Morgunblaðið - 23.05.1950, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 23.05.1950, Qupperneq 10
10 Þriðjudagur 23. maí 1950. limiiiiiiiHiiiiHiiiiiiiiumitiHiuiiHiiiii* _ r........... Framhaldssagan 39 | Cestir hjá „Antoine“ i Effir Frances Parkinson Keyes B IIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHHIIIIIIIHHIHIHHmilHlllllllltlHIIIIIIIIIIHIIIHIIIIMHIIHHIIIIIHHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIIItl Nú var það greinilegt að rödd Caresse brast, en Ruth flýtti sjer að grípa fram í fyrir henni. „Það er mjög vingjarnlegt af þjer að hugsa um það“, sagði hún. „En jeg er þegar búin að fá senda köku. Sabin Duplessis sendi mjer hana í fallegri öskju“. „Jæja, ekki þarf jeg að undr- ast það. Það er einmitt eftir honum. Hann gleymir aldrei af- mælisdögum og öðrum hátíðis- dögum eins og flestir karl- menn gera; Mjer finnst hann alltaf mjög skemmtilegur og jeg býst við að þjer eigi eftir að finnast það líka. En auðvit- að er hann ekki eins vel fyrir- kallaður nt'ha og hann er ann- ars. Þetta var líka mikið áfall fyrtr hann eins og eðlilegt er“. Ósjálfrátt beindist samtalið alltaf beinlínis eða óbeinlínis að Odile, en Ruth gerði enn eina tilraun til að forðast það. „Auðvitað hefi jeg ekki hitt hann ennþá,- en jeg gat sjeð það af því sem stóð á miðan- um sem fylgdi kökunni að hann mundi vera Hflegur og uppfinn ingarsamur“, Caresse kinkaði kolli. „Þú þarft víst ábyggilega ekki að efast um bað. Eini gallinn á honum er sá, að hann á það til að drekka nokkuð mikið, en það kemur ekki oft fyrir...... Jæjai jeg verð að halda áfram. En vel á minnst, annað erindið var að segja-þjer að Clarinda Darcoa kemur og sækir þig á dansleikinn í kvöld, þar sem jeg get ekki farið“. „Clarinda Öarcoa?“ „Já. Hún ör enn álitin ein glæsilegasta ''stulkan í New Orleans, þótt hún sje orðin að minnsta korti tuttugu og fimm ára. Hún er mikill aðdáandi frænda þíns og henni finnst hann vera "nesti maður sinnar samtíðar. Hún. vill bókstaflega gera allt fýrir hann. Jeg er bú- in að tala við.hana. Hún ætlar að koma nögu snemma til þess að þið fáið sæti í fremstu röð- unum og hún sýnir þjér allt um það hvernig þú eigir að haga þjer. Jeg er viss um að þú átt eftir að skemmta þjer vel í kvöld“. Og það var orð að sönnu. Ruth mundi ekki eftir því að hafa nokkurn timann skemmt sjer svo vel. Clarinda Darcoa beið hennar niðri í bókaherberg inu þegar hún kom niður. Hún var suðræn á svip, dökkhærð, ávalt andlit og frekar hörunds- dökk. Augun voru dimm og dreymandi og brosið blítt. — Hrafnsvart hár hennar var greitt í tvær fljettur, sem voru vafðar upp á höfuðið og stung- ið í þær camelíublómum. Og í blævængnum voru einnig camelíublóm. „Mjer er það sönn ánægja að fá að fylgja yður, ungfrú Avery“, sagði hún. „Það er leitt að Caresse skyldi verða af þeirri ánægju. En úr því það var orðið svo vonlaust um vesa lings Odile, þá hefir fráfall hennar ef til vill aðeins verið til blessunar. Jeg held að frú La- lande líti að minnsta kosti þeim augum á það“. Rut leit undr- andi á hana, en hún hjelt á- fram. „Jeg var í „Bláa salnum“ á föstudagskvöldið og settist snöggvast niður við borðið næst því þar sem hún og Foxworth sátu, og þá heyrði jeg að frú Lalande sagði að það væri í rauninni fyrir bestu að Odile .... það ‘er að segja ef hún mundi......Auðvitað var það ekkert annað en fólk segir þeg- ar einhver, sem þeim þykir sjerlega vænt um, er veikur og venjulega án þess að meina það alvarlega. En þegar jeg frjetti að Odile hefði dáið svo skyndilega, þá vonaði jeg að móðir hennar mundi geta litið á það á annan hátt“. „Já, jeg vona það líka“, sagði Ruth, eins og annars hugar. „Jæja, en við skulum ekki hugsa og því síður tala um það núna. Jeg get ekki annað efi hrósað happi yfir því 'að fá að fylgja yður á