Morgunblaðið - 17.09.1950, Page 7
T
Bunnudagur 17. september 1950 M O R G V N B L A Ð I B 'í
REYKJAVÍKURBRJEF
Fyrstu samningarnir
við íra
ÞAÐ vekur óskifta ánægju ís-
lendinga, að nú skuli hafa ver
ið efnt til fyrstu viðskiftasamn
jnga við hina írsku þjóð. — Að
sjálfsögðu er það fýrir sig á-
nægjuefni þegar undirbúin eru
viðskifti við fleiri þjóðir, en áð-
ur hafa verslað við okkur. En
þegar um frjálsar frændþjóðir
er að ræða, eins og íra og ís-
lendinga, hljóta með vaxandi
viðskiftum að leiða af sjer vax
andi kynni og menningartengsl.
Við íslendingar höfum alltaf
gert okkur grein fyrir að írar
eru okkur skyldir. Síðustu vís-
índalegar rannsóknir á skyld-
leika íslendinga við aðrar þjóð
ir, leiöa þó í ljós, að sá skyld-
leiki er jafnvel meiri, en lært
verður af sögulegum heimild-
um.
Fátt ber fyrri einangrun okk
ar greinilegri vott, en það, að
öld eftir öld skuli ísienska þjóð-
in hafa lifað í landi sínu, án
þess að nokkur samskifti hafi
verið milli þessara náskyldu
þjóða, íra og íslendinga.
Það vérður ekki frændsemin
ein, sem tengir okkur saman í
framtíðinni. Með auknum rann
sóknum á sögu þjóðanna, mun
það og koma í ljós, betur og bet
ur, að uppruni hinnar fornu
íslensku bókmenningar, á að
miklu leyti rót sína að rekja til
írskra ættar og menningar-
áhrifa.
Bjarni Benediktsson.
„Valdamesti
ráðherrann“
I HINNI daglegu svívirðingar-
grein sem Þjóðviljinn birtir um
Bjarna Benediktsson kemst níð-
greinarhöfundur kommúnista
blaðsins svo að orði:
„Bjarni Benediktsson er, sem
kunnugt er, valdamesti ráð-
herra núverandi stjórnar.“
Þannig líta kommúnistar á.
Þrátt fyrir ailar hinar daglegu
skammir og svívirðingar, sem
Moskvamálgagnið birtir um
Bjarna geta Þjóðviljamenn ekki
komist. hjá að sýna aðdáun sína
á þessum andstæðingi þeirra.
Naumast geta þeir talið að hann
sje „valdamesti ráðherrann í
stjórninni" nema þeir sjái, að
með því sjeu þeir að viðurkenná
tíugnað hans og yfirþurði.
Margskonar
öfgar Þjóðviljans
BJARNI BENEDIKTSSON hef-
Ir sem kunnugt er, mörgum þýð'
Ingarfhiklum störfum að gegna.
En þó hann sje „valdamesti ráð
herrann“ eftir því sem Þjóðvilj-
inn segir, þá er líklegt, að flest-
um lesendum kommúnistabdaðs
ins sýnist, að þar taki Þjóðvilj-
ínn of djúpt í árinni, er hann
Segir að Bjarni Benediktsson
þafi það í hendi sinni, hvort 28
nýsköpunartogarar sjeu gerðir
út eður eigi. Hann geti ráðið
hvaða verð fæst fyrir íslenskan
freðfisk á erlendum markaði.
Hann eigi sök á að erlent verð-
lag á íslenskum útflutningsvör-
um hefir lækkað i heiminum.
Hann hafi komið því til leiðar
að verðlag á erl. nauðsynjum
hafi hækkað og dýrtíðin hafi
aukist innanlands. Aflabrestur-
inn á síldveiðunum sje algerlega
honum að kenna. Öll þarafleið-
andi gjaldeyrisvandræði þjóðar
innar skuli því sett á reikning
hans og þar fram eftir götun-
um. Svo mikil er ofsalöngun
Þjóðviljans til að níða þenna
andstæðing sinn, að hann lætur
þessa löngun sína teyma sig út
í allar þessar kjánalegu öfgar.
Óttinn við öflugasfa
andstæðinginn
FIRRUR og fjarstæður komm-
únista um Bjarna Benediktsson
eru vissulega sprottnar af því,
að íslenskir kommúnistar vita
sem er, að Bjarni er öflugasti
og einbeittasti andstæðingur
þeirra.
Þetta veit og skilur alþjóð
manna.
