Morgunblaðið - 02.09.1950, Síða 2
2
MORGUJSBLAÐIÐ
Laugardagur 2. sept. 1950 [
Úr heimsfrjettunum:
Áætlun komma i Koreu hefur brugðist
Lýðræðisþjóðirhar stækka heri sína
1. sept. ,
KOMMÚNISTASTJÓRN NorcT-
ur Kóreu lýsti yfir í síðastliðn-
um mánuði, að her hennar
triundi fyrir mánaðamótin
ápúst-september. verða búinn
*ið sópa varnarherjum Samein-
uðu þjóðanna í sjóinn. í dag,
1. september, hefur vígstaðan í
Kóreu lítið breytst frá því áð-
urgreind yfirlýsing kom fram,
og því er ekki nema eðlilegt að
álykta, að innrásarhernum hafi
íaðustu vikurnar gengið
ver — eða jafnvel mun ver —
On hinir kommúnistisku foringj
ar háns ætluðust til, þegar inn-
rásin var gerð suður yfir 38.
breiddarbaug.
Árásir og gagnárásir
ANNARS má segja með mikl-
um sanni, að það hafi tíðum
Verið geisimiklum erfiðleikum
bundið að afla glöggra frjetta
af Kóreubardögunum. Ástæðan
er einfaldlega sú, að v,gstaðan
er svo óljós og árásirnar og
gagnárásirnar svo tíðar. að þær
opinberu frjettatilkynningar,
sem gefnar eru út á hádegi, eru
©sjaldan orðnar gamlar og úr-
©Itar á miðnætti.
Hjer er eitt dæmi:
- í frjettum 26. ágúst segir á
þessa leið: ,,Svo er að sjá sem
kommúnistar sjeu byrjaðir öfl-
uga sókn á T>ohang-Kigye svæð
tnu“. Tveimur dögum síðar seg
ir svo í frjettunum: „Sókn
kommúnista að Pohang hefur
verið stöðvuð“. Næsta dag svo:
„Harðar orustur geisa fyrir
tiorðan Pohang“.
Bnn næsta dag: „Sókn komm
ónista að Pohang stöðvaðist x
gær“. Og loks 31. ágúst: „Lýð-
veídisherirnir sækja heldur á
ttorðan Pohang“.
Með öðrum orðum: Eftir sex
olaga látiausa bardaga um þessa
tnikilvægu borg í norðaustur
borni varnarsvæðis Sameinuðu.
þjóðanna, hafa engin endanleg
órslit fengist og vígstaðan þar
er að heita má óbreytt, í aug-
um leikmannsins að minnsta
kosti.
XÍrslitaorusta
EÍTT ER það þó, sem Ijóst hlýt-
ur að verða af fregnum frá
Kóreuvígstöðvunum. Stríðið í
Kóreu er nú komið á það stig,
■að atburðir næstu vikna hljóta
að skera úr því, hvort ofbeldis-
árás kommúnista á að takast að
fullu og öllu eða samtökum
Sámeinuðu þjóðanna að auðn-
ast að stöðva innrásina, efla
varnir sínar, styrkja herinn og
loks hefja stórkostlega gagn-
sókn, sem hlyti að lykta með
brottrekstri kommúnistahers-
ins úr Suður-Kóreu og norður
íyrir 38. breiddarbaug — að
©ðrum hlutum óbreyttum. í>að
©r því alls ekki óvarlegt að líta
á átökin þessa dagana sem nokk
©rskonar úrslitaorustu milli
kommúnista í Kóreu og Samein
xiðu þjóðanna. Og það er alls
ekki óvarlegt að ætla, að hin
ágæta vörn Sameinuðu þjóð-
anna síðustu vikur boði loka-
eigur þeirra, þótt hinu verði
lekki neitað, að sá leikur, sem
þarna er háður, hljóti óumflýj-
•anlega að verða bæði langur og
©rfiður.
Skyndisóknin mistókst
ÁOMMÚNISTAR byggðu sigur
ýonir sínar á skyndisókn. Eins
«|g tilkynning þeii-ra um loka-
nigur fyrir síðustu mánaðamót
atíú ber vott um, eru þær von-
ir farnar út um þúfur. Þær
28 þjóðir, sem boðið hafa Sam-
einuðu þjóðunum aðstoð sína í
Kóreu og allar hinar, sem lýst
hafa yfir fullum stuðningi við
aðgerðir S. Þ. í Kóreustríðinu,
virðast því næsta örugglega
eiga sigurinn framundan, þótt
vissulega hljóti hann að verða
dýrkeyptur áður en lýkur.
