Morgunblaðið - 26.04.1950, Síða 9

Morgunblaðið - 26.04.1950, Síða 9
Miðvikudagur 26. apríl 1950 MORGUyBLAÐIÐ Höfuðverkefnið að efSa færeyska fungu F 1' L L T.RÍ' I leikfjetagsifts í ■þörshöfri við ópnun Þjoðleik- hússins var þjóðskáld Færey- inga, H. A. Djurhuus, sem einn- íg er þjóðminjavörður Færeyja ©g yfirkennari við gagnfræða- skólann í Þórshöfn. Djurhus skáld er maður nokkuð á sjö- tugsaldri, grár fyrir hærum og virðulegur í framkomu. Morgunblaðið hitti hann að máli áður en hann hjelt með Dr. Alexandrine til heimkynna Sinna í gær. Fiskimaður á íslandsmiðum. — Þetta er í þriðja skipti, sem jeg kem hingað til íslands, seg- ir skáldið. — Þegar jeg kom hingað í fyrsta skiptið var jeg sjómaður á færeyska fiskikútt- ernum Imanuel. Það var árið 1902 og jeg var þá aðeins 15 ára gamall. Þá voru færeysku fiskiskipin stærri en þau ís- lensku. En það leið ekki á löngu áður en þau íslensku voru orðin stærri og íslendingar eignuðust togara og stærri gufuskip. -— Hvernig kunnuð þjer vist- inni á íslandsmiðum? — Mjer fannst hún undursam leg og skerrimtileg. Minning- arnar um hana eru ennþá ljós- lifandi í huga mjer. Jeg minnist t. d. einnar sólskinssögu, sem mjer hefur alltaf fundist sjer- Staklega ánægjuleg. Skútan okkar var þá stödd á ísafjarð- ardjúpi, rjett fyrir utan Isa- fjarðarkaupstað. Þá kom ein- hver maður um borð til þess að kaupa af okkur salt. Með honum var lítill drengur, sem jeg tók tali. Jeg fór að spila fyrir hann á munnhörpu, sem jeg átti, og drengurinn hafði af- skaplega gaman af því. Jeg gaf honum því munn- hörpuna og hann fór með hana heim til sín. Nokkru seinna komum við til ísafjarðar til þess að versla eitt hvað. Jeg fór í land til þess að skoða mig um. Þegar jeg kom um borð aftur var mjer sagt, að jeg hefði fengið pakka um foorð. Við athugun kom í ljós að í honum voru tvennir vettling- ar frá drengnum, sém jeg gaf munnhörpuna. Það þótti mjer góð gjöf. Langaði til að strjúka á skipsjullunni. Mjer eru líka minnisstæðar sumarnæturnar á Skagafirði. — Þar langaði mig stundum til að taka skipsjulluna og laumast í Jand. Þegar þangað væri kom- ið ætlaði jeg svo að halda upp í land, fram í dalina, t. d. til Hóla, þar sem Jón Arason háði foaráttu sína eða þá upp til íjalla, heimsækja Málmey og Drangey, þar sem Grettir bjó. — Tignarsvipur Skagafjarðar heillaði mig, fjöllin og eyjarn- ar, allt var þetta svo dásamlegt í skini sumarsólarinnar. En jeg tók aldrei skipsjulluna og það Varð aldrei alvara úr landgöng- unni. — Nei, þjer hjelduð heim til Færeyja og tókuð að yrkja Ijóð^ og leikrit. — Jeg var byrjaður á þvi( áður. Mig minnir að jeg hafi( verið 7 eða 8 ára þegar jeg foyrjaði að fást við Ijóðagerð.' Þ10ÐSKALD FÆREYIN6A 6ÁF ÍSFIRDING- UM MUNNHÖRPU FYRIR 48 ÁRUM 0G FJEKK SJÓVETíLINGA í STAÐINN Samtal við H. A. Djurhuus þjóðminjavörð og formann leikfjelagsins í Þórshöfn H. A. Djurhuus. Það eru allir skáld meðan þeir eru ungir. Afkastamikiil rithöfundur. — Höfuð verk yðar eru Ijóð? — Já, ljóð mín hafa verið gefin út í 8—10 bindum á fær- eysku. Ennfremur hef jeg skrif- að 1 bindi með ævintýrum, ann að með smásögum, sögu Fær- eyja í einu bindi og eina barna- bók. Jeg hef ennfremur ritað 15 leikrit, en þau hafa ekki öll verið prentuð. Höfuðtakmark mitt hefur vei ið efling og þroskun færeyskrar tungu. Án þróttmikillar og sjálf stæðrar tungu verður þjóðar- vitund okkar ekki vakin og án hennar getur hún heldur ekki lifað. Jeg vil ekki meta þjóðir eftir mannfjölda heldur eftir manngildi. Islendingar og Færeyingar sama fólkið. — Hvenær komuð þjer svo öðru sinni til íslands? — Það var árið 1929, þá með gufuskipinu Mira. Norðmenn gengust fyrir þeirri ferð, sem var farin frá Noregi til Orkn- eyja, Hjaltlands og íslands. Jeg og kona mín vorum einu færeysku farþegarnir, sem vor- um með. Skipið sigldi í kringum Island og var ferðin hin ánægju legasta. Bæði þá og 1902 fannst mjer það sjerstaklega ánægjulegt að Islendingar töluðu svo hægt að við Færeyingarnir skildum þá. Eiginlega finnst mjer íslending- ar og Færeyingar vera sama fólkið. Fjalla-Eyvindur og Galdra-Loftur vinsælir í Færeyjum. — Hvað er tíðinda af leiklist inni í Færeyjum? — í því sambandi vil jeg fyrst og fremst taka fram að við Færeyingar leikum aðeins á færeysku. í leikhúsi okkar í Þórshöfn, sem jeg er fram- kvæmdastjóri fyrir, höfum við m. a. leikið tvö leikrit eftir Jóhann Sigurjónsson, Fjalla- Eyvind og Galdra-Loft. Eru þau mjög vinsæl í Færevjum. Kona mín, Petra Djurhuus, hef- ur þýtt þau bæði á færeysku. T—IIWH ' ---------......acv .. ?agnar Þjóðleikhúsi tslendinga. Hvað viljið þjer segja um hið oýja Þjóðleikhús okkar? Jeg vil fyrst taka það fram að það vakti rmkla ánægju heima i Tæreyjum að fulltrúi okkar skildi vera boðinn til þess að vera við vígslu þess. Um 'eikhúsið vil jeg segja það að mjer finnst það heillandi fagurt. Jeg er einnig mjög hrifinn af list íslenskra leikara. Mjer finnst leikur þeirra vera mjög sálrænn og andríkur. Hvert hinna þriggja leikrita, sem þjer sáuð fannst yður áhrifamest? Sem drama er Fjalla-Eyvind -ur ,ið sjálfsögðu áhrifamest og best. En sem sögulegt leik- rit er Islandsklukkan eða Snæ- fríður íslandssól stórkostlegt verk. Nýársnóttin er dásam- legt ævintýri. Mjer finnst að- dáunarvert að íslenskir leikar- ar skuli hafa getað sýnt hana á litlu og þröngu sviði löngu áður en þeir eignuðust svið Þjóðleikhússins. Þýddi Homer á Færeysku. Er ekki bróðir yðar einnig skáld? Jú, J. H. O. Djurhuus lög- fræðingur, sem látinn er fyrir tveimur árum var fyrst og fremst ljóðskáld. Hann þýddi m a. Homer og Plato á fær- eyska tungu. Jeg vil að lokum segja það, segir H. A. Djurhuus, að það er mín skoðun að framfaraspor íslensku þjóðarinnar sjeu stig- in í risaskrefum. Jeg þekki t.d. ekki Reykjavík síðan 1929. Jeg sá hana ekki þegar jeg var á íslandsmiðum 1902. — Hvenær komið