Morgunblaðið - 26.04.1950, Page 14

Morgunblaðið - 26.04.1950, Page 14
14 AinttGflNRLABII* Miðvikudagur 26. apríl 1950 Framhaidssagan 18 i*in*ii*iii»ii»»miia Gestir hjá „Antoine" Eftir Frances Parkinson Keyes En hann mundi ekki þurfa að feafa svo mikið fyrir þvi seinna meir að fá vilja sínum fram- gengt. Úr því vesaldómur Odile átti að fara vaxandi og Caresse bjó undir sama þaki. .. . Hann hallaði sjer aftur á bak í- sætinu og jók enn hraðann, WB leið og hann beygði út af alfaraleið og inn á hliðargötu. Caresse greip andann á lofti og rak upp lágt hljóð. ,.í guðanna bænum! Farðu ekki svona hart. Hvert ertu eiginlega að fara? Veistu það sjálfur? Jeg hefi aldrei farið farið þessa leið áður .... þetta getur varla talist akfær vegur“. „Jú, víst er það akfær veg- ur. Hann liggur frá Chalmette til Gentily og við erum á leið- inni í þennan ferðamanna- gististað, sem jeg var að tala . Aun áðan. En við komum bara ekki að honum eins og við vær- um að koma frá New Orleans. Við komum úr austurátt í bíl með Mississippi-merki“. „Þetta er auðsjáanlega ekki í fyrsta sinn, sem þú hefir far- ié- þessa krókaleið“, sagði Car- esse. Hún vissi með sjálfri sjer, að þetta átti hún ekki að segja, en hún gat ekki setið á sjer Léonce varð að hafa fullar gætur á veginum og svaraði ekki strax. „Er það ekki rjett?“ „O, drottinn minn. Jú, auð- vitað er það rjett“. „Varstu einn?“ „Nei, jeg var ekki einn. — Nokkuð fleira sem þig langar til að vita?“ „Já, mig langar til að vita. hvað þú áttir við áðan, þegar þú sagðir að þú hefðir verið Odile trúr á meðan þú hélst að það væri nokkur von um að húr. mundi verða frísk aftur?“ „Jeg sagði nokkurn veginn trúr henni. Jeg býst við að þú vitir hvað jeg átti við með því. Jeg hjelt að við hefðum altaf skilið hvort annað, Caresse. • Þú ætlar þó ekki að fara að láta mig verða fyrir vonbrigðum?1' Þetta leynilega ferðalag var þá ekkert nýstárlegt ævintýri hvað Léonce snerti. Þetta var aðeins hversdagslegur atburð- ur. Allt í einu sá Caresse sjálfa sig sem eina af lauslætisdrós- unum, í áberandi skrautlitum fötum, aneandi af ódvru ilm- vatni. Þrátt fyrir afbrýðissemi hennar gagnvart systur sinni, Og þrá hennar eftir Léonce, sá hún að hún mundi ekki geta tekið bátt í bessum verknaði. Jafnvæl bó að bað mundi kosta hana bað að hún msiti hann fyr ir fullt og alt. Hann hafði skip- að henni á bekk með verstu dað urskvendum og hún var dýr- keyptari en svo. „Léonce, viltu gera svo vel að snúa við“, sagði 'hún ákveð- 1 in. „Jeg vil fara heirn". Hann leit glettnislega á hana, en þó nokkuð efablandinn. „Það er ekki rjett hjá þjer, vina mín“, sagði hann glaðlega. „Þú vilt það ekki. Eftir ör- skamma stund verður þú kom- in á aðra skoðun". : „Nei. Jeg er ákveðin. Jeg vil fara heim“. „Bull og vitleysa. Þú ert bara dálítið kvíðin, eins og stúlkur eru oft i fyrsta sinn. En þú þarft engu að kvíða. Þetta skal allt ganga vel“. „Jeg veit það og jeg hefi eng ar áhyggjur, af því að jeg þarf ekki að hafa áhyggjur af neinu". Léonce sleppti annari hend- inni af stýrinu og tók um axl- ir henni: „Það er einmitt það sem jeg er að segja þér, vina mín“, sagði hann í blíðum tón. „Og á eftir .... á eftir verð- urðu fegin. Þú verður ekki leið og þú þarft ekkert að blygð- ast þín. Allt tal um slíkt er bölvað þvaður". Hún sneri handlegg hans af sjer og flutti sig fjær honum. „Við virðumst ekki eiga við það sama, þegar við segjum að við þurfum ekki að hafa á- hyggjur af neinu“, sagði hún. „Og þessar tilraunir þínar eru bæði gamaldags og útslitnar. Næst segir þú mjer að það verði langt fyrir mig að ganga inn í bæinn. Kemur það ekki veniulega á eftir?" „Getur verið. Það er að minnsta kosti góð hugmynd. Þú heldur vonandi ekki að jeg láti nokkurn gabba mig svona og.......