fyrstu uppskeru- hátíðina. Yður finnst það sjálf- sagt skrítið að karlmaður skuli ekki fylgja yður, en þetta er allt samkvæmt gömlum sið- venjum, og þeir eru allir komn ir á undan kvenfólkinu og eru klæddir eins og matsveinar með grímur og það er ekki ætl- ast til þess að við þekkjum þá“. „Já, jeg skil. Mjer er líka sönn ánægja af því að fara með yður á fyrsta dansleikinn á uppskeruhátíðinni“. Clarinda svaraði engu en brosti sínu dreymandi brosi. Þær fengu sæti á einum fremstu bekkjanna og Ruth horfði hugfangin á allt skraut- ið og dýrðina í kringum sig. — Hljómsveitin tók nú að leika fjörug lög. Allt í einu opnuð- ust stórar dyr og inn um þær kom heill hópur grímuklæddra karlmanna, sem báru stóra köku á milli sín fram á mitt gólfið. Síðan var tjaldið dregið frá sviðinu þar sem „kóngur- inn“ sat með fríðu föruneyti“. Drottningin“ var kosin og hún leidd upp í hásætið við hlið hans. „Bráðum kemur að því að dansinn byrji“, sagði Clarinda. „En fyrsta dansinn dansa að- eins hirðmeyjarnar“. „Jeg býst varla við því að jeg dansi mikið. Jeg þekki varla nokkurn hjer í New Orleans“, sagði Ruth. „En mjer er alveg sama. Mjer finnst það alveg nóg skemmtun að horfa á alla þeSsa dýrð'b Með sjálfri sjer hugsaði hún að þetta var ekki heilagur sannleikur. Hún mundi verða fyrir miklum vonbrigð- um ef Russ dansaði ekki við hana. Og aftur leit Clarinda á hana og brosti sínu dreymandi brosi. A sama augnabliki gekk svartklæddur maður fram og kallaði upp nöfn: „Ungfrú Mary Bond .... ungfrú Conrelia Sheldon .... unefrú Ruth Avery....“. Ruth stóð á fætur eins og hún sá að hinar gerðu. — Um leið gekk grímuklæddur raað- ur til hennar og leiddi hana fram á gólfið. Ruth þurfti ékki að spyrja hann að nafni. Hún vissi að það var Russ. Þau dönsuðu þegjandi, og aftur fann hún til þægindakenndar, eins og hún hafði fundið svo oft í návist hans. Allt í einu var blásið í flautu og hann fylgdi henni í sæti sitt. Áður en hann skildi við hana, stakk hann hendinni ofan í hvíta pokann. sem hann bar á bakinu og rjetti henni lítinn böggul. „Kærar þakkir, ungfrú Av- ery“, sagði hann og var á auga bragði horfinn í mannþröngina. Ruth settist og tók brjefið ut- an af bögglinum full eftirvænt- ingar. í honum var lítill silfur- bikar með áletruðum stöfunum T. N. R. og ártalinu 1948. Hún leit spyrjandi á Clarindu. sem einnig var að taka upp líkan böggul. „Það eru alltaf einhverjar gjafir á hverju ári“, sagði hún. „Þetta getur orðið skemmtileg glasasamstæða ef maður fær nógu marga“. „En jeg býst ekki við að fá fleiri, en það er gam- an að honum bara einum. Jeg ætla að geyma hann og....“. „Ungfrú Margery Le Boeuf .... ungfrú Elaine Caldwell .... ungfrú Ruth Avery....“, kallaði svartklæddi maðurinn. Áður en varði var hún kom- in aftur fram á gólfið og aftur í sætið með annan böggul. Hún var varla búin að taka utan af honum brjefið, þegar aftur var kallað í hana og þannig gekk það allt kvöldið. Hún dansaði við stóra menn og litla, granna og gilda og þegar dansleikur- inn var á enda lágu gjafirnar í hrúgum allt í kringum hana á bekknum. „Jeg kem þegar þú vígir glasasamstæðuna“, sagði Clar- inda brosandi. „Og míg langar líka til að bjóða þjer til okk- ar. Jeg býst varla við því að herra Foxworth hafi tíma til að koma til kvöldverðar?“ „Nei, jeg er hrædd um ekki. Hann' er mjög önnum kafinn, og auk þeás....“. Hún þagnaði. Að öllum lík- indum var samband frænda hennar við frú Lalande orðið opinbert leyndarmál en hún hafði samt ekkert leyfi til að fleypra með það. „Nei, jeg held að það sje ekki vert að bæta því á allt annað sem hann þárf að stánda í“, sagði Clarinda og brosti eins og hún hefði ;getað lesið hugsanir Ruth. „En jeg vona að þú get- ir komið og borðað með okkur hádegisverð. Jeg ætla að bjóða nokkrum vinstúlkum mínum með þjer svo að þær fái tæki- færi til að kynnast þjer. Ætl- SÖLLBÚÐ, VIÐGERÐLi VOGIR I 1 Reykjavik og njprenni lánum I í við sjálfvirrar búðarvogi • á ! | meðan á viðgerð stendur. I Ólafur GísJason & Co. I< }. § i Hverfisgötu 49, sími 81370 i I : ........ Einar Ásmundsson hœstaréttarlögmaður Skrifstofa: TJarnargötu 10 — Síml M07. Silfur í Syndabæti FRÁSÖGN AF ÆVINTÝRUM ROÝ ROGERS 36. — Jæja, lögregjustjóri, sagði Carol. — Jeg býst þá við, að við sjeum ekki lengur undir handtökunni. — Nei, það er víst ekki lengur, muldraði lögreglustjórinn. — En þessi maður er samt enn ákærður um morð og jeg verð að handtaka hann. Hann benti á Roy. — Jeg verð ekki handtekinn, sagði Roy. — Ekki jeg, vegna þess, að það var ekki jeg, sem myrti gamla Ed. Það var Regan, sem gerði það. Þú munt komast að því lögreglustjóri góður, að kúlan, sem varð Ed að bana er ekki úr minni byssu, heldur úr byssu Regans. — Mig varðar ekkert um þetta morð, sagði Vanderpool. En hjer með ætla jeg að leggja fram ákæru við háttvirt yfir- valdið. Regan hefur sýnt það, að hann er fantur. Jeg krefst þess, að hann sje tekinn fastur fyrir að búa til falsfregnir um að hjer sje ekkert silfur. Hann hefur bakað mjer stór- kostlegt tjón með þessum lygum. Heyrið þjer það lögreglu- stjóri, jeg krefst þess, að hann sje tekinn fastur. Lögreglustjórinn virtist nú vera orðinn alvarlega ruglaður i ríminu. Þegar hann kom í Syndabæli, þá hafði Regan skip- að honum að handtaka Roy, en nú var svo komið að Roy og Vanderpool heimtuðu, að hann handtæki Regan. — Jeg veit eiginlega ekki hvað jeg á að gera, sagði lög- réglustjórinn. — Mig langar bara til að setja handjárnin á einhvern. Alveg sama hver það er. Hann gekk í áttina til Regans. Regan virtist vera mjög taugaóstyrkur og nú missti hann allt vald á sjer.-Hann dró upp skammbyssu og hrópaði: — Jeg læt ekki handtaka mig hjer. Þú tekur mig ekki, lögreglustjóri. Hann miðaði byssunni á þau öll og bjóst til að komast undan. Hann var bara svo óheppinn að ganga að Gunnu, múlösnunni. Þegar hann var kominn alveg að henni, sló hún hann með afturlöppunum. Regan fjell niður og missti byssuna. ^ÍirijxT* rnjQ^L^unrJujilfi^riu« „HugsaSu þjer! ÞaS hefir slopp iö Ijón út úr dýragarðinum". ★ Fögur breytni ,.Jæja, góði jnmn,“, spurði mamina skátans. „Ertu búinn að' gera góða verknaðinn þinn í dag?“ „Já, það geturðu sveiað þjer upp á“, svaraði sonurinn. „Jeg kenndi Jenny litlu frœnku að reka aldrei framar tunguna út úr sjer framan i skáta“. ★ Móðirin: „Hvort viltu heldur lag- köku eða búðing, Villi?“ Villi: „Lagköku". Faðirinn (reynir að siða son sinn): „Lagköku hvið?“ Villi: „Lagköku fyrst“. ★ Litill drengur hafði svo fjörugt í myndunarafl, að hann sagði iðu- lega langar sögur, sem enginn fótur var fyrir. Einu sinni hljóp hann óðamála inn og sagði mömmu sinni, að hann hefði sjeð bjöm i garðin- um. „Heyrðu, Tobbi“, sagði mamrna hans“, þú veist að þetta var ekki björri, það var bara stór hunduf. — Farðu nú inn í herbergið þitt, og biddu Guð að fyrirgefa þjer að skrökva". Eftir nokkrar mínútur kom Tobbí aftur. ..Baðstu Guð að fyrirgefa þjer?“ „Já, og hann sagði að það væri allt í lagi. Hann sagði, að hann hefði sjálfur haldið, að þetta væri hjöm, þegar hann sá hundinn fyrst“. ★ Stærðfræðin var erfið, en K ad litli fjekk rjett svar. „Þetta er gott, Karl“, sagði kenn- arinn. „Gott“, sagði Karl með fyrirlitn- ingu. „Þetta er fullkomið". flllillllllllllllllllll'IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIHIIHIHIIIB Viðgerðir á allskonar skrif- stofuvjelum. Fljót afgreiðsla. Sími 7380. Munið milliríkjakeppnina FIINIIMLAND: ÍSLAND í handknattleik á iþróttavellinum í kvöld KL. 8.30 Glímufjelagið Ármann tiiiiiiii'iiitiuiuHiuiuiiuiaiiiiiiimimiiiiiiimiiiiiimu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.