Morgunblaðið - 10.09.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.09.1950, Blaðsíða 6
6 MORGLNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. sept. 1950 JlffgpsssMaliÍfr Útg.: H.f. Árvakur. Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðamn.) Frjettaritstjóri: Ivar GuðmunOsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045 Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Vesaldómur Alþýðu- flokksins TIL þess tekur enginn, þó að kommúnistar hjer á íslandi eins og í öðrum löndum fjandskapist við hverja þá ráðstöfun, sem miðar að því að leysa vandamál þjóðarinnar, treysta efna- hagslegan og atvinnulegan grundvöll hennar. Það er hlut- verk þessa rótlausa landráðalýðs. Hitt er öllu furðulegra þegar lýðræðisflokkur, sem vill telja sig ábyrgan stjórnmálaflokk, hleypur yfir á snæri höf- uðóvinar síns; kommúnista, og þreytir kapphlaup við hann í heimskulegum og fráleitum málflutningi. En þetta er það, sem gerst hefur með Alþýðuflokkinn og afstöðu hans til gengisbreytingar þeirrar, sem gerð var á íslensku krónunni á síðasta Alþingi. Á sama tíma, sem íslenskir jafnaðarmenn telja það höfuð- synd og fjandskap við launþega og verkalýðssamtökin að framkvæma slíka gengisbreytingu, hefur blað þeirra hins- vegar ekki hikað við að telja þá gengisbreytingu, sem jafn- aðarmenn í Bretlandi, Danmörku og Finnlandi framkvæmdu eðlilega og sjálfsagða. Á sama tíma, sem íslenskir jafnaðar- menn rekja alla erfiðleika íslendinga í dag til gengisbreyt- ingarinnar, sem núverandi stjórn framkvæmdi, láist þeim að geta þess að bæði Danir og Bretar, sem felldu gengi sitt að ráði jafnaðarmanna eiga nú í mjög svipuðum erfiðleikum og við íslendingar. Sitja þó jafnaðarmannastjórnir í báðum þessum löndum. Sannleikurinn er þó sá að Attlee í Bretlandi, Hedtoft í Danmörku og það sem meira er, Stefán Jóhann á íslandi, hafa staðið fyrir gengisbreytingum. Allir þessir frómu leið- togar jafnaðarmanna hafa framkvæmt gengislækkanir á gjaldmiðli þjóða sinna. En hvers vegna var gengi íslensku krónunnar fellt á síðasta Alþingi? Það ætti Alþýðuflokknum að vera flokka best kunn- ugt um. Hann hafði þá haft forystu í ríkisstjórn í tæp þrjú ár og meira að segja kallað hana „fyrstu stjórn Alþýðuflokks- ins“. Hvernig var þá umhorfs í þjóðlífinu þegar þessi stjórn skildi við? í stórum dráttum þannig að stórfellt atvinnu- leysi blasti við. Útflutningsatvinnuvegirnir voru raunveru- lega stöðvaðir. Hallareksturinn setti ekki aðeins svip sinn á allan atvinnurekstur heldur einnig á hag ríkisbúsins. S.l. 3 ár hafði orðið 175 millj. kr. greiðsluhalli á rekstri ríkis- búsins. Ríkissjóður var að sligast uhdir ofurþunga dýrtíðar- útgjaldanna, uppbóta á útflutningsafurðir og niðurgreiðslna á innlendum neysluvörum. Til þess að halda uppbótaleið- inni áfram þurffi að leggja yfir 100 millj. kr. skatta og tolla á þjóðina. Engum heilvita manni