Morgunblaðið - 17.09.1950, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 17.09.1950, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Sunnudagur 17. september 1953 VIIIlllllllltlf111 Framhaldssagan 39 FRO mike Effir Nancy og Benedicf Freedman ■nilllKIIIIB d Loks vöktu andarnir upp feinn hræðilega Snjóanda. sem t>jó í iðrum jarðar. Hann lamdi trjeð með byljum sínum og stormum. ís myndaðist á hand teggjum Onowates, og jafnvel hann væri eins sterkur og lir' ci birnir, gat hann ekki bor- ið það. Haglið buldi á höfði Ayoo, og jafnvel þó hún væri cins kæn og þrjú skógarljón, •gat hún nú ekki hugsað leng- ur. Stöðugt meiri snjór hlóðst á greinar Gorikan. uns hið ó- sveigjanlega trje brotnaði með «úkha braki og brestum. Það íjell til jarðar og allir grófust undir snjónum. En samt sem áður snýst him- intjaldið um þennan punkt í norðrinu. Og stundum að næt- urlagi fer Ayoo af stað undir snjóbreiðunni, sem hún hvílir undir. Með kænsku sinni fær Itún Onowate til að reyna enn- I ‘á einu sinni að reisa trjeð við, svo hún geti fylgst með veið- unurp á efrisljettunum. — Þá Jeysa andarnir hlekkina af hin um mikla snjóanda og leiða bann út úr klefa sínum i iðrum jarðar, og þá koma svo miklir snjóbyljir og stormar að menn jrríLr skjálfa“. Jeg lá þjett upp við Mike og liorfði upp í leiftrandi götin á himintjaldinu og ljet mig dreyma um manninn og kon- una, sem grafin höfðu verið undir snjó í aldaraðir. „Þú ert sterkur, Mike“, ságði jeg um leið og hann tók fastar utan um mig. „Þú ert eins sterkur og þrír birnir“. Og jeg íaðmaði hann að mjer. ,.En þú, litla mín. hefir ekki einu sinni krafta á við einn björn“, sagði hann og hló. „Jeg er miklu betri núna“, sagði jeg. „Jeg var alveg búin að gleyma því“. Og allt í einu varð jeg þess vör að jeg var orðin heilbrigð og hress. Svo JireSs, að fyrir mörgum vikum hafði jeg gleymt hóstanum og brjósthimnubólgunni. — Jeg feafði jafnvel glevmt að setja axlaböndin á mig. Og nú fannst mjer hentug stund til að segja honum frá leyndarmáli mínu. Núna, þeg- ar jeg var orðin hress, himinn skreyttur stjörnum og eyra hans rjett við varir mínar. ..Mike“, sagði jeg. „við eig- um von á b'arni“. Hann spratt upp. „Er það satt?“ „Jeg vissi það íyrir nokkru síðan“, sagði jeg. „Þú hefir vissulega haldið því leyndu fyrir mjer“, sagði J>ann. Jeg hló. „Það var ekki erf- >tt“. „Þú óþekktarángi“, sagði Mike glaðlega. „Þú hefir kænsku á við þrjú ljón“. Og við horfðum upp og fylgdumst með snúningi him- intjaldsins. 11. kafli, Nú var kominn vindur — Meyoonootin „staðvind" köll- uðu Indíánarnir hann. — Jeg Jiafði verið að vinna í garðinum allan morguninn. Jeg var dá- líti'ð þreytt og vildi ekki of- bjóða mjer vegna barnsins. Jeg lagði frá mjer hlújárnið | upp við húsið og settist í tröpp- urnar. Jeg bar hönd yfir apgu mer og leit yfir til hæðanna. — ’ Grasið gekk í bylgjum undan ' staðvindinum eins og öldur á hafi úti, — grænn sjór sem brotnaði í skógarjaðrinum. Lítil grá moldvarpa hljóp út úr grasinu rjett við fætur mjer og hljóp fram og aftur á stjettinni framan við tröppurn- ar rammvillt. Jeg vildi ekki að hundarnir næðu í hana, svo jeg náði henni og setti hana út í grasið aftur. Grasstráin hristust og skulfu, þegar hún ruddi sjer braut yfir grasbalann og fjellu síðan aftur í sína föstu óhagg- anlegu skorður. Loftið var þykkt og móða yf- ir öllu. Sólin virtist hálfmyrkv- uð en í henni voru meiri lit- brigði en venjulega. Hún var einkennileg, — eins og brenn- andi appelsína. Jeg andaði djúpt. Reykur. Það var það sem það var, — ekki móða. Það var eldur einhversstaðar. — Vorið hafði verið svo þurrt að flest var skrælnað. Það mundi verða erfitt að ráða niðurlögum elds núna. Mjer varð órótt innan- brjósts. Jeg