Morgunblaðið - 23.05.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.1950, Blaðsíða 6
MUKUlll\BLAtílÐ Þriðjudagur 23. maí 1950. J$|!0£gPIItlMðM& y^erfi Árífar: nfD6Dumm >1 ðn Útg.: H.f. Árvrakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarœ.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. 1 lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Vöruvöndun og hirðusemi ERFIÐLEIKAR þeir, sem við íslendingar eigum nú við að etja í markaðsmálum hljóta að knýja okkur til þess að leggja aukna áherslu á vöndun framleiðslu okkar. Á styrj- aldarárunum og eftir að styrjöldinni lauk var mikill skortur á matvælum í heiminum, ekki síst í Evrópu meðal aðal viðskiptaþjóða okkar. Þá var auðvelt að selja allt matar- kyns jafnvel án þess að sjerstakrar vöndunar væri gætt. Á þessu hefur nú orðið mikil breyting. Matvælafram- leiðsla viðskiptaþjóða okkar hefur aukist með hverju árinu, sem leið frá styrjaldarlokum, samkeppni keppinauta okk- ar hefur einnig komið til skjalanna á ný. Niðurstaðan hef- ur orðið sú að hinar dýru en einhæfu íslensku útflutnings- afurðir hafa átt stöðugt örðugra uppdráttar á mörkuðun- um; A þessum staðreyndum verðum við Islendingar að átta okkur. Til þess ber brýna nauðsyn. Við verðum að leggja áherslu á að fylgja fyllstu reglum um vöruvöndun, verk- un vörunnar og frágang allan. Því miður hefur það viljað brenna við að á þetta skorti. íslenski fiskurinn, sem viðurkenndur er sem ágætisvara, hefur stundum verið þannig verkaður að hann hefur eng an veginn verið æskileg auglýsing um vöruvöndun ís lendinga. En það er annað atriði, sem við einnig verðum að minn ast nú, þegar atvinnulíf okkar berst í bökkum. Við verð- um að hverfa til meiri nýtni og sparsemi í atvinnurekstri okkar. Það er staðreynd, sem er á allra vitorði að meðferð fram leiðslutækja okkar til lands og sjávar er afar misjöfn. Með- ferð á veiðarfærum er t. d. hneykslanleg hjá einstökum skipstjórum, bæði á vjelbátum og togurum. Hjá þeim gætir h'tillar viðleitni til þess að fara vel með og spara. E. t. v. álíta þessir menn að hin fjárvana útgerð geti borið slíka meðferð á eignum hennar. Auðvitað getur hún það ekki. En þjóðarhagur þolir eyðsluna og trassaskapinn ekki heldur. Það skortir gjaldeyri til þess að standa undir slíkri óþarfa sóun á verðmætum. Þeir raenn, sem láta dýrar landbúnaðarvjelar ryðga og rotna niður út á víðavangi, haga sjer á svipaðan hátt og þeir sem sýna skeytingarleysi í meðferð veiðarfæra. Þeir sóa verðmætum og gerast berir að sóðaskap og þegnskap- arleysi gagnvart þjóðfjelagi sínu. Við íslendingar verðum að gera okkur ljóst að við höfum ekki efni á að fá mönnum dýr verkfæri og framleiðslutæki í hendur, sem þannig fara með þau. Við höfum ekki efni bruðlun veiðarfæra. Við höfum ekki efni á að láta dýrar og nauðsynlegar landbúnaðarvjelar ryðga út um hagann. Okk ur skortir gjaldeyri til kaupa á margvíslegum