Morgunblaðið - 02.09.1950, Síða 10

Morgunblaðið - 02.09.1950, Síða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laugardagur 2. sept. 1950 lliilliiiiilliiinl Framhaldssagan 25 ■ llllllllllllllllllllllllllllltllllHIIHIUIRn nfuiiiiiiiimiuifimitrumre FRIJ MIKE Effir Nancy og Benedicf Freedman iiniiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiimmiiimimmmmiiiimiimiimmiimiumuimiimiimimimiam* in Nótt í Nevada Við þögðum öll. Stúlkan leit á mig og síðan á Aí-atnið, sem nú var farið að sjóða og sagði: — „Það er mikill heiður fyrir þetta heimili, ef Mike undirfor- ingi og frú Flannigan borða hjer“. Jeg hneppti frá mjer jakkan- um og settist. Undirbúningur- inn undir máltíðina hjelt á- fram. En stúlkan sagði ekki meira. Stundarkorn síðar vaknaði t^irnið. Jeg tók hann í kjeltu mína, en hann laumaðist á brott og gekk reikulum skrefum til Joe Henderson. Hann greip með litlu brúnu hendinni sinni í buxnaskálmar risans og sagði eitthvað, én hvort það var á Indíánamáli eða bara bull, vissi jeg ekki. „Er hann farinn að tala?“ spurði jeg. Joe Henderson leit á mig einkennilegu augr.aráði. „Já, á máli Indíánanna kall- ar hann mig „pabba“. Það var hæðnishreimur í rödd hans, en hann strauk hið dökka höfuð sonar síns mjög mjúklega. „Segðu konunni hvað þú heitir“. Barnið sneri sjer við í örm- um föðurs síns og virti mig fyr ir sjer um stund með alvarleg- um augum. „Siwah“, sagði hann. Henderson hnyklaði brýrnar, sneri sjer síðan að stúlkunn og sagði eitthvað við hana með reiðilegri rödd. Hún svaraði honum ekki og hjelt áfram starfi sínu eins og ekkert hefði í skorist. Hann sneri sjer að barninu. Rödd hans var nú ekki lengur reiðileg, en ef til vill fannst mjer það vegna þess að hann breytti um tungu og talaði nú á ensku. Aftur sagði hann, „Segðu konunni hvað þú heitir“. Það stóð ekki á svarinu „Tommy Henderson“. „Hann er duglegur, litli snáð- inn“, sagði Mike. Jeg var undrandi. Jeg vissi ekki að Mike geðjaðist að litl- tun börnum. Það var svo margt, sem jeg ekki vissi um Mike. En hvað þetta snerti gladdist jeg. Indíánastúlkan lagði hljóð- lega á borðið hjá okkur, en hún sat ekki til borðs með okkur, og Henderson virtist ekki kæra sig um að hún gerði það. Jeg var glöð, þegar máltíðinni var lokið og við komumst út úr hita svækjunni í herberginu. Mike glotti tií mín. „Hvort heldur þú að hús okk- ar sje til hægri eða vinstri?“ Jeg*leit til beggja handa. — Þegar við komum til þorpsins, hafði jeg/ tekið eftir nokkrum skálum, en þeir sáust ekki hjeð an vegna þess, að snævi þakin grenitrje huldu útsýnið. „Til hægri handar“, giskaði jeg. Mike hló. „Alveg rjett. — Komdu“. En jeg hreyfði mig ekki. Hann leit aftur, velti fyrir sjer hversvegna jeg vildi ékki koma. „Hvað er að, ertu spennt?“ „Já“, sagði jeg. „En þessi Joe Henderson. Hann misþyrmir henni. Það væri hægt að drepa kvenmann með flösku eins og hann henti í hana, það er á- byggilegt". „Jæja“, sagði Mike — „Kannske.“ Jeg sá að hann varð fyrir vonbrigðum, vegna þess að hann þóttist sjá, að jeg væri ekkert spennt fyrir að sjá húsið, sém við áttum að búa í. Svo að jeg hætti að hugsa um Joe Henderson, Tommy Henderson og Indiánastúlkuna og stakk hendinni niður í skinnvetling- in, sem Mike bar á annari hendi sinni. „Mike, ætlarðu í raun og veru að .sýna mjer húsið okkar?“ Hann leit á mig. Og aldrei hafði mjer fundist bláu augun hans fallegri og dýpri en ein- mitt nú. „Og á svona lítill stelpu- hnokki eins og þú, hús og eig- inmann. Og ætlar þú að sjá um húshaldið fyrir okkur?“ Jeg hló, en þagnaði vegna þess að hann hafði allt í einu hætt að hlæja. „Kathy — jeg vona að þú sjert ekki óánægð með þær breytingar, sem orðið hafa á lífi þínu!