Morgunblaðið - 02.09.1950, Page 12
WOCTtÚTLIT. FAXAFLÓiI:
VESTAN wg norðvestam goT-a,
VIöT.AjL vi8 Halvard Langc.
t>kú.ralei3ingar. en bjart
köíltun.
anriklsráShcrra, er á bls. 7-
ÍSiEIMDlNGAK SIGUR-
SÆLIR \ BISLET
Pjetur Einarssou á nýju meti í miluhlaupi
t:GÆRKVÖLDI fór fram alþjóðlegt íþróttamót á Bislett leik-
vaiiginum í Oslo. Meðal þátttakendanna voru íslendingarnir,
eem kepptu í Briissel. Árangrar voru góðir og meðal annars
eetfi Pjetur Einarsson nýtt met í 1 mílu hlaupi á 4.21,4 mín.
SlV vegna slæmra hlustunarskilyrða er ekki víst að allir tím-
firnir sjeu rjettir. — íslendingarnir stóðu sig með prýði og
tpmu 5 greinar af þeim 7. sem þeir kepptu í.
-Keppni ísJendÍHganna.
Mílu hlaupið vann Dreutzler
U3A á 4.15,2 mín en Pjetur
Ehiarsson varð fjórði á 4.21,4
rnín. Gamla metið átti Óskar
Jónsson og var það 4:25,8 mín.
100 metra hlaupið var íslensk
sýningargrein. Finnbjörn sigr-
aðj. á 10,9, en Ásmundur og
Ifaukur komu á eftir á 11,0 og
11.1 sek.
Guðmundur Lárusson varð
annar í 400 m. hlaupi á eftir
íyrv heimsmethafa Mac Kenl-
cy, á ágætum tíma 48,2 sek. —
Örn -Clausen vann 110 metra
grindahlaupið á 15,0 sek., en
Ingí Þorsteinsson varð annar á
15.5 sek.
Langstökkið yann Torfi Bryn
geirsson. stökk 7,08 m. en Öm
og Finnbjörn skipuðu annað og
iðja sætið.
Kúluvarpið vann Gunnar
Huseby, kastaði „aðeins“ 15,96
meíra. Magnús Jónsson sigraði
í B -flokki 400 metra hlaup á
50,4 sek.
4x100 metra boðhlaupið sigr-
eðí íslenska sveitin á 41,9 sek.
Önnur íslensk sveit hljóp á 43,7
eij hlaup henr.ar var dæmt
ógilt.
Aðrar greinar.
Sleggjukast sigraði Evrópu-
•meistarinn nýji, Strandlie,
Noregi. en 3000 m. hlaupið
•vann Slotten, Noregi, á 8.47,0
eek.
Urslit í einstökum greinum:
100 m. hlaup: — 1. Finnbjörn
Þorvaldsson 10,9 sek. 2. Ásmund-
ui Bjarnason 11,0 sek. 3..Haukur
CJausen 11,1 sek. 4. Tor Frösaker
N 11,3 sek.
400 m. hlaup: — 1. MacKenlev
USA 46,7 sek. 2. Guðmundur Lár
usson 48.2 sek. 3. Browne USA
48.6 sek.
S-jflokkur: 1. Magnús Jónsson
50,4 3ek. 2. Leif Ekeheien 50,6.
1 milu hlaup (1609 m.): — 1.
Dreutzler USA 4:15,2 mín. 2. Vefi
■ing N 4:17,1 mín. 3. Lillebeth N
4:20,6 mín. 4. Pjetur Einarsson
4:21,4 mín.
110 m. gríndahlaup: — 1. Örn
Clausen 15,0 sek. 2. Ingi Þor-
etei.nsson 15,5 sek. 3. Tor Frösa-
ker N 15,9 sek.
Langstökk: — 1. Torfi Bryn-
geirsson 7,08 m. 2. Örn Clausen
6.89 m. 3 Finnbjörn Þorvaldsson
6,76 m. 4. J. Smith N 6,72 m.
Kátavarp: — 1. Gunnar Huse-
by* 15,95 m. 2. Bjarne Engen N
14,32 m.
>Sieggjukast: — 1. Strandlie N
53,70 m. 2. Poul Cöderquist Ð
50,05 m.
3000 m. hlaup: — 1. Sigurd
Slotten N 8:47,0 mín. 2. Knud
Tveten N 8:54,8 mín. 3. Odd
Molde N 8:55,0 mín.
