Morgunblaðið - 11.10.1950, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ
'Miðvikudagur li. okt. 1950;
JHinQgiiiiHaMftj
Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarai.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austin-stræti 8. — Sími 1600.
Lesbók: Ámi Óla, sími 3045.
Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands.
í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbök.
Vandamál í uppsiglingu
NÝTT vandamál virðist nú vera í uppsiglingu innan samtaka
Sameinuðu þjóðanna. Kjörtímabil aðalritara þeirra, Trygve
Lie, rennur út um næstu áramót. Var hann kjörinn til þess
‘starfa til fimm ára á fyrsta reglulegu þingi samtakanna, sem
haldið var í London.
Nú hefur Trygve Lie lýst því yfir að hann hyggi ekki á
endurkiör til þessa mikilvæga starfs. Við það hafa skapast
ýmislegar bollaleggingar um mann í hans stað. Hefur um
skeið horft þannig að til hins mesta ósamkomulags gæti
dregið um skipan í þessa stöðu.
Fulltrúar Júgóslavíu í Lake Success hafa fyrir skömmu
lagt fram tillögu til málamiðlunar í þessu máli. Leggja þeir
til að Lie verði falið að gegna aðalritara starfinu til skamms
tíma, t. d. 1—2 ára. Álitið er að sú uppástunga muni eiga
miklu fylgi að fagna. Lie var á sínum tíma kjörinn með góðu
samkomulagi svo að segja allra aðilja innan Sameinuðu
þjóðanna. Rússar studdu kosningu hans þá eindregið og
meðal hinna vestrænu lýðræðisþjóða naut utanríkisráðherra
norsku stjórnarinnar trausts og álits. Kjör hans var því mjög
vel ráðið.
Trygve Lie hefur haft einlægan áhuga fyrir því að tryggja
þann grundvöll, sem Sameinuðu þjóðirnar eru byggðar á og
gera þær að virku baráttutæki fyrir heimsfriðnum og frelsi
og öryggi allra þjóða.
íslendingar þurfa ekki að fara í launkofa með það að það
væri þeim mjög að skapi, ef Trygve Lie yrði endurkjörinn
sðalritari hinna Sameinuðu þjóða. Það er hvorttveggja að
þeir meta störf hans fyrir samtökin á liðnum árum og eins
hitt að þeir unna norrænu landi þeirrar sæmdar að leggja
til mann í svo þýðingarmikla og virðulega stöðu.
Hrapalegt ábyrgðarleysi
FRAMKOMA Alþýðuflokksins í togaradeilunni sýnir með
hverjum deginum sem líður meira ábyrgðarleysi og ósjálf-
stæði gagnvart kommúnistum. Eitt hrapalegasta dæmið um
þetta gerðist vestur á ísafirði fyrir nokkru.
Nýsköpunartogari Isfirðinga hafði verið á síld í sumar og
mætt þar aflabresti og vandræðum eins og önnur síldveiði-
skip. Var nú ætlun útgerðar skipsins að setja það tafarlaust
é karfaveiðar að hinni misheppnuðu síldarvertíð lokinni.
Skrifaði stjórn hennar því stjórn Sjómannafjelagsins á ísa-
firði brjef þann 16. september og bað um að hún gengist
fyrir atkvæðagreiðslu meðal togarasjómanna í fjelaginu um
það, hvort þeir vildu hefja karfaveiðar með sömu kjörum
og sjómenn hafa á Akureyrartogurunum. Ef þeir vildu það
væri það ætlun útgerðarinnar að senda skipið þá þegar á
karfaveiðar. Ætlunin var að leggja aflann á land á ísafirði
og benti útgeiðarstjómin á nauðsyn þess að efla með því
atvinnu í bænum, þar sem mjög treg atvinna er þar um
þessar mundir.
Það er fyrst 9 dögum síðar, sem stjórn Sjómannafjelagsins
svarar þessari ósk útgerðarinnar og er kjarni þess orðrjettur
á þessa leið:
„Vjer tilkynnum yður hjer með að vjer getum engan veg-
inn orðið við óskum yðar um að veita b.v. ísborg heimild til
þess að hefja karfaveiðar.“
Þar með var sá draumur búinn og eini togari ísfirðinga,
s«n beðið hafa mikið afhroð við síldarleysi sex vertíða,
einnig bundinn í höfn.
