Morgunblaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.08.1950, Blaðsíða 6
 6 MORGVNBLAÐIB Þriðjudagur 1. ágúst 1950. JXnpiUtiMt l'lR DAGLEGA LÍFINU Útg.: H.f. Arv*kurr Reykjavfk. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Rltstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöara.,1 Frjettaritstjóri: ívar Guðmundssoru Auglýsingar: Arni Garðar Kristinssoc. Kistjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni óla, sími 8045. Askriftargjald kr. 14.00 & mánuði. Innaniands, ! lausasSla M aura sintakið. 85 aura mtð Lesbók. Hernaðarbandalag kommúnista MOSKVASTJÓRNIN hefir það efst á stefnuskrá sinni að leggja undir sig allar hinar vestrænu þjóðir með vopnavaldi Og tortíma menningu þeirra. Þetta vita allir. ■ Þjóðviljinn reynir að leiða athygli lesenda sinna frá þess- ari staðreynd. Eina leiðin til þess að koma í veg fyrir að stjórn hins austræna einræðisríkis sendi þriggja miljóna her Sinn vestur fyrir Járntjald, er að Moskvamenn sannfærist Um það í tíma, að sú árásarstyrjöld, sem þeir hafa undir- búið síðan síðustu Evrópustyrjöld lauk, verði þeim svo dýr að hún borgi sig ekki fyrir þá sjálfa. Um aðra hugsa þeir Ókki, sem kunnugt er. Fyrir nokkrum dögum benti Churchill á að Bretar yrðu að hafa það í huga, að kommúnistar hefðu alveg eins getað fcyrjað áhlaup sitt vestur á bóginn eins og austur á Kóreu- skaga. Samtök Atlantshafsþjóðanna hefði orðið til þess, að þeir hefðu slegið þessari fyrirhuguðu árás sinni á frest. Hver veit hvað það verður lengi? Málgagn Moskvavaldsins hjer á landi reynir að ásaka ís- lenska fylgismenn hins vestræna lýðræðis fyrir það, að þeir jkafi ráðið því, að ísland gekk í varnarbandalag Atlantshafs- þjóða, því þessi samtök sjeu hernaðarlegs eðlis. En hverir Islendinga hafa gengið í hernaðarbandalag? ' Kommúnistar, fylgismenn og liðsmenn Moskvavaldsins fcjer á landi. Kommúnistar allra þjóða, sem innritaðir eru í flokkinn, hafa ekki einasta tjáð sig fylgjandi því, að „herra- þjóð“ þeirra leggi lýðræðisþjóðirnar undir sig með vopna- .valdi. Þeir eru beinlínis gengnir í þjónustu þess herveldis, sem vinnur að því, að þær varnir sem hinn austræni her á að ráðast á, verði sem allra veikastar. Kommúnistar allra landa hafa staðfest, með endurteknum loforðum sínum og skuldbindingum, gagnvart austrænum húsbændum sínum, að þeir telji, að þeim beri bein skylda til þess að verða rússneskum innrásarher hjálplegir hvenær sem sú „gleðistund“ rynni upp, að Moskvastjórnin hefðist handa til að leggja undir sig land þeirra. Hamagangur ísl. kommúnistanna gegn þátttöku íslands í 'Atlantshafsbandalaginu stafar beinlínis af því, að það er þeirra innileg ósk, að ísland verði hernumið af hersveitum hins rússneska einvalds, „þegjandi og hljóðalaust“ eins og þeir orða það og aðrar þjóðir ljetu sig það engu skifta. Menn verða að gera sjer fulla grein fyrir því, að þessi af- staða kommúnista er hin eina eðlilega. Þeir hafa ákveðið að svíkja þjóð sína og reyna, eftir fremsta megni að koma íslandi undir ok kommúnista. Landráð kommúnista eru samkvæmt stefnu þeirra eðlileg. "Vfirlýst stefna þeirra er, að svíkja land sitt. Bregðist þeir trausti húsbændanna í þessu efni sviku þeir stefnuna, og fyr- irheit sín við Moskvastjórnina. Þeir eru samskonar menn og skemdaverkamennirnir sem forsætisráðherra Breta sagði frá lun síðustu helgi er setja sand í vjelar herskipa og sprengja skotfærabirgðir í loft upp, sem ætlaðar eru til þess að verja sjálfstæði og frelsi Bretlands. „íslenska þjóðin verður að vera á verði“ segir málgagn kommúnista. Og