Morgunblaðið - 11.10.1950, Síða 16
ffAXAlFT-Ót — VEÐmÚTLÍT:
NA kaldi t:f*a stinningskaldl. —
Ví’ðast skýjaS. _______________
236. tbL •-— Miðvlkudagur 11. oktobvr 1056
GREíN Siffurðar Nordal_________3
National 'Tidende er á bls. 9.
Hundrað þús. króna þjófnaður
I iaufarhófn i fyrrinóff
Norrænl Tiðsklptamálaþing haldíð í Oslo
2H punda pen'ingaskápur sprengdur upp
NORÐUR Á RÁUFARHÖFN hefur verið framinn einn mesti
peningaþjófnaður, sem framirm hefur verið hjer á landi. —
í fyrrinótt, í skjóli myrkurs og bleytuhríðar, var brotisi inn
í: Kaupf jeiagið og peningaskáp með rúmlega 100 þúsundum
króna í, tæmdur. i
200 PUNDA
PENINGASKÁPUR
Ekki urðu starfsmenn Kaup-
fjelagsins varir við að þjófn-
aður þessi hefði yerið framinn,
fyrr eri, í gærmörgun, er þeir
hófu vinnu í skrif.siofunni. Þar
voru. lítil verksummerki. Mál
þetta er nú í rannsókn. í gær
hafði ekkerí sjerstakt gerst í
málinu.
F4GLEGA SAGAÐAR
PfJARIR
Irinbrotið í skrifstofuna hef -
ur verið framið þannig, að þjóf-
urinn eða þjófarnir, hafa brot-
ist inn í vörugeymsluhúsið og
með því að stinga upp nokkr- (
• ar hurðir, tókst þeim að kom- |
ást'í skrifstofu Kaupfjelagsins, !
Þar var 200 punda peningaskáp '
ur, sem í voru rúmlega löö '
þus. kr. í reiðu fje, auk víxla,
skjala og bóka. — Skápurinn
hefur veriö borinr. út úr skrif-
stoíunni og sennilega um dyr
þær er vita að bi>ggju kaup-
fjelagsins, en þar bafa þjófarn-
ir látið peningar.kápinn falia
í sjóinn eftir að hafa tekið allt
Úr honum.
Við rannsóknina kom það í
)jós, að reynt heíur verið að
sprengja upp nokkrar dyr aðr-
o.r að húsinu.
Skápurinn fanst á fjöru í
gærmorgun. Kom í Ijós að hjar
ir hans höfðu verið sagaðar aí
honum og hafð. bersýnilega
enginn viðvaningur verið aö
verki Engin skjöl hafa fundist
eða bækur er í skapnúm voru.
At’ fje því • er i ænt var átti
Sparísjóður Rauíarhafnar 40
þúsund króriur.
f SLÆMU VEDRI
í fyrrinótt var t Raufarhöfn
eitt hið versta veður sem kom-
ið hefur.þar í haust og gekk á
með snörpum slyddujeljum, en
ekki festi snjóinn, svo spor-
rakt væri. Svartamyrkur var
í hænum sem venja er tii á
nóttum þar, því allt rafmagn
er tekið af þegar komið er fram
yfir lágnætti.________
Scyri'ð er 1!u!l að
Skipstjórinn á
Hólmaborg dæmdur
í 74 þús. kr. sekl
í GÆRDAG kom til Seyðis-
fjarðar varðbáturinn Óðinn
með vjelskipið Hólmaborg.
Hafði varðbáturinn tekið skip-
ið að ólöglegum veiðum í
Bakkaflóa.