Hvers vegna leyfir ekki stjórn þessa sjómannafjelags sjo-
mönnum að greiða atkvæði um þessa ósk? Ef þeir ekki vilja
ganga að henni, þá kemur það að sjálfsögðu í ljós og því
verður að taka. En hún gerir það ekki, heldur dregur neitun
s ína í 9 daga.
Alþýðuflokksmennirnir, sem valdið hafa í þessum sam-
tökum eru ekki að hugsa um atvinnuástandið á ísafirði. Þeir
,3áta flokksbræður sína í Reykjavík ráða því, hvort togari
Isfirðinga megi skapa atvinnu á þeim erfiðleikatímum, serh
'isfirskt fólk hefur lifað undánfarið og horfir frarrt á. Það er
sagt nei fjTir sunnan og þá fær hið ísfirska skip ekki að fafa
karfaveiðar!!! ; "l.
!-|R DAGLEGA L[|.|Nll
NÆTURLÆKNARNIR OG
FjÓLKlÐ
LÆKNAVÖRÐURINN að næturlagi hefir
stundum verið gerður að umtalsefni hjer í
dálkunum, en venjulega hafa þá verið skýrð
sjónarmið sjúklinga, eða þeirra, sem þurft hafa
að ná í nætui-lækna. Nú eru að sjálfsögðu tvær
hliðar á þessu máli sem flestum öðrum og er
ekki nema gott, að þær komi báðar fram til
þess, að ekki sje hallað máli og til skilnings-
auka, ef eitthvað mætti betur fara. — Stjórn
Laeknafjelags Reykjavíkur hefir sent eftirfar-
andi: —
„Vegna frásagnar í „daglega lífinu“ 22. sept.,
þar sem næturlæknir á að hafa sagt við sjúkl-
ing í síma: „haldið þjer að jeg sje einhver
senditík", vill stjórn Læknafjelags Reykjavík-
ur gera eftirfarandi athugasemdir:
•
ÞAÐ, SEM LÆKNIRINN SAGÐI
„I.ÆKNIR SÁ, sem var á verði umrædda nótt,
skýrir svo frá: Klukkan að ganga 3 var hringt
til hans og var kona í símanum er sagði að þar
heima lægi maður með sjúkdóm í þvagfærum,
en hefði þó ekki þvagteppu. Sjúklingurinn
væri undir eftirliti sjerfræðings, hefði verið
veikur í 2—3 daga, en nú væri hann þreyttur
og gæti ekki sofnað. „Viljið þjer ekki koma og
gefa honum sprautu?"
Læknirinn sagðist vera önnum kafinn og auk
þess teldi hann eigi ástæðu til að hann kæmi
til sjúklingsins, en bauðst til að hringja í lyfja-
búð eftir svefntöflum, sem konan gæti sent
eftir.
Konan: „Þurfum við þess, getið þjer ekki
komið til okkar?“
Læknirinn: „Á jeg þá að vera einskonar
sendisveinn fyrir yður?“
•
HLUTVERK NÆTURLÆKNA
„I ÞESSU sambandi vill stjórn Læknafjelagsins
benda á, að störf næturlækna ættu aðallega að
vera sem hjer segir:
Sjúkravitjanir, þegar menn veikjast skyndi-
lega að næturlagi, og ætla má, að um alvarleg-
an sjúkdöm sje að ræða, eða þegar sjúklingum
þyngir skyndilega, og í þeim öðrum tilfellum
er skyndihjálpar er sýnilega þörf.
Æskilegt er þó, að öll meiri háttar slys farí
beina leið á sjúkrahús".
•
ÓÞARFA LÆKNAVITJANIR
„HINSVEGAR er ekki til þess ætlast að nætur
læknir skifti á sárum, taki úr sauma, endurnýi
Ivfseðla, eða vinni önnur læknisstörf, sem aS
skaðlausu geta beðið næsta dags og heimilis-
lækni ber að leysa af hendi.