það er satt. Hún verður að vera á verði gegn þeim mönnum, sem lofað hafa erlendu herveldi því að svíkja hinn íslenska málstað, svíkja frelsi þjóðar sinnar og siálfstæði. Þjóðin verður að vera á verði gegn þeim mönnum, sem vinna fyrir hið austræna herveldi. Þjóðin verður að vera á verði. Sú varnarstaða verður þeim mun eðlilegri, sem kommúnistar verða berari að falsi sínu og fullkomnum undirlægjuhætti við hið austræna herveldi. Samkvæmt skipun þykjast þessir yfirlýstu 5. herdeildar- 'menn vera friðarsinnar. En „herraþjóð" þeirra, sem þeir þjóna af lífi og sál, hefir neitað að sporna gegn kjarnorku- vopnum og yfirforingi þeirra neitað að stöðva Kóreustyrjöld- ina, áður en úr henni verði heimsbál. Jafnframt því sem hann Iviðurkennir að hann hafi þau ítök í norðanmönnum á Kóreu að hann geti látið þá hætta bardögum ef honum sýnist. A FERÐ OG FLUGI FÓLKIÐ er á ferð og flugi um þvert og endi- langt landið. „Menn böglast í bíl og á hrossi, í brennivínslykt og hossi“, eins og Sigurður Z. orkti forðum í Spegilinn. Nú stendur aðal sumarleyfa tíminn yfir og nóg er að gera á flestum gististöðum. Sumarleyfisfólkið bless- ar, eða bölvar veðrinu, eins og gengur eftir ástæðum. Þegar komið er í gististað að kvöldi, eða búið er að reisa tjaldið og kveikja upp á prímusnum, er farið að rabba um landsins gagn og nauðsynjar, eða segja frá atvikum og ævintýrum úr ferðalaginu. • FÁ ÓÞVEGEÐ ORÐ EINN getur sagt frá bansettum bílstjóra- þrjótnum, sem ekki vildi víkja, en ók lús- hægt og hjelt heilli röð af öskrandi bílum á eftir sjer allan Norðurárdalinn. Annar kann þá að segja frá hve mörgum bilstjóranum er illa við, .að víkja vel til hliðar, er hann mætir öðrum bíl og segja frá atvikum þegar hurð skall nærri hælum, af þessum ástæðum. Þeir fá margir óþvegið orð bifreiðastjórarn- ir, endá má segja með sanni, að enn vanti mikið í umferðarmenningu hjá okkur, ekki síst á þjóðvegum landsins. • GÓÐIR GISTI- OG VEITIN G AST AÐIR FERÐAFÓLK verður tíðræðast um þá veit- ingastaði úti á landsbygðinni, þar sem viður- gerningur er ljelegur, sóðaskapur áberandi og okurverð er heimtað fyrir minsta greiða. Af hinu fara ekki miklar sögur, þegar vel er tekið á móti ferðafólki, enda tekið, sem sjálfsögðum hlut. Víst er það satt og rjett, að víað þarf umbóta við í gisti- og veitinga- stöðum. En þeir eru líka nokkrir, sem eru til fyrirmyndar og enginn þarf að skammast sín fyrir. • í FORNAHVAMMI FYRIR helgina skrapp sá er þetta ritar norð- ur í land og kunnugur maður ráðlagði okkur ferðafjelögunum, að reyna veitingarnar í Fornahvammi. Fórum við að þeim ráðum, þótt matartíminn yrði seinni, en við ætluðum af þeim orsökum. En sáum ekki eftir því á eftir. • ÞAR SEM SÓÐARNIR SKAMMAST SÍN í ÞESSUM gisti- og veitingastað er allt fágað og hreint. Þjónustufólk snyrtilegt og kurteist. Snyrtiherbergin eru eins og þau eiga að vera, hrein og þokkaleg. Og það er staðreynd, að sóðarnir, sem svína allt út, hvar sem þeir koma, skammast sin á slíkum stöðum og. veigra sjer við að ganga óþriflega um. SÁ SIG UM HÖND * MAÐUR nokkur, sem var að þvo sjer í hand- laug í Fornahvammi hjer um kvöldið, hafði verið óhreinn um hendurnar, eins og gengur með ferðamenn. Er hann hafði þvegið sjer var handlaugin orðin óhrein mjög. — Hann gekk frá henni þannig, en svo var eins og hann áttaði sig, er hann leit á hinar hand- laugarnar, hreinar, og hann gekk til baka og þvoði skálina sjálfur. Skyldi við hana eins og hann kom að henni. • GESTRISNI OG HJÁLPSEMI GESTRISNIN, sem íslendingar gátu hjer áð- ur fyr svo rjettilega hælt sjálfum