Morgunblaðið - 29.08.1950, Síða 2
MORCUNBLAÐ1Ð
Þriðjudagúr 29> ágúst 1950.
'IM' MKí ‘f. - 'ÍMMti' .
Vígsla Bolungarvíkurvegar hátíð-
leg og tilkomumikil athöfn
I>EGAR biskupinn yfir Íslandi,
herra Sigurgeir Sigurðsson,
vígði hinn nýja þjóðveg um Ós
hlíð til Bolungarvíkur s.l. 'laug-
ardag, var veður þungbúið.
|>okuloft og norðaustan gola. —
hrátt fyrir það safnaðist mann-
íjöldi saman til vígsluathafn-
arinnar, sem fór fram í snar-
brattri fjallshlíð og hinu hrika-
fegast umhverfi.
Afchöfnin á Óshlíð
Vígsluathöfnin hófst kl. 3 e.
h., við svokallað ,,Hald‘‘ á Ós-
hlíð. Er sá staður nokkuð utan
til við miðja hlíðina. — Hefir
vegurinn verið sprengdur þar
utan í snarbratt klettabelti. Á
Metti, sem rís upp úr vegbrún
irmi hefir verið reist veglegt
fcrossmark úr steinsteypu. Var
það gefið og sett upp af Ragn-
ari Bárðarsyni byggingarmeist
ara'á ísafirði. í steinstall við
krossinn er greypt málmplata
«n á hana eru letruð þessi orð:
„Góður guð verndi vegfar-
cri.dur14.
Athöfnin þarna hófst með
því, að blandaður kór skipaður
fólki frá ísafirði, Hnífsdal og
Bolungarvík, söng sálm undir
stjórn Jónasar Tómassonar tón-
skálds. Hljómaði söngurinn sjer
staklega vel milli hamrábelta
hHðarinnar.
Þá flutti biskup vígsluorð.
Komst hann að orði á þessa
leið:
TH fararheilia þeim, sem um
veginn fara,
„Hjer, í þessari fjallshlíð,
ÖsMíð, hefir vegfarandanum
oft orðið erfitt að finna fót-
stig á göngu sinni. — Hjer
svifu um göngumanninn
margar hættur og stórar. Og
stundum kom snjóflóðið eða
’ grjót- og aurskriðan og huldi
hann fargi sínu og tók líí
’ hans. En stundum varð líka
ósýnileg vernd, með undur-
samlegum hætti, honum til
hjálpar og bjargar.
Nú hefir torfæru verið
• rutt úr vegi og Þrándur tek
1 inn úr götu. Nýr vegur er
‘ Iagður um hina hættufullu
’ leið. En engin braut er svo
síjett og bein að ekki vofi
hættur yfir.
Ekkert fótmál er algerlega
öruggt í þessum heimi. Þess
vegna biðjum vjer þess í dag
' að hin ósýnilega vernd megi
?■ vera yfir þessum vegi og
! þeim sem hann fara.
Hjer á einum mesta hættu
! stað Óshlíðar hefir verið
; reistur kross — Krosstákn-
■ ið er göfugasta og sigurvæn-
1 legasta táknið í þessari ver-
1 öld. Krossinn minnir á
4 HANN, sem blíðlegast og
I best tók í hönd vegfarand-
' ans á jörðu.
Jafnframt því, sem jeg nú
‘ í nafni Guðs föður, sonar og
! heilags anda vígi þcnna veg
' og krossinn, cr sú bæn mjer
I ríkust í huga, að vernd Örott
ins megi vera yfir sjerhverj-
Um þeim, sem Ieið sína Iegg
'• ur um þenna veg í nútíð og
' framtíð — og að bænin, sem
1 letruð er á krossinn: „GÓÐ-
’ UR GUÐ VERNDI VEGFAR
' ENDUR“ — megi verða
• heyrð um allar aldir, þeim
1 til fararhcilla, sem að þess-
1 um krossi koma og um veg-
• inn fara.
• Handleiðsla Guðs og for-
• sjón sje yfir oss öllum á lífs-
4 göngu vorri“.
Hiskup (slands vígði veginn 8.1. laugardag
Sjerslæð og erfið vegaframkvæmd
um hrikalegf landsfag
Biskupinn yfir íslandi vígir Bolungarvíkurveg.
(Ljósm.: Árni Matthíasson).
í þann mund, sem biskupinn
lauk ræðu sinni, var krossinn
afhjúpaður. Var síðan sunginn
sálmur, en þar næst lýsti biskup
blessun yfir mannfjöldann. Að
lokum var þjóðsöngurinn sung-
inn. Lauk þar meS þéssari sjer-
stæðu athöfn, sem var fögur og
tilkomumikil. Hafði hún staðið
í tæpar 40 mínútur.
Rjett innan við stað þann,
er krossinn stendur á, fórust
fjórir menn í snjóflóði fyrir
allmörgum árum. Utar á Óshlíð
fórst einnig árið 1817, sjera Há-
kon Jónsson. sem átti leið um
hlíðina í embættiserindum.
i
í Hólskirkju
i Nú var haldið tii Bolungar-
i víkur. Hafði verið áformað að
halda þar útisamkomu. — En
vegna þess að veður vár óhag-
stætt, var ákveðið að samkom-
an skyldi haldin í Hólskirkju.
Kom þangað mikill fjöldi fólks
og var kirkjan eins þjettskip-
uð og frekast var kostur. Hófst
samkoman þar með því að Jón-
as Tómasson tónskáld ljek for-
leik á orgel. Þá flutti biskup
íslands ræðu og minntist þar
m. a. starfs síns í Bolungarvík.
