Morgunblaðið - 10.09.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.09.1950, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 10. sept. 1950 .......Framhaldssagan 33 ..................— ■ ......... FRÚ MIKE Eftir Nancy og Benedicf Freedman hlU—■—MIIU) lllllllllllllll^ll■lll^llll■^l■|l|■l—* .Illllllllll III 1 11IIIIIllllll 1111 llllllllllllim lllll Illll n Við gengum rakleitt að húsi Mustagan, sem var foringi Indí ánanna. Hópurinn í kringum okkur varð stærri og stærrí eft ir því sem við nálguðumst kofa foringjans meir. Drengirnir hættu við örvasmíði sína, ung- ir menn lögðu frá sjer árarn- ar, sem þeir voru að laga og stúlkur stukku-frá vefnaði sín- um. Mustagan kom á móti okk- ur til að heilsa okkur. Hann var stór og sterklega byggður maður. Og á eftir honum kom Oo-me-me, kona hans. — Hún var blíðleg og frekar lagleg og nafn hennar þýddi „Litla dúf- an“. Mustagan sagði eitthvað við Mike og lyfti hendi sinni til merkis um að við værum vel- komin. Hann leiddi okkur til húss síns, sem var ekki ólífct okkar húsi. Oo-me-me breiddí tvö skraut Jeg teppi fyrir framan húsið. Míke og Mustagan settust á þau, en hópur annarra manna sat á hækjum sjer í hálfhring kringum þá. Oo-me-me færði eiginmanni sínum pípu hans. Hún verður að ganga á milli mannanna og þeir að reykja Iiana. Hún var fagurlega útskor in, með löngum stilk úr arnar- fjöður og stórri skál. En ekki Ceðjaðist mjer að hinum megna Og beiska þef af henni. — Jeg reyndi að vera ekki að hugsa um, hversu marga munna hún hefði komið upp í eða tennurn- ar er bitið höfðu um hana. Mike fjekk hana næstfyrstur og þar sem í hópnum voru þrjátíu eða fjörutíu menn, gladdist jeg yf- ir að honum skyldi vera boðið svona snemma. En þrátt fyrir allt, þá voru þessir menn tignaríegir. Þetta voru veiðimenn þjóðflokksins, hermennirnir. — Hópurinn var myndarlegur á að horfa. milli baðmullarslánna, sem skornar •höiðu verið af ströngunum hans Joe Henderson, sá í dökkleit- an líkamann. En yfir efnin sem keypt höfðu verið í versl- uninni var ]agt ofið skraut: — myndir af skurðgoðum og alls konar litskraut flaksaðist við dökkleitan skrokk þeirra. Moskítófluga settist á þann manninn sem næst okkur stóð, gleypti í sig það sem hún gat í sig komið og flaug síðan á brott. Mike sagði að Indíána.n ir og Moskítóflugurnar hefðu verið hjer svo lengi að þau væru orðnir góðir nágrannar. Kynblendingarnir áttu í erfíð- leikum eins og hvítu mennirn- ir en hinir hreinu Indíánar virt ust meira eða minna ómóttæki- legir. En þeir voru ekki ómót- tækilegir fyrir sjúkdómum þeim sem berast með flugunum og mjer varð litið til gluggar na á húsi Mustagans og Oo-me-me. Flugnanetið, sem jeg hafði gef- ið þeim, var þar ekki og eina gluggatjaldið sem þar var. voru blaktandi vængir skordýr anna. „Oo-me-me“, sagðí jeg með alvörusvip. Hún leit á mig með brosandi augum. Jeg gaf henni bendingu um að koma afsíðis og við fór- um inn í húsið. Jeg benti á opna gluggana. „Dúkurinn eða flugnanetið, /em Mike undir- foríngi setti upp, hvar er það?“ Hún brosti aftur og sagði síðan á bjagaðri ensku sem hún hafði lært á trúboðsskólanum: „Hann mjög fínn, mikið falleg- ur,“ „Já“, sagði jeg, „en hvar er það?“ Hún leit á mig vandræðaleg eitt augnablik, eins og hún væri að reyna að skilja, hvað það væri sem jeg vildi. ,,Jeg kem með, já?