Þá er það ámæiisvert, þegar næturlæknir er
sóttur vegna þess eins að sjúklingar eða að-
standendur þeirra langar til að heyra álit ann-
ars læknis en þess, er stundar sjúklinginn.
•
ÞEGAR SAMTAL GETUR
NÆGT
„ÞEGAR ungbörn veikjast, er eðlilegt að for-
eldrar vilji hafa samband við næturlækni.
Oft nægir í þeim tilfellum og öðrum að hafa
tal af lækni í síma, og getur hann, að fengnum
þeim upplýsingum, sem hann biður um, ákvéð-
ið, hvort nauðsynlegt sje að vitja sjúklings.
•
ÓEÐLILEGA MARGAR
NÆTURVTTJANIR
„LOKS er ástæða til að vekja athygli á, að þvf
meira, sem næturlæknir er ónáðaður að óþörfu,
því lengur hljóta þeir sjúklingar að bíða, sem
nauðsynlega þyrftu skjótrar læknishjálpar.
Það er íhugunarvert, að næturvitjanir 1
Reykjavík eru meira en þrisvar sinnum tíðari
en t. d. í Kaupmannahöfn, þegar miðað er við
fólksfjölda“.
•
VANÞAKKLÁT ÞJÓNUSTA
ÞAÐ ER alveg rjett hjá stjórn Læknafjelags-
ins, að fjöldi manna sýnir næturlækninum hina
mestu óbilgirni og tilætlunarsemi, sem ekki
nær neinni átt að ansa. — Kunningi minn, sem
er læknir, hefir sagt mjer hinar furðulegustu
sögur um, hvernig fólk getur látið. En hann
vill ekki að jeg segi þessar sögur í blaðinu, þvf
hann telur, að læknirinn sje trúnaðarmaður
sjúklinga sinna, jafnvel þótt þeir hagi sjer f
hans garð af lítillri sanngirni.
Eðlilega á fólk ekki að leita næturlæknis,
nema, að því bráð liggi á.
Brjef:
Þjóðleikhúsið,
ÞAÐ GLADDI mig að heyra í
frjettum útvarpsins síðastl. laug-
ardagskvöld að skólafólki er gef
inn kostur á að sækja leiksýning
ar Þjóðleikhússins fyrir hálft
gjald. Eftir þessum góðu frjettum
að dæma, ætlar leikhúsið að
stuðla að því, að æskufólkinu
verðigert kleift að sækja skemmt
anir, sem eru því í senn til upp-
lyftingar og menningarauka. Fer
vel á því — enda sjálfsagt — að
leikhús þjóðarinnar reyni að
beina hugum unga fólksins á
hollari brautir í skemmtanalíf-
inu, en það hefur átt að venjast
undanfarin ár. Með því uppfyllir
leikhúsið ósk og von flestra full-
orðinna, að því megi takast að
vekja áhuga unga fólksins á leik-
listinni og ekki síður á bókmennt
unum og fögru máli. Vonandi að
Þjóðleikhúsið hviki aldrei af
þeirri braut.
Það gladdi mig ekki síður, þeg
ar jeg heyrði að leikhúsið ætlar
einnig að sjá börnunum fyrir
leiksýningum. Þetta er vel ráð-
úð. Það er einmitt áríðandi að
byrjg- á byrjuninni. Þjóðleikhús-
ið getur haft ótrúlega mikil á-
hrif hvað snertir háttvísi barna
og menntunarauka. Þau koma í
fallegt umhverfi og sjá falleg og
góð leikrit. Umgengni þeirra
markást áreiðanlega af áhrifun-
um, sém þau vérða fyrir þar.
í kvikmyndahúsunum eru
venjulega sýndar „hasar“- og
óróa-royndir fyrir börnin, og ber
umgengni þeirra í kvikmynda-
húsunum vott um, að þær hafa
sín ábrif. Óp, hávaði, blístur,
öskur og glymjandi i börnunum
setja oft svip sinn á barnasýn-
ihgarnar. Enda ekkert óeðlilegt,
því myndirnar gefa oft tilefni
til taugaæisings,' sem brýst svo út
í ólátum, því börnin eru ör. Slíkt
skólaæskan oi
kæmi áreiðanlega ekki fyrir i
Þjóðleikhúsinu. Þangað myndu
þau koma í bestu fötunum sín-
um, kurteis og prúð. Andrúms-
loftið þar hefði áreiðanlega góð
áhrif á barnshugann. En vel þarf
að vanda val barna-leikritanna,
ekki síður en til annarra leikrita.
Það má ekki kasta til þeirra hönd
um, af því börn eiga í hlut. Það
verður að sýna þeim það besta
við þeirra hæfi. Hugur barnanna
er opin og næmur fyrir því, sem
þau sjá og heyra. Og þau eru
minnug. Það þekkir maður af
eigin reynslu. Maður er gleym-
in á margt, sem skeð hefur síð-
ustu áratugina, en minnugur á
fjölmargt, sem skeði á æskudög-
um. — Og ekki síst á það sem
vakti hjá manni gleði.
En eitt er áríðandi að Þjóð-
leikhúsið hafi hugfast: Verð að-
göngumiða verður að stilla það
í hóf, að allir foreldrar sjái sjer
fært að lofa börnum sínum að
sækja leiksýningarnar. Þau fá-
tæku þurfa ekki síður að kom-
ast í fallegt umhverfi og sjá
skemmtilégt og fagurt æfintýri
á leiksviðínu. Ef Þjóðleikhúsið
getur sámeiriað þetta tvennt: að
sýna góð leikrit fyrir hóflegt
gjald, ér tilganginum náð með
byggingu þéss og starfrækslu.
Þjóðleikhúsið getur orðið nokk-
urskonar uppeldisstofnun, ef það
beitir áhrifum sínum í þá átt.
Að endingu langar mig að
koma með þessa uppástungu: Er
ekki möguleiki á að sýna Nýjárs-
nóttina nokkrum sinnum fyrir
börnin. Þetta íslenska æfintýra-
leikrit gleður börnin ekki siður
en fullorðna fólkið. Það er full-
æft, búningar og svið tilbúið. -i—
Hefja mætti sýningarnar upp úr
hádegi á sunhudögum, svo ekki
ætti að koma að sök, þótt ein-
j bomin
hverjir leikaranna þyrftu a9
leika sama kvöldið.
Þjóðleikhússtjóri gerði árei®-
anlega vel, ef hann gæfi yngstt*
borgurunum kost á að skyggnast
um í heimi álfanna. Það er ein-
mitt sá heimur, sem þau hafa
yndi af að lesa um og heyra sög-
ur af. Og fátt myndi jafnast é
við það, að sjá þann ævintýra-
heim með berum augum. Þó eru
þau atriði í þessum leik, sem
mjer finnst sjálfsagt að fella úr
eða breyta, t. d. viðureign Gríma
við Gvend snemmbæra.
B. B.
_________________ I
Lapingu NorSur- !
landsvegar lokið
í GÆR var hleypt umferð á
síðast* kafla fjögurra kíló-
metra vegar í Norðurárdal í
Skagafirði, sem fullgerðir hafa
verið í sumar.
Má þá ' telja, að lokið sje>
lagnihgú' Nörðurlandsvegar til
Akureyrar, nema kafla í Hvai
firði og nokkurra annarra smá
kafla í byggðum, þar sem fyr-
irhugað er að endurbæta eða
breyta vegi og loks spotta á
Öxnadalsheiði, sem ekki verð-
ur fyllilega gengið frá, fyrr en
á næsta ári.
Aðalvegkaflarnir á þessari
leið, sem lagðir hafa verið
smátt og smátt á allmörgum
undanförnum árum eru um
Hoitavörðuheiði, Vatnsskarð
og Norðurárdal í Skagafiröj,
og hefur við þá alla verið verk
stjóri Jóhann Hjörleifsson, enn
Framhald á bls. 12.