Þegar hinar vestrænu þjóðir
vöknuðu til fullrar meðvitundar
um starfsemi Fimtuherdeild-
anna sem Moskvavaldið hefir í
þjónustu sinn, með öllum hinum
vestrænu lýðræðisþjóðum, þá
voru menn misfljótir að draga
af þessu nýja viðhorfi rjettar
og skýrar ályktanir.
Svo einkennilega vildi til, að
bæði Norðmenn og íslendingar
áttu þá menn í stöðu utanríkis-
ráðherra, sem tóku upp foryst-
una í því að móta það almenn-
ingsálit sem nauðsynlegt var, til
þess að sporna við útbreiðslu
og áhrifum frá eiturnöðrum
Moskvavaldsins, hver með sinni
þjóð.
Það var öllum Norðmönnum
fremur, utanríkisráðherrann,
ITalvard Lange, sem sneri meg-
inþorra norsku þjóðarinnar til
öglugrar andstöðu gegn hinu
austræna valdi og áhrifum.
Hann hefir fyrir það hlotið ó-
skipta viðurkenning þjóðar sinn
ar. En afleiðingin af hinni ein-
dregnu baráttu hans og fjelaga
hans, bar skjótt þann árangur,
að liðsmenn Moskvavaldsins
hafa þurkast út af löggjafar-
þingi Norðmanna.
Utanríkisráðherra íslands
Bjarni Benediktsson, hefir sams
konar forystu með sinni þjóð
og Halvard Lange með sinni, í
andstöðunni gegn hinu aust-
ræna valdi.
Þetta skilja forystumenn hin-
ar íslensku Fimtuherdeildar. Af
þeirri meðvitund sprettur hið
blossandi hatur kommúnista á
Bjarna Benediktssyni. Þeir ættu
þó að geta kilið, að hver öfgafull
níðgrein, sem þeir gefa út, um
þenna andstæðing sinn, verður
fyrst og fremst til þess að stað-
festa virðing og dálæti allra
þjóðhollra íslendinga á Bjarna
Benediktssyni. Þeim mun öfga-
fyllri og afkáralegri greinar,
em þeir skrifa um hann þeim
mun öruggara er, að utanríkis-
ráðherrann okkar hlýtur vax-
andi vinsældir fyrir störf sín og
forystu gegn kommúnistum.
Kominn heim
EINAR OLGEIRS§ON er kom-
inn heim. Hann ;var austan
Járntjalds í framt að því tvo
mánuði. Fyrst var hann boðað-
ur á flokksfund kommúnista-
flokksins í Austur-Berlín. Þar
hyllti Aksel Larsen formaður
dönsku flokksdeiidarinnar Ko-
minform og lofaði fyrir hönd
þeirra beggja fullkominni
hlýðni og auðsveipni við hið
austræna einræði. Yfirlýsing
Larsens var áþekk yfirlýsing-
um annara deildarstjóra i kom
múnistaflokknum, svo sem í
Frakklandi og ítalíu, um það,
að þegar „móðurland kommún-
ismans“ kallaði á aðstoð þess-
ara fylgismanna sinna, myndu
þeir hiklaust setja hagsmuni
Sovjetstjórnarinnar ofar'hags-
munum sinnar eigin þjóðar.
Að þessum Berlínarfundi
loknum hvarf Einar um tíma
í hina kommúnistisku skugga-
veröld. Ekkert spurðist til hans
viku eftir viku. Þegar liðnar
voru 7 vikur, síðan frá honum
hafði heyrst orð, fór flokks-
mönnum hans ekki að litast á.
Þeir stungu saman nefjum um
það, hvort „þeim stóru“ þar
eystra hafi mislíkað eitthvað
við Einar? Getur bað verið að
hann hafi ekki reynst nægilega
einbeittur á línunni? Þegar þeir
t. d. hafa gengið á hann, hvort
hann væri ekki reiðubúinn til
þess, í einu og öllu, að vinna
fyrir hið austræna herveldi
gegn þjóð sinni, þegar þurfa
þykir, þá hafi hann gugnað í
tilbeiðslunni, í trúnni? En þeir,
sem hughraustastir voru, ljetu
engan bilbug á sjer íinna. —
Sögðu sem var, að Einar Olgeirs
son myndi alla tíð reynast ó-
svikinn Fimmtuherdeildarmað-
ur fram í fingurgóma. — Hann
skilar sjer úr föðurhúsunum,
sögðu þeir. Og nú er hann kom-
inn.