nauðsynjum Við \ærðum þessvegna að gæta ýtrustu hagsýni um inn kaup okkar. Vöruvöndun og nýtni, sparnaður og hirðusemi ættu að vera kjörorð íslenskra framleiðenda í dag. Það er ekki nóg að framleiða mikið. Það sem framleitt er verður að vera útgengileg vara, sem framleidd er með hóflegum kostnaði. Það vita keppinautar okkar á heimsmörkuðun- iim vel. Ef við ætlum okkar ekki að bíða algerlega lægra hlut í samkeppninni við þá, verðum við líka að gera okk- ur það ljóst. I þes6U sambandi má á það benda að það er ekki nóg að vera vakandi um vöndun vörunnar. Við verðum að vinna ötullega að því að kynna framleiðslu okkar og kynna okkur óskir viðskiptavina okkar um frágang hennar og verkun. Á þekkingunni á þeim verður vöruvöndunin að byggjast. Kjarni málsins er sá að við íslendingar verðum um þess- ar mundir að beina athygli okkar í vaxandi mæli að fram- leiðslu okkar og útflutningi. Um skeið hafa deilurnar um ■ • dnnflutninginn sett of mikinn svip á viðskiptamál okkar ;ög verslun. En því aðeins getum við flutt inn margskonar nauðsynjar að við getum flutt út og selt. Þessvegná velt- ur nú mest á því að allir leggist á eitt með að efla og vanda íslenska framleiðslu. I ■ í áttina ÞAÐ þykir í frásögur færandi, að tæplega 11 þúsund manns skoðuðu Gullfoss á sunnudag- inn var, án þess að nokkrar verulegar skemmdir yrðu um borð í skipinu. Þetta er ekki eins ómerki- leg frjett og hún kann að virð- ast í fyrstu, því sannleikurinn mun vera sá, að það er í fyrsta skipti, sem ekki verða talsverð- ar skemmdir um borð í nýju farþegaskipi, sem kemur til landsins og til sýnis hefur verið fyrir almenning. Segja má að þetta sje því í áttina — rjettu áttina. • Áhyggjufulli maðurinn ÞEGAR jeg heyrði þessi merki- legu tíðindi um prúðmensku fólksins, datt mjer í hug, að minnsta kosti myndu þau gleðja hjarta áhyggjufulla mannsins, sem jeg hitti er Gullfoss var að sigla inn í höfnina á laugardag- inn var og þúsundir bæjarbúa höfðu safnast saman í sólskins- blíðunni til að fagna hinu nýja skipi. Það, sem áhyggjufulli maður inn sagði á þessari hátíðlegu stundu var eitthvað á þessa leið: • Vandi vex . . . „ÞAÐ er gaman að eignast þetta fallega skip, sem er svo vel bú- ið hið ytra og innra, en það sem jeg kvíði fyrir, er að farþeg- arnir kunni ekki að ganga um eins og siðuðu fólki sæmir. Það verði ekki langt að bíða, þar til búið er að tæta og skemma“. Jeg leyfði mjer að draga í efa, að hann hefði minnstu ástæðu til að vantreysta svo löndum sínum, en er hann hafð; lokið máli sínu varð jeg að játa, að ótti hans var ekki alveg ástæðu laus. • Ljót dæmi „ÞAÐ hefur því miður komið fyrir á hinum nýju skipum Eim skipafjelagsins, að farþegar hafa gengið illa um vistarverur Þeir hafa brotið húsgögn, helt víni, eða kaffi niður í áklæði stóla og bekkja, klínt út veggi og yfirleitt gengið sóðalegar um, en siðuð fólki sæmir sagði áhyggjufulli maðurinn. „Og