duldist að þessu var ekki hægt að halda áfram. Það var ekki hægt að leggja á gífurlega nýja skatta af þeirri einföldu ástæðu að enginn var til þess að greiða þá. Atvinnulífið var fyrirfram mergsogið af sligandi sköttum og almenning brast bolmagn til þess að taka á sig nýja tolla, sem mjög höfðu verið hækkaðir af „fyrstu stjórn Alþýðuflokksins“. Þannig var þá umhorfs þegar stjórn for- manns Alþýðuílokksins skildi við. Hjer var allt að komast á heljarþröm. Þá lýsti Alþýðuflokkurinn sig „stikkfríann“ og dró sig út úr pólitík eins og það hefur verið kallað. En ekki nóg með það, flokkurinn, sem hafði haft forystu á þeim ár- um, sem vandkvæðin skcpuðust á, rjeðist nú jafnframt heiftarlega gegn þeim tilraunum, sem gerðar voru til þess að rjetta hag þjóðarinnar. Vill Alþýðuflokkurinn svara þeirri spurningu, hvernig væri ástatt hjer nú ef gengisbreytingin hefði ekki verið fram- kvapmd? Engum heilvita manni dylst að þó ástandið sje ekki gott, þá væri það þó ennþá svartara ef gengisbreyting hefði ekki orðið. Stórfellt verðfall á íslenskum afurðum, mark- aðskreppa, aflabrestur og verðhækkun erlendra vara h'afa að vísu dregið mjög úr árangri hennar. Gengisbreytingin var óhjákvæmileg staðfesting þess, sem gerst hafði undir forystu Alþýðuflokksins. Þess vegna sýnir afstaða hans gagnvart þessari ráðstöfun meiri pólitískt’ístöðu leysi og vesaldóm en hefði mátt búast við af flokki, sem ný- lega hafði forystu ríkisstjórn. ÚR DAGLEGA LÍFINU „SNJÓRINN ‘ 1 FJALLA-EYVINDI WILFREÖ TAYLOR, ristjóri, sem skrifar „Daglega lífið“, eða „Dagbók Skota“, eins og það heitir í Edinborgarblaðinu „The Scotsman“, hefir gert að umtalsefni erfiðleikana, sem nokkr ir breskir leikarar frá Gateway-leikhúsinu í London lentu í, er þeir voru beðnir að útvega, það, sem jeg held að hafi verið efnið í bylinn í Fjalla-Eyvindi í Þjóðleikhúsinu í vor. Hann segir frá viðtali við tvo Lundúnaleik- ara, sem heimsóttu hann í Edinborg um daginn og sögðu honum eftirfarandi sögu: • SKEYTI KEMLR FRÁ ÍSLANDI SAGAN hefst á því, að einu sinni í vor kom skeyti til þeirra frá íslandi sem var á þessa leið; „Gjörið svo vel að útvega Þjóðleikhúsi ís- lands „álfaskraut“, til að nota á leiksviði. Senni- legt að hægt sje að fá það í Petticoat Lane, eða hjá Woolworths. Sendið flugleiðis“ .... Und- irskrifað af kunnri leikkonu á íslandi. Bresku leikararnir Ijetu ekki á sjer standa og útveguðu það, sem beðið var um og komu því fyrir í pakka. o STRANDAR Á ÚTFLUTNINGS- LEYFI EN ÞEGAR farið var fram á útflutningsleyfi, var það síður en svo auðsótt mál. Margskonar ljón urðu á veginum. Það var engu líkara, en að veslings leikararnir, sem voru að gera fje- lögum sínum á íslandi greiða, ætluðu að senda pakka fullan af gin- og klaufaveikis- bakteríum, eða Colorado-bjöllum til íslands. — Hver stjórnardeildin af annari neitaði um út- flutning og það var ekki fyr, en að einhver, sem