4x100 m. boðlaup: — 1. A-sveit
íwiands 41,9 sek. 2. Tjavle, Oslo,
44.2 sek.
Opinberir starfsmeim
WASHINGTON: — Nærri helm-
ingur starfsmanna Bandaríkja-
stjórnar er nú konur.
Verkfall
®-----------------------—
Huodur, 3-.J0 minka
baní, drepinn við
Rauðavatn
RANNSÓKNARLÖGREGLAN
hefur verið beðin að athuga
með hverjum hætti úrvals veiði
hundur einn drapst á mánudag
inn upp við Rauðavatn.
Ei.gandi hundsins, Carl Carls
son. sem á heima við Rauða-
vatn. hafði þjálfað hann í því
að ráðast á minka. Hafði hund-
urinn bitið til bana um 330
minka, að því er blaðið hefur
frjett.
Þennan mikla veiðihund sinn,
fann eigandinn dauðann er
hann kom heim á mánudags-
kvöldið, um kl. 9. — Hafði Carl
Carlsson farið að heiman um
nónbil þennan dag og skilið
hundinn eftir fyrir utan húsið
tjóðraðan, eins og hann var van
ur að gera, er hann þurfti að
bregða sjer frá. — Hundurinn
hefur verið leystur, en hver það
gerði og með hverjum hætti
hundurinn drapst er óupplýst.
Sennilegt er þó, að hann hafi
orðið undir bíl. Er þess fastlega
vænst, að allir þeir er upplýs-
ingar geta gefið, í þessu máli,
hafi samband við rannsóknar-
lögregluna hið fyrsta. Þess skal
að lokum getið, að hundur þessi
va:r af dönsku kyni. brúnn að
lit.
á Krossgöfum—Smásög-
ur eftir Vilhjálm S.
Viihjálmsson
KOMIÐ ER út hjá Helgafelli
smásögusafn eftir Vilhjálm S.
Vilhjálmsson rithöfund. Nefnir
hann safnið „Á krossgötum“ og
eru í því 10 smásögur: Rauðir
seðlar, Mynd gamallar konu,
Lítill drengur, Blessaður gamli
maðurinn, Blá gluggatjöld, Síð
asti blossinn, Nýtt hlutverk,
Silfurbjöllur, Bróðurleit og Án
ing.
Vilhjálmur er löngu þjóð-
kunnur maður sém blaðamað-
ur og rithöfundur. Viðamestu
ritverk hans eru skáldsögurnar
Brimar við bölklett, sem kom
út 1945, Krókalía, 1947 og
Kvika, 1949. Er þetta sögu-
flokkur og segir frá lífi þorps-
búa í sjávarþorpi hjer á íandi
skömmu eftir aldamótin síð-
ustu. Er þar drepið á fjelags-
mál, atvinnuháttu og lífsbar-
áttuna yfirleitt. Er von fjórðu
skáldsögunnar í þessum skáld-
sagnaflokki og hlýtur hún nafn
ið „Beggja skauta byr“ og mun
koma út í haust.
Smásögur Vilhjálms, sem nú
eru komnar út, fjalla um marg-
vísleg efni.
mmmœ
Sex menn ljetu nýlega lífið og 30 meiddust, er járnbrautarslys
varð við Penmaennawr í Wales. Efri myndin sýnir eyðilagða
jámbrautarvagna, sú neðri er lík þeirra látnu eru borin á brott.
Gullfoss leigður til
Frukklunds í vetur
Verður í flutningum til (asabianca
FRANSKT SKIPAFJELAG,
eitt stærsta í heiminum, er á
sínum tíma átti hafskipið Nor-
mandie, hefur tekið Gullfoss á
leigu yfir vetrarmánuðina, tií
farþegaflutninga milli Frakk-
lands og Afríku. Gun Gullfoss
hefja siglingar sínar upp úr
miðjum nóvember. — í gær
sendi Eimskipafjelagið út
frjettatilkynningu um þetta og
segir þar á þessa leið:
Eimskipafjelag íslands hefur
nýverið gert samning við
franska skipafjelágið Compag-
nie Generals Transatlantique
(French Line) um leigu á m.s.
Gullfoss.
Bordeaux — Casablanca.
Tekur hið franska skipafje-
lag m.s. Gullfoss á leigu yfir
vetrarmánuðina frá nóvember
til maí, og verður skipið í sigl-
ingum milli Bordeaux í Frakk-
landi og Casablánca í Norður-
Afríku, aðallega með farþega.
