Morgunblaðið - 20.09.1950, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 20.09.1950, Qupperneq 9
Miðvikudagur 20. sept. 1950 MORGVNBLAÐ19 9 Einar fi. E. Sæmundsen: í HEIMSÓKIM TIL IMORÐLÆGRA SKÚGA Skrifað í Juncan og Cor- dova, 6.—9. sept. 1950. FERÐIN hefst suður á Kefla- víkurflugvelli 29. ágúst 1950. Jeg er kominn um borð í risa- flugdreka af Constellation- gerð, sem er að hefja sig til flugs„Við hlið mjer situr aldr- aður *maður, brúnamikill og sviphreinn. Hann ávarpar mig á ensku og við tökum tali um stund. Samræðan verður meiri af hans hálfu en minni, jeg svara já ®g nei. Þetta er um daginn og veginn. Flugvjelin er nú komin hátt á loft og stefnir suðvestur um Reykjanes. Gamla .Frón er að kveðja. Við sjónum okkar blasa blásin moldarbörð, berir melar og grágvartar hraun breiður. Að ströndinni fellur ó- slitinn brimskafl, sem er eins og silfurband á að líta, en fyrir sutan tekur við biátt hafið. í svip gamla mannsins við hlið xnjer býr eitthvað meira en pessi venjulega ferðamanns- íhygli. Það er auðsjeð á treg- anum í svip hans, að honum stendur ekki alveg á sama um þennan hólma hjerna norður í Atlantshafi. AHUGASAMUR RÆKTUNARMAÐUE Við erum komnir vestur fyr- ír Reykjanesröst, þegar við kunnum deili hvor á öðrum. — Hann er landi, tæplega áttræð- ur, sem kom heim til íslands í sumar eftir 63 ára brottveru. Þetta er Skúli Sigfússon, fyrr- um þingmaður í Kanada, um 26 ára skeið. Jeg hefi heyrt hans getið áður og veit að hann, er mikilhæfur atorkumaður, sem nótið hefir meira trausts Vest- anhafs en títt er um I.hendinga, sem þó eru þar f góðu áliti. — Manni hlýnar um hjartarætur að ræða við þennan mann. Þeg- ar jeg segi honum, hvert erindi mitt sje í þessu ferðalagi, tekst hann allur á loft, því að hann hefir sjálfur miknn áhuga fyrir skógrækt. Hann hefir hin síðari ár, síðan hann hætti að skipta sjer af stjórnmálum, unnið mjög að skógrækt á bújörð sinni við Lundar. Hefir hann viðað að sjer mörgum tegund- um trjáa, og gróðursett sjálfur svo tugþúsundum skiptir. Þetta mun heldur sjaldgæft á þess- um slóðum í Kanada, en jeg heyri það fljótt á Skúla að hann telur skógræktina mál málanna. Hann hefir brennandi á- huga fyrir allri ræktun bæði austan hafs og vestan og hann telur að skynsamleg nýting jarðarinnar sje það sem vel- líðan komandi kynslóða bygg- ist á. Það var auðfundið að Skúli hafði skyggnst vel um heima þennan 1% mánuð, sem hann dvaldist þar. Hann var hrifinn af byggingum í sveit- um og taldi þær standa jafn- fætis eða öllu heldur framar því sem gerðist í Kanada. Hon- um finnst líka mikið til um hvað víðfeðmt vegakerfið sje orðið, og voldugar brýr og byggingar. Hann rif jaði upp erf iðleikaárin um 1880, sem hon-r um eru í barnsminni af Aust- fjörðum. Þá var það einhverju sinni að sótt var korn sunnan úr Papey til Eskifjarðar snémma vors, og var farið lengst af á ís því allir firðir voru lagðir. FERD APISTL AR - ww* ■ ■ * ■ CORDOVA í ALASKA (Yfirlitsmynd) „FLYTTU IIELDUR MELANA .“ Skúli er hræddur um að jarð- sagði Skúli. „Flyttu heldur mel ana þarna og sandinn í burtu“. Nú hvernig?“ spyr vinnsla okkar sje ekki nógu vel. bóndi. „Girtu þá bara og frið- af hendi leyst. Hann vill að aðu og sáðu í þá og þá ertu ör- plægt sje djúpt og unnið vel og, uggur með búsetu þína hjer, og oft, landið látið brjóta sig, sá j það er miklu ódýrara heldur en í það grasfræi eða höfrum og að leggja bæinn í eyði og plægja síðan aftur og aftur, þá, í burtu“. „Nú, hvernig?“ spyr fyrst komist ræktin í það. — _ byggja upp annarsstaðar". — Kartöfluræktin á að vera meira Þetta svar Skúla hljómaði á stórum samfelldum svæðum,' í eyrum mjer löngu eftir að svo hægt sje að hagnýta heppi- t hann . var farinn úr vjelinni í leg áhöld og vjelar betur en nú i Gander. Sviphreinn og brúna- er. Skúli ræddi yfirleitt um j mikill öldungur, áttræður eftir landbúnað okkar eins og hann nokkra daga, sem mælir á gjörþekkti hann til f jölda ára | hreinni íslensku þótt hann hafi og var gaman að heyra áhuga | um mannsaldur flutt allar ræð- hans á honum. Samtali hans við j ur sínar á ensku á þinginu bóndann á sandfokssvæðinu má þeirra í Montreal og á fundum jeg ekki gleyma. Þetta var í heima í hjeraði. sumar á ferð Skúla um landið. j Hann kom þar á bæ, sem allt VESTUR YFIR IMEGIN- var að fara í kaf af sandfoki.! LANDIÐ Stólparok var og sandmökkínnj Jeg dvaldi í New York í tvo lagði inn yfir túnið. Bóndinn var að vonum mjög áhyggju- fullur, og segir við Skúla, að líklega fari svo að enn á ný verði að flytja bæinn undan á- gangi sandsins, sem allt sje að kæfa; „Nei það borgar sig ekki“, sólarhringa. Það eru viðbrigði að koma úr svölu og tæru sið- sumarslofti heiman frá íslandi í saegaþvalan steikjandi hita þessarar tröllauknu öndvegis- borgar Vesturheims. — Manni liggur við köfrtun og jeg var dauðfeginn að komast þar inn, sem loítræsting var. Þessa daga sem jeg dvaldi þar var allmikill uggur í borgarbúum út af gangi heimsmálanna og það var rifist í blöðum og útvarpi út af vörn- um borgaranna, ef til þess kæmi að Rússar færu nú að varpa kjarnorkusprengju á þetta mikla fjölbýli. Og náttúrlega var stjórnarvöldum ríkis og bæjar kennt um sofandahátt og aðgerðarleysi. Að morgni 1. sept. fór jeg frá New York áleiðis vestur yfir meginlandið í risaflugdreka. — Loft var skýjað og sá lítt til jarðar fyrr en komið var vestur • fyrir Detroit. Þar var áð um stund í bullandi rigningu. Sum- ir farþeganna frá New York fóru ekki lengra, en aðrir komu þar í vjelina. Jeg fæ nýjan sessunaut þaðan. Það er mið- aldra maður, þrekinn og mynd arlegur. Hann segist vera að skreppa heim til sin núna um helgina og hafi unnið í alla nótt til þess að eiga lengra helgar- fri. Hann á heima í St. Paul, systurborg Minneapolis, hundr- að km. vestan við Detroit. Það skiptir ekki orðið miklu máli í hvaða Keflavíkinni maður rær. Vegalengdir eru orðnar all breyttar í heimi vorum þessi síðustu árin og jeg heyri það> á þessum nýja kunningja mínum að honum finnst ekkert eðli- legra en að sækja vinnu sína um þessa langvegu. Við flugvöllinn í Detroit gat að líta glæsilega sjón. Þar hafði verið raðað upp svo þúsundum eða.kannske tut: þúsundum skipti, af Caiser- Fraser bílum, nýkomnum út úr verksmiðjunni og tilbúnir til afgreiðslu. Bilafloti þessi þakti svæði sem nam hektörum að flatarmáli. En það er verkfall hjá Caiser-Fraser um þessar mundir, sagði sessunautur minn og eflaust á hin langa runa þess ara gljáandi og glæsilega bif- reiða* eftir að slitna sundur i bili. Úr sitkagreniskógi í Suðaustur Alaska. Hæðin á þessu trje er 50 metrar. (Til samanhurðar skal þess getið, að turninn á Reykjavíkurapóteki er 25). — Ljósm.: U. S. Forest Service. I 2JA HÆÐA „STRATOCRUISER“ Flugvrjel sú, er við erum er afar voldug og vönduð smíði. Hún er tveggja hæða bákn af svonefndri Stratocruiser-gerð. Á neðri hæðinni er ein vistar- vera sem öðru fremur virðist aðlaðandi og eftirsótt, en það er bar. Þangað hverfa margir far- þeganna og sitja að sumbli með an drekinn klýfur loftið með um 400 km. hraða á klst. Þeir eru að stytta sjer stundir, hrað- inn er aldrei of mikill. Á efri hæðinni eru þægileg sæti fyrir farþegana. 