“. Glettnin var horfin úr augum hans og þolinmæð- in var þrotin. Hann leit af veg- inum og sendi henni reiðlilegt augnaráð. „Léonce! Gættu þín!“ En það var of seint. —» Stór flutningabíll stóð á veginum. Hann steig bremsurnar í botn og greip um handbremsuna. — Hann heyrði hátt brothljóð um leið og bíllinn kipptist til lengra eftir veginum. Til þess að forð- ast stórslys, réyndi hann að snúa bílnum út í vegbrúnina. Caresse rak upp hátt vein um leið og bíllinn hentist utan í hliðina á vöruflutningabíln- um. Smám saman greiddist úr þokunni, sem hafði umlukt hann á alla vegu og hann heyrði dimma karlmannsrödd en gat ekki í fyrstu greint orðaskil. ....... um hann. Svona karlar eins og hann koma sjer altaf einhvern veginn út úr ó- göngunum. Það er alltaf hinn sem drepst. Já, jeg held' nú það. Og ef jeg hefði ekki stokkið undan í tæka tíð, þá væri ekki mikið eftir af mjer annað en beinahrúga í líkhúsinu og kannske myndskrifli af mjer í blöðunum á morgun!" Léonce reisti sig upp. Hann var undarlega stirður vinstra megin í andlitinu. Hann bar fingurna á vanga sjer og kom við eitthvað blautt. Þegar hann aðgætti betur, sá hann að það var blóð á hendinni. Honum var ómótt. Hann leit upp og sá stóran mann standa yfir sjer í óhreinum vinnufötum og með húfuna aftur á hnakka. „Það eina rjetta væri að taka þig og tuska þig svolítið til, karl minn“, sagði hann. „Há- bjartur dagur og margbreiður vegur og þú þarft endilega að skella þjer inn á mig, þar sem jeg stend i mesta sakleysi og er að skipta um hjólbarða". „Það blæðir úr mjer“, sagði Léonce. „Komdu þjer af veginum með þennan bílskrjóð þinn. Það er ekkert að þjer. Þú hefir bara fengið smávegis kúlu á haus- inn. Jeg sá það þegar jeg lyfti þjer út“. Léonce staulaðist á fætur. Hann^arð hissa þegar hann sá að hann gat hreyft sig án þess að kenna nokkursstaðar sárs- auka. Um leið og hann stóð á fætur kom hann auga á Car- esse. Hún hjelt rauðum klút við varir sjer og vanga. „Er nokkuð að þjer?“ spurði hann. Hún hristi höfuðið og tautaði eitthvað. Hann var nú farinn að átta sig á því, hvað hafði skeð og sneri sjer að vörubíl- stjóranum. „Mjer þykir þetta mjög leitt, gamli minn“, sagði hann. „Ef þú kemur okkur upp á þjóð- veginn, þegar þú ert búinn að gera við bílinn þinn, skal jeg borga þjer vel fyrir". „Þú borgar ekki neitt, fand- inn hafi það“, sagði bílstjórinn. „Auk þess er allt í lagi með þinn bíl. Hvernig heldurðu annars að hann hafi komist upp á veginn aftur? Jeg keyrði hann upp á veginn. En jeg held að þú ættir að láta ungu stúlk- una sitja við stýrið. Þú ert hvorki fær um að keyra þenn- an bíl eða annan". „En jeg verð að borga skemmdirnar. . . .“. „Hefurðu ekki tryggingu?" „Jú, auðvitað .... það er að segja nei. Ekki á þessum bíl. Jeg á við.......Nei, jeg hefi enga tryggingu. En jeg get borgað skaðabæturnar, hverjar sem þær eru annað hvort núna strax eða jeg get sent....“. „O, það eru ekki svo miklar skemmdir. Tíu dalir ættu að nægja fyrir viðgerðinni". Léonce tók upp seðlaveski, leit ofan i það en síðan á Car- esse. „Mjer þykir það mjög leitt", sagði hann. „En .... en jeg hefi víst ekki nema sex dali og eitthvað af smámynt. Getur þú .... það er að segja, vild- ir þú vera svo góð....