Að samræma starfið
NOKKRU eftir að flokksfundi
kommúnistanna í Austur-Ber-
lín var lokið, var skýrt frá því
í þýska blaðinu ..Die Welt“, að
Kominform hafi fyrirskipað
Anton Ackermann í utanríkis-
ráðuneyti Austur-Þýskalgnds,
að sjá um, að samræma starf-
semi allra flokksdeilda kom-
múnista í Vestur-Evrópu.
Einar Olgeirsson.
Ve^na þessarar „samræming
ar“ hefir Einari, sennilega verið
haldið svona lengi fyrir aust-
an „Tjald“. Þegar hann hefir
lokið við að læra lexíuna sína,
kemur hann heim, ekki einasta
sem formaour hinnar íslensku
flokksdeildar kommúnista, held
ur sem fulltrúi hinnar austur-
þýsku ríkisstjórnar, einskonar
verslunarfulltrúi hennar, með
tilboð frá verslunarmálaráð-
herranum sjálfum, um það að
hin austur-þýska stjórn sje
kaupandi að íslenskum afurðum
fyrir 33 miljónir króna.
Þetta er „línan“ sem Einar
fjekk þar. eystra, „línan“ sem
hann á að fara eftir. Á þessu
á hann að byggja þann áróður,
sem , miðar að samræmingu
allra kommúnista flokksdeild-
anna í Vestur-Evrópulöndum.
Eftir austrænum
aðferðtun
AUSTANMENN eru. því vanir,
að hafa full not af útvarpsstöðv
um fyrir áróður sinn. Hefir Ein
ari værið sagt, að slíkt skyldi
hann og gera, þegar hann kæmi
heim. Hann var ekki fyrr stig-
inn á land hjer, en hann hring-
ir í frjettastofu útvarpsins, og
segist vera með . slík boð að
austan. Þar eru allar gáttir opn
ar fyrir Einar eins og eðlilegt
er. Utvarpsstjóranum okkar
hefir að sjálfsögðu fundist, að
þar væri hjartfólgnasti draum
ur hans að byrja að rætast. Að
taka á móti fulltrúum og fyrir
skipunum að austan. Slík til-
finning er sennilega fyrir hann
líkt og að komast með tána inn
fyrir þröskuldinn í hinu aust-
ræna sæluríki.
Það lá ekkert á því fyrir
hinn austur-þýska erindreka að
tilkynna ríkisstjórn íslands, að
hann hefði „fundið“ kaupendur
fyrir austan „Tjald“, að isl.
afurðum fyrir 33 miljónir kr.
Útvarpshlustendurnir þurftu
fyrst og fremst að vita hvað
þessi bráðskeleggi erindreki
Kominforms hefði upp á að
bjóða.
Var þá korninn hinn ósvikni
áróðursstimpill á allan erindis-
reksturinn.
Þegar tormerkjunum
var haldið á Iofti
ÍSLENSKU ríkisstjórninni var
kunnugt um markaðshorfur
fyrir íslenskar afurðir í Aust-
ur-Þýskalandi á fyrstu mánuð-
um ársins.
Samninganefnd frá stjórninni
sat í Austur-Berlín frá 1. mars
til 24. mars í ár, til þess að
leita hófanna við hina austur-
þýsku ríkisstjórn, um kaup á
íslenskum afurðum. Var þar
fyrst og fremst rætt um að
selja þangað freðfisk.
Hin austur-þýsku 5'firvöld
svöruðu því þá til ,að það væru
mörg og mikil tormerki á því,
að slík viðskifíi gætu tekist. ■—
Frystihús væru af skornum
skammti í landinu. Nauðsynleg-
ir járnbrautarvagnar ekki til.
Nauðsynlegir flutningabílar
ekki heldur. Flutningar því að-
eins mögulegir yfir vetrarmán-
uðina. Verðið á fiskinum hjeð-
an væri of hátt. Og innflutn-
ingsáætlun hinnar austur-
þýsku ríkisstjórnar útilokaði
fiskkaup frá íslandi, fyrr en
seinna.
Auk þess væri ekki hægt, eða
ekki leyfilegt, að flytja inn fisk
til Austur-Þýskalands, nema
um eina höfn. Þessi eina höfn
/
væri því miður of grunn. Is-
lensku togararnir flytu þar
ekki að bryggju. Ef hægt yrði
að kvotla fiskinum í land, en
bryggjupláss væri þar lítið, þá
væru engin söluskýli þar til.