sjer fyrir, er enn í heiðri höfð víða um landið. En því hefur verið haldið fram, að íslenska gestrisn- in væri að hverfa. eftir að samgöngur urðu örari um landið, eh áour, svo annar hver bær er svo að segja korninn í þjóðbraut. En sem betur fer er'þetta ekki alveg rjett. Enn er gott að koma á íslenskan sveitabæ og þiggja greiða og gistinu. Allt það besta, sem íil er í kotinu er tekið fram. Og hjálpsemin er sú sama, sem áður var fræg. • SJÁLFSAGT AÐ AÐSTOÐA GEST OG GANGANDI ENN þykir það sjálfsagt að aðstoða eftir föng- um gest og gangandi feða akandi). Karl, bif- reiðaviðgerðarmaður í Árnesi í Miðfirði telur ekki eftir sjer að fara í vinnufötin og gera við bil í lamasessi, pótt langt sje liðið á sunnudagskvöld og hann hafi ætlað sjer að fara að blusta á Borgarvirkishátíðina af stál- þræðj í útvarpinu. Meira að segja átti, að út- varpa söng karlakórs Húnvetninga. En af þeirri skemmtun varð Karl vegna bílskrjóðs- ins. — * ENN ER GOTT AÐ FERÐAST ÓSKAR bóndi í Víðidalstungu telur það sjálf- sagt að aðstoða skemmtiferðamenn úr Reykja vík við að bæta sprungna hljólslöngu. Alveg» á sama hátt og faðir hans eða afi, hefðu með glöðu geði aðstoðað íerðamenn við að járna hest, ef á þurfti að halda, þótt það væri á hvíldardaginn. Heildarsvipurinn af stuttu ferðalagi norð- ur yfir Holtavörðuheiði, um há annatimann, bendir til þess, að enn sje gott að ferðast á íslandi, því hvarvetna mætir ferðamannin- um gestrisni og hjálpsemi, ef hann sjálfur brýtur ekki reglur velsæmis og sjálfsagðra umgengnishátta. Hvað skeður á meistara- DBE^yAMEIST mótinu i kvöld? MEISTARAMÓT Reykjavikur i frjálsíþróttum fer fram á íþróttavellinum í kvöld og ann að kvöld. Mótið hefst kl. 8,15. Er ætlunin að þá samtímis byrji keppni í fjórum greinum. í dag verður keppt í 400 m. grindahlaupi, kúluvarpi, lang- stökki, spjótkasti, 200 m. hlaupi 800 m. hlaupi, 5000 m. hlaupi og hástökki. Keppnin í 200 m. hlaupinu með Guðmundi Lárussyni, Ás- mundi Bjarnasyni og Hauk Clausen, í 800 m. hlaupinu milli Pjeturs Einarssonar og Magnús- ar Jónssonar og í langstökkinu milli Torfa Bryngeirssonar og Arnar Clausen getur orðið sjer staklega óviss og skemmtileg. Huseby verður með. Þá var tilkynnt í gær, að Gunnar Huseby yrði með í kúlu varpi, en óvíst var, hvort hann gæti tekið þátt í mótinu. Þar sem Evrópumeistaramót- 'ið nálgast nú mjög verður að (sjálfsögðu fylgst af miklum áhuga með móti þessu. í hvert sinn sem Torfi keppir í stangarstökki er Islandsmetið í ihættu. * VESTMANNAEYJUM, 31. júlí: Drengjameistaramót íslands fór fram hjer í Vestmannaeyjum á laugardag og sunnudag í mjög óhagstæðu veðri. Rok og rigning var báða dagana, en þrátt fyrir það naðist sæmilegur árangur í mörgum greinum. Gátu keppend- ur oft varla hamið sig við keppn- ina. — Flestir þátttakendurnir ut- an bæjarins fara hjeðan í dag. Urslit í 100 m. hlaupi fara fram í Reykjavík og einnig fer 110 m. grindahlaupið þar fram, enda eng inn þátttakandi i því utan Reykja víkur. Bestan tíma í undanrásum í 100 m. höfðu: Reynir Gunnars- son, Á, 11,3 sek., Rúnar Bjarna- son, ÍR, 11,4, Þorvaldur Óskars- son, ÍR, 11,4 og Alexander Sig- urðsson, KR, 11,5. Flesta drengjameistara hlaut ÍP eða 5 alls, KA hlaut 3, Ármann 2, ÍBV 1 og UMSE 1. Úrslit Helstu úrslit urðu þessi: Langstökk: 1. Valdimar Örh- ólfsson, ÍR, 6,21 m., 2. Árni Magn usson, UMSE, 6,20, 3. Hörður Páls son, UMSS, 6.13 og 4. Gylfi Gunn arsson, ÍR, 6,04. — Þrístökk: 1. Árni Magnússon, UMSE, 13,23 m., | 2. Hörður Pálsson, UMSS, 12,58, Frh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.