“. Caresse rjetti honum hand- tösku sína með vanþóknunar- svip. Þegar hún tók klútinn frá andlitinu, sá hann að vör- in á henni var bólgin, en hún flýtti sjer að snúa sjer undan. Hann rótaði í töskunni í lykl- um, yasaklútum, sígarettum og eldspýtum, þangað til hann fann loksins úttroðna peninga- buddu, og um leið datt honum í hug sú niðurlæging hans sjálfs að Caresse vann sjer inn meiri peninga við útvarpssendingarn- ar, heldur en hann við bílasöl- una. Hann hefir haft nákvæml. nógu mikla peninga til að borga fyrir þetta herbergi, hugsaði hún með fyrirlitníngu um leið. Tvefr dalir býst jeg við að mundu nægja fyrir manninn á venjulegum ferðamanna-gisti- stöðum. En þessi staður tekur líklega auknaþóknun fyrir ó- nefndan greiða og Léonce hefir Silfur í SyndabæLi FEASÖGN AF ÆVINTÝRUM BOT BOtíEKS 17. Geiri beið við námukofann. Hann bannaði þeim Roy og fjelögum hans að fara inn í kofann. —• Ef þið brjótist inn, þá skuluð þjer að mjer heilum og lifandi lenda í fangelsi fyrir innbrot. Roy ýtti honum til hliðar og ruddist inn í kofann. Hann beygði sig niður og fann á gólfinu kaðallengjur. Það var auðsjeð, að maður hafði verið bundinn með þeim. Þá heyrðu þeir hófatak, sem fjarlægðust og dóu út i fjarska einhversstaðar í myrkrinu fyrir utan. — Einhver hefur komist undan, sagði Cookie. — Upþ með hendurnar, hrópaði Geiri. Hann var með riffil og beindi hlaupinu að þeim. Jeg tek ykkur hjer með alla saman fasta fyrir innbrot í kofann. Farið þið á bak, svo ríðum við niður í Syndabæli og köllum á lögreglustjór- ann hjer í sveitinni. Það var ekki annað að gera en að rjetta upp hendurnar. Þeir gengu út og að hestunum. Roy gekk fram hjá hesti Geira og án þess að nokkur tæki eftir, teygði hann sig í sylgjuna á mittisólinni og leysti um hana. Þegar Geiri ætlaði að stíga á bak, valt hnakkurinn til hliðar. Hann ætlaði að bera fyrir sig höndunum og varð að sleppa byssunni í fallinu. Á sama augnabliki voru hinir allir komnir yfir hann, en Roy flýtti sjer að Trigger. Cookie hljóp líka að hesti sínum. Þeir stigu á bak og riðu allt hvað af tók á eftir þeim, sem höfðu komist undan. Þeir heyrðu hófatökin, ferðinni virtist auðsjáanlega vera heitið aftur niður í Sændabæli. Eftir nokkra stund voru Roy og Cookie báðir komnir nið- ur í bæinn. Þeim hafði ekki tekist að ríða uppi þessa dular- fullu menn, sem á undan þeim höfðu farið. Þegar þeir fóru fram hjá Gálga-gistihúsinu, tóku þeir eftir að Gunna, múlasnan hans Ed, stóð við dyrnar á gistihúsinu og barði hausnum stöðugt við þær. Prestur: „Mjer fannst leiðinlegt „ð sjá þig ekki i kirkju í gær, Fergus.1* Fergus: „Já, prestur minn, það var svo mikil rigning, að það var ekki hundi út sigandi. En jeg sendi kon- A. : „Jeg skal kaupa þennan hvolp aí yður fyrir 50 kr. B. : „Það er ekki hægt, konan mírt ú hann, og hún myndi kveina sig í hel, en jeg skal segja yður nokkuð, bætið þjer tíkall við og þá látum við hana kveina." — Surrealistiskir foreldrar. ★ Gestur: „Jeg vildi óska,' að þjer gætuð sjeð altarið i kirkjunni í mín um söfnuði." Piparmær: „Leiðið þjer mig að þvi.“ ★ „Þú monntni ungi apaköttur.. Þú gerist svo djarfur að biðja um höud dóttur minnar. Viltu veia svo góður að segja mjer, hvernig þú hefir hugs að þjer að láta hana hafa allt, sem bún er vön.“ „Hm, herra, jeg — eh — jeg held að jeg geti það. Jeg er óskaplegj geðvondur sjálfur." * Innbrotsþjófur: „Vertu ekkert hrædd, gamla min, jeg vil bara fá peningana þína og —“ Gömul piparmær: „Ó, farðu burtu, þú ert alveg eins og allir aðrir karl- menn.“ ★ Læknir: „Hvernig líður mannin um yðar í dag, frú?“ Eiginkonan: „Það er enginn bati, á hvorugan veginn." ★ Pherson skoti: „Hversvegna í ósköp unum er tungan í þjer svona svört?“ Adam skoti: „Jeg missti wisky- fiösku niður á götu, senx var nýbúið aó tjargd." * < í i • > U PaLLbÚL I til sölu í góðu standi. Uppl, i E síma 7599 í dag og næstu daga 1 MI«aaiM**«MMJ*MMIII*lillfllltltMllltltl*M Kynnisf þjóðsögum frænda vorra Færeyinga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.