hafði gott samband á „hærri stöðum“, not- aði vináttu sína til að leyfið fjekkst. • NÝIR ERFIÐLEIKAR Á MEÐAN á þessu stóð, munu einhverjir vark- árir menn á íslandi hafa fengið áhyggjur af sendingunni og sent var skeyti frá Reykjavík, þar sem beðið var um að rannsaka til hlýtar, „hvort snjórinn þyldi að fara upp í háloftin í flugvjel. Sjerfræðingar voru spurðir, en-þótt leitað væri um allt Bretland, virtist enginn hafa rannsakað, hvort leikhússnjór þyldi flugferða- lag. Var snjórinn síðan sendur upp á von og óvon og það blessaðist allt. Þetta er þá sagan um snjóinn í Fjalla-Eyvindi, sem leikhúsgestir hjer dáðust mest að. Eða að minnsta kosti get jeg ekki imyndað mjer, að það hafi verið neitt annað en snjórinn, sem um er að ræða. • STÆRRI PÖNTUN NÆST EN SAGA Lundúnaleikaranna var ekki búin með þessu. Næst sögðu þeir hinum skotska starfsbróður mínum frá því, að nokkru síðar hefðu þeir fengið brjef frá leikurum á íslandi, sem að þessu sinni báðu um eftirfarandi: „(1) Borðstofuborð frá Victoríutímabilinu (helst kringlótt), (2) Sex stóla með borðinu. (3) Sófa. (4) Hægindastól. (5) Það, sem við köllum reykborð, þið vitið til að setja á pípur, tóbak, öskubakka og svoleiðis. Þið vitið hvað jeg á við. (6) borð til að hafa fyrir framan sóf- ann, með einum fæti“. Hvernig leikurunum gekk að fá útflutnings- leyfi fyrir húsgögnunum greinir sagan í Scots- man ekki. • ÚR POKAHORNINU MARGAR hsmæður er virðast þeirrar skoðun- ar, að nú þegar að skyrið hefir hækkað i verði og þær hafa þegjandi og hljóðalaust tekið við skyri umbúðalausu í 4—5 mánuði, þá ætti sam- salan að hafa efni á að pakka því inn í þar til gerðan pappir. — Ætli það ekki..Sama máli gegnir með kökur í bakaríum. Kona nokkur sagði mjer frá því, er sonur hennar kom ó- hreinn úr erfiðisvinnu og keýpti sjer smjör- köku í brauðbúð. Honum var rjett kakan, als- ber, í hendurnar. Þrifnaður það. — Loks eru það þeir, sem skilja ekki, að veitingasalarnir á Borg þurfi að vera lokaðir tvisvar í viku fyr- ir dansleiki, sem aðgangur er seldur að, á með- an Borgin hefir einkaleyfi á vínveitingum. • ÞEGAR ÍIUND TYKKINN KOM TIL ÍSLANDS KUNNINGI minn vildi segja þetta, á dögunum er jeg hitti hann á götunni og getur hver og einn getið sjer.til við hvað hann átti við: Ef að danski landsstjórinn á Bessastöðum hefði þorað að skjóta úr fallstykkinu þegar Tyrkja-skipið strandaði á skerinu fyrir framan virkisgarðinn, hefði Tyrkinn gert minni bölvun af sjer, en raun varð á. Og ef Vestmannaeying- arnir hefðu haft eitthvað af vopnurn til að verj ast Hund-Tyrkjanum er hann heimsótti þá“ þá hefði orðið minna um grát og gnístran tanna og íslensku fólki í útlegð og þrældómi suður í Afríku“ — „Það er sagt að sagan geti endur- tekið sig“, bætti hann við, íbygginn á svipinn. .. - ■ m m w »i " "«■ » M'WSBM ÍÞBÓTTIR Gunnar átti 4. besta ! Keppni Vestmannaeyinga og isfirðinga. afrekið