óskaði þess að Mike væri hjerna hjá mjer. Jeg á- kvað að ná í hann. Þegar jeg hljóp í áttina að skrifstofu hans, heyrðist mjer einn af hundunum hlaupa á eftir mjer. Jeg sneri mjer við og sg að það var ekki hundur. heldur köttur. Gríðarstór kött- ur með loðinn feld, og var að- eins nokkur fet á eftir mjer. Jeg undirbjó mig undir að mæta honum. Jeg lyfti handleggnum til að verja háls minn og and- lit. Tunga dýrsins lafði út úr skolti þess, og hræðsla skein úr augunum. Þegar hann var kom- inn við hliðina á mjer, sveigði hann svolítið til hliðar og hljóp áfram. Jeg hallaði mjer upp. að trje, skelfingu lostin. — Röndóttur greifingi fylgdi á eftir. Jeg fór að hlæja, — ein- kennilegum hlátri. En það er eitthvað einkennilegt við allt, þegar greifingi hleypur á eftir villiketti. Jeg greip andann á lofti, því nú skildi jeg hvað það var sem knúði dýrin til að yfirgefa skóginn og leita til manna- byggða. Aðeins einn hlutur gat komið greifinga til að hlaupa á eftir villiketti og það var eld- ur. Jeg hljóp áfram í áttina að skrifstofunni og samhliða mjer hlupu þrjár gráar kanínur. — Reykurinn varð þjettari. Aska óg sindur fjellu allt í kring. En dýrin hlupu með mjer. .— Það þýddi að eldurinn var aftan við okkur. Jeg hugsaði um það, hvort hann mundi ná til húss- ins. Hversvegna hafði jeg ekki tekið hundana með mjer? — En þeir voru nógu hyggnir til að bjarga sjer. Jeg sá Mike í rauða jakkanum sínum, koma hlaup- andi á móti mjer. Hann sagði ekki orð, en þrýsti mjer að sjer. „Guði sje þökk“ sagði hann. Síðan ýtti hann mjer frá sjer. „Farðu niður að ánni, Kathy. Hún er breiðust beint fyrir framan verslunina. Þú átt að vaða út í hana miðja og vera þar kyr“. Hann tók fast um handleggi mína. „Vertu þar kyr, þangað til jeg kem og sæki þig. Lofaðu mjer þvi, að gera það“. j „Já“, sagði jeg. „Jeg skal | gera það. Oh, Mike, þetta verð- ur voðalegt, er það ekki?“ ,Skógareldur er aldrei neitt grín“, sagði Mike, „og vindur- inn gerir okkur erfiðara fyrir“. „En hvað verður um þig? — Mike — jeg er svo hrædd um að þú farir ekki nógu gæti- lega“. Mike dró mig að sjer. Hann strauk um hár mitt. „Það er allt í lagi með mig. Þú getur verið viss um það. Þú verður aðeins að gera eins og jeg hefi sagt þjer, Kathy. Vertu ekki hrædd. Reyndu aðeins að vera alltaf róleg og farðu aldrei upp úr ánni, hversu slæmt sem út- litið kann að virðast. Það er öruggara þar en á nokkrum öðrum stað, og ef eitthvað sjer- stakt kemur fyrir, þá kem jeg og sæki þig“. Hann ýtti mjer af stað. „Flýttu þjer, Kathy!“ Jeg hljóp til að hann sæi að jeg mundi gera allt sem hanp hafði lagt fyrir. Stuttu síðar heyrði jeg fótatak fyrir aftan mig og er jeg ætlaði að líta til baka var Mike kominn við hlið- ina á mjer. „Jeg fer með þjer — þangað til jeg finn Joe Henderson. — Hann er mjer meira virði nú en tíu menn“. Jeg stansaði. „En Mike, hann er ekki hjerna núna. Hann er á veið- um“. Við kaupum Silfurgripi, Lislmuni, Brotasilfur, Gull. uðn Stpunílsson Skon$rípov«rzlun Laugaveg 8. .................... SKIPAUTUtRÐ RIKISINS M.s. Skjaldbreið til Skagafjarðar og Eyjafjarðarhafna hinn 20. þ.m. — Tekið á móti flutn- ingi til Sauðárkróks, Hofsóss, Haga- nesvíkur, Ölafsfjarðar, Dalvíkur og Hriseyjar á mánudag. Farseðlar seld- ir á þriðjudag. Brúðudrengurinn Golli 1.. „Mamma,“ sagði Nonni, og horfði löngunaraugum í stóra sýningargluggann á leikfangabúðinni hennar frú Gíslínu, „Mig langar svo mikið til að eignast brúðudrenginn þarna.1* Mamma hans leit í gluggann. Þar sat stór brúðudrengur* og á hann var festur miði með nafninu Golli. „Jeg er hrædd um, að hann sje of dýr, góði minn,“ sagði hún. „Þetta er fallegur drengur, hann er svo vingjarnlegur á svipinn. En þú átt svo lítið eftir af peningunum, sem Friðrik frændi gaf þjer á afmælinu þínu, að jeg er viss um að það nægir ekki fyrir honum.