“ „Já“, sagði jeg og var glöð yfir að hún skyldi þó enn eiga netið. Mike mundi verða að hengja það fyrir gluggana aft- ur. og jeg rpundi þurfa að út- skýra þetta fyrir honum. — „Þetta tekur tíma“, sagði jeg við sjálfa mig — „og þolin- mæði“, bætti jeg við með hörku. Kjökur barst frá herbergi því, sem Oo-me-me hafði farið inn í. Jeg gekk til dyranna og leit inn. Ungbarn lá á tuskum og fötum sem hrúgað hafði ver- ið upp á gólfinu. Það sparkaði með skítugum fótunum en við það flaug hópur flugna upp í loft. Á öðrum fæti barnsins var opin skráma, rauð og þrút- in. Um leið og barnið hætti að sparka settust skordýrin á fæt ur þess að nýju og gleyptu í sig óvarið kjötið. Oo-me-me hafði fundið það, sem hún leitaði að. Hún sneri sjer að mjer og var með fangið fullt af því sem Frakkar kalla parfléche. Það er nokkurskonar þurrkuð húð. En innan í hana var vafið minnsta kosti 6 blúss um eða kjólum, sem ýmist voru úr flaueli eða baðmullarflaueli. Hún opnaði pakkann með hinni mestu varúð og nú sá jeg að hver flík var brydduð með mjórri ræmu af netinu, sem ætlað var til varnar flugum. Hún var svo ánægð og hreyk- in af þessum klæðnaði sínum að jeg gat ekkert sagt. — Jeg horfði á barnið, hvernig það bylti sjer og velti vegna ágangs flugnanna. „Oo-me-me“, sagði jeg, „þú hefir gert rangt“. Hún skildi það orð. Hlýtur áð hafa lært hvað það þýddi, þegar hún var í trúboðsskól- anum, því einkennilegur glampi kom í augu hennar. „Þú áttir ekki að eiga þetta net. Það átti að vera fyrir glugg unum“. Hún leit ólundarfull og tor- trygginn á svip á gluggana. „Hversvegna á að setja fall- egt efni fyrir þá?“ Þegar hjer var komið, kom Mike inn. Jeg sýndi honum hvar flugnanetið var niður kom ið og byrjaði síðan á sögunni og talaði mjög hratt til að,Oo- me-me gæti ekki fylgst með. Jeg hugsa að Mike hefði ekki heldur getað fylgst með, ef kjól arnir, bryddaðir með flugnanet- inu hefðu ekki verið þarna fyr ir augu hans. Jeg sá á svip hans að honum fannst þetta bara broslegt og jeg hugsa að hann hefði hlegið, ef jeg hefði ekki hækkað róminn þegar jeg var að Ijúka sögu minni. En í stað þess að hlæja, kallaði hann á Mustagan og sagði okkur frá sr, Lecombé og ruslakörfunni. „Einu sinni“, sagði Mike um leið og hann kveikti sjer í pípu. Hann talaði á máli Indí- ánanna, en mjög hægt svo jeg gæti fylgst með. Mustagan horfði stöðugt á Mike. .Það er siður Indíána, en þeir eru þol- inmóðustu hlustendur sem til eru. „Fyrir mörgum árum, þeg ar fjallalögreglumaður reið fyrst inn í Calgary, var þar ekki annað en eitt tjald. Tjald- ið átti sr. Lacombe, fyrsti hvíti maðurinn, sem kom hingað í Norðurhjeruðin. Þetta litla tjald var ^ðsetursstaður fyrsta trúboðsins hjer norður frá. — Jæja, Indíánarnir, sem voru hjer, voru svonefndir Svart- fetar og sr. Lacombe kenndi þeim og bjó meðal þeirra og varð eins og bróðir þeirra. Hann talaði við þá um forfeður þeirra, sem voru synir Guðs, en hann hjet Jesús. Hann talaði einnig um aðra hluti við þá. Það var einn siður þeirra sem hann var mjög mikið á móti og hann var þessi: Þegar matarleifar og annar úrgangur þekja gólf kof- ans svo að illan daun leggur um híbýlin og hvergi er hægt að drepa niður fæti án þess að stíga ofan í þennan úrgang, þá yfirgefa Svartfetarnir kofann og byggja sjer annan, sem er hreinn og þokkalegur — um stundarsakir. Nú var það siður þeirrar þjóð ar sem sr. Lacombe kom frá, að safna ónýtum matarleifum og beinum í einn stað, sópa drasl úr öllum hornum íbúðar- innar, safna því saman og brenna öllu saman. Hann sagði Svartfetunum frá þessum sið hvítu mannanna og sagði þeim að að honum væri mikill hrein- lætisauki. -*wiiiiiiihhiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiim»miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiw»>_ | Snyrting | Andlitsböð Handsnyrting : Fótaaðgerðir | Jafnt fyrir jj Idömurog herra) í Höfum fyrsta flokks augna- : | brúnalit. i Snyrtisto/an ÍRIS i i Skólastræti 3. Simi 80415. 