EF afrekunum á Evrópumeist- aramótinu í Brússel er raðað samkvæmt finnsku stigatöfl- unni, kemur í Ijós, að Zatopek á besta afrekið fyrir 10,000 m. hlaupið. Hjer fer á eftir listinn yfir afrek þeirra sigurvegara, sem hlutu 1000 stig eða meir. (Kvennagreinar ekki teknar með, nje heldur maraþonhlaup, hindrunarhlaup eða ganga): 1. Zatopek, 1000 m. hlaup, 1173 stig. 2. Consolini, kringlukast, 1172 stig. 3. Zatopek, 5000 m. hlaup, 1165 stig. 4. Gunnar Huseby, kúluvarp, 1122 stig. 5. Slijkhuis, 1500 m. hlaup, 1097 stig. 6. Filiput, 400 m. grindahl., 1059 stig. 7. Pugh, 400 m. hlaup, 1049 stig. 8. Lundberg, stangarstökk, 1048 stig. 9. Strandli, sleggjukast, 1046 stig. 10. Parlett, 800 m. hlaup, 1044 stig. 11. Hyyttianien, spjótkast, 1029 stig. 12. Mario, 110 m. grindahl., 1000 stig. EINS OG áður er getið, keppti Knattspyrnufjelagið „Týr“ frá Vestmannaeyjum við ísfirð - inga í frjálsum íþróttum á ísa- firði s.l. laugardag og sunnudag, Veður var fremur slæmt á laug- ardaginn, en á sunnudaginn var veður sæmilegt. Úrslit í mótinu: 100 metra hlaup: — 1. Guð- mundur Hermannsson í 11,5 sek. 2. Eggert Sigurlásson T 11,6 sek. 3. Gunnlaugur Jónasson í 11,7 sek. Hástökk: — 1. Albert Karl Sanders í 1,71 m. 2. Kristleifur Magnússon T 1,65 m. 3. ísleifur Jónsson T 1,60 m. Spjótkast: — 1. Adólf Óskars- son T 54,95 m. 2. Albert Ingi- bjartsson í 43.19 m. 3. ísleifur Magnússon T 41,70 m. Kúluvarp: — 1. Guðmundur Hermannsson í 13.46 m. 2. Albert Karl Sanders í 11,43 m. 3. Albert Ingibjartsson í 11,34 m. 400 m. hlaup: — 1. Eggert Sig- urlásson T 52,0 sek. 2. Gunnlaug- ur Jónasson í 53,8 sek. 3. Rafn Sigurðsson T 54,2 sek. Þrístökk: 1. Kristleifur Magn- ússon T 13,62 m. 2. Jón Karl Sig- urðsson í 12.36 m. 3. Eiríkur Guðnason T 12,20 m. Síangarstökk: — 1. Kristleifur Magnússon T 3,40 m. 2. ísleifur ónsson T 3,20 m. 3. Albert Ingi- jartsson í 2,80 m. Kringlukast: — 1. Guðmundur Hermannsson í 39,35 m. 2. Albert Karl Sanders í 30,91 m. 3. ís- leifur Jónsson T 30,21 m. Langstökk: — 1. Kristleifur Magnússon T 6,42 m. 2. Gunn- laugur Jónasson í 6,31 m. 3. Sig- urður B. Jónsson I 6,25 m. 1500 m. hlaup: — l. Eggert Sigurlásson T 4:26,8 sek. 2. Ragn Sigurðsson T 4:33J sek. 3. Magn- ús Helgason T 4:'36,7 sek. 4x100 m. boðhlaup: — 1. A- sveit ísfirðinga 47,7 sek. — 2. A-sveit Týs 47,8 sek. 3. B-sveit Týs 54,6 seft. I sveit Isfirðinganna voru Guðm. Hermannsson, Sigurður B. Jónsson, Jón Karl Sigurðsson og Haukur Ó. Sigurðsson. — Jón Páli. — ÞjóSverja SVÍAR hugsa til landskeppni við Þjóðverja innan skamms tíma. —'Hafa þeir reiknað út hvernig keppnin muni fara og stuðst þar við árangra Svía á E^vrópumeistaramótinu og bestu afrekum Þjóðverja. — Komast þeir bá að þeirri niðurstöðu að Svíar vinni með 109 stigum gegn 99. Stigin reikna þeir þannig út: Hlaup 61:59. Köst 24:20. Stökk 24:20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.