Morgunblaðið - 29.08.1950, Blaðsíða 16
VEÐURUTLIT. FAXAFLOI:
A-gola, skýjað með köflurn.
r
K ith'S
rté
196. tbl. — Þriðjudagur 29. ágúst 1950.
SAMTAL við 2 hollenska jarð-i
fræðinga um Ódáðahraunsferð,
á bis. 9. ^
WASHINGTON. — 31 Banda-
ríkjaþingmaður úr báðum aðal-
flokkum landsins hefur stungið
upp á því, að stofnaður verði
fastaher Sameinuðu þjóðanna,
sem hægt verði að grípa til, er
atburðir gerast á borð við árás
kbmmúnista í Koreu.
Hnnast háskólakenslu
s Stokkhólmi
Kemur aitur að vori
PR. SIGURÐUR ÞÓRARJNS-
iSON jarðfræðingur hverfur
%jeðan af landi burt, um næstu
feelgi til Stokkhólms.
Hann hefir verið ráðinn til
Stokkhólmsháskóla, til þess a.ð
annast kennslu þá, er prófessor
Hans W. Ahlman hefir haft með
feöndum þar, um langt skeið.
Bn Ahlman prófessor er kenn-
ari Sigurðar Þórarinssonar og
V.ar Sigurður um skeið aðstoð-
armaður Ahlmans, meðan hann
dvaldi í Svíþjóð á styrjaldarár-
unum.
Nú hefir Ahlman prófessor
verið skipaður ambassador
Qslo. Hann mun halda því
íítarfi áfram, og hætta háskóla-
feennslu. Eftirmaður hans í emb
aettinu verður skipaður á næsta
ári. Það er að undirlagi próf.
Ahlmans, sem Sigurður Þórar-
ipsson hefir * verið ráðinn til
þjess að annast kennslu hans
við háskólann á næsta skóla-
ári.
Kennslugrein sú sem próf.
A'hlman hefir haft á hendi og
fjigurður tekur nú við í haust,
er „Physisk“ landafræði, þ. e.
a. s. jarðfræðilega hlið landa-
fræðinnar.
Blaðið hefir spurt dr. Sigurð
Ijórarinsson, hvort hann mundi
dkki sækja um þessa prófessors
fe'töðu við Stokkhólmsháskól-
ann. Hann svaraði því til, að
♦ronum hefði aldrei dottið það
*-,hug. — Hjer á íslandi er allt
of mikið og merkilegt verkefni
íjuir jarðfræðing, til þess að
jbg ætli að hverfa hjeðan. Og
*ýj einmitt er jeg búinn að fá
^ptt vinnuherbergi og þess að
vænta að skilyrðin til að sinna
vjsindaverkefnum við Náttúru-
gripasafnið fari enn batnandi.
l^að er blátt á fram ekki hægt
að hlaupa frá þeim verkefnum,
eem hjer bíða úrlausnar.
Dr. Sigurður Þórarinsson er
æjnn af þeim íslensku náttúru-
fræðingum, sem hafa tekið að
fijer að skrifa hina væntanlegu
Í^iandslýsingu.
Blaðið spurði hann þess-
vegna að því, hvernig hann
gæti nokkuð unnið að íslands
lýsingunni meðan hann væri
við kennslustörf í Svíþjóð.
Jeg býst við að fyrirlestrar
nptnir við Stokkhólmsháskóla í
vetur fjalli aðallega um jökla,
ejldfjöll og loftslagsbreytingar.
En einmitt þessi efni er hægt
að tengja við rannsóknir mínar
á íslandi. Og þáttur minn í
væntanlegri íslandslýsingu
verður einmitt um þessi efni.
Svo í raun og veru get jeg að
vissu leyti sameinað kennslu-
starfið og undirbúninginn að
jjessum þáttum íslandslýsing-
arinnar.
Jeg býst svo við, sagði Sig-
urður að lokum, að koma hing-
að heim að vori, þegar fyrir-
lestrum lýkur við Stokkhólms-
feáskóla og nota það sumarfrí,
sem jeg fæ, meðan jeg er há-
skólans maður, til þess að halda
áfram rannsóknum mínum hjer
á landi.
Skemmtiferð gamla
fólksins á óingvöll
EINS og í fyrrasumar verður
gengist fyrir skemmtiferð fyrir
gamla fólkið í bænum og farið
til Þingvalla næstkomandi laug
ardag.
