Morgunblaðið - 29.08.1950, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 29. ágúst 1950.
MORGUNBLAÐIÐ
9
I
jr jr r r
ÞRÍR hollenskir jarðfræðingar
komu hingað til lands þann 10.
;júní s.l. og hafa verið hjer síð-
an við margskonar rannsóknir.
Frægastur -þeirra er prófessor
R. W. van Bemmelen, prófessor
við háskólann í Utrecht Hann
er talinn einn af merkustu eld-
ijallafræðingum, sem nú eru
uppi.
Með honum er prófessor dr.
M. G. Rutten, er starfar við jarð
fræðistofnunina í Amsterdam
og þriðji maðurinn er I. Hosp-
ers, ungur maður, sem stundar
framhaldsnám í jarðfræði í Cam
bridge.
Prófessor Bemmelen og próf.
Rutten voru hjer í bænum á
laugardaginn var og hafði jeg
dálítið samtal við þá í fylgd
með dr. Sigurði Þórarinssyni og
frú hans. En fjelagi þeirra,
Höspers, er ekki ennþá kominn
hingað til þæjarins. Hann er nú
við rannsóknir norður í Fnjóska
dal.
j Ódáðahrauni
Þessir menn völdu sjer að
rannsóknarsvæði einkum Ó-
dáðahraun og móbergsfjöllin á
þeim slóðum. Þeir hafa vikum
saman verið 1 Ódáðahrauni
fylgdarmannslausir. Þeir höfðu
jeppa með sjer, með kerru aftan
í, og hafa farið um þvert og
endilangt hraunið í jeppanum.
Fyrsta mánuðinn var frú Wil-
helmína Loftsson túlkur og leið
beinandi á ferðalagi þeirra. En
annars hafa þeir notið hjer
aðstoðar og leiðbeininga dr Sig
urðar Þórarinssonar, jarðfræð-
ings.
Er jeg spurði þá, hvaða fjöll
þeir einkum hafi rannsakað og
um árangur af athugunum
þeirra, skýrðu þeir m.a. frá á
þessa leið:
Aðalerindi okkar var að rann
saka móbergsfjöllin á þessum
slóðum. Rannsökuðum við m.a.
Herðubreið, Bláfell, Búrfell,
Gæsafjöll, Lambafjöll og
Dyngjufjöll þar norður frá. Á
norðurleiðinni rannsökuðum
við m.a. Baulu og Bakkafjall í
Fnjóskadal athuguðum við, en
það var sem kunnugt er, eitt
merkasta rannsóknarefni dr.
Helga Pjeturs. Eftir að við kom
um hingað suður söfum við m.a-
athugað Esjuna.
Er jeg spurði þá að því, hvern
ig þeim hefði farnast á ferðum
sínum um Ódáðahraun í jepp-
anum, ljetu þeir vel af því. —
Þeir sögðust jafnvel hafa getað
komist áfram á jeppanum þar
sem Páll Arason, hinn alkunni
fjallbílstjóri, hefði ekki komist
leiðar sinnar í sínum bíl og
þótti þeim það hin besta sönn-
un fyrir því, að þeir væru orðn-
ir vanir fjallferðtun á bílum
hjer á landi.
Það hefur háð nokkuð rann-
sóknum þeirra á hálendinu, hve
mikið hefur snjóað í sum fjöll-
in þar sem þeir hafa verið við
rannsóknir. T.d. lentu þeir í
hríð og ófærð þegar þeir gengu
á Bláfjall í júní lok, enda hefur
verið óvenju mikill snjór í
norðurfjöllunum í sumar.
Myndun móbergsfjallanna
Móbergsmyndanirnar hafa
lengi verið merkilegt verkefni
jarðfræðinga, er hjer hafa verið
við rannsóknir, sem kunnugt er.
Athuganir þessara manna á
jarðmyndunum þessúm, stað-
festa þær kenningar, sem áður
hafa verið ríkjandi, að móberg-
ið stafi frá eldsumbrotum, sem
orðið hafa meðan landið var
jökli hulið, en gosin ekki náð
upp úr jökulhellunni.