En ef samt kynni að verða
ráðist í að selja fisk til Austtir-
Þýskalands, þá myndi ekki
verða hægt að fá þar annað
fyrir hann en ritvjelar og léir-
muni.
Síðar kom í ljós að austur-
þýska stjórnin vildi ekki kaupa
sjávarafurðir hjeðan, heldur
landbúnaðarafurðir, gærur, ull
og húðir fyrir lágt verð og með
löngum gjaldfrest.
Skilaboð Einars
NÚ HEFIR Einar Olgeirsson
engar áhyggjur af því, að þarna
Laugardagur
16. seplember
vanti frystihús, járnbrautar-
vagna, flutningabila, bryggju-
pláss, söluskýli og nægilega
djúpa höfn. Er það í sannleika
gleðiefni að í hinu austur-þýska
lýðveldi skuli hafa gerst svo
rniklar breytingar til batnaðar
á ekki lengri tíma.
Því miður er nokkur reynsla
fyrir því, að margt getur kom-
ist í ólag á skömmum tíma í
austanverðu Þýskalandi, á hin-
um, síðustu tímum. Mönnum er
t. d. í fersku minni, þegar all-
ir vegir, brýr og járnbrautir
ko.must á nokkrum dögum í það
undarlegasta óstand árið 1943,
að ekkert ökutæki komst
til Berlínar, enginn vagn,
hverju nafni, sem nefndist,
hvorki eim- nje bensínknúinn,
nje kerrur dregnar af hesturn.
Svo flytja þurfti allar lífsnauð
synjar Berlinarbúa mánuðura
saman til þeirra loftleiðis, líl< t
og nauðsynjar eru fluttar til
vísindamanna og annarra ferða
langa upp í Grænlandsjökla.
Með þessa reynslu fyrir aug-
um af stjórnarástandinu í því
landi, einkum varðandi flutn-
inga og þeim leiftursnöggu
breytingum til hins verra, sera
þarna geta auðsjáanlega átt sjer
stað, ætti jafnvel Einar Olgeirs-
son að geta skilið, að til þeso
að íslendingar taki orð hans
trúanleg, taki mark á þeim, þá
þyrfti hann að gera sjer hægt
um hönd og fá einhverja full-
trúa eða erindreka austur-
þýsku stjórnarinnar til þess a<5
skreppa hingað og leggja frain
þau kauptilboð, sem Einar/'s já lf
ur hefir tæplað á.
Hann hlýtur að skilja, að
meðan þessi viðskifti eru. raþ I d
á áróðursgrundvelli hans ýeTðá
þau ekki allskostar tekin alýkr-'
Iega' :>.r ;
Hneykslunarhella ,
Einars grunsamle^ .-
ÞAÐ VEKUR t. d. sjerstaka' at-;
hygli, að í einni 'orðsehdfngú
Kominformfulltrúans, gloþpast
það upp úr honum, áð íiánn
telji það fullkomna fjarstéaðuí
ef ríkisstjórnin skyldi óska
eftir, að fá matvörur fyrir þann
fisk, sem til Austur-Þýskalands
yrði seldur. Hvað væri þó eð'U-
•legra, að fá hingað en nauðsyn-
lega matvöru fyrir fiskinn, 1
stað þess að uppskera fyrir
hann, t. d. eins og látið var í
veðri vaka í vor, ritvjéler og
leirmuni.
Heimtar frjáls
viðskifti
ÞÓ KASTAR tólfunum þegar
Einar talar um, að ráðið íil að
sanha éða afsanna, hvort hægt
sje að selja fisk til Austur-
Þýskalands, sje það eitt: Að
géfa * viðskiftin við Austur-
Þý'skaland frjáls.
Svo mikla nasasjón hefir fyr-
verandi síldareinkasöluforstjóri
Einar Olgeirsson af viðskiftúrrt,
að hann veit að þarna l’e.rir
hann sig að hreinum bjána. 1
Hann veit, að hægt er að
seljá þann fisk, sem til er í
landinu, svo að segja hvaða
þjóð sem er.
Hann veit ennfremur, að það
.(r enginn vandi að selja fisk-
inn háu verði, ef menn gera sjer
það að.góðu, að fá andvirði hans
greitt með vörum sem haldið er
í uppsprengdu verði.
Hann hlýtur að vita, að. þaðl
sem skiptir máli, er hlutíallifr
á millí fiskverðsins og verðlaga
ins á þeirri vöru, sem fyrir hamj
iæst.
Frh. á bls.- 8. .