þjer svo hingað næst? — Það verður fljótlega, jeg vona það a. m. k., segir þjóð- skáldið færeyska, sem einu sinni gaf litlum íslenskum dreng munnhörpu og f jekk sjó- vetlinga í staðinn. En mjer dettur í hug áletrun á ramma málverksins, sem Færeyingar gáfu Alþingi ís- lendinga á þúsuhd ára afmæli þess: ,,Gomlum vinum og gomlum götum á engin að gloyma“. S. Bj. Stúdentar gera verkfall Santiago, 22. apríl. — 10,000 stúdentar í Chile gerðu verkfall fyrir nokkru. Gengu þeir út úr háskólanum í miðri kennslustund og fylktu liði. Verkfallið var gert til að mótmæla því að nýlega voru sett lög, sem skerða nokkuð hangað háskólanna af happdrætti I þeirra. úvjelar og ræktun Eftir Jón SiQurðsson, Reynisíað FYRIR nokkrum dögum barst mjer í hendur ný bók frá út- gáfu Menningarsjóðs, Búvjelar og ræktun, eftir Árna G. Ey- lands. Þegar jeg opnaði bókina, gætti hjá mjer samblands af forvitni og áhugi. Hier voru tekin til meðferðar viðfangsefni er hafa vakið almennan áhuga hjá bændum á síðustu árum, jafnvel fremur flestu öðru. Það er skemst frá að segja, að jeg lagði bókina ekki frá mjer, fyr en komið var langt fram á nótt. Bókin er ekki skrifuð sem búvjelafræði eða kenlsubók í jarðrækt, henni er ætlað, eins og höfundurinn tekur fram í formálanum, að vera lesbók og handbók fyrir bændur og aðra, er vilja afla sjer upplýsinga um rætkun og búvjelar og þeir eru margir nú á dögum. sem betur fer. Bókinni er skift í 12 aðal- kafla, er heita: 1. Afl og vinna. 2. Grjótnám og girðingar, 3. Framræsla. 4. Jarðvinsla með hestum. 5. Traktorar. 6. Jarð- vinsla með traktorum. 7. Ávinsla. 8. Heyskapur. 9. Garð- rækt og kornrækt. 10. Gegning- ar. 11. Búvjelaeign og vjela- kaup. 12. I smiðjunni. Hverjum aðalkafi er svo aft- ur skift í smærri kafla. eftir því, sem efnið segir til. Af þessu stutta efnisyfirliti, má öllum vera ljóst, að í bók- inni er víða komið við, enda er þar mikinn fróðleik að finna og m. a. er þar drepið á fjöl- margt, er lýtum að störfum bú~ andi fólks á öllum tímum árs og bent á hentugar aðferðir, vjelar og tæki til að ljetta störf- in og auka afköstin, og siðast en ekki síst, hvers beri að gæta við meðferð vjelanna. Þó áður hafi verið bent á ýmislegt í þessa átt, bæði af höfundinum og öðrum í blöðum og ritum, þá vill það oft týnast og gleym- ast og er því góð vísa ekki of oft kveðin í þessu efni. Þegar jeg var að alast upp, þóttu þeir menn líklegustu bú- mannsefni, er kunnu vel að fara með fjármuni og voru jafn- framt glöggir og góðir fjár- menn. Um ræktun og vjelar var þá lítið hugsað. Enn þá eru þessir búmanns eiginleikar í góðu gildi, en nú er þriðja kraf- an, ef svo mætti segja, komin til sögunnar, að bóndinn eða bónda efnið kunni vel til ræktunar- starfa og urnfram allt að vjel- tækni og hagléikur sje honum í blóð borinn, sem kallað er. Með stóraukinni vjelanotkun við bú- reksturinn og síhækkandi smiða launum, er það orðið ómetan- legt hagræði