Morgunblaðið - 02.09.1950, Blaðsíða 1
47. á’gangui
200. tbl. — Laugardagur 2. september 1950.
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Samvinna INiorðurlanda í
ýmsum málum á alls-
herjarþingi S. þ.
Frá fundi ufanríkisráðherranna
Eftirfarandi skýrsla var birt í gær að afloknum fundi
utanríkisráðherranna:
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Danmerkur, íslands, Noregs og Sví-
þjóðar komu saman á fund í Reykjavík dagana 31. ágúst
og 1. september, en utanríkisráðherrar Norðurlandanna
halda að jafnaði slíka fundi öðru hvoru. Á fundinum voru
rædd ýmis þeirra máia, sem tekin hafa verið á dagskrá
allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, sem bráðlega verð-
ur haldið í New York.
Náin samvinna Norðurianda.
EINS OG Á FYRRI funaum. kom það í ljós, að í verulegum
atriðum var samkomulag um afstöðu hinna fjögurra rík-
isstjórna og varð að ráði að halda áfram á næsta alls-
herjarþingi þeirri nánu samvinnu, sem sendinefndir
Norðurlanda hafa haft með sjer-á fyrri þingum.
Óbreytt stefna í Kóreumálinu.
1 KÓREUMÁLINU voru ráðherrarnir sammála um að halda
áfram stuðningi við tiiraunir öryggisráðsins til þess að
vinna á móti árásinni gegn Kóreu og koma aftur á friði
og öryggi þar.
Styðja kjör Hollands í öryggisráð.
RÁÐHERRARNIR voru sammála um að stuðla að kjöri Hollands
til öryggisráðsins, í stað Noregs, sem víkur sæti um næstu
áramót, en venjan hefur verið sú, að sæti þetta skipi eitt
hinna smærri ríkja í norðvesturhluta Evrópu. Ennfremur
iýstu utanríkisráðherrar Danmerkur, íslands og Noregs
yfir því, að þeir væru reiðubúnir til þess að stuðla að
kjöri fulltrúa Svíþjóðar til fjárhags- og fjelagsmálaráðs
Sameinuðu þjóðanna, í stað fulltrúa Dánmerkur, sem þar
v hafa setið að undanfömu.
Alþjóðastjórn fyrir Jerúsalem.
RÆTT VAR UM alþjóðastjórn fyrir Jerúsalem og verndun helgra
staða. Samkomulag var um að halda fast við þá afstöðu,
sem Norðurlöndin tóku á síðasta allsherjarþingi og að
stuðla að raunhæfum tillögum, er miði að því að tryggja
óhindraðan aðgang að hinum helgu stöðum, og jafnframt
sjeu svo vaxnar, að bæði Ísraelsríki og Jórdan geti fallist
á þær.
Betra skipulág í störfum S. Þ.
UTANRÍKISRÁÐHERRARNIR ræddu einnig um, að Norður-
löndin beiti sjer fyrir því á allsherjarþinginu, að hraðað
verði tilraunum til þess að skipuleggja betur og samræma
störf Sameinuðu þjóðanna og sjerstofnana þeirra, svo að
komist verði hjá tvíverknaði og betur verði hagnýtt það
fje, sem notað er til alþjóðasamstarfs á ýmsum sviðum.
Menn voru sammáia um, að sendinefndir Norðurlanda
skyldu vinna að þessu máli á allsherjarþinginu.
Frakkar ælla að
verja Indo-Kína
SAIGON, 1. sept. — Leon Pig-
noh, landstjóri Frakka í Indo-
Kína, skýrði frá því í dag. að
Frakkar hefðu ákveðið að verja
Indo-Kína, jafnvel án erlendr-
ar'hernaðaraðstoðar.
Landstjórinn sagði frjetta-
mönnum, að hægt væri að sigr-
ast á skæruliðum kommúnista í
Indo-Kína á einu ári eða 18
mánuðum, nema því aðeins að
þeir hjeldu áfram að fá aðstoð
erlendra 1 samherja. —\ Reuter
Svarfmálaðar kommún-
isfaflugvjelar yfir
Kóreu í gær
TOKYO, 1. sept. — Svartmál-
aðar orustuflugvjelar frá Norð-
ur-Koreu skutu í dag niður ó-
vopnaða bandaríska njósnaflug
vjel fyrir suðaustan Kunvvi.