Nóbergið staffar frá eldgosum undir jöklum
— Samfa! við tvo jarðfræðinga
Fjöll eins og Bláfjall og
Herðubreið, sem eru úr móbergi
hafa að sjálfsögðu umturn-
ast mikið eftir að jökulhellan
hvarf, er umlukti þau. Sums
staðar hafa myndast hraun of-
an á móbergsfjöllunum, eftir
jökultímabilið, eins og t.d. á
Herðubreið og á Bláfjalli. Upp-
runalega móbergið í Herðubreið
frá jökultímanum er 1500 metr-
ar á hæð yfir sjávarmál. En of-
an á þéssum móbergskjarna er
svo nýtt hraun, sem myndar
efstu strýtu fjallsins og er um
það bil 160 m. á hæð. En sums
staðar hafa nýju hraunin, sem
komið hafa upp úr móbergs-
fjöllunum oltið út af þeim og
niður hlíðar þeirra.
Við athuganir- á Bláfjalli við
Mývatn komust þeir að raun um
að íökull hafi farið yfir það
fjall. Þorvaldur Thoroddsen
taldi að Bláfjall hafi náð upp
úr jöklinum á Isöldinni. Þeir
hafa aftur á móti fundið jökul-
rákir uppi á hátindinum. Ann-
ars getur það villt mann, ef
hraun hafa runnið uppi á mó-
þeir hafa nokkurn tíma sjeð.
Spurði jeg þá, hvort hún
væri ekki nokkuð erfið upp-
göngu. En þeir sögðu, að svo
væri ekki, ef rjett leið væri val-
in. Þeir töldu erfiðara að klifa
Búrfell en Herðubreið.
Nokkur ágreiningur hefur
verið milli jarðfræðinga um
það, hvernig Baula hefur mynd
ast. En Baula er líparit-fjall,
sem kunnugt er. Sumir hafa
haldið því fram,, að Baula væri
hraungúll, sem staðið hafi upp
úr Undirlaginu, eða hefði mynd
ast á yfirborði. En aðrir halda
því fram, að hún hafi myndast
sem keila inn i basaltlögunum,
á sama hátt og ýmsar líparit-
myndanir á Austfjörðum. Eru
þeir eindregið á þeirri skoðun,
að myndun fjallsins hafi gerst
á þennan hátt.
Skartgripaefni í Esjunni.
Er jeg spurði jarðfræðingana
að því, hvort þeir hefðu ekki
fundið einhver nothæf jarðefni
hjer á landi á ferðum sínum,
skýrðu þeir mjer svo frá.
Víða í Esjunni er að finna
jaspis-mola með mörgum sterk
um litum, ýmist rauða, hvíta
eða gula. Jaspisinn er svo fall-
egur þegar hann er slípaður, að
hann er víða um heim notaður
til skartgripa og er verðmætur
að því leyti. Sums staðar er
rekinn talsverður iðnaður við
að vinna úr jaspis. Er undarlegt
að þessu skuli ekki enn hafa
verið gaumur gefinn hjer á
landi.
Jaspisinn í Esjunni er svo
harður, að það þarf mjög afl-
miklar vjelar til að slípa hann.
Rigningar og íært loft
Rigningarnar töfðu þá að
M. G. Rutten.
bergsfjöllunum eftir ísöld og
jökulminjarnar hulist hrauni.
Nytsamar Ijósmyndir
Sigurður Þórarinsson hafði
sagt mjer, að jarðfræðingar
þessir hefðu fengið kopíu af
landslagsmyndum þeim, sem
Ameríkumenn tóku hjer á
landi á stríðsárunum. Eru þetta
myndir teknar úr lofti. Gáfu
Ameríkumenn hjer eitt eintak
hverrar myndar. Eru þessar
merkilegu landslagsmyndir
þeirra geymdaf hjá vegamála-
stjóra. En jarðfræðingar þessir
fengu kopíur af þeim mynd-
um, er ná yfir rannsóknarsvæði
þeirra. Spurði jeg þá hvort þeir
hefðu haft mikil not af mynd-
unum við rannsóknirnar og
sögðu þeir svo vera.