ef þessi saga endurtekur sig í Gullfossi, verður ekki lengi gaman að hinum smekk- legu vistarverum“. • Astæðulaus ótti REYNSLAN ein mun úr því skera, hvort nokkur ástæða er fyrir áhyggjum þessa manns Jeg verð að segja, að jeg trúi því ekki, að við íslendingar get- um ekki gengið um smekkleg- ar vistarverur, hvort heldur er til sjós, eða lands, án þess að rífa og tæta. Prúðmannleg framkoma far- þega í fyrstu ferð skipsins og gestanna, sem skoðuðu Gull- foss á sunnudaginn var, virðist benda til, að ótti í þessa átt sje ástæðulaust, sem betur fer. • Merkilegur prófsteinn EIN yngsta grein sjómanna- stjettarinnar íslensku er greiða sala, eða beini. Á minni skip- um okkar hefur þetta starf geng ið upp Og niður. Stundum með ágætum vel, én stundum miður En nú reynir fyrst á hvort við íslendingar getum í þessu efni keppt við aðrar þjóðir. — Hvort við getum í matargerð og framleiðslu boðið það, sem ferðamenn nútímans ætlast til. Gullfoss verður merkilegur prófsteinn í þessu máli og gæti reynslan jafnvel orðið hinni ungu stjett örlagarík. • Góð byrjun BÆÐI erlendum og innlendum farþegum í fyrstu ferð Gullfoss frá Kaupmannahöfn ber saman um, að matsveinar og frammi- stöðufólk allt sie úrvalslið. sem í starfi sínu standi í engu að baki bestu starfsbræðrum sín- um erlendis. Flest er þetta fólk ungt, en sað rækir störf sín bannig af hendi. að sómi er að. Ef við eig- um yfirleitt slíkum mönnum á að skipa í stjet.tinni. þurfum við ekki að kvíða, að ekki sje hæ<*t að byggia hjer gisti- og veitine’ahús. eða senda farbega- skip okkar hvert, sem er í heim inum. • Stór atrifti AR EFTIR ár hefir verið kvart- að yfir því h\e matur sje ljeleg -ur í veitingastöðum víðsvegar um land og hve beina öllum sje ábótavant Og þessar kvart- anir hafa ekki verið ástæðu- lausar. Hjer í Reykiavík eru nokkrir veitingastaðir, sem eru til fyrirmy.ndar og gefa ekki l estu veitingastöðum erlendis cftir í einu eða neinu þegar mikið liggur við. En því miður er íslensk löggjöf og reglur sem að greiðasölu lúta, svo óheppi- leg, að íslenskir vcitingamenn og frammistöðufólk fær ekki tækifæri til að sýna hæfni sína. • Fordæmi. í UM skip eins og Gullfoss, sem ekki er bundin heimskulegum lögum og reglugerðum um veít- ingar, gegnir öðru máli Þess- vegna er það stórt atriði hvernig greiðasalan og beini allur verður um borð í því skipi. Þar géta íslenskir matreiðslu menn notfært sjer kunnáttu sína og það getur orðið bend- ing um, hvort ekki sje tími til 'kominn, að breyta veitinga- löggjöfinni íslensku til stór- muna. Að þeirxú breytingu er mikil þörf og verður vonandi tæki- j færi til að minnast á þetta mál síðar. íþróttamennirnir sækja stöðugt á r Góður árangur á EOP-mótinu EÓP-mótið hófst á íþróttavellin- um s. 1. sunnudag. Það var eng- inn vorblær á þessu móti, hvað árangur snerti, en þó um fjölda keppenda í sumum greinunum, þar sem t. d. aðeins þrír