vill sameiningu við Júgóslavíu, 8% með Moskvakommúnistum og 1% með Kristilega flokknum ítalska, sem vill sameiningu við Ítalíu. ítalska stjórnin hefur mótmælt kosningum þessum vegna ógnana og ofbeldis, sem júgóslavneskir kommúnistar höfðu í frammi á kjörstöðum. — Reuter. miiiiiiitiiiimiiiiimmiiitiiiiiiMiiiiiimiMtimiiiiiimin* Sigurður Reynir Pjetursson málflutningsskrifstofa Laugaveg 10. — Síini 80332 uiiiiMiiiiimmiiiiimmmiiiuiiiiiiiiimimiitiiiiiiiiiiMi Athugasemd frá for- stjóra Grænmetis- verslunar ríkisins ATHUGASEMD frá forstjóra Grænmetisverslunar ríkisins: Út af forsíðugrein í Þjóðvilj- anum í dag óska jeg að taka þetta fram: Kaup á kartöflum þeim er grein þessi fjallar um eru gerð á hreinum venjulegum við skiptagrundvelli, verðið greitt án þess að Marshallaðstoðar hafi notið við og var ekki held- ur eftir henni leitað. Jeg hefi sem framkvæmda- stjóri Grænmetisverslunar ríkis ins ákveðið að kaupa kartöflurn ar og keypt þær og einnig ann- ast flutning þeirra til landsins á sama hátt og aðrar vörur sem verslunin flytur inn. Kaup þessi eru gerð með það fyrir augum að þau sjeu hag- kvæm og tel jeg að óforsvaran- legt hefði verið að láta þau ó gerð. Verð kartaflanna er mjög hag stætt, þó að frásögn Þjóðviljans gefi alranga hugmynd um það. Með kaupum þessum hefir þjóð inni sparast erlendur gjaldeyr- ir, sem nemur 200—300 þús. króna miðað við að kaupa kar- töflurnar annarsstaðar, og verð ur að telja að þetta skipti veru- legu máli, og kemur fram í lækkuðu verði vörunnar hjer. Vörur þessar voru boðnar fram og keyptar á frjálsum markaði, og án þess að nokk- urrar ölmusu hafi verið leitað nje betli erindi rekin, og mun hvaða þjóð sem var hafa átt viðskiptanna kost með saiha hætti og hjer hefir verið á hafð- ur. Það er mjer og mun flestum vera, mikið undrunarefni að Þjóðviljinn skuli álíta að hjer hafi verið gerð óhagstæð við- skipti enda munu þeir fáir, sem fallast á þá skoðun blaðsins. Rvík, 18. apríl 1950. Jón ívarsson. I SÖLLBÍIÐ, VIÐGERÐIR VOGIR I I Reykjavík og napronni lánum | við sjálfvirTar búðarvogi- á í meðan á viðgerð stendur. i ólafur Gíslason & Co. h f. ; Hverfisgötu 49, sími 81370 a «iiiirv*iiiiiiiiiikaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiirniii*iiiiiui» niiiiiiii9iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiUHminiiiiiiiiicHiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiifMi«iiiiiniiiinmm Mokafli í nel en ýmsir erfiðleikar Vestmannaeyjum, 19. apríl: — Sami mokafli er enn í net. Um miðjan dag voru komnir tveir bátar að landi með fullfermi, úr aðeins helming neta sinna. Þeir fóru aftur að vitja um hinn helminginn, er lokið var að koma aflanum á land. Miklum erfiðleikum er bund ið að verka aflánn og skortir einna helst húsrými. Eins vant ar verkáfólk og er þó mikið af fólki, sem á daginn vinnur versl unarstörf og við iðnað, og á kvöldin fiskvinnu. Saltlítið var orðið, en í dag barst dálítið af salti frá ver- stöðvunum við Faxaflóa, og er | von manna að það dugi þar til skip kemur með saltfarm, en á því er von um eða fyrir mánaða mót. Mikill og tilfinnanlegur skort ur er á öllu, er fólk þarfnast til að geta stundað vinnu sína. Svo sem, Gummistígvjel, vinnu föt og vinnuvetlinga. Skortur- inn á þessum nauðsynjavörum hefir orðið það mikill, að land verkafólk hefir orðið að lána sjómönnum gúmmístígvjel. Sexfugur: Brynleifur Tobíasson — Kolviðarhóll Framh. af bls. 2. Meðal þeirra eru nær allir bestu skíðamenn Reykjavíkur í þeirri grein, Svíinn Söderin og ef til vill Magnús Brynjólfs- son frá Akureyri. 