Morgunblaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 2
>
2
' MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 1. ágúst 1950, j
JíCJN andaðist 22 f. m 82 ára
jgöraul. Mjög verður hennar
saknað af þeim. er hana þekktu
fcest. Hún var glæsileg kona,
göfug Og hjartahrein.
Frú Ingibiörg fæddist 29.
rnaí 1868 að Oseyrarnesi í Ar-
nessýslu. Foreídrar hennar voru
Þorkell Jónsson bóndi og kona
hé'ns Sigríður Jónsdóttir. Var
frú Ingibjörg ein af 15 börn-
urn þeirra hjóna. og eru ættir
b.ennar vel kunnar.
Þann 11. udv. 1892 giftist hún
ÍSgurði Þor.steinssyni frá Flóa-
fiafli. — Bjuggu þau fyrst að
Gerðiskoti, og Flóagafli í þrjú
'áV. að Tryggvaskála við Ölvesá
í eitt ár, að Helli í sömu sveit
í fimm ár og á Eyrarbakka í
sex ár- — Þá fluttust þau tií
P.eykjavíkur, árið 1910 og hafa
■dvalið hjer síðan Þau eignuð-
ust átta börn. þrjú þeirra eru
látin: Þorsteinn Sigríður og
sjera Arni. En á líf: eru: Asgeir
skipstjóri, Sigrún. frú að Lauga
Vtrekku. Þorkell vjelstjóri, Sig-
lírður Ingi skrifstofustjóri hjá
Mjólkurbúi Flóamanna og Þóra
Steinunn, frú í Reykjavík.
• Ævileið frú Ingibjargar var
orðin löng. Margt bafði gerst á
þeirri Iöngu leið, og oft kom
það í Ijós. hve glæsilegum hæfi-
leikum hún var búin. Lífs-
baráttan var víða óvæg og
hörð í þessu landí, fyrir og eft-
n aldamótiu seinustu. Það
fundu ekkí síst foreldrar, sem
höfðu fyrir mörgum börnum að
«j» Þá reyndt oft á þrautsegju,
biðlund móðurinnar og biek. —
Éii af bessum mannkostum var
Ingibjörg Þnrkelsdóttir auðug.
Hún átti það sálarafl. sem gef-
úr kraft og þrótt í lífsbarátt-
únni. — H'ih átti þá trú. sem
aldrei bregst. Þess vegna var
hún alltaf öruge og róleg og
vongóð um. að úr öllu rættis.t
Hún trúði því að erfiðleikarn-
ir ravndu að lokum ávalt leiða
til góðs. — ,,T rósemi og trausti
skal styrkur >Tðar vera“. — Það
voru orð að hennar skapi.
Jeg rnan eftir frú Ingibjörgu
xi á því, er jeg var lítill dreng-
uv Við vorum skyld, og auk
þess var hún besta vinkona móð
ur minnar. Vissi jeg til þess. að
hún fór til hennar þegar eitt-
bvað mikið reyndi á í fjarveru
foður míns, sem oft var lengi
að heiman á ferðalögum um
landið. Ingibiörgu mátti treysta
Það vissu allir vinir hennar. —
Það var vinaskjól, sem aldrei
brást.
Börn og ástvinir Ingibjargar
r'á aldrei fulibakkað henni. —
Það var læT-dómsrikt að koma
cii hennar. Hún átti alltaf bað
orð á tungu sem leiðbeindi og
veitti Ijósi vfir viðfangsefnin
og vandamálin. — liún átti þá
móðurást, er vermdi. Vitsmun-
u: hennar voru frábærir. Innri
rá festa, og gleði skein úr hinni
cailegu ásýnd hennar.
Frú Ingibjörg bar hinar
pvngstu sorgir með aðdáanlegri
rósemi og trausti. Sjaldan komu
•orlagaríkir a+burðir henni á ó
vart. Það var því líkast, sem
rmv. væri skyggn á ýmislegt í
Jífinu, sem flestir eiga erfitt
með að sjá.