Á Philippseyjum
ÁF ÖÐRUM erlendum fregnum
síðustu daga má telja þá einna
merkilegasta, sem barst frá
Manila 26. ágúst síðastliðinn. í
henni var skýrt frá árás allt að
5000 kommúnista á ellefu borg
ir og bæi á Philippseyjum, svo
heimurinn þarf svo.sem ekki að
vera í vafa um, hvort í’auðlið-
arnir sjeu aðgerðarlausir á þeim
slóðum. Annars var það löngu.
vitað. að öflugar kommúnist-
iskar skæruliðasveitir væru
starfandi á Philippseyjum, svo
öflugar sannast að segja, að
hin löglega stjórn ræður litlu
eða engu á stórum landssvæð-
um.
Árás kommúnistanna þarna
virðist hafa tekist vel — frá
þeirra bæjardyrum sjeð — því
skotfærageymslur voru sprengd
ar í loft upp, fhannvirki ýmis-
konar eyðilögð og að minnsta
kosti 150 manns — sjálfsagt
„óvinir kommúnista“ — drepn-
ir. En meðal þessara hættulegu
„óvina“ voru tvær hjúkrunar-
konur úr her Phiiippseyinga og
um 20 sjúklingar þeirra.
Hervæðing
SKÆRULIÐAHERNAÐUR
kommúnista á Philippseyjum,
Malakkaskaga og víðar ber nú
meðal annars þann ávöxt, að
lýðræðisþjóðunum þykir sem
ekki verði hjá því komist að
auka og efla heri sína í flýti.
Þannig segir í frjett frá 30.
ágúst, að herþjónustutíminn I
Bretlandi verði lengdur um sex
mánuði. þannig, að herskyldir
borgarar verði nú að vera í her
þjónustu í tvö ár i stað 18 mári
aða, sem áður var. Belgíumenn
hafa ennfremur ákveðið að
lengja herþjónustutímabilið,
auk þess sem fullyrt er, að fyrr j
verandi belgiskir hermenn eigi
að halda handvopnum sínum og ,
öðrum útbúnaði, svo hægt sje [
að kalla þá til vopna með sem,
skemmstum fyrirvara. Loks
var í s. 1. viku rætt um stofn-
un sjerstakrar „verndarlög-
reglu“ í Vestur-Þýskalandi,
sem yrði að minnsta kosti jafn-
öflug „alþýðulögreglunni" svro-
kölluðu á rússneska hernáms-
svæðinu.
Ekki þarf að taka fram, að
þau lýðræðisríki, sem einhvern
her hafa, hafa nær undantekn-
ingarlaust ákveðið að stórauka
útgjöld sin til hervarna.
Flótti
AÐ LOKUM má svo skýra frá
því, að fregnir seinustu daga
greina frá sífeldum straumi
flóttamanna úr löndunum aust-
an járntjalds. Um 1,000 bæt-
ast í hópinn á degi hverjum og
innan um er jafnan einhver
slæðingur stjórnmálamanna,
sem einhvernveginn hefur tek-
ist að halda lífi og limum und-
ir einræðisstjórnum Austur-
Evrópu.
Árás á ráðhúíiS
í VBerlín
BERLÍN, 1. sept. — Nokkur
hundruð menn gerðu í dag til-
raun til að ryðjast inn í ráð-
húsið'í Vestur-Berlín. Var þeim
bægt frá, er lögreglan notaði
öflugar vatnsdælur.
Kommúnistar munu hafa stað
ið fyrir uppþoti þessu, þar á
meðal ýmsir, sem komu frá
Austur-Berlín. — Reuter.
Hámark hræsninnar
Stokkhólmsávarp kommúnista sá dagsins Ijós um líkt leyti og
þeir hófu innrás sína í Suður-Kóreu. Þessu skyldu menn ekki
gleyma, þegar kommúnistar hrópa um frið.
„Það var eins og að
vera kominn heim“
C. A. (. Brun fyrverandi sendiherra Ðana
á islandi er ánægður með heimsóknina
I FYLGD með Gustav Rasmus-
sen utanríkisráðherra á fundi
norrænu ráðherranna, er C. A.
C. Brun utanríkisráðunautur og
áður sendiherra Dana hjer í
Reykjavík. Brun dvaldi hjer á
landi um 8 ára skeið og tók ást-
fóstri við land og þjóð, enda á
hann hjer marga vini og kunn-
ingja frá íslandsdvöl sinni, sem
hann hefir haldið tryggð við,
þótt leiðir skildu er hann var
kallaður í hið ábyrgðarmikla
starf, sem hann gegnir nú í ut-
anríkisráðuneytinu danska.
Eins og að vera kominn heim
„Mjer fannst eins og jeg væri
kominn heim, er Gullfaxi lenti
hjer í Reykjavík“, sagði Brun.
er jeg hitti hann sem snöggv-
ast í gærdag í sendiherrabú-
staðnum við Hverfisgötu. „Minn
ingarnar sóttu að mjer og þær
eru margar og góðar frá dvöl
okkar hjer. Hjer dvaldi fjöl-
skylda mín og jeg í 8 ár og jeg
get óhikað sagt, að það eru
bestu„8 árin í lífi míntr/Það
er ekkert launungarmál, að
okkur leiddist að fara frá ís-
landi, en skyldan bauð að taka
við því starfi, sem mjer var
falið og var ekkert annað að
gera en að hlýða því kalli.