Það er alveg einstakt, sögðu
þeir, hve mikið menn geta lært
um landafræði Islands af loft-
myndunum einum, vegna þess
hve hálendið er gróðursnautt og
bert, svo allar jarðmyndanir
yfirborðsins koma greinilega í
ljós á myndum þessum. Er það
yfirleitt hinn mesti fengur fyr-
ir jarðfræðirannsóknir hjer að
þessar myndir skuli hafa verið
teknar og þær vera til afnota
hjer á landi.
Baula og Herðubreið
Er talið barst að Herðubreið,
voru þeir á þeirri skoðun að
hún væri eitt fegursta f jall, sem
sjálfsögðu meðan þeir voru á
öræfunum. En svo góður er út-
búnaður þeirra, að óveðrin urðu
þeim ekki til annarra óþæginda.
Til hægðarauka við matseld
höfðu þeir meðferðis matvæli,
er búið var um í mátulega stór-
um kössum og var vikuskammt
ur í hvorum kassa. Eitt af undr
unarefnum þeirra var, er þeir
hófu ferðir sínar á f jöllunum, að
þegar bjartviðri var á annað
bprð og skyggni gott, komust
þeir að raun um, að til þess að
fara nærri um hve langt þeir
ættu að fara, að fjöllum og öðr-
um áberandi stöðum, er þeir
höfðu framundan sjer, þá væri
ráðlegast fyrir þá, að margfalda
fjarlægðina sem þeir áttu von
á með 3. Með öðrum orðum,
loftið hjer er þrisvar sinnum
gagnsærra, en þeir eiga að venj
ast.
R. W. van Bemmelen.
Erfiður framburður
íslenskunnar
Þar sem þeir höfðu oftast eng
an fylgdarmann á ferðum sín-
um, reyndu þeir að kynna sjer
svo mikið í íslensku, að þeir
gætu gert sig skiljanlega við
fólk, sem ekki skilur erlend
mál. En þá furðaði á því, hve
Mývetningar og aðrir sem þeir
hittu, áttu erfitt með að skilja
það sem þeir sögðu á íslensku,
ef þeir hefðu ekki algerlega
rjettan framburð. Varð ^þeim
þetta til nokkurra trafala. —
En þegar þeir kvörtuðu yfir því
hvað þeir væru illa að sjer í ís-
lenskunni áður en þeir lögðu í
Odáðahraun, komst einn Mý-
vetningur að orði á þá leið, að
uppi í Ódáðahrauni þyrftu þeir
ekki á íslensku að halda. Er þeir
væru þar einir á ferð, fylgdar-
og' leiðbeiningalausir, kæmu
þeir brátt í þann heim, þar sem
öll tungumál væru skilin. Þetta
fór þó á annan veg, sem betur
fór, eins og raun ber vitni um.
Uppalinn á Java
Prófessor van Bemmelen er
fæddur og uppalinná Java- —
Hann gekk í barna- og undir-
búningsskóla á Java og hafði
Indonesa að skólabræðrum þar.
En eftir háskólanám heima í
Hollandi hvarf hann aftur þang
að austuf eftir og lagði stund á
eldfiallarannsóknir. Mörg eld-
fjöll eru þar í landinu, sem
kunnugt er. Vjek jeg að því við
hann, hvort jarðmyndanir og
eldfjöll væru svipuð þar og
hjer á landi.
Hann brosti við, og sagði eitt-
hvað á þá leið, að það væri síð-
ur en svo. „Þegar jeg kom hing-
að til lands var jeg gjörsam-
lega undrandi yfir því, hve eld-
stöðvarnar eru allt öðru vísi,
heldur en þær sem jeg þekkti
á Java.