hlupu 400 og 800 m. Finnbjörn Þorvaldsson vann nú 100 m. hlaup á 10,7 sek., en tveir aðrir, Hörður Haraldsson og Guðm. Lárusson, hlupu á 10,8 en alls hlupu 10 á 11,5 og betri tíma. Haukur Clausen var kvef- aður og ekki með og Asmundur Bjarnason hljóp 400 m. og hætti við þáttöku í 100. í úrslitunum lá Guðm. Lárusson eftir i við- bragðinu. Huseby bætti árangur sinn í kúluvarpi frá ÍR-mótinu upp í 15,65 m. og fimm köstuðu yfir 14 m. — Hefði það einhverntíma þótt ótrúlegt að 14 metrarnir nægðu ekki til verðlauna. Torfi Bryngeirsson stökk enn yfir 7 m. í langstökki og hástökk ið vann Sigurður Friðfinnsson frá Hafnarfirði á 1,83 m. Jóel Sigurðsson kastaði spjóti nær 63 m. Pjetur Einarsson hljóp 800 m- á 1.57,4 mín., sem er mjög góður tími og Ásmundur Bjarnason 400 m. með yfirburðum. María Jónsdóttir setti eina Is- landsmetið á sunnudaginn, í kringlukasti kvenna. Hafdis Ragnarsdóttir er- nú búin að fá skæðan keppinaut, Hildi Helgadóttir frá Hjeraðssam- bandi Norður-Þingeyinga. Helstu úrslit. 100 m. hlaup. — A-flokknr: •— I. Finnbjörn Þorvaldsson, ÍR, 10,7 sek., 2. Hörður Haraldsson, Á, 10,8 sek., 3. Guðm. Lárusson, Á, II, 0 (10,8 í undanrás), 4. Trausti Eyjólfsson, KR, 11,2 sek. og 5. Reynir Gunnarsson, Á, 11,3 sek. — B-flokkur: Rúnar Bjarnason, ÍR 11,3 sek., 2. Grjetar Hinrilcs- son, Á, 11,4 sek., 3. Þorvaldur Óskarsson, ÍR, 11,6 sek. og 4. Ingi Þorsteinsson, 11,6 sek. — C-flokk ur: — 1. Matthías Guðmundsson, Umf. Selfoss, 11,3 sek., 2. Alex- ander Sigurðsson, KR, 11,5 sek., 3. Ólafur Örn Arnarson, ÍR. 11,5 og 4. Björn Berntsen, Umf. R., 11,6 sek. — D-flokkur: Vilhj. Ól- afsson, ÍR, 11,7 sek. — E-flokkur: — 1. Pjetur Sörlason, Á, 11,8 sek. Hástökk: — 1. Sigurður Frið- finsson, FH, 1,83 m., 2. Kolbeinn Kristinsson, Selfossi, 1,80 m., 3. Eiríkur Haraldsson, Á, 1,70 m. og 4. Birgir Helgason, ÍR og Matthías Guðmundsson, Sel- fossi 1,65 m. 400 m. hlaup: — 1. Ásmundur Bjarnason, KR, 50,4 sek., 2. Reyn- ir Sigurðsson, ÍR, 52,0 sek. og 3. Sveinn Björnsson, KR, 53.5 sek. Kúluvarp: — 1. Gunnar Huse- by, KR, 15,65 m., 2. Sigfús Sig- urðsson, Selfossi, 14,45 m., 3 Hall grímur Jónsson, HSÞ, 14,10 m., 4. Friðrik Guðmundsson, KR, 14,05 m., 5. Vilhj. Vilmundarson, KR, 14,02 m. og 6. Sigurður Júl- íusson, FH, 13,16 m. Langstökk: — 1. Torfi Bi-yn- geirsson, KR, 7,04 m., 2. Krist- jleifur Magnússon, ÍBV, 6,71 m., 3. Karl Ólsen, Umf. N., 6,58 m. og 4. Bjarni Olsen, Umf. N„ 6,31 m. 800 m. hlaup: — 1. Pjetur Ein- arsson, ÍR, 1,57,4 mín., 2. Garð- ar Ragnarsson, ÍR, 2,07,0 mín. og 3. Svavar Markússon, KR, 2,07,6 mín. Spjótkast: — 1. Jóel Sigurðs- son, ÍR, 62,77 m„ 2. Adolf Ósk- arsson, ÍBV, 56,11 m„ 3. Þói'hall- ur Ólafsson, ÍR, 54,14 m. og 4. Halldiór Sigurgeirsson, Á, 53,38 metra. 100 m. hlaup kvenna: — 1. Hafdís Ragnarsdóttir, KR, 13,4 sek., 2. Hildur Helgadóttir, HNÞ, Framh. á bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.