“ „Mike, jeg elska þig“. Þetta var ekki svar við því sem hann hafði sagt. En þetta voru orð sem hann vildi heyra. „Það hefir allt gengið vel hingað til, er það ekki?“ „Allt í lagi?“ Jeg tók utan um hánn. „Það hefir verið dá- samlegt“. „Komdu þá. Við skulum koma í kapp heim að húsinu“. Hann er feiminn, hugsaði jeg. Já, í raun og veru er hann feiminn, þessi stórvaxni maður. En jeg sagði: „Hvernig get jeg farið í kapp við þig, þegar jeg veit ekki hvar húsið er?“ „Eltu mig“. Og hann þaut af stað á harðahlaupum. „Þetta er ekkert kapphlaup“, sagði jeg, hlaupandi á eftir honum. Mike sveigði inn á milli grenitrjánna. Framundan okk- ur stóð skáli í rjóðri. Jeg hætti að hlaupa, og náígaðist húsið rólega og virti allt fyrir mjer með mikilli athygli, húsið, trjen og steinana fyrir neðan mig á jörðinni. Þetta var heim- ili mitt. Mike lagði handlegginn á öxl mjer. „Vertu ekki svona alvarleg á svip, elskan, þetta er bara vinnuskálinn minn og skrif- stofa“. „Skrifstofa?" endurtók jeg tómlega. „Já, auðvitað. Jeg verð að hafa einhvern stað til að geyma glæpamennina. Nema kannske þú viljir geyma þá í géstaher- berginu”. Hann opnaði dyrnar og inni gat að líta stórt og hrörlegt skrifborð og tvo stóla, hæginda stól og skrifborðsstól. Þar var líka bollaskápur með hengilás fyrir. Þetta líktist alls ekki fang elsi og jeg fjekk ekki skilið hvernig hægt væri að varna því, að fangarnir stykku út um gluggana. „Geymirðu í raun og veru fanga hjer?“ Mike hló. „Það hefi jeg aldrei gert. í fyrsta lagi er mjög lítið um glæpi. Indíánarnir koma aldrei af stað vandræðum nema víni hafi verið smyglað til þeirra. Kúrekarnir eru dálítið verri viðureignar. Öðru hverju leiðir til einhverra árekstra vegna kvenfólks — kvenmanni rænt eða eitthvað því um líka. Þá set jeg þá inn og læt þá vinna“. „Hvérskonar vinnu?“ „Oh, venjulega læt jeg þá höggva fyrir mig birgðir af eldivið“. „En ef enginn er settur inn, til hvefs þarftu þá þennan skála?“ Mike setti upp alvarlegan svip. „Katherine, þjer er víst ekki ljóst, að jeg er nauðsynleg ur maður hjer í þessum hjer- uðum. Það er þessvegna sem jeg dvel hjer. Sestu, og jeg skal skýra þetta fyrir þjer“. Hann ýtti mjer aftur á bak í hægindastólinn. „Þessi skrifstofa er rjettar- salur og spítali Hudsons Hope“. Hann opnaði bollaskápinn. — Hann var fullur af flöskum og glösum, sem voru vandlega merkt. »Lyf?“ „Ekki mikið. Kínin, gótt- varnarlyf". „Þú átt við að fólk komi til þín, þegar það veikist?" Mike sagði rólega: „Við erum 700 mílur frá sið- menningunni og næsta lækni“. „En þekkir þú nokkuð til þessara hluta?“ „Ekki mikið. Jeg keypti nokkrar bækur í Calgary“. Jeg leit á þennan mann, sem jeg var gift. Það var eitthvað meira hjer heldur en venjuleg- ur rauðstakkur. „Hvar er húsið, sem við eig- um að búa í? Mig langar til að sjá það“. „Það er á bak við skrifstof- una“. Hann greip í handlegginn á mjer, þegar jeg sneri mjer við og bjóst til að ganga til dyr- anna. .......ii-—nmniiimiiimri— 11 | Góð stofa | ásamt baði og sjerinngangi ósk- | ast í Vesturbænum fyrir stúlku | í fastri atvinnu. Má vera í kjall | ara. Tilboð sendist afgr. blaðs 1 ins sem fyrst, merkt: „Melar — I 887“. íbúð I Læknir óskar eftir lítilli íbúð. | Uppl. í síma 81620 milli kl. j 2—4 í dag. FINNBOGI KJARTANSSON ' Skipamiðlun Austurstræti 12. Simi 5544. Símnefni: „Polcoal“. M.s. Dronning Alexandrine fer áleiðis til Fsereyja og Kaup- mannahafnar í dag kl. 12. Farþegar eiga að mæta í Tollgæslustöðinni kl. 11. SklpaafgreiSsla Jes Zimsen Erlendur Pjetursson Frdsögn af ævintymm Roy Rogers 30. Farrell hafði kastað frá sjer skammbyssunni á flóttanum, því að hún var þung. Roy hafði eins og áður var sagt eytt öllum skotunum og gleymt að taka ný með sjer í þennan eltingaleik, svo