1 er símanúmer okkar Sækjum — Sendum. Þvotlahúsi9 FRÍÐA Lækjargötu 20, Hafnarfirði. | M.s. „Cullfoss“ fer frá Reykjavík laugardaginn 23. september kl. 12 á hádegi til Leith og Kaupmanr ahafnar. Pantaðir far- seðlar skulu sóttir eigi síðar en föstu dag 15, sept, Það skal tekið fram, að farþegar verða að sýna fullgild vega- brjef þegar farseðlar eru sóttir. H.f. Eimskipafjelag íslands FJ AÐRAFÁNINN 4. ^ „Hvar er þá harpan þín? Og hvar er fiðlan þín?“ sögðu þjónarnir. „Ekki geturðu farið inn án þeirra.“# „Látið konunginn dæma um gjöf mína,“ bað skógarhöggs- maðurinn. „Gakktu irfn í höllina,“ sögðu menn konungs, „en gættu þín, ef þú hefur ekki neina sönglist að bjóða konunginum, verðurðu líflátinn.“ Ungi skógarhöggsmaðurinn hneigði sig djúpt fyrir kon* unginum. j „Yðar hátign,“ sagði skógarhöggsmaðurinn. „Jeg færi yðuc sönginn, sem þjer munuð heyra núna.“ Og þá byrjaði litli fuglinn að syngja. Hann hafði beðið fyrir utan gluggann á trjágrein, eins og hann hafði lofað, Hann söng fyrir vin sinn, skógarhöggsmanninn, og konung- urinn klappaði saman höndunum af gleði. „Ef jeg get fengið að heyra svona söng við og við, skaj jeg alltaf vera glaður og ánægður,11 sagði hann. „Yðar hátign,“ sagði ungi skógarhöggsmaðurinn. „Fugl- arnir, vinir mínir, hafa lofað að syngja fyrir yður.“ Konungurinn var svo þakklátur, að hann bauð skógar- höggsmanninum dóttur sína fyrir eiginkonu. Og svo kunn- gerði konungurinn raunalega leyndarmálið sitt, sem hann hafði ekki viljað segja neinum. Hann var orðinn blindur. Og hann sagðist mundu verða afar feginn, ef ungu hjónin vildu stjórna ríkinu fyrir sig, þar sem hann væri ekki fær um það lengur. Og skógarfuglarnir sungu alltaf eftir þetta fyrir konung- inn. Þeir sungu svo sætlega um allt það fallega, sem þeir sáu í heiminum, að blinda konunginum fannst, að hann gæti sjeð það sjálfur með eigin augum. Og hann var aldrei hryggur framar. ENDIR. ★ „Hann er regluleg stjarna sem ræðumaður að loknu borðhaldi.“ „Stjarna! Hann er bókstaflega tungl. Hann verður skýrari eftir þvi sem hann verður fyllri.“ ★ „Mamma,“ sagði Tommi, „er það rjett að segja „vatna hestinum þegar maður gefur honum að drekka.“ „Já, elskan, það er alveg rjett.“ „Jæja þá“, sagði Tommi og tók upp undirskál. „Jeg ætla að fara að mjólka kisu.“ ★ „Jonni,“ sagði kennarinn. „Ef kola tonnið kostar 200 kr., og pabbi þinn sendir kaupmenninum 1200 kr., hve mörg -tonn fær hann þá send heim? Jonni varð ekki orðlaus yfir svona auðveldri spurninga. „Þrjú tonn,*5 sagði hann bot ginmannlega. „Nei, það cr ekki rjett,“ mótmæltl kennarinn. „Nei, jeg veit það líka,“ sagðl Jonni „en þe*ta gera þeir allir.“ ★ Pjesi: „Hvað er grænt og rautt með f jóra fætur. sem flýgur gegnum loftið og syngur?“ Pabbinn (sk’ömmustulegur): „Tja, jeg veit það nú bara ekki. Hvað er það?“ Pjesi: „Jeg er ekki búinn að ókveða nafnið ennþó.“ ★ Negri var að leggja af stað í ferð með múlasnaan sinn, og var stöðvað- ur af forvitnum vegfaranda. „Hefir þessi múlasni aldrei spark- að í þig?“ spurði hann, „Nei, herri, aldrei, herra,“ svar- aði surtur. „En hann hefir oft og mörgum sinnum sparkað í staðinn, sem jeg var á rjett áður.“ ★ „Svo að þú ert alveg sjálfstæður og óhóður í nýju vinnunni þinni.“ „Já, alveg hreint. Jeg kem hvenær sem jeg vil fyrir kl. átta á morgn- ana og fer þegar mjer sýnist eftie klukkan fimm.*’

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.