Dómur gekk i iháli skipstjór-
ans á Hólmaborg í gærkveldi
og var hann dæmdur í 74,000
kr. sekt og afli skipsins og veið-
arfæri gerð upptæk. Sennilega
mun skipstjórinn áfrýja dómn-
um til Hæstarjettar.__
iáSir Ihæsfu vinningarnir
í sama nnMi
í GÆRDAG var tíregið í 10.
fiokki Happdrættisins. — Það
kom fyrir óvenjulegt atvik við
dráttinn. Báðir hæstu vinning-
arnir í flokknum. 25 þús. kr,
og 5 þús. kr., komu upp á miða,
sem allir voru seldir í sama
umboði, V arðarhússumboðinu
hjer í bæ. Hæ.-.ti vinningurinn
kom upp á íjórðungsmiða
númer 1831, en 5000 kr. vinn-
ingurinn kom upp á hálfmiða
númer 6069. — A bis. 6 er vinn
ingaskráin birt í neild.
EÆRINN var skvrlaus í gær-
morgun, en í gær komu nokkr-
ar birgðir af því ti'l Mjólkur-
samsölunnai. Skyr það er bæj-
arbúar nú rseyta, er flutt norð-
(iii úr landi hingað suður á bíl-
um, ásamt rjómanum. Ástæðan
til þessa er sú, að mjólkurbúin
fyrir austan fjaH, geta ekki
framleitt nema óverulegt magn
af skyri.
Skyrflutninganum að norð-
an verður haldið áfram eins
J.engi og þjóðiegurinn er fær
bílunum.
A degi hverjum neyta bæj-
arbúar -um 1800 kg. af þessari
íioliu og þjóðlegc, tæðu.
Sæluríklð
Ekkerí sparaS við
þrælahúðirnar!
INNANRÍKISRÁÐHERRA
Tjekkóslóvakíu, Vaclav No
sek. fór í mars s.I. frám á
það við þingið, að fjárveit-
ingar til ráðuneytis hans
yrðu þrefaldaðar miðað við
1949, en ráðuneytið fer með
vfirstjórn leynilögreglu og
þvingnnarvinnustöðva. —
Sagðist ráðherrann þurfa
að fá 10,637.952.000 tjekk-
neskar krönur (1949 var
upphæðin 3,879.983,000). —
UtgjÖld í sambandi við
„innanlands öryggi“ eru
meira en 1,000,000.00 hærri
en litgjöld til landvarna.
Við þetta tækifæri sagði
ráðherrann, að tekjur ráðu-
neytisins myndu í ár verða
um þriðjungi hærri en í
fyrra og væri þetta m.a. að
þakka auknum tekjum af
,.þvingunarvinnustöðvum“.
Tíl samanburðar má gcta
þess, að Tjekkar verja nú
fjórum sinnum hærri fjár-
hæð til leynilögreglu og
þrælabúða en allur kostnað
urinn við Sameinuðu þjóð-
irnar nemur nú.
ÞESS.A DAGANA stendur yfir í Osló norrænt viðskipiamaiaþing og sitja það-um 100 fulltrúat
frá NorðuHöndunum fimm. ísland hefir ekki verið aðili að þessum samtökum fyrr en nú, nð
sendir vorn bjeðan áheyrnarfulltrúar á þingið í Osló. Etu það þeir Eggert Kristjánsson stór-
kaupmaður og Helgi Bergsson skrifstofustjóri VerslunarráðsK — Myndin hjer að ofan er al
formönnum fulltrúanefndanna á þinginu, frá vinstri: S. A. Harima frá Finnlandi, Asker
Thaulow forstjóri frá Danmörku, Erling Lind aðalræöismaður og H. Nordenson frá Svíþjóð. —.
Við borðsendann situr Paul Frank frá Noregi, en hann er framkvæmdastjórí þingsins.
inii seti í
85. samkoma þess síðan það var emlurreist
FORSETI ÍSLANDS, herra Sveinn Björnsson, setti Alþingi í
gær. Voru flestir þingmenn komnir til þings. Meðal þeirra sem
viðstaddir voru þingsetninguna voru fulltrúar erlendra ríkja
og ýmsir embættismenn. — Með þessu þingi hefst 85. sam-koma
Alþingis frá því að það var endurreist fyrir 105 árum, en frá
því að það fjekk aftur löggjaíarvald fyrir 76 árum er þetta þing
70. í röðinni, en 50. aðalþing.