Okkur, vínum hennar. fannst
gott að vera í návist hennar. —
Hlýhugur hennar og góðvild
píli því. — Börnum hennar,
íengdabörnum og barnabörnum
?var Ijúft að koma til hennar,
h) hún sat hollráð og góð í
kvöidskyni ævinnar fús til þess
að veita þeim blessun sína. —
Fiskurinn n Islnndsmiðum er
í heimi
púr sfónum
IVIiklir markaðsmöguleik-
ar ef vandvirkni er gætt
Áiii amerísks sjerfræðings
Hún átti líka því láni að fagna
að vera umvnún kærleik þeirra
allra.
Síðasta tímabil ævinnar var
dapurlegt. — Hún varð að sjá'
af sjera Árna, sem var henni
hugljúfur sonur — og lífsföru-
nautur hennar og besti vinur
var sjúkur. — Er Sigurður, mað
ur hennar, nú í sjúkrahúsi og
senair hinstu kveðjuna af beði
sínum.
Um Ingibjörgu Þorkelsdóttur
eru aðeins góðar endurmirming-
ar. — Hún var ein hinna ís-
lensku kvenna, sem hvað mest
áttu af fegimð og fórnarlund.
Þess vegna gleymist hún ekki.
Þess vegna verður mynd henn-
ar geymd og minr.ing hennar.
blessuð.
Sigurgeir Sigurðsson.
Kliflð á Tfricfi Mir
UPPDRÁTTUR þessi sýnir hvar
fjallið Tirich Mir er í vestur-
hjeruðum Indlands, skammt frá
landamærum Afghanistan og
rússneska Turkestan.
NORSKUM fjallgöngumönnum
tókst í síðustu viku að klífa
tindinn Tirich Mir í Himalaya-
fjöllum, sem er 7900 m. á hæð.
Er þetta fjórði hæsti tindurinn
í Himalayafjöllum, sem hefur
verið yfirunninn. Hærri tindar,
sem fjallgöngumenn hafa kom-
ist upp á eru þessir: Annapurna,
Nanda Devi og Kamet. Menn
hafa mikið reynt til að komast
upp á hæsta tind heimsins
Mount Everest, en ollar hær til-
raunir hafa mistekist. I Tirich
Mir leiðangrinum voru 5 fjall-
göngumenn og tveir vísinda-
menn. Fararstjóri var próf.
Arne Naess við Oslo háskóla,
sem er einn fremsti fjallgöngu-
maður heimsins. Um tíma leit
út fyrir, að þeir yrðu að gefast
upp við förina, vegna þess að
innfæddir burðarmenr. eru
hræddir við hátindana, telja þá
vera heilaga. Tirich Mir tind-
urinn er í landamærahjeruðum
Indlands. riett við Afghanistan.
NEW YORK — í nágrenni
borgarinnar York í Nebraska,
Bandaríkjunum, varð svo mikið
skýfali fyrir nokkru, að regn-
hæðin nam um 50 sm. á 7 klst.
VIÐ ísland veiðist besti gæða-
fiskur, sem til er í heiminum.
Tégundir eru margar og mikil
mergð fiskjar á miðunum. ís-
lenskar ver.stöðvar eru nær
bestu fiskimiðum en víðasthvar
annarsstaðar hjá fiskveiðiþjóð-
um heimsins. íslendingar gætu
hæglega unnið góða markaði
fyrir nærri ótakmarkað magn
af fiski á heimsmarkaðnum og
ekki síst í Ameríku, ef þeir að-
eins gættu þess að vanda bet-
ur verkun fiskjarir.s og frágang
allan til sölu erlendis. Til þess
að íslenski fiskurinn seljist á
Ameríkumarkaði t. d, þarf
framleiðslan að vera jafngóð
öll, þannig að örugt sje, að þeir,
sem kaupa íslenskan fisk viti
jafnan að hverju þeir ganga.
Álit amerísks sjerfræðings.
Þetta er í stuttu máli skoðun
ameríska fiskiðnaðarsje”fræð-
ingsins Edwaid H. Cooley, sem
kom hingað ásamt þremur öðr-
um iðnaðarsjorfræðingum í vor
á vegum Marshallstofnunarinn-
ar til að kynna sjar fiskfram-
leiðslu okkar og þá fyrst og
fremst frysta fiskinn Er Cooley
var hjer í vor áttu blaðamenn
tal við hann og birtu blöðin
álit hans í þessum efnum En
nú hefir hann gefið út skýrslu
um athuganir sínar og niður-
stöður, sem ríkisstjórnin hefir
fengið og sent eigendum hrað-
frystihúsa og öðrum, sem nags-
muna hafa að gæta í sambandi
við fiskiðnaðinn. í áliti Cooley’s
ber að sjálfsögðu mest á gagn-
rýni á því. sem aflaga fer og
tillögum til úrbóta. þar sem
hann kom hingað í þeim til-
gangi að gera tillögur til bóta
í því, sem aflaga kvnni að fara
í fiskframleiðslunni.
Bestu fisktegundir.
I skýrslu sinn getur Cooley
nokkurra fisktegunda, sem
vinna megi mikinn markað fyr-
ir í Ameríku. Þar á meðal er
ýsa, steinbítur, karfi og heilag-
fiski og loks borskur. Ennfrem-
ur minnist hann á skelfisk eins
og humar, sem hann telur, að
eftirspurn sje eftir í Ameríku,
en Bandaríkjamenn flytja inn
humar alla leið frá S-Afríku,
svo ekki ætti að vera frágangs-
sök að selja hann hjeðan.
. Auk hraðfrysts fiskjar telur
Cooley, að vinna megi markaði
í Ameríku fyrir t. d. íslensk
an saltfisk, bæði blautan og
fullverkaðan og einnig reyktan
fisk. Segir hann t. d., að lítil
eftirspurn sje eftir stórum þorsk
flökum í Ameríku og leggur
hann til, að stærri þorskurinn
sje reyktur, en sá smærri flak-
aður til frystingar.
Illa farið með góða matvöru,
Cooley gagnrýnir mjög þá
meðferð, sem íslenski fiskurinn
sæti við löndun og í verbúðun-
um, áður en hann er frystur.
Fiskurinn sje tekinn úr bátun-
um með kvíslum (goggum) og
fleygt upp á bryggju, sama að-
ferð sje höfð, við að setja hann
á vörubíla, síðan sje fiskurinn
enn goggaður á flatningsborð og
þveginn í óhreinum blóðblönd-
uðu vat-ni. Þá sjo honum fleygt
á gólfið í aðgerðarhúsinu og
geymdur þar næturiangt og enn
sje óþrifálega með hann farið
áður en hann er pakkaður og
frystur. Kallar Cooley þetta
hina miklu píslarsögu fiskjar-
ins og segir að illa sje farið
með góða og fyrsta flokks mat-
vöru sem sje stórskemmd af illri
meðferð.
Leggur hann til. að breyting
verði gerð á meðferð fiskjar-
ins við löndun og verkun og
leggur mikla áherslu á að fylsta
hreinlætis sje gætt t. d. að þvo
fiskinn upp úr hreinu vatni.
Óhcppileg vinnutiihögun
í frystihúsunum.
Ýmislegt er ábótavant við
hraðfrystihúsin islensku, að
dómi Cooley’s. Hann telur ó-
heppilegt að þau skuli vera
mörg, smá og dreifð og-telur,
að rriörg smáírystihús ættu að
slá sjer saman um verkun fiskj-
arins og jafnvel pökkun og tal-
ar einkum um Reykjavík og
Keflavík í því sambandi. Þá
segir hann, að vinnutilhögun
geti verið betri., en hún sje
víðasthvar nú og nefnir dæmi í
því sambandi. Frystivjelar tel-
ur hann margar óheppilegar,
íslenski fiskurinn hefir ekki
gott orð í Ameríku,
Cooley getur þess í skýrsli3
sinni, að hann hafi leitað um-
sagna fjölda fiskkaupmanng
víðsvegar í Ameríku um ís~
lenska fiskinn Hefir hann spur-fc
bæði heildsala og smáscla úm
álit þeirra á fiskinum Bcr þeinj
öllum saman um, að har.n haf j
ekki gott orð á sjer, einkunu
vegna þess. að ekki sje unt a<J
treysta gæðunum. En þcim sjc-3
Ijóst að hrác.-fnið sje got1-. og e:?
framleiðslan verði endurbætí
og fylstu vöruvöndunnr gætt,
sje ekkert til fyrirstöðu að þeir?
kaupi mikið magn af fiski fra
íslandi.