En þá fór hann jafnan fótgang
andi um Óshlíð til prestsverka
þar. Að lokinni ræðu biskups
söng kirkjukór Bolungarvíkur
ásamt söngfólki frá ísafirði, ís-
lands fáni.
Erfið vegagerð
Þá flutti Geir G. Zoega vega
málastjóri ræðu.
Hann gat þess að vegagerðin
um Óshlíð væri ein erfiðasta,
sem framkvæmd hefði verið
hjer á landi. Var hafin vinna
við hana vorið 1946,’ en á s.l.
hausti hófst umferð um veginn
til Bolungarvíkur. Kostnaður
við framkvæmdina væri nú um
um 900 þús. kr. Kostaði hver
kílómetar aðalvegarins um Ós-
hlíð þannig um 100 þús. kr. En
töluverð vinna^væri enn eftir
við veginn. Síðan komst vega-
málastjóri þannig að orði:
Vegir seint fullgerðir
„Vegir eru yfirleitt seint eða
aldrei fullgerðir, síst hjer á
landi. Það verður svo margt af
vanefnum að gera í fyrstu á-
föngunum hjer í strjálbýl-inu,
og síðar stöðugt úr að bæta.
Vegarstæðið hjer í Óshlíð var
óárennilegt og beinlínis hættu-
legt þeim, sem að vegargerð-
inni unnu. Svo giftusamlega hef
ur samt tekist, að engin slys
hafa orðið, og verkið hefur sótst
vel undir öruggri og gætinni
stjórn verkstjórans, Charles
Bjarnasonar, með traustum og
góðum starfsfjelögum, og vil
jeg þar sjerstaklega nefna ýtu-
stjórann, Kristján Jónsson, sem
með gætni og dugnaði hefur
stjórnað vjel þeirri, sem drýgst-
an skerfinn hefur lagt til þess
að ryðja fyrir veginum í brattri
fjallshlíðinni, ásamt þeim verka
mönnum, sem unnið hafa að
grjótborun og sprengingum við
hin örðugustu skilyrði utan í
hengiflugi klettabeltanna. Vil
jeg færa þeim öllum þakkir fyr,
ir starfið. Jeg veit, að þeir njóta
þess með mjer að sjá nú, hvað
áunnist hefur.
Jafnframt vil jeg við þetta
tækifæri einnig þakka þeim
verkstjórum og öðrum, sem
með mjer hafa unnið að vega-
bótum hjer á Vestfjörðum, þar
á meðal Lýði Jónssyni, verk-
stjóra, sem hefur verið braUt-
ryðjandi um ýmsar vegagerðir;
í þessum landsf jórðungi og víð-
ar.
Umferð hefur nú hafist um
veginn fyrir nokkru, og menn
minnast með þakklæti þeirra
umskifta, sem samgöngubót
þessi veldur.
Nokkur hluti mannfjöldáns á Óshlíð. (Ljósm. Árni Mattbíasson).
Markar tímamót
Þessi viðburður hefur þá jafri
framt gefið tilefni til að minna
okkur öll á vernd guðs, alla veg
farendur, hvar sem leið okkar,
liggur. Hjer á þessari leið eru
e.t.v. hættur, sem vegfarendan-
um eru búnar, augljósari en
víða annarsstaðar. Skriðuhlaup,
grjóthrun og ófullkomleiki veg-
arins krefst varúðar og alvöru
vegfarandans og verndar guðs.
Jeg vil láta í ljós þakklæti til
herra biskupsins fyrir komuna
hingað, fyrir blessun þá er hann
hefur beðið verkum okkar og
góðar óskir. Fyrir hve hann tók
þegar með hrifningu hugmynd-
inni um að reisa hjer krossinn,
sem afhjúpaður var í dag með
hugþekkri og fagurri athöfn.
Megi verndarorð þau, er á hann
eru rituð, veroa vegfarendum
til blessunar.
Þá vil jeg þakka Ragnarl
Bárðarsyni fyrir krossinn, sem
hann hefur steypt, reist og gefið
í, þessu skyni.
Það er sýnt frá þeim fyrsta
degi, er umferð hófst um þenn-
an veg, að hann hefur bætt úr
brýnni þörf, því landflutningar
milli kaupstaðanna eru allveru-
legir. Hann hefur haft örfandi
áhrif á athafnalíf þeirra og við-
skifti, en einnig jafnframt á allt
fjelagslíf og samstarf íbúanna.
Þessi vegabót og Súðavíkur-
vegurinn hafa sameinað dreifð-
ar byggðirnar við utanvert
Djúpið.
Jeg vona, að þetta framfara-
spor marki tímamót. Jeg vona,
að það verði lyftistöng nýtra
samtaka, athafna þessara byggð
arlaga til aukinna framkvæmda
og bætts fjelagsþroska“.
Að lokinni ræðu vegamála-
stjóra söng kórinn ísland ögr-
um skorið.
Framtíðartakmarkið í
vegamálum Djúpmanna
Þá flutti þingmaður Norður-
ísfirðinga, Sigurður Bjarnason,
frá Vigur ræðu. Hann minntist
þeirrar einangrunar, sem vest-
firskt fólk hefði búið við. Hún
hefðí valdið því margvíslegu ó-
hagræði, bæði á sviði fjelags-
mála og atvinnumála. Vega-
samband það, sem nú hefði
skapast milli Bolungarvíkur og
annarra byggðarlaga sunnan
ísafiarðardjúps, Hnífsdals, ísa-
fjarðar og Súðavíkur, væri
merkilegur áfangi' í baráttunni
fyrir bætt.um samgöngum, betrí
skilyrðum til fjelagslegs sam-
starfs og þróttmeira atvinnulífi,
Hann kvað það framtiðartak-
markið í vegamálum við ísa-
Framhald á bls. 12.