Morgunblaðið - 29.08.1950, Síða 1
16 siður
37. árgangur
196. tbl. — Þriðjudagur 29. ágúst 1950.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hvelja til iriðar — dn
þess að slakað verði
iil við kommúnista
Samþykkt Evrópuþingsins í Strasbourg
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
STRASBOURG, 28. ágúst: — Sósíalistar á Evrópuþinginu í
Strasbourg lögðu í dag fram tillögu, þar sem hvatt er til friðar.
án þess þó að slakað verði til fyrir kommúnistum. Var tillaga
þessi samþykkt með 82 samhljóða átkvæðúm, en þrír þing-
fiilltrúar sátu hjá.
Joseph Pholien
Styðja S. Þ. í Koreu
Það var breskur verklýðs-
flokksþingmaður, sem lagði til-
löguna fram. í henni er og kom
ist svo að orði, að Evrópuþing-
ið og þær þjóðir, sem fulltrú-
a eiga á því, heiti Sameinuðu
þjóðunum stuðningi sínum í á-
tökunum á Koreu, auk þess sem
lýst er yfir, að meðlimaþjóðir
Evrópuráðsins sjeu fúsar til
samvinnu sín á milli um allt
það, er lýtur að hervörnum.
Mótmæli vegna
handtöku sendi-
fulltrúa
BUONES AIRES, 28. ágúst. —
Samkvæmt áreiðanlegum heim
ildum, hefur Argentínustjórn
borið fram harðorð mótmæli í
Varsjá, vegna handtöku argen-
tínsks sendifulltrúa í Póllandi
16. þ. m.
Maður þessi var handtekinn á
flugvellinum í Varsjá og hafð-
ur í haldi í 15 klukkustundir.
___________ — Reuter.
Fimm farasf í bifreið-
arslysi
LONDON, 28. ágúst. — Sam-
kvæmt fregn frá Innsbruck,
fórust fimm menn í dag, er
franskur langferðabíll ók út af
austurrískum fjallvegi.
26 farþegar voru í bifreið-
inni.
Auk þeirra, sem fórust, slös-
uðust 13 hættulega. — Reuter.
Taka upp vinnu ef
Kanadasljórn
krefstþess
MONTREAL, 28. ágúst —Leið-
togar kanadiskra járnbrautar-
starfsmanna lýstu yfir í dag, að
menn þeir, sem nú eru í verk-
falli, muni taka upp vinnu þeg-
ar í stað, ef stjórnarvöldin fyr-
irskipi það.
Kanadaþing hefur verið kvatt
saman til aukafundar á morg-
un (þriðjudag), til þess að ræða
verkfallið og afleiðingar þess.
__________—Reuter.
Sænskf farþegaskip
reksf á fogara
NEW YORK, 28 ágúst — Til-
kynnt var í kvöld, að sænska
skipið ,,Masen“ hefði rekist á
bandarískan togara um 180 míl-
ur austur af B >ston. Með Masen
eru 108 farþegar, flestir flótta-
menn frá Eystrasaltslöndunum.
Enginn maður mun hafa far-
ist við áreksturinn, og í ráði
er að bandarískt varðskip fylgi
sænska skipinu til Boston.
—Reuter.
Sendiherra
WASHINGTON, 28. ágúst —
Truman forseti skipaði í dag
Raymond Hare sendiherra
Bandaríkjanna í Saudi Arabíu.
—Reuter.
60,000 gera verkfiall
rSlríðsskaðabófaframleiðsla" Finna sföðvasf
rr-
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
HELSINGFORS, 28. ágúst: — Yfir 60,000 finnskir járniðnaðar-
menn hófu verkfall í dag, til stuðnings kröfum sínum um
allt að 60 prós. launahækkun. Með því er að nokkru stöðvuð
„skaðabótaframleiðsla“ Finna, en það er járniðnaðurinn finnski,
sem skilar talsverðu magni af því, sem Rússar fá enn í „stríðs-
skaðabætur“.
Þrjár vikur
Ef afhending skaðabótanna,
sem Finnar mega greiða, enda
þótt rússnesk-finnska stríðið
hafi verið háð á finnsku land-
svæði, dregst fram yfir umsam-
inn tíma, hefir Finnland rofið
friðarsamningana við Rússa. —
Finnlendingar hafa þó um þrjár
vikur til stefnu.
Fleiri næstu daga
í sambandi við verkfallið, er
nú er hafið, hafa finnsku stjórn
arvöldin hótað að beita her-
mönnum, ef til uppþota og ó-
eirða kemur.
Síðar í vikunni er ætlunin að
um 90,000 menn bætist í hóp
verkfallsmanna.
hinn nýi forseti ríkisráðsins
Belgíu.
Kanada kaupir or-
usluflugvjelar I
Bandaríkjunum
MONTREAL, 28. ágúst — Opin
berlega var skýrt frá því í dag,
að Kanadamenn hafi afráðið að
kaupa 100 Mustang-orustuflug-
vjelar frá Bandaríkjunum.
Koreustríðið:
Snarpir bardagar d
norðurvígstöðvunum
Sókn kommúnista að Po-
hang hefur verið stöðvuð
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TOKYO, 28. ágúst: — Njósnaflugmenn Sameinuðu þjóðanna
i Koreu skýra svo frá, að mikið hafi verið barist á norðurvíg-
stöðvunum í allan dag, einkum í nánd við austurströndina. —•
Virðast herirnir þar skiptast á snörpum árásum og gagnárás-
um, en vígstaðan er þó óljós og ógerlegt að segja, hvað þarna
er framundan. Sókn norðanmanna að Pohang, en hún hófst
á laugardag, hefir samt verið stöðvuð í bili, með margendur-
teknum gagnáhlaupum varnarherjanna. En hersveitir kom-
rnúnista eru komnar mjög r.ærri borginni og voru í dag sums-
staðar í aðeins örfárra kílómetra fjarlægð. — Við Naktong-
fljót hafa hersveitir úr Bandaríkjaher komið í veg fyrir nýjar
tilraunir kommúnista til að koma auknu herliði yfir á austur-
bakkann.
„Formosavandamálið“
WASHINGTON. — Einn af tals-
mönnum bandaríska utanrjkis-
ráðuneytisins lýsti yfir í s.l. viku,
að Bandaríkjastjórn sje meðmælt
því, að Sameinuðu þjóðunum
verði falið að rannsaka „Formosa
vandamálið“. Stjórnin ei- þó and-
víg því, að mál þetta verði látið
ganga fyrir hinu þýðingarmikla
Koreumáli.
Ræft um viðskiptl Bret-
lands og Argentínu
LONDON, 28. ágúst — Bevin
utanríkisráðherra ræddi í dag
við sendiherra Argentínu hjer
í London.
Viðræður þeirra snerust um
viðskip: i Breta og Argentínu-
manna. .
Þeir munu halda annan við-
ræðufund innan skamms.
—Reuter.
Þing ,frjálslyndra flokka4
krefst algers sjálfstæðis
til handa Þýskalandi
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
STUTTGART, 28. ágúst: — Á alþjóðaþingi ..frjálslyndra stjórn-
málaflokka", sem lauk hjer í Stuttgart í dag, var samþykkt
tillaga, þar sem þess er krafist, að Þýskaland öðlist þegar í stað
algert sjálfstæði!
15 gegn 12 <s>
Það var tyrkneskur fulltrúi,
sem bar tillögu þeáfea fram, en
þá var meir en helmingur hinna
125 fulltrúa, sem þingið sátu,
frá 25 löndum, þegar lagður af
stað heimleiðis. Tillagan var
samþykkt með 15 atkvæðum
gegn 12.
25 sátu hjá
Þeir 12 fulltrúar, sem at-
kvæði greiddu gegn tillögunni,
voru breskir og skandinaviskir
En um 25 fulltrúar sátu hjá við
atkvæðagreiðsluna.
Norrænu ulanríkis-
ráðherrarnir
FLUGVJELIN, sem norrænu
utanríkisráðherfarnir koma
með, er væntanleg hingað til
Reykjavíkur um hádegi í dag.
Breskir orusluflug-
menn þjálfaðir í
Kanada
LONDON, 28. ágúst. — Hend-
erson, flugmálaráðherra Breta,
skýrði svo frá í dag, að bresk-
ir flugmenn yrðu sendir til
Kanada til þjálfunar þar fyrir
flugherinn í Bretlaftdi.
Fyrsti flokkurinn fer vestur
um haf í janúai næstkomandi.
En alls er í ráði að þjálfa 200
flugvjelaáhafnir breskar í
Kanada á komandi ári.
—Reuter.
Alþjóðabankinn
WASHINGTON. — Einn af að-
stoðarbankastjórum Alþjóða-
bankans mun næstkomandi sept.
fara í ferðalag til Noregs, Dan-
merkur og Finnlands.
í herstjórnartilkynningu frá
aðalbækistöðvum MacArthurs
hershöfðingja í kvöld segir
annars á þessa leið:
„Einu af herfylkjum fjand-
mannanna tókst í gærdag að
reka fleig inn í varnarlínu 6.
herfylkis Suður Kóreumanna,
en hefur nú verið neytt til
að hörfa undan til nágrennis
Sansong. Tvær óvinaherdeildir
sáust á ferðinni í námunda við
Koro (Koromyong), og þegar
síðast frjettist, höfði S. Koreu-
menn ráðist til atlögu gegn ann
arri þeirra.
„Fregnir berast og af fjöl-
mennum óvinahersveitum fyrir
vestan Naktongfljót, og njósna-
flugmenn okkar skýra svo frá,
að sjá megi mikið af fólki, sem
heldur í austurátt eftir vegin-
um frá Songju.
„Norður Koreumenn halda
áfram tilraunum sínum til að
brjótast í gegnum varnir S. Þ.
á Pohang-Kigye svæðinu, en
engin veruleg breyting virðist
þó hafa orðið á vígstöðunni þar
um slóðir“.
Því má bæta við þessa her-
stjórnartilkynningu, að bardag
ar hafa í dag verið vægir á suð-
urvígstöðvunum.
Útvarpssljóri Rússa
flýr þá
BERLÍN, 28. ágúst. — Leo Bau-
er, forstjóri „Deutschlandsend-
er“ útvarpsstöðvarinnar í Ber-
lín, en hún er undir rússnesku
eftirliti, er horfinn á dularfull-
an hátt.
Starfsmenn við útvarpsstöð-
ina skýrðu frá þessu í kvöld.
Bauer, sem var - meðlimur
sameiningarflokks sósíalista
(kommúnista) í Austur-Þýska-
landi, hvarf 22. þ. m. Rannsókn
leiddi í ljós, að hann hafði tekið
út bensín fyrir skömmtunar-
seðla tveggja mánaða.
Talið er líklegt, að hann hafi
flúið til Vestur-Þýskalands eða
leitað pólitísks hælis í V.-Ber-
lín. — Reutér.
*