Fullyrðir Cooley, að Islend—
ingar hafi öll sktlyrði til a-J
standast samkepor.i vi3 t. c£,
Nýfundnalar.dsmenn og Kana-
damenn á fiskmðrka- ; Ame-
ríku, ef þeir gæti þess aðéins a5J
vanda framleiðslu sína.
Strangt eftirlit nauðsynlcEÍ:. *
Strangt eftirlit með fram-
leiðslunni telur Coole” eitt ai
aðalskilvrðum fyrir því, acl
framleiðslan batni. Og bað sja
ekki nóg. að fiskiramleiðendua
geri sig ánægða raeð eftirht og
fiskmat hins opinbera, heldu?
ættu samtök þeirra að beita sjei?
fyrir ströngu eftirliti og þoisí
ekki, að framléidd sje vara,
sem er undir þeim gæðakröfunx,
sem gerðar eru.
I
Góð aðstaða Vestmam.a-
eyinga. í
Cooley og fjelagar í.an? ferð-
uðust víða urn verstöðvar, eink-
um á Suðvesturlandi. Hrifnast-
ur varð Coolev af Vestmanna-
illa gerðar og frystitæki einnig ,eyjum sem verstöð og telur ag}
ófullnægjandi. Minnir hann i
því sambandi á, að frystipönn-
ur sjeu ekki nógu sljettar, en
það verði til þess að fiskpakk-
arnir verði óásjálegri.
Cooley segist hafa tekið eft-
ir því, að fílelfdir karlmenn í
hraðfrystihúsunum hafi þann
sið, að berja við frvstipönnun-
um til að ná írosnum fiskpökk-
um úr þeim. Það verk megi
vinna sjer Ijettara með því að
láta pönnurnar standa í nokkr-
ar mínútur og losni pakkarnir
þá af sjálfu sjer, fyrirhafnar-
laust. En ljettari aðferðin hafi
þann góða kost, að hvorki pönn
ur nje fiskur, eða pakkarnir
skemmist, eins og vilji verða
með handsterku aðferðinni.
fáar, ef nokkur verstöð 5
heimi hafi betri skilyrði til að
framleiða fyrsta flokks fisk, þafi
sem auðug fiskimið s.ieu skamH
frá eyjunum og aðrar aðstæðuil
til fiskveiða binar bestu.
—O— f
Kunnugir menn í fiskiðnaðj
okkar segja, að heimsókn Cooi-*
ey’s hingað til lands hafi tekis4
vel og sje þegar farið að gætat
áhrifa frá henni í fiskfram—
leiðslunni. Því þótt fiskfram-
leiðendum hafi verið ljóst, a&
ýmsu var ábótavant í meðferð
og verkun, ásamt pökkur: hrað-»
frysta fiskjárins, þá hafi Cooleyi
sett fram skoðanir sínar og
gágnrýni á mjög einfaldan, etíj
glöggan hátt.
Glæsilegt fijeraðsmél Sjálf-
sfæismaiiiia i Rangárv jfslu
HJERAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Rangárvallasýsiu var ’nald-*
ið að Strönd á Rangárvöllum s.l. sunnudag og sóttu það um 80(3
manns víðs vegar að úr sýslunni.
Jón Þorgilsson, form. Fjölnis,
fjelags ungra Sjálfstæðismanna,
setti mótið og stjórnaði því. —
Ræður fluttu: Ingólfur Jónsson,
alþm., og Gunnar Bjarnason,
ráðunautur. Töluðu þeir um
stjórnmálaviðhorfið almennt og
þau mál, sem efst hafa verið á
baugi í þjóðmáunum á síðustu
mánuðum. Var ræðum þeirra
mjög vel tekið af samkomugest-
um.
Brynjólfur Jóhannesson, leik-
ari, las upp, Gunnar Kristins-
son söng einsöng og ein af Rán-
árdætrum skemmti meö söag
og gítarleik. Vöktu skemmti-*
atriðin óskiptan fögnuð áhevr *
enda. Að síðustu var svo stig-*
inn dans.
Mótið fór fram með hinurrt
mesta glæsibrag og sýndi ve í
hið mikla og vaxandi fylg.j
Sjálfstæðisflokksins í Rangár-
vallasýslu.
LISSABON — Carmona nímg
aldni forseti Portúgal hjelt nv-
lega upp á 24 ára ríkisstjórnav-
afmæli sitt. )