“ En þau fóru samt inn og spurðu frú Gíslínu, hvað Golli væri dýr. „Tuttugu krónur,“ sagði hún og brosti glaðlega. ,.Ó“, stundi Nonni „jeg á ekki nema tíu krónur.“ Frú Gíslínu fannst þetta ósköp leiðinlegt. Hún var góð) kona, og langaði til þess, að Nonni gæti fengið Golla. En hún vissi það líka, að það gæti ekki gengið að lækka hann svona mikið, því að þá mundu öll börnin í þorpinu koma og biðja um leikföng fyrir hálft verð. „Vertu ekki hnugginn, Nonni minn,“ sagði mamma hans. „Þú verður bara að spara, þangað til þú átt aðrar tíu krón- ur.“ „Langar þig ekki til að fá fallegan litakassa?“ spurði frú Gíslína, „eða svona stóran bolta?“ En Nonni hristi höfuðið og sagði: „Nei, þakka þjer fyrir,“ kurteislega, en ákveðið. Hann langaði ekki til að eignast neitt nema Golla. Golli hafði líka orðið fyrir vonbrigðum. Honum leist vel á litla drenginn og hann var orðinn dálítið þreyttur á því að vera í leikfangabúð. Öll leikföng langar til að eignast sjálf gott heimili. En samt skemmtu leikföngin sjer vel í búðinni. Einmitt þetta kvöld voru þau að undirbúa mikla veislu, sem átti að hefjast þegar búið væri að loka búðinni. Þau ætluðu að fara í leiki, dansa og borða kvöld- mat. Þau hlökkuðu öll mikið til, því að þeim fannst öllum gaman að leika sjer. Töfrabrúðan hafði töfrað til þeirra kökur og sælgæti, en þau voru dálítið áhyggjufull, því að þau höfðu ekkert að drekka. „Gætirðu ekki töfrað til okkar ofurlítið límónaði?" sagði einhver. í nftcp' xmxx. n TTI • U Esja austur um land til Siglufjarðar hinn 21. þ.m. Tekið á móti flutningi til áætlunarhafna á mánudag og þriðjudag. Farseðlar seldir á þriðju- dag. jr Anrnmn Tekið á móti flutningi til Vest- mannaeyja daglega. Óskemmtileg uppgötvun. * Strætisvagn var í þann veginn að renna af stað. Kona nokkur kom hlaupandi og náði vagninum með erfiðismunum. Þegar hún kom inn i vagninn, sagði hún lafmóð: „Jeg hjelt nú bara, að jeg mj-ndi sjá í endann á yður“. „Það er nú ekki hægt“, svaraði vagnstjórinn", því að jeg sit nú á honum“. ★ Prófossor: „Hvað finst yður erf- iðast að fást við?“ Stúdent: „Gömul spil“. * „Er strangt í skólahum, sem þú ert i?“ „Strangt! Manstu eftir Jonna? — Jæja, hann dó í kennslustund, og þeir hjeldu honum upprjettum þang- að til tíminn var búinn“. ★ Metropolitan Symfóniuhlj óms veitin ljek eitt sinn í lítilli borg í Nýja Englandi, og var það fyrsta reynslan af þvi tagí fyrir marga af áheyr- endunum. Daginn eftir söfnuðust nokkrir þeirra saman í kringum ofninn í veitingahúsinu og Ijetu í Ijós álit sitt. Einn af þeim kom með þessa athugasemd: „Ja, allt, sem jeg hefí að segja um þetta, er, að mjer finnst það skrambi mikið á sig lagt ao flytja þessa stóru trumbu alla þessa leið, bara til þess að berja einu sinni í hana“. ★ Flækingur kom inn í hótel, og bar með sjer góðan slatta af jarðvegi. — „Þegar þjer komið hingað inn“, sagði hótellialdarinn kuldalega", ættuð þjer gjarnan að þurrka leðjuna af skón- um yðar fyrst“. „Je minn“, sagði flækingurinn og leit niður á fætur sjer steinhissa, „Hvaða skóm?“ ★ Er langur tími var liðinn, fói* bóndanum að leiðast og kallaði hann ti1 drengs og spurði, hvað tefði hann. „Jeg get ekki komið flibbanum yfir haausinn á hestinum", var svarið. „Eyrun á honum eru frosin“. Auglýsendur afhugið! «8 ísafoid og Vörður er vinsælasta og fjölbreytt- asta blaðið f sveitwm landsins. Kemur út einu sinni f viku — 16 síður. •niniiiii]iiiiiiii]iiiiiiiiiiiiiifiiiiitiiiii,lll||l„||IJI|ll|nnn UERGlíR JÓNSSON Málfiutnin gssk rifsto fa Laugaveg 65, sími 5833 ■IliHiuinnuiiiiniiiiiuiiiiiiiiimninnnnnimmnnuH

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.