Fjelag íslenskra bílaeigenda
skorar á meðlimi sína að lána
bíla til ferðarinnar. Farið verð-
ur áustur laust eftir hádegi og
komið aftur um 7 leytið um
kvöldið. Er þess vænst að sem
flestir einkabílaeigendur láni
bifreiðar til ferðalagsins til þess
að sem flest gamalt fólk geti
komið með í þessa ferð og hún
verði jafn ánægjuleg og hún var
í fyrrasumar.
Bifreiðaeigéndur eru beðnir
að tilkynna um bilalán í afgr.
Morgunblaðsins í dag og á morg
un. Eiga þéir að gefa upp nafn
sitt, bílnúmer og símanúmer og
hve marga farþega bifreiðin
tekur.. Tilkynningum er veitt
móttaka í síma 1600 í dag og á
morgun. Æskilegt væri að sem
flestir gæfu sig frarn í dag til
þess að hægt verði að átta sig.
á hve margi'r geta komist með
í ferðina.
Uppgripaafli hjá rekneta
bátum í Grindavíkursjó
Ákveða þarf sem fyrst um söltun Faxailóasíldar
MIKIL síldveiði hefir verið að undanförnu suður í Grindavíkur-
sjó, í reknet. Hafa sumir bátanna komið með allt upp í 300
tunnur síldar eftir róðurinn. Útgerðarmenn telja sig vera að
komast í vandræði með sölu síldarinnar og nauðsyn beri
til, að hið skjótasta verði tekin ákvörðun varðandi söltun Faxa-
fíóasíldar.
ísland áttunda í röðinni
á mótinu í Brtissel
Torfi Bryngeirsson Evrópumeisfari í langstökki
Á LAUGARDAGINN fengu íslendingar annan Evrópumeistara
sinn á mótinu í Brussel, er Torfa Bryngeirssyni tókst að sigra
í langstökki. Hann stökk 7.32 m., og setti nýtt íslenskt met.
Sigur Torfa kom mönnum yfirleitt mjög á óvart, þar sem fæstir
höfðu reiknað með honum. Torfi átti einnig að vera í úr-
slitakeppni stangarstökksins, en gat ekki keppt þar vegna þess
að svo stutt leið á milli þessara tveggja greina.
Ásmundur Bjarnáson komst í
úrslit 200 m. hlaupsins og varð
þar í 5. sæti. íslenska sveitin í
4x100 m. boðhlaupi var einnig
í 5. sæti í úrslitum.
Islendingar hlutu á þessta
móti Evrópumeistara í kúlu-
varpi og langstökki. Þeir
áttu annan mann í tugþraut,
4. í 400 m. hlaupi, 5. í 100 m.
hfaupi, 5. í 200 m. hlaupi og
5. sveit í 4x100 m. boðhlaupi,
Hvað stig snertir var ísland
8- í röðinni í karlagreinun-
um af 22 löndum, sem á mót-
inu kepptu. — Er slíkt ótrú-
lega góður árangur hjá 14ffl
þús. manna þjóð.
Heildarúrslit í karlagreinununn
urðu þessi:
Torfi Bryngeirsson Evrópu-
meistari í langstökki.
í gær átti Mbl. símtal við
Guðstein Einarsson hreppstjóra
í Grindavík, um síldveiðarnar
sem mest eru nú stundaðar frá
Grindavík. Fer tala rekneta-
skipa fjölgandi frá degi til dags
sagði Guðsteinn hreppstjóri.
WASHINGTON. — Norman Tho-
mas, leiðtogi bandarískra sósíal-
JSta, hefur opinberlega lýst yfir,
að hann líti á Stokkhólmsávarp
kommúnista sem falsáróður og
ekkert annað.
Affinn.
Reknetabátarnir sem fyrst
fóru í róður, hafa nú verið rösk-
lega mánuð að veiðum. Yfir-
leitt hefur aflinn verið prýðis-
góður. Hann hefur ekki farið
niður fyrir eina tunnu síldar í
net og allt upp í átta tunnur.
Síldin er ekki stór, en fitu-
magn mikið, um og yfir 20%.