að þeir voru jafnir að vígi, þegar Roy sett- ist við hlið Farrells í bílstjórahúsinu. Það var ófagurt augnatillit, sem Farrell sendi Roy, en nú virtist hann aðeins hafa eitt í huga. Framundan var djúp giá við hliðina á veginum. Og Farrell sagði: — Jæja, Roy Rogers. Jeg er búinn að tapa leiknum. Og það er allt þjer að kenna. En lokatrompið mitt er hjer, sjáðu. Við föiumst báðir. Og hann beygði skyndilega út af veginum að gjánni Það virtist lítil von um björg. En Roy gafst ekki upp. Hann beitti öllu afli við gírstöng- ina og hún skrapp skyndilega úr áfram gírnum og í aftur- ábak gír. Það skrölti í, en vörubíllinn stöðvaðist. Nú öskraði Farrell upp yfir sig af reiði. Hann þreif opna hurðina sín megín og kastaði sjer tafarlaust út og niður í gjána. -----:-0------ — Já, sá sem grefur öðrum gröf...........Það var sorglegt hvernig fór fyrir Farrell. En Lína og Cookie og hinir, sem fylgdu, komu brátt upp að gjánni. Lína sagði: — Jeg sje, að jeg hef ruglað fyrirætlanir ykk- ar með því að segja ykkur rangt til. Hvaða hegningu á jeg nú að fá fyrir að rugla málum lögreglunnar. Cookie svaraði: — Hegmngin er að þú skalt verða elda- kona á búi Roy Rogers í fjóra mánuði. — Nei, ætli maður sleppi henni ekki við þá refsingu, sagði — Það þarf ekki að sleppa mjer við hana, sagði Lína og horfði beint inn í brosmild augu Roys. — Það er best að jeg taki refsinguna út í 10 mánuði. S Ö G U -**sam nrrw’ujurJuúlti/riu,, Hún: — Jeg kalla á systux- mína, ef þú heldur ófram að taka utan um mig og káfa svona á mjer. Hann: — Ágætt, fyrirtak, þá hringi jeg til eins vinar míns og þá getum við slegið upp partii. ★ Faðirinn: — Nú liefurðu ennþá fallið niður um sæti í skólanum. Þeg- ar jeg var í skóla fjell jeg aldrei niður. Sonurinn: —- Varstu þá alltaf neðstur? ★ — Jeg var að kaupa efni í brúðar- kjólinn, þvi að eftir þrjár vikur ætla jeg að gifta mig. — Jeg óska þjer til hamingju, og vona bara að þú hafir valið rjett. — Þú getur verið viss um það. Nógu mikið kostaði meterínn af þvi minnsta kosti. ★ — Hver braut rúðuna hjó ykkur? — Mamma, en það var pabba að kenna því hann beygði sig. ★ — Pjetur getur sagt ágætar kimni sögur ef hann vill. — Hann skortir þá óreiðanlega vilja. ★ Jón var allur hruflaður í framan og með glóðarauga. Vinur hans: — Hvað ósköp eru að sjá þig maður. Á jeg ekki að hjálpa þjer heim? Jón: — Jeg var að kóma að heim- Hún — Að þjer væruð latasti mað- ur sem jeg þekki. < ★ — Veistu hversvegna skoðanir kvenna eru hreinni en skoðanir karl- manna? — Það er auðvitað vegna þess að þær skipta svo oft um skoðun. ★ Maður nokkur sagði konu, að olían hefði hækkað í verði vegna stríðsins. Eru þeir þó farnir að berjast við ljós, mannaskammimar, sagði kella. ★ — Er það satt að föðurbróðir þinii, sje svo veikur að þið megið búast við öllu? - — Nei, ékki öllu. Við erfum eHi nema helminginn. ★ — Heldurðu að maður geti elskað tvær konur samtimis. — Já, þangað til önnur hvor þeirra kemst að þvi. ★ Hann: — Ósköp eruð þjer föl ! kvöld, ungfrú Hún: — Segið þá eitthvað, svo jeg geti roðnað. ★ Ákærða (gömul og skorpin): — Jeg er alveg saklaus af þessu, herra dómari. Dómarinn: —■ Einmitt, en lýsing- in á alveg við yður. Tíguleg, skraut- klædd, fögur- ..._ Ákærða: — Já, jeg meðgeng. an. ★ Hann: — Láttu mig fó hringinn, fyrst þú villt að við slítum trúlof uninni. Hún: — Nei, það dettur mjer ekki i hug. Jeg hef ekkert út ó hringinn að setja. y ★ Hann: — Hvað munduð þjer segja ef jeg sendi yður koss ó fingrinum? RinmiiinmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiieriiuMl Unglingsslúlb 12—15 ára óskast til þess að gæta barna hólfan eða allan daginn. Uppl. í síma 1946.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.