4 raðir sæta með gartgi eftir miðju. Þarna er matast og sofið eftir vild. — Á þessari hæð eru snyrtiklefar og allt sem nauðsynlegt er á ferða lagi. Nú er skyggni orðið allt ann að. Út um glugga vjelarinnar gefur að líta stórfenglega sjón sem endist allar götur vestur á Kyrrahafsströnd til Seattle. Fagurt land og frjósamt, breið- ir úr sjer fyrir neðan okkur með bleika akra og slegna, um- i kringda skógarbeltum. Þessi einkennilegu reitaskifti minnir manni á skákborð, heljarmikið að vöxtum og skift i ótal reiti. í raun og veru er þetta líka irisamikið skáfcborð, því þarna niðri er telft um þjóðarhag og gæfu dag og nótt. Veigamik H þáttur í framleiðslu þessarar voldugu þjóðar verður einmitt til á þessum slóðum. Og í þessu tafli sem háð er af kappi, eiga peð og kóngar jafnan leik ð lokum*. i í MINNEAPOLIS Við fljúgum lengi yfir valn sem virðist eins og úthaf yfir að líta. Þetta er Mishigan-vatn. Það er farið fram hjá eða öllu f heldur yfir Chicago. Síðan er lent í Minneapolis. Þar er vina- legt. Fagrir laufskógar eru í kringum flugvöllinn. Á flug- stöðinni er margt manna, því hjer er mikil samgöngumiðstöð og mjer virðist hávaðinn aí þessu fólki bera norrænt ættar- mót. í Minneapolis fer sessu- nautur minn frá Detroit úr vjel inni og flýtir sjer yfir í St. Paul til konu og krakka og jeg er hræddur um að hann sofni fljótt, því hann var á vakt í alla nótt til þess að eiga lengri helgi með fjölskyldu sinni. Hjer er skift um áhöfn á vjel- inni og eftir skamma viðdvöl er rtaldið af stað áfram vest- ur. Það er alltaf verið að breyta klukkunni og við erum öðru hvoru að eignast klukkutíma og klukkutíma í senn. — Nú eru það aðrar flug-,,freyjur“, sem ganga okkur um beina og í raun og veru er það nú það eina, sem hægt er að finna að fyrirkomulagi þessara flugferða að það er einmitt skipt um þess ar elskulegu verur í þann mund, sem maður er að bvrja að kynnast þeim. UNGUR SKÓGRÆKTARMAÐUR Jeg fjekk nýjan sessúnaut frá Minneapolis. Það er ungur stúdent þaðan, hvellmælskur og ræðinn og virðist hafa áhuga á öllum hlutum. Hann er á kross- götum þessa stundina, er að velja sjer lífsstarf og hefir helst hug á skógrækt. Hann er á leið' til skyldmenna sinna þar, sem eru mikið starfandi í timburiðn aðinum. Hann ætlar að kynna sjer starfið þar áður en hann ákveður sig. Áður en jeg veit af erum við farnir að ræða um skógar- skemmdfr og landspjöll og þessi ungi maður er þar vel heima. Hann segir mjer frá þeim stóru áformum, sem stjórnin hefir á prjónunum um byggingu flóð- garða og stífla í Missippi og fleiri ám til þess að draga úr flóðahættu og jafnframt r.il vatnsvirkjunar. En hann full- yrðir að þessar fyrirætlanir sjeu miklu fremur pólitísks eðl- is, heldur en að þær komi raun verulega að haldi. Því flóðin halda áfram að ógna bökkum þessara stóru fljóta og borgir og bæir eru í vaxandi hættu. Það sem gera þarf, er að græða upp skóga við upptök ánna í stað þeirra sem nú eru eyddir. En stíflugarðar og vatnsvirkj- anir í stórum stíl eru meira á- rÓðurscfni. Það gengur betur í fólkið og þá er það valið. — Hann segir mjer frá því að á háskólanum, sem hann stundar nám við, austur í PensylvaníU hafi í vetur verið lesin bók Fairfield Osborne: „Heimur á heljarþröm“. Síðan fóru fram umræður um efni hennar og voru þær fjörugar. En vini mín Frh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.