Aflahæstu bátarnir munu nú
vera með milli 1600 og 1700
tunnur alls. Reknetabáturinn
Hrafn Sveinbjarnarson mun
vera aflah. Grindavíkurbát-
anna. Afli bátanna hefur, það
sem af er vertíð verið öllu betri
en t. d. í fyrra en þá var einnig
mikil reknetaveiði á Grinda-
víkurbáta og aðkomubáta
lögðu afla sinn upp þar.
háir það eðlilega nokkuð. Veld-
ur þar um óvissan um sölu Faxa
flóa síldarinnar. En við von-
um að þess verði nú ekki langt
að bíða, að úr rætist,
Geymsluplássið í hraðfrysti-
húsunum minkar stöðugt því
mikið er af freðfiski í þeim, .og
veldur það miklym óþægind-
um.
I gær.
Um nónbil í gær voru rek-
netabátarnir að koma að landi
í Grindavík. Voru nú í flotan-
um 17 skip og hefur fjölgað nú
um helgina. Þau voru með allt
að 150 tunnur af síld, eftir róð-
urinn.
er
Nýting síldarinnar.
Eins og málum er nú komið,
sagði Guðsteinn hreppstjóri
Einarsson, munu hafa
frystar til beitu milli 2000—
2500 tunnur. Það er að vísu
ekki nægilegt magn fyrir bát-
ana frá Grindavík á komandi
vertíð, en ekki mun mikið vanta
á. — Þá hefur verið saltað í
um 400 tunnur og lítilsháttar
af síld hefur verið flutt til
Keflavíkur til bræðslu þar.
Mesta vandamálið er nú, ó-
Var dæmdur í 75 þús
króna sekl
DOMUR er genginn í máli skip
stjórans á breska togaranum
Paynter frá Grimsby, sem varð-
báturinn Víkingur tók að veið-
um í landhelgi aðfaranótt laug-
ardags. — Lögreglurjettur
dæmdi skipstjórann í 75,000 kr.
verið' sekt til landhelgissjóðs, og auk
J þess var afli skipsins og veið-
arfæri gerð upptæk. —- Skip-
stjórinn ákvað þegar að lokinni
dómsuppkvaðningu að áfrýja
þessum dómi til Hæstarjettar.
Togarinn fór þegar út á veið-
ar, að dómi uppkveðnum.
NEW YORK. — Leiðtogar banda-
rískra kvennasamtaka hafa af-
. ráðið að fara í sumar í kynnis-
vissan um söltun síldarinnar og ferð til átta Evrópulanda.
1. Frakkland 82 st.
2. Svíþjóð 73 —
3. Bretland 72 —
4. Ítalía . 64 —
5. Finnland 49 —
6. Rússland 45 —
7. Tjekkóslóvakía .. . . 31 —
8. ísland 28 —
9. Noregur 23 —
10. Sviss 16 —.
10. Holland 16 —
12. Júgósiavía 8 —
13. Belgía 7 —
14. Tyrkland 4 —
15. Pólland 3 —.
15. Portugal 3 —
17. Luxemburg 1 —
Ásmundur Bjarnason varð 5.
200 m. hlaupi.
Engln síld en 27 þús,
upsa
FISKIFJELAG TSLANDS birti
ekki í gær hið vikulega yfirlit
sitt um gang éíldarvertíðarinn-
ar, þar eð engin síld barst til
bræðslu í s. 1. viku. Er bræðslu-
síldaraflinn nú úm 267 þús. hl.
í vikunni var saltað í 1015 tn.
síldar.
Þó nokkuð barst á land af
upsa til bræðslu. eða um 27.583
mál. Síldarverksmiðjurnar gefa
kr. 32.50 fyrir hvert mál af ups-
anum.
Eftirlit með sykurútfiutningi
WASHINGTON. — Bandaríkja-
stjórn hefur ákveðið, að banda-
rískir útflytjendur megi ekki
selja sykur úr landi, án sjerstaks
leyfis stjórnarvaldanna.
Fimm þjóðir hlutu ekkert st.
Ellefu þjóðir hlutu Evrópu-
meistara í karlagreinunum og
skiptust þeir sem hjer segir:
Bretland 6, Frakkland 3, ít-
alía 3, Tjekkóslóvakía 3, ísland
2, Rússland 2 og Finnland, Sví-
þjóð, Noregur, Sviss og Holland
einn hvert land.
I kvennagreinunum hlutu
Rússar 77 stig, Bretar 44, Hol-
lendingar 33, Frakkar 29, ítalir
8, Tiekkar 6, Austurríkismenn
5, Danir 4, Finnar 4, Júgóslav-
ar 4, Svíar 3, Pólverjar 2 og
Norðmenn 1. — Þar hlutu Russ
ar 4 mei^tara, Hollendingar 3,
Bretar 2 og Frakkar 1.