GUÐSÞJONUSTA
f DÓMKIRKJUNNI
Setningarathöfnin hófst eins
og venjulega með því að þing-
menn söfnuðust saman í for-
sal _ þinghússins. Gengu þeir
síðan þaðan til Dómkirkjunn- í
ar. Gekk forseti íslands í far-,
arbroddi ásamt sjera Svein- j
birni Högnasyni, en hann prje
dikaði við guðsþjónustuna. (
Lagði hann út af textanum
í Mattheusar guðspjalli, 6. kap.
33. og .34. versi, sem hljóðar,
þanriig:
,,En leitið fyrst ríkis hans og
rjettlætis og þá mun allt þetta
veitast yður að auki. |
Verið því ekki áhyggjufullir
um morgundaginn því að morg
undagurinn mun hafa sínar s -.
hyggjur. Hverjum degi nægir
sín þjáning14.
Guðsþjónustunni lauk með
því að sunginn var þjóðsöng-
urinn.
ÞINGSETNINGIN
Síðan var gengið til þing-
hússins að nýju. Tók forseti
íslands fyrstur til máls og las
forsetabrjef um að Alþingi
væri stefnt saman til funda og
síðan annað forsetabrjef um
að Alþingi væri sett.
Bauð forsetinn þingmenn
velkomna til starfa og bað þá
mirinast fósturjarðarinnar með
því að rísa úr sætum. Þing-
heimur stóð þá upp og mælti
forsætisráðherra: „Lifi ísland“.
Var tekið undir þau orð með
ferföldu húrrahrópi.
RANNSOKN
KJÖREUJEFS
Síðan tók aidursforseti þings
ins, Jörundur Brynjólfsson. viö
fundarstjórn. Minntist hann
fyrst látins þingmanns, Sigur-
jóns Friðjórissonar, sem var
landkjörinn þingmaður árin
1918—1922.
Þá var rannsakað kjörbrjef
Björns Stefánssonar, kaupfje-
lagsstjóra, en hann tekur sæti
á Alþingi í forföllum Vilhjálms
Hjálmarssonar, 2. þingm. Sunn
Mýlinga. Var kjörbrjef hans
tekið gilt með 35 samhljóða at-
kvæðum. Síðan var þingfundi
frestað þar til kl. 1,30 í dag.
Verða þá kosnir forsetar og
nefndi'r Sameinúðu Alþingi.
Að öllum líkindum verða for-
setakosningar í deildum einnig
í dag.
Hólabiskup í pila-
grímsför lil Rómar
HÓLABISKUP. Jóhanri Gunn
arsson, er nýlega lagður af
stað í pílagrímsför suður í Páfa
ríki í Róm.
Biskupinn fór hjeðan til
Hafnar, en þar slæst hann í
för með 80—90 pílagrímum.
í fygld með biskupnum eru sjö
kaþólskir íslendingar. Ferðin
frá Höfn til Rómar tekur sjö
daga. Mun biskupinn koma
hingað heim aftur urn næstu
mánaðarmót.
Fuillrúaráðsfundur
Sjáifsfæðisfjelaganna
í Reyljavik er í kvöld
BJARNI Benediktsson, ut-
anríkisráðherra, verður
málshefjandj á fundi full-
trúaráðs Sjálfstæðisfjelag-
anna I Reykjavík, er hald-
inn verður í Sjálfstæðishús
inu í kvöld og hefst kl. 8,30.
Er Jietta fyrsti fundur
fulltrúíiráðsins á þessu
hausti. — Mörg veigamikil
mál eru nú til úrlausnar
eins og aðstæður eru í efna-
hags- ng atvinnulífinu, og
því nsesta eðlilegt, að full-
trúar Sjálfstæðisfjelaganna
láti þam til sín iaka, einmitt
nú, þegar Alþingi er að hef ja
störf sín.
Fulltrúarnir eru vinsam-
lega minntir á að taka skír-
teini súa með sjer á fundinn.
" -dú1i} (/£>- ©97