Flugvjelar þessar vörpuðu og
niður dreifiniiðum og skutu
á bandaríska herflokka.
Bandarískir flugmenn segja,
að þessar svartmáluðu vjelar
sjeu rússneskrar tegundar.
— Reuter.
Öflagnsln árásirnar
frá slyrjaldarbyrjun
I gærkvöidi höfðu árásir kommúnista staðið yfir
í 30 klukkustundir samfleytt á 50 mítna víglínu
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
TOKYO, 1. september — Enginn vafi leikur á þvá, að árás-
irnar, sem herir kommúnista hafa nú haldið uppi í Kóreu í 30
klukkustundir samfleytt, eru þær öflugustu frá stríðsbyrjun.
Eru árásirnar gerðar á 50 mílna víglínu, og á nokkrum stöðum
hafa varnarsveitir Sameinuðu þjóðanna neyðst til að láta undan
síga fyrir þunga þeirra. Það er og athyglisvert við þessar árásir,
að samfara þeim sjást nú í fyrsta skipti kommúnistiskar orustu-
flugvjelar, þótt þær hafi að vísu ekki haft sig mikið í frammi
í dag'.
Njósnarar frá Póllandi
fil Grikklands
AÞENA, 1. sept. — Gríska
stjórnin hefur farið fram
á það við Balkannéfnd S.
Þ., að hún rannsaki starf-
semi ,,útvarpsnjósnara“ í
Grikklandi.
Gríska lögreglan liefur
liandtekið konunúnistisk-
au skæruliða, sem skýrir
svo frá, að hann sje einn
af 20 Grikkjum, sem kom-
ið bafi frá Póllandí fyrir
tveimur dögum með fyr-
irskipanir nm að endur-
skipuleggja gríska komm-
únistaflokkinn.
Sendimennirnir, sagði
hann, böfðu allir útvarps-
tæki meðferðis, til þess að
geta tekið á móti nýjum
fyrirskipunum. — Reuter.
11 fðrasf í flugslysi
SINGAPORE, 1. sept. — Talið
er nú víst, að 11 menn hafi far-
Flugvjelar, sem hafa flogið
ist, er bresk Dakotaflugvjel
fjell niður í frumskóg á Mal-
akkaskaga í s.l. viku.
yfir slysstaðinn, skýra svo frá,
að enginn maður sje þar sjáan-
legur á lífi. — Reuteri
12 mílna landhelgi
MOSKVA, 1. sept. — Rússar af
héntu í dag sendiráðum Svía og
Dana í Moskvu orsendingar,
þar sem þeir endurtaka ákvörð-
un sína um að halda fast við 12
mílna landhelgi. —Reuter.
..............■ ............^
! Járntjaldsþjóðunr
ekki boðið
LONDON, 1. sept.—Bresk
ir flugvjelaframleiðend-
ur tilkynntu í dag, að
Rússum og öðrum „járn-
tjaldsþjóðum“ yrði ekki
boðið að senda fulltrúa á
flugvjelasýninguna, sem
þeir■ efna til í Farnborough
í næstu viku.
Fulltrúar þessara þjóða
hafa annars jafnan verið
meðal gesta, frá því sýn-
ingarnar hói'ust að nýju
1946.
Meðal þeirra flugvjela,
sem- sýndar eru, eru iðu-
lega nokkrar, sem talsverð
leynd hvílir yfir.—Reuter.
Hörfa um átta mílur.
við Naktong höfðu í kvöld
hörfað um átta mílur. —
Á Masansvæðinu hefur banda-
rískum hermönnunum hins-
vegar tekist að rjetta við eftir
stóráhlaupin og jafnvel gert
nokkur smærri gagnáhlaup. En
engu verður þó spáð um það að
svo stöddu, hvernig hinum
heiftúðlegu árásum kommún-
ista lyktar.