fyrir búandi mann, að kunna góð skil á vjelum, og allri meðferð' þeirra og vera sem mest sjálfbjarga um viðgerðir og smíðar. Það getur sparað búinu árlega mikil útgjöldd. Hingað til hafa bændur ekki átt kost á aðgengilegum leið- beiningum um þessi efni. Þessi nýja bóft, „Búvjelar og rækt- un“, er stórt og myndarlegt á- tak til að leysa úr þessari þörf, það sem hún nær. Hún er hvort tveggja í senn, hvatning og leið beining fyrir þá af okkar land- búnaðarmönnum. er leggja stund á sjálfsnám í þeim fræð- um, er bókin fjallar um. En bókin verður einnig til þess að minna á, að sjálfsbjargarvið- leitni bænda nýtur sín ekki að fullu, fyrr en þeir eiga kost á góðum leiðbeiningum á fleiri sviðum svo sem um smíðar og húsagerð í sveitum og um raf- orku og rafmagnsvjelar og tæki til heimilisnota. Hjer er einnig verkefni, sem einnig er þörf á að leysa og það sem fyrst. en það er annað mál. Jeg er hvorki búvísindamaö- ur eða vjelfræðingur, en brjóst- vit mitt og nokkur reynsla, segir mjer, að „Búvjelar og ræktun“ sje góð bók, sem mörg um bónda muni þykja gott að grípa til, er hann stendur á vegamótum þess að velja og hafna. Frásögnin er Ijós og lif- andi með undiröldu af áhuga höfundarins fyrir ræktun og hagrænni vjeltækni og framför- um landbúnaðarins í heild. Þetta er stór bók, 375 bls. i stóru broti, prentuð á góðan pappír og prýdd fjölda mynda og teikninga, sem stórauka gildi bókarinnar. Höfundur og stjórn Menningarsjóðs, eiga miklar þakkir skilið fyrir framtakið. Betur, að við bændur mættum eiga von á fleiri slíkum bókum frá stjórn Menningarsjóðs. Jeg býst við, að þar velti nokkuð á hvernig þessari bók verður tekið, þ. e. hvernig útgáfa henn- ar ber sig fjárhagslega. Það ætti að vera okkur bændum aukin hvöt til að draga okkur ekki í hlje um bókarkaupin. Kvöldskoli K.F.U.M. NÝLEGA er lokið 29. starfsari þessa vinsæla skóla, sem starf- ar frá 1. okt. til vetrarloka. — Skólinn starfaði að þessu sinni í tveim byrjendadeildum og einni framhaldsdeild, er allar voru fullskipaðar. Þessar náms- greinar voru kenndar: íslenska, íslensk bókmenntasaga, danska, enska, kristin fræði, upplestur, reikningur, bókfærsla og handa vinna. Hæstu einkunnir við vorpróf in hlutu þessir nemendur, aliir úr Reykjavík: í A.-deild: Páll Þorláksson, Grettisgötu 6 (meðaleink. 9.3). í B.-deild: Árndís F. Kristins dóttir, Freyjugötu 25C (meðat einkunn, 8.6). í C.-deild: (framhaldsdeild): Olöf Þorvaldsdóttir, Baldurs- götu 39 (meðaleink, 9.0). Voru þessum nemendum af- hentar vandaðar verðlauna- bækur. En einnig veitir skólinri árlega bókaverðlaun þeim nem- endum, sem skara sjerstaklega fram úr í kristrium fræðum, og hlutu þau verðlaun að þessa sinni: Ingólfur R. Kristbjörnssón, Bergstaðastræti. 6C, (úr A.- deild), Árndís F. Kristínsdóttir, Freyjugötu 25C (úr B.-deilcl) og Karen Guðmundsdóttir, Framhald á bls. 12:

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.