16 keppendur eru í B-flokki karla og í C- flokki eru þeir 45. Kolviðarhólsmótið heldur á- fram á laugardag og sunnudag. — Heðal annara orða Framh. af bls. 8. Mohamed Aly, en faðir hans, Abdul Aziz ibn Saud, konungur Saudi-Arabiu, er nú verndari helgustu dóma Múhameðstrúar manna í Mecca og Medina. • • KOMMÚNISMINN ÓGNAR TRÚAR- BRÖGÐUNUM EMIR Saud ljet sVo ummælt, er hann var nýlega á ferð í Ka- iro: „Það er enginn vafi á, að kommúnisminn ógnar bæði kristindóminum og Múhameðs- trú. Það er heilög skylda krist- inna manna og Múhameðstrú- ar að sameinast í baráttunni gegn guðleysi kommúnismans“ Einnig múftinn í Egypatlandi hefur hvatt til skjótra aðgerða til að stemma stigu við komm- únismanum. Múftinn er æðsti maður landsins í trúarefnum. MtrHií nMinilllVtltllSLl.lC iO.IIUIIIIIlltlllllllllMIIMfMMIIIIMII^HIIIt*"* Eftir Ed Dodd | iiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiniieiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiffiiiiiiiiiiiiiiiiiufll — Guði sje lof, að við slupp- um ómeidd yfir þennan versta kafla af veginum. Jeg er eftir mig eftir allar þessar ógnir. — Jeg hef verið svo yfir mig spennt, að jeg er nú næstum máttlaus. Ó, jeg þarf að hvíla mig og fá heitt gott kaffi. Nokkru síðar koma þau að snyrtilegum búgarði. — Sjáðu pabbi, þarna er sveitabær. Við skulum stoppa hjer og kaupa okkur heitt kaffi til þess að styrkja taugarnar. — Já, okkur veitir ekki af því. BRYNLEIFUR Tobíasson menntaskólakennari á Akur- eyri á sextugsafmæli í dag. Hann er fæddur fræðimaður, afbragðs kennari og hið mesta prúðmenni í öllu dagfari. Brynleifur er Skagfirðingur að ætt. Af tryggð við fornar venjur, lagði hann ungur leið sína til Hóla og stundaði þar búfræði. Því þar var þá önn- ur fræðiiðkun undir lok liðin. En búfræðingurinn Brynleif- ur komst að raun um, sem rjett var, að hann kunni vel að miðla öðrum af fróðleik sínum. Og því lagði hann stund á barna- fræðslu og tók kennarapróf. Fljótlega varð honum ljóst, að umgengni við barnafræðslu myndi verða honum leiðigjörn er til lengdar ljeti. Og því lagði hann leið sína í Menntaskólann. Tók stúdentspróf 28 ára gam- all. Þó hann þreytti ekki frek- ara nám að sinni, gerðist hann menntaskólakennari, og reynd- ist strax hinn prýðilegasti fræð- ari. Æviatriði Brynleifs verða ekki rakin hjer í þetta sinn. Nje þau fjölmörgu störf, sem hann hefir haft með höndum. Hann hefir, sem kunnugt er, lengi verið einn af forystumönn um í bindindismálum þjóðar- innar og látíð ýms önnur fje- lagsmál sig skipta. Verið í bæj- arstjórn á Akureyri. Verið í stjórn Ræktunarfjelagsins og í stjórn Amtsbókasafnsins. Rit- stjóri íslendings var hann um skeið. Og við önnur ritstörf hef- ir hann fengist, einkum sögu- legs efnis. Hann ann fornum hollum erfðavenjum og hverjum þeim lífsháttum, sem líklegir eru til þess, að varðveita þá. Þó hann hafi ekki fengist við búskap eða sveitastörf frá því hann var ungur, er hann alla tíð fyrst og fremst bændanna maður. Brynleifur er glaðvær al- vörumaður, unglingur í hugs- un, varð fullorðinn óvenju snemma og eldist seint. Hann er fróðleikstjór um söguleg efni með áhuga fyrir nútið og fram- tíð. V. St. I HIIMIIIIlMMIIIItltlMIIIIIHMIIIIMIIIIIMIIIIIIIIHIItllllllra : 3 Eggert Clacsscn i Gústaf A. Sveinsson | hæslarjeUarlögmen-i. i Oddfelloshúsið. Slini 1171 Allskonar lögfræðistörf •milllllllllllllllllHHIMIIIIIIIIIIIIMIIIIIIUUIIIIUIillMIMH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.