Sama lun mannslífin.
Það eru fyrst og fremst fót-
gönguliðasveitir. kommúnista,
sem bera hita og þunga árás-
anna. Kommúnistar virðast
ekkert um það hirða, hvort
manntjón þeirra er mikið eða
lítið, að minnsta kosti senda
þeir fótgönguliðana fram í
þjettum fylkingum, jafnvel þar
sem skothríð varnarsveitanna
er öflugust.
Sex austur - þýskir leið-
togar handteknir í gær
Sakaðir um samvinnu við Vesfurveldin og fleira
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
Njósnarar.
Margt bendir og til þess, að
foringjar kommúnista hafi mik
ið af njósnurum að baki víg-
linu varnarherjanna. Má meðal
annars marka þetta af því, hve
herforingjabækistöðvar Banda-
ríkjamanna á vígvöllunum
verða fyrir tíðum árásum.
BERLlN, 1. sept. — Sex af leiðtogum sameiningarflokks sósíal-
ista í Austur-Þýskalandi, en hann lýtur algerum yfirráðum
kommúnista, sitja nú í fangelsi. Þeir hafa verið reknir úr flokkn-
um og frá embættum sínum, en samkvæmt opinberri tilkynn-
ingu frá kommúnistum í dag, eru þeir sakaðir um samvinnu
við Vesturveldin ög andstöðu við Rúss’a.
Sfrangar fyrirskipanir um
að fljúga ekkl yfir
Manchuriu
TOKYO. 1. sept. — Einn af tals
mönnum bandar’ska flughers-
ins skýrði svo frá í dag, að
bandarískir flugmenn, sem send
ir eru í árásarferðir til N-Kóreu
hefðu strangar fyrirskipanir um
að fljúga ekki inn yfir Manc-
huriu.
Talsmaðurinn bætti því við,
að bækistóðvum flughersins í
Tokyo væri ókunnugt um, að
nokkur bandarísk flugvjel
hefði ráðist á mannvirki í
Manchuriu. — Reuter.
"^Aðvörnn
Flokkstilkynningunni fylgir
jafnframt aðvörun um það, að
menn verði að búa sig undir
umfangsmikla hreinsun innan
,,sameiningarflokksins“. Verð-
ur þetta þá fyrsta meiriháttar
hreinsunin frá því að flokkur-
inn vai: stofnaður 1945 með sam
! einingu sósíaldemokrata og
kommúnista.
Fjórir reknir.
Meðal hinna handteknu eru
Paul Merker, fyrverandi með-
limur stjórnmálaráðs flokksins,
og Leo Bauer, yfirmaður frjetta
deildar útvarpsstöðvarinnar í
Austur-Berlín.
Auk þeirra sex manna, sem
nú hafa verið handteknir, hafa
'fjórir verið reknir frá embætt-
jum sínum, þótt þeir sjeu enn
,í „sameiningarflokknum“ að
nafni til.
Skæruliðar.
Skæruliðar kommúnista hafa
sig og mjög í frammi, og í her-
stjórnartilkynningum S. Þ. í
dag er jafnvel talað um, að orð-
ið hafi að senda heila herflokka
gegn skæruliðahópum, sem
komnir eru að baki lýðræðis-
herjunum.
Flugvjelar Sameinuðu þjóð-
anna, bæði orustuflugvjelar og
sprengjuflugvjelar, hafa verið
á sífeldu ferli í dag og gert
árásir á óvinaheri á allri víg-
linunni.
Fulllrúi S-Kóreu mun
mæla í Öryggisráði
LAKE SUCCESS, .1. sept. —
Öryggisráðið kom saman til
fundar í kvöld undir forsæti
Sir Gladwyn Jebb, fulitrúa
Breta.
Fyrsta málið á dagskrá var
Kóreustríðið.
Forseti ráðsins úrskurðaði að
heimila skyldi fulltrúa frá
Suður Kóreu að taka þátt i um«
ræðunum. — Reuter.