Morgunblaðið - 23.05.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 23.05.1950, Blaðsíða 12
V. ST. skrifar um 960 ára af« VEÐURÚTLIT. FAXAFLÓI: NV. gola eða kaldi, sums- staftar Ijettskýjað. 115. tbl. — Þriðjudagur 23. maí 1950. 5 ára drengur iersl ai slysförum ,ÓLAFSVÍK, 21. maí. — Það .slys varð í Ólafsvík klukkan uri 22 í gærkvöldi að Vigrrir Albert Ottósson, 5 ára, varð fyrir vörubifreiðinni P—130 og andaðist samstundis. Samkvsemt upplýsingum frá Jhreppstjóra voru atvik þau, að drengurinn ætlaði að henda sjer ,upp á vörupall bifreiðarinnar, .en missti takið, fjell niður og vai'ð undir afturhjóli bifreiðar- innar. Bílstjórinn vissi ekkert um drenginn eða slysið fyrr en það var um garð gengið. Ók á mann og lenti í árekstri, en skeytti því ekki Á FÖSTUDAG ók ölvaður mað- ur vörubifreið á mann á Skýla- götu rjett við Borgartún, en ók síðan áfram án þess að skeyta því og upp Snorrabraut. Á gatnamótum Njálsgötu og Snorrabrautar lenti hann í á-. rekstri en hirti ekkert um það og ók enn áfram. Lögreglan hafði hendur í hári ökumanns þessa, en rannsókn- arlögreglan óskar eftir að hafa tal af manninum, sem ekið var á á gatnamótum Skúlagötu og Borgartúns. ISLANЗFIHHLAND Danssýning nem- enda dansskófa I.Í.L.D, LAUGARDAGINN 20. þessa mánaðar, kl. 3 síðdegis sýndu nemendur dansskóla Fjelags ís lenskra listdansara listdans í Þjóðleikhúsinu. Voru þar sýndir ýmsir hóp- dansar og sólódansar, margir samdir af kennurum skólans, • og kom fram dansfólk á ýmsum aldri, allt frá yngstu nemend- um skólans, sem eru um fjög- urra ára að aldri,, og til þeirra elstu, sem eru um og yfir tví- tugt. Húsið var fullskipað áhorfend um, sem tóku sýningunni mjög vel, og varð að endurtaka flest atriðin. í lok sýningarinnar voru kennarar skólans kallaðir .fram, en það eru þær Sigríður Ármann, Sif Þórz, Ellý Þorláks son og Sigrún Ólafsdóttir. Þýskir kommar senda áróður í pósti FRANKFURT — Kommúnistar > Austur-Þýskalandi hafa nú foyrjað nýja áróðursherferð. Senda þeir í pósti áróðursrit til vestur-þýskra borgara, og ekki verður sjeð að þar sje fylgt riokkru sjerstöku kerfi. Menn úr öllum stjettum, pólitískir sem ópólitískir fá rit -þessi, en þau innihalda meðal annars ræður kommúnista aust an járntjalds og heiftarlegar á- rásir á stefnu Vesturveldanna í Þýskalandi. Áróðursbrjefin eru póstlögð í Berlín, en ekkert er vitað um höfunda þeirra, nema hvað beir eru sýnilega kommúnist- fcskir áróðursmenn. — Reuter fruman gefur skýrslu um S. Þ, WASHINGTON, 22. maí. — Truman forseti gaf Bandaríkja- liingi. í. .dag skýrslu um starf- tiemi Sameinuðu þjóðanna. — Gagnrýndi hann Rússa harð- lega, fyrir þá afstöðu þeirra að neita að taka þátt í störfum S. Þ., yegna þarveru fulltrúa kínvefsku þjóðernissinnastjóm arinnar.. Taldi forsetinn þetta brót á jgerðum samningum. Truman fór viðurkenningar- orðum um Sameinuðu þjóðirn- ar fyrir starfsemi þeirra í Indó- tiesíu, Palestínu og Kashmir og komst svo að orði, að S. Þ. h&íð,u þar bjargað mörgum iiiannslífum. — Reuter. Fiðluhljómleikar Ruth Hermanns á Akureyri AKUREYRI, 22. maí — Ruth Hermanns hjelt fiðlu hljóm- leika á vegum Tóniistarfjelags Akureyrar í gær í Nýja Bió með aðstoð dr. Urbantschitsch. Verkefni voru eftir Bach, Mozart, Beethoven, Szymanow sky. Rachmaninoff, Dvorak og De Falla. Aðsókn var ágæt og var hrifning tilheyrenda mjög mikil. Barst listakor.unni fjöldi blómvanda og ennfremur und- irleikara. Ungfrú Hermanns ljek eitt aukalag. Að loknum hljómleikum hjelt Tónlistarfjelagið sam- sæti. Þakkaði formanni, Tón- listarfjelagsins, ' Stefán Ág. Kristjánsson ungfrúnni fyrir hljómleikana með ræðu og einnig fyrir prýðilegt kennslu- starf hennar. Ennfremur þakk- aði hann dr. Urbantschitsch fyr ir velvilja hans og aðstoð við starfsemi fjelagsins frá því fyrsta. — H. Vald. Lie ræðir við Bidaull PARÍS, 22. maí — Trygve Lie, aðalritari S Þ., Sem nú er stadd ur i Frakklandi, ræddi í dag við Bidault utanríkisráðherra. Á morgun (þriðjudag) mun Lie halda til Lundúna og ræða þar meðal armars við Attlee og Bevin, en halda til Bandarikj- anna á miðvikudag. Brýn nauðsyn á einahagshjálp iil Asíu LONDON. 22. maí — MacDon- ald, aðalfulltrúi Breta í Suð- austur-Asíu, átti í dag viðræð- ur við frjettamenn í Canberra. Lagði hann á það áherslu; að brýna nauðsyn bæri til að hafa hraðan á um efnahagslega að- stoð til þjóðanna í Suður- og Suðaustur-Asíu, ef þær ættu ekki að verða kommúnismanum að bráð. * Hann kvað engan vafa á því, að Rússar væru byrjaðir að veita leppstjórnum sínum í As- íu fjárhagslega aðstoð. Loks skýrði hann frá því aS búast mætti við, að byrjað yrði fyrir áramót að styrkja ofan^ greindar þjóðir efnahagslega, og þá mundi engin ein þjóð j verða látin sitja í fyrirrúnU. . ‘ Finnska landsliðið í handknattleik. Lnndsleikur við Finna í hnndknnttleik í kvöld Finnarnir komu hingað með Gulliossi i í KVÖLD fer fram á íþróttavellinum landskeppni í handknatt- j leik milli Finna og íslendinga. Finnska landsliðið kom hingað ' með Gullfossi s. 1. laugardag. í liði Finna eru margir þekktir j bandknattleiksmenn, sem keppt hafa fyrir Finnland mörg j undanfarin ár, t. d. Juhani Jánte og Helge Forsberg, sem keppt hafa níú landsleiki og markaðurinn Erik Spring, sem keppt hefir átta landsleiki. Ók norður í land á stoinum bíl SÍÐASTLIÐIÐ laugardags- kvöld fengu tveir menn sjer leigubifreið í Hafnarfirði og fóru í henni austur í Hveragerði og síðan austur að Selfossi og fengu þar gistingu fyrir sig og bifreiðarstjórann. Þegar bílstjórinn vaknaði um morguninn austur á Selfossi, jvarð hann þess var að stolið ihafði verið frá honum 100 kr. og bifreiðin er horfin Kemur á daginn að annar farþeginn, Guðjón Atli Árnason, var einnig horfinn og hafði hann stolið bílnum. Var auglýsi eftir bifreiðinni í útvarpinu og fer að frjettast til ferða hennar uppi.í firði og Borgarfirði og svo norð ur á Hvammstanga. Sýslurnað- ur Mýra- og Bargarfjarðar- sýslu og sýslumaður Húnvetn- inga gerðu ráðstafanir til að ná bifreiðinni og bílar voru fengn- ir til að elta hana en árangurs- laust. Er frjettist til stolnu bifreið- arinnar á suðurleið aftur, fór sýslumaður Mýra- og Borgar- fjarðarsýslu áleiðis norður á móti henni, en hafði áður !átið loka veginum við Fornahvamm. Um miðnætti kom hann að bif- reiðinhi hjá Grænumýrartvngu. Hafði hún þá brætt úr sjer. en ökumaðurinn var horfinn. — Hann kom síðar um nóttina að bænum Fögrubrekku við vest- anverðan Hrútafjörð, og þar handtók hreppstjóri Bæjar- hrepps hann. Guðjón Atli hafði skipt um númer á bílnum, er nann stal honum. Þetta er önnur landskeppni íslendinga í handknattleik, en í fyrsta sinn, sem keppt er við Finna. Finnar og íslendingar eru álitnir mjög svipaðir í hand knattleik, þannig, að reikna má með fjörugum og jöfnum leik. íslenska landsliðið er skipað nær sömu mönnum og fóru ut- an í janúar s. 1., nema hvað Orri Gunnarsson og Þorleifur Einarsson eru nýir. ■ í finnska landsliðinu leika þessir menn: Erik Spring, Olli Nieminen, Johani Koskinen, Matti Pylkkánen, Helge Fors- fcerg, Juhani Jántti, Thor Grannenfelt, Börje Forsten, Helge Kohnen og Tomo Reini- kainen. íslenska landsliðið: Sólmund- ur Jónsson, Magnús Þórarins- son, Sveinn Helgason, Kristján Oddsson, Birgir Þorgilsson, Orri Gunnarsson, Sigurhans Hjartarson, Sig. G. Norðdahl og Þorleifur Einarssson. — Vara- menn eru: Guðm. Ge^rgsson, Haukur Bjarnason, Snorri Ólafs son og Hilmar Ólafsson. Dómari verður Halldór Er- lendsson. Leikurinn í kvöld hefst kl. 8,30. Þar sem gera má ráð fyrir mikilli aðsókn, skal á- horfendum bent á að mæta ekki á síðustu stundu. Drengur slasasf í bílslysi SÍÐASTLIÐTNN föstudag varð það slys á Njarðargötunni rjptt austan við Barónsstíg að níu ára gamall drengur varð fyrir fólksbifreiðinni R-2012, og skarst talsvert á handleggjum. Rannsóknarlögreglunni er kunnugt um, að tveir menn á jeppa-bifreið komu þarria að. Biður hún þá og aðra sjónar- votta að gefa sig fram sem allra fýrst. mæli Qslo-foorgar á bls. 2. ___________________________3 -aúí - ít Vísiialan 105 stig 3 SAMKVÆMT útreikningi kaujt lagsnefndar var framfærslu- vísitalan 1. maí 105 stig, et reiknað er með vísutölunni 10® stig 1. marz. Hefir hún þannig hækkað um 5 stig. Vísitalan 1. apríl var 102 st. Heifa vatnlð jóks! í einni borholu SNEMMA í þessum mánuði jókst hitaveituvatnið í einni borholunni : Mosfellsdal um 28 sek. lítra án þess að það minnk- aði í nokkurri annarn holu, sem oft kemur fyrir i slíkum til- fellum. Er betta því hrein au.kning á hitaveituvatninu. Gefur þessi hola nú 48 sek. lítra í stað 20 áður. Var verið að bora í holunni, þegar aukn-. ing þessi varð. Unnið er nú að þvi að erafa fvrír nýjum hitaveitugevmi á Öskjuhlíð og verður hann reistur í sumar. Nær II þós. manns skoðuðu Gullfoss Á SUNNUDAGINN var Gull- foss hinn nýi til sýnis fyrii al- menning frá kl. 10—12 f ‘h. og 1—6. Alls komu um borð 10,950 manns, eða að meðaltali 1500 á klukkustund. Var tilhög un öll við sýninguna vel undir- búin af hálfu Eimskipafjelags- ins og komu menn um borð f. skipið eftir röð og fóru í hóp- um undir leiðsögn kunnugra manna stafna á milli, en dvöld- ust ekki óþarflega lengi um borð. Verðir voru víða um skipið, en það verður að segja gestum til hróss, að þeir gengu yfirleitt mjög vel og prúðmann lega um skipið. Kominn fi! Holiands HAAG, 22. maí: — Forsætisráð- herra Burma, sem undanfarið hefir dvalið í Bretlandi, kom í dag til Hollands, til viðræðna við stjórnarvöldin þar. Hann mun dveljast í Hollandji í fjóra daga. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.