Skipið verður afhent í Kaup-
mannahöfn um miðjan nóvem-
ber 1950, og verður því skilað 1
Bordeaux eigi síðar en 10. maí
1951, og er þá gert ráð fyrir að
m.s. Gullfoss hefji á ný sigling-
ar frá Kaupmannahöfn og Leith
til Reykjavíkur, á sama hátt og
í sumar.
Skipið er leigt með íslenskri
skipshöfn.
Stærsta skipaf jelag
Frakklands
Það skal tekið fram að Com-
pagnie Generale Transatlánti-
que er stærsta skipafjelag í
Frakklandi og í röð stærstu
skipafjelaga í heimi, m. a. átti
það línuskipið Normandie og er
í alla staði fyrsta flokks fyrir-
tæki. Teljum vjer það mikils
vert að leigja m.s. Gullfoss slíku
fjelagi, og ætti það ásamt því
að íslensk skipshöfn verður á
skipinu, að vera tryggiqg fyrir
góðri meðferð þess.
Vegna gjaldeyrisörðugleika
var fyrirsjáanlegt að Eimskipa-
fjelagið mundi ekki sjálft geta
haldið skipinu út hjeðan í vet-
ur á erlendum farþegaleiðum,
og var því horfið að því ráði
að athuga um leigu á skipinu,
með þeim árangri sem að fram-
an greinir.
Ísraelsríki fær aðsloð frá
Bandaríkjunum
PARÍS, 1. sept. — Þrjátíu og
fimm Bandaríkjamenn af Gyð-
ingaættum komu flugleiðis til
Parísar í dag á leið til Jerú-
salem. Hafa þeir í hyggju að
aðstoða stjórnarvöldin í ísraels
ríki við að semja efnahagsáætl-
un til þriggja ára. — Reuter
Sfræiisvagn rekst
■
a tios
STRÆTISVAGN rakst á hús
eitt við Langholtsveginn á mið-
vikudagsmorgun, snemma. —•
Nokkrar.skemmdlr urðu á hús-
inu en ekkert slys varð á mönn-
um.
Strætisvagn þessi var að
sækja vagnstjóra inn í Lang-
holt og flytja þá á vinnustað.
Á Langholtsvegmum, á móts
við húsið Langholtsv. 55, brotn-
aði drifskaft vágnsins skyndi-
lega, en við það skemmdust
hemlarnir og rann vagninn nú
áfram, án þess að hægt værrað
stöðva hann. En þegar komið
var að mótum Hólsvegar og
Langholtsvegar, ljet vagnstjór-
inn bílinn renna upp í Hólsveg,
en um leið stukku þeir, sem i
vagninum voru, út og gengu
þeir á hann, í þeirri von að
geta haldið vagninum kyrrúm
á méðari verið væri að setja
nægilegt grjót við hjólin til að
hægt væri að stöðva hann. —
En sakir þunga vagnsins og ha.ll
ans á veginum, tókst þetta eklsi.
Vagninn rann niður Hólsveg-
inn ,yfir þveran Langholtsveg-
inn og í gegnum girðingu við
verslunina í húsinu Langholts-
vegur 42, síðan rakst vagninn á
vegg verslunarinnar og braut
hann nokkuð, svo og hurðina
að henni. og dyraumbúnaðinn.
Engan sakaði, en fólkið í hús-
inu vaknaði við vondan draum
Tvö umferðarslys
urðu í gærkveldi
í GÆRKVÖLDI um kl. 7, urðu
tvö minniháttar umferðarslys
hjer í bænum. Tveggja ára
drengur varð fyrir bíl og drukk
inn maður slangraði út á götu
og varð fyrir bíl.
Drengurinn mun hafa verið
að leik við gatnamót Háteigs-
vegar og Rauðarárstígs. En bíl
bar þar að og hljóp drengurinn
í veg fyrir hann.
Hlaut drengurinn skurð á
höfði. Litli drengurinn, sem
heitir Hreiðar Jónsson, var
fjpttur heim til sín að lokinni
læknisaðgerð í Landsspítalan-
um. —
Drukkni maðurinn varð fyrir
bíl á horni Snorrabrautar og
Laugavegs. Hann slangraði út á
götuna í veg fyrir bíl, en meidd-
ist lítið. Var hann fluttur heinm
til sín.