„Nú rná ekki skiija svo að jeg
sje að kvarta yfir mínu hlut-
skifti, síður en svo. Starf mitt
er að mörgu leyti skemmtilegt,
þótt það geti verið erfitt með
köflum. Það snýst um heims-
stjórnmálin. En oft fæ jeg tæki-
færi til að ferðast með utan-
ríkisráðherranum og það er til-
breyting í því. Sjerstaklega
þótti mjer vænt um að fá tæki-
færi til að koma til íslands nú,
eftir tveggja ára fjarveru.
Reykjavík hefir tekið
stakkaskiftum
„Og Reykjavík er sú sama og
hún var í yðar augum?“
„Já, að sjálfsögðu í aðalat-
riðunum. En þó finnst mjer hún
hafa tekið stakkaskiftum að
ýmsu leyti. Göturnar eru
hreinni, blómin fleiri og skraut
garðarnir betur hirtir, en var
fyrir tveimur árum. Og það er
kominn einhver stórborgarbrag
ur yfir Reykjavík, einkum á
kvöldin, eftir að ljósin hafa ver
ið kveikt, sem ekki var áður. Að
minnsta kosti ekki fyrir 14 ár-
um, þegar jeg kom hingað
fyrst.
„Það er vissulega ánægjulegt
að sjá framfarirnar á ýmsum
sviðum og gaman þótti mjer að
ferðast með ,,Gullfaxa“, hinni
ágætu flugvjel. Hinir ungu ís-
lensku flugmenn eru myndar-
legir piltar, sem rækja starf
sitt vel af hendi og þjónusta
öll við farþega með miklum á-
gætum.
Gaman að hitta íslendinga í
Kaupmannahöfn
„Það er gaman að hitta ís-
lendinga, sem koma til Kaup-
mannahafnar“, segir Brun, „og
það gleður mig að sjá hve marg
ir íslendingar leggja leið sína til
Danmerkur. Það sýnir að mín-
um dómi, að enn eru bræðra-
böndin sterk milli þjóðanna og
að þær hafa sameiginlega menn
ingu og það fellur vel á með
þeim.
C. A. C. Brun. , ,
„Skemmtilegt var að fá tækl
færi til að vera viðstaddur er,
Gullfossi hinum nýja var hleypt
af stokkunum og síðar í reynslu
för skipsins. Gullfoss er glæsi-
legt skip, sem jeg óska ykkur
til hamingju með að hafa eign-
ast.
Hin góða sambúð Dana og
íslendinga
„Þá er ekki síður ánægju-
legt“, heldur Brun áfram, „að
sjá og heyra hve sambúð íslend
inga og Dana er góð og fer stöð-
ugt batnandi. — Það hefir
greiðst úr smá misskilningi,
sem átti sjer stað hjá báðum
þjóðum í garð hvor annarar,
eftir lángan aðskilnað styrj-
aldaráranna.
„Einnig er mjer það sjerstakt
gleðiefni að siá, að danska
sendiráðið er ennþá miðpunkt-
ur þess starfs, sem unnið er til
aukins skilnings og vináttu
milli þjóða okkar, undir öruggr*/
stjórn sendiherra Dana hjer á
landi, frú Bodil Begtrup.
Haukur í horui
C. A. C- Brun utanríkisráðunaut
ur hefir við ýms tækifæri sýnt
að hann metur íslensku þjóðina
mikils og að hann tók ástfóstri
við landið. Því miður gat frú
Rrun og börn þeirra ekki kom-
ið með til íslands að þessu sinni.
„En öll hefðu þau ekkert frem-
ur viljað, en að fá tækifæri til
að koma aftur til íslands“, seg-
ir hann, „og vonandi verður
tækifæri til þess síðar“.
„Eitt er það, sem mjer þykir
leiðinlegt og það er, að jeg ekki
hefi haft tækifæri til þess að sjá
leikið í hinu nýja Þjóðleikhúsi,
Jeg hefi alltaf dásamað íslenska
leiklist og vildi gjarnan hafa
sjeð hana blómstra í hinum
nýja. fallega umhverfi“.
Brun kom hingað til lands
1936 sem sendisveitarráðunaut
ur. Þegar styrjöldin brautst út
og Danmörk var hertekin, gekk
hann strax í lið með frjálsum
Dönum og vann með Kaufmann
sendiherra Dana í Washington
og fielagsskap frjálsra Dana. —
Eftir stríð varð hann sendiherra
Dana hjer í Reykjavík og
gegndi því starfi til 1948, er
hann var kallaður í hið ábyrgð-
armikla starf er hann gegnir nú.
Brun er aufúsugestur í hvert
sinn sem hann sækir okkur
heim og slíkir menn eru okkur
góðir haukar í horni.
í. G. \