Fjöllin á Java eru gömul fell-
ingafjöll og eldsupptökin eiga
þar rót sína að rekja til þess,
að hin glóandi jarðiður hafa
*
«1
*
Jarðfræðingarnir og jeppi þeirra.
þrýst upp í fellingar fjallanna,
en brjótast sumsstaðar út.
Þar eru ekki eldgjár, eða lang
ar sprungur eins og á íslandi.
Heitar uppsprettur ættu þ.ó
að vera þarnar skýt jeg inn.í,
þar sem regnvatnið getur kom-
ist í nánd við jarðhitann.
Já, segir hann. Þar er vissu-
lega mikið af jarðhita.
En ekki mikið notaður, segi
jeg,- vegna þess að ekki er mikjl
þörf fyrir upphitun þar syðrp.
Nei, að sjálfsögðu ekki. En
fyrir nokkrum árum voru gerð-
ar athuganir á því, og það und-
irbúið, að nota jarðhitann til raf
magnsframleiðslu. En ekkerfc
hefur orðið úr framkvæmdum í
því efni ennþá.
Foringi Japana
Sigurður Þórarinsson, sagði
mjer, að prófessor van Bemme-
len hefði alllengi verið í fanga-
búðum Japana á Jövu, og vjek
jeg talinu að fangavist hans.
Jeg var tekinn til fangA
snemma á árinu 1942, sag^i
hann. Var í fangabúðum frarp
til ársins 1945. Nema hvað jeg
var tekinn úr fangabúðunum
þegar eldfjallið Merapi fór að
gjósa árið 1943.
Nákvæmar rannsóknir eld-
fjallanna á Java hafa leitt til
þess, að hægt er að segja nokk-
uð fyrir um eldgos. M.a. meö
nákvæmum hallamælingum eð.a
hæðamælingum, er gefa til
kjmna, ef mjög smávægilegar
breytingar verða á yfirborðt
fjallanna, er boða það að eldgcv*
er í nánd.
— Jeg fjekk 10 cent í kaup ,á
dag, meðan jeg fjekk að sinna
athugunum mínum og rann-
sóknum. En að ári liðnu var eld
gosið um garð gengið og þá var
jeg settur í fangabúðirnar aftur.
— Og hvernig var vistin þar
hjá Japönum? spyr jeg.
— Hún var þannig, í stuttp
máli, að af þeim fjölda manna,
sem voru í fangabúðum þessum
dó helmingurinn úr hungri áð-
ur en styrjöldinni lauk. Jeg var
ekki annað en skinn og bein,
þ.e.a.s. það var ekki annað en
höfuðið og viljinn, sem var lif-
andi. Jafnvel húðin var orðin
skorpin, þur og dauð, að heita
mátti.
Asía fyrir Asíuþjóðir
— Og hvernig er varið áfr aija
haldi af jarðfræðirannsóknum
eða eldfjallarannsóknum, eftír
að Indonesar hafa tekið þar við
völdum.
— Þær eru alls engar. M. a.
vegna þess, að öli verkfæri okk
ar, sem þar voru. og áhöld, sem
notuð voru til athugananna
voru eyðilögð. Ekki af því að
Indonesar væri á móti rann-
sóknunum í sjálfu sjer. Heldur
vegna þess, að menn þar töldu
sjálfsagt, að evðileggja tækin,
vegna þess að þau væru frú
Evrópumönnum og hefðu ver-
ið í þeirra höndum. „Asía fyrir
Asíuþjóðir“ segja þeir þar
eystra, og reyna að framfylgja
því eftir því sem þeir ge.ta
best. Þó það á margan hátfc
komi þeim sjálfum illilega í
koll.
•— Þeir eru kannske ekki mik
ið gefnir fyrir náttúrurannsókn
ir? *
— Nei, þeir eru yfirleitt held
ur frábitnir þeim, auk þess er
þeim sjerstaklega illa við að
þurfa að fara langar leiðir fót-
gangandi.
Indonesar eru á margan hátt
elskulegt fólk þó þeir sjeu mjög
Framhald á bls. 12.