Morgunblaðið - 13.10.1950, Side 9

Morgunblaðið - 13.10.1950, Side 9
1 Föstudagur 13. oíct. 1950. MORGUNBLAÐ19 © JÓHANN Þ. Jósefsson fyrv. f jármálaráðh, þingm. Vest- mannaeyjakaupstí.ðars er ný- lega kominn trá Vestmanna- eyjum. Hefur Morgunbl. átt samtal við hann og leitað frjetta hjá honum af 4 fram- kvæmdum í. kjöráæmi hans, sem er ein þróttmesta •verstöð og athafnabygðalag landsins. Af opinberum framkvæmd- tim, sem unnið hefur verið að á s.l. sumri í Eyjum, ber fyrst og fremst að nefna umbætur í hafnarmálunum og endur- bætur á flugveHinum, segir Jóhann Jósefsson. _ UNNIÐ AÐ DÝPRUN HAFNARINNAR Unnið hefur verið af miklu #kappi að dýpkun irmsigling- arinnar inn á höfnina. Var feng inn kafari frá Vitamálastjórn- inni, sem vann að því að hreinsa úr henni þá steina, sem að dýpkunarskip ræður ekki “víð. Var þar unnið mikið verk og gott. Dýykunarskipið Grett- ír byrjaði að vinna í höfninni snemma í ágúst, og hefur unn- ið síðan með ágælum árangri eins og sjest af því, að dýpið yst á innsiglingunn? er nú orð- ið um 21 fet um stórstraums- fjöru, en 18 fet þegar innar dregur. Mismmmr flóðs og fjöru er um 10 fet. Innsiglingarrennan er nú orðin 60—-70 metra breið yst <og 50 metra breið, þegar ínnar dregur. Hefur því mjög mikið áunn- ist í þessum emurn. Er það nú orðið alveg vandræðalaust fyr- ír hin stærri skip Eimskipafje- lags íslands að komast ínn og út af Vestmannaeyjahöfn í öllu skaplegu veðii, jalnvel þó ekki sje háflóð. é ÓIIULT í „FRIÐARHÖFN“ Vestmannaeyingar eiga sjálf- ir dýpkunaarskip. sem þeir eignuðust fyrir mörgum árum. Ber það nafnið ,.Heimaey“. Er það flestra manna mál, að þetta skip, sem keypt var nokkru eftir 1930, hafi verið eitt hið besta tæki, sem Eyjamar hafa eignast til lagfærlnga á höfn- Snni. Með því var grafin víkin ®ða skipakvíin fyrir botni hafn arinnar, sem hlotið hefur nafn- ið „Friðarhöfn“, vegna þess, að við bryggjur nennar geta hin stærstu skip nú verið óhult svo að segja í hverju, sem á gengur. Hafskipabryggja sjálf er sem kunnugt er nokkru utar og vildi kenna óróa við hana í xniklu brimi. En í „Friðarhöfn" gætir þess eigi. í stuttu máli sná segja, að mikið þrekvirki hafi verið unnið rneð dýpkun Vestmannaeyjahafnar á undan förnum árum, bæðí með „Heimaey" og fyrir aðgerðir kafará hafnannnar. En mest hefur þó áunnist með átaki - „Grettis“ og kafaravinnunni í Vör, sem vitamaíastjómin lagði til mann í. . :r NÝIR UPPDRÆTTIR NAUÐSYNLEGIK Nú er þess miki'. nauðsyn, að hafnarstjórnin láti með tilstyrk vitamálastjórnarinnar gera glögga og góða uppdrætti af ásigkomulagi hafnariimar eins og hún nú er orð'n. vegna þess að vátryggingarfjelögín þurfa sem fyrst að fá vitneskju um það öryggi, sem höfnin veitir og er þá iíklegt, að vátrygg- ingar skipa, sem þangað sigla, verði ódýrari. Lengi vel var það því miður Höfnin dýpkuð og fiugvöllurinn sendurbættur Samfaí við ióhann t>. iósefsson alþm. svo að vátryggingarfjelög er- lendis litu með tortryggni á Vestmannaeyjahofn vegna þess að farmskip uiðu þar oft fyr- ir áföllum. Nú er astand henn- ar orðið allt annað og er nauð- synlegt að unnið sje af alefli að því, að upplyra hið rjetta um það til þess að fá lækkun á hinum háu farmgjöldum, er að verulegu bygðust á áhætt- unni, sem fylgdi viðkomu þar. FLUGVÖLLURINN ENDURBÆTTUP, Hvaða umbætur hafa verið gerðar á flugvellinum í sumar? Við suðaustur enda hans, er eins og kunnugt er, fjallið Sæ- fell. Hefur í sumar og á s.l. ári verið unnið að þvi, að sprengja utan úr því til þess að gera aðflugið frá austxi greiðara og minka yfirleitt ábættuna fyrir flugvjelár, sem lenda á flug- vellinum.Við þessai' sprenging- ar hafa verið notaðar tundur- duflasprengjur. Annað sprengi efni hefði lítið dugað. En með þessu sterka sprengiefni, hefur mikið orðið ágengt og þó að verkinu sje hvergi nærri lokið ennþá, hefur nú þegar verið dregið mikið úr þeirri áhættu, sem þarna var fvrir hendi. Þessum endurbéium á flug- vellinum verður líklega lokið á næsta ári Y.erðui flugbraut- in þá orðin ems góð og hún getur orðið á þessum stað. Hjer um bil öll ferðalög Vestmanna- eyinga eru nú farin loftleiðis. Er því auðsætt ao þýðingar- mikið er að í þein. samgöngum sje gætt fylsta ö”yggis. ALLAR HENDLR STARFANDI Hvernig eru aflabrögð og at- vinnuhorfur í Eyjum um þess- ar mundir? Þetta haust hafa Vestmanna- eyingar í fyr.da skifti hafið síldarsöltun heima hjá sjer. — Hafa þegar verið saltaðar þar mörg þúsund tunnur og var mjer tjáð að afiinn í haust næmi orðið að verðmæti um 2 milj kr. Saltað er á þremur söltunarstöðvum, þ. e. a. s., Fiskvinnslustöðinnj, Hraðfrysti stöðinni og hjá Ísíjelaginu. — Hefur fjöldi manns haft at- vinnu við þessar veiðar í haust og hefur vonandi áfram, ef veiðin helst. Hvað er tíðinda af saltfisks- verkuninni í Vestmannaeyjum? í henni hafa á þessu ári orð- ið töluvert miklar framfarir, þar sem þurkhúsið, sem er eign útvegsbænda hefur tvöfaldað afköst sín frá bvi, sem áður var með litlum auknurr. tilkostnaði, þ. e. a. s. án nýrrar húsbygg- ingar. Geta þeir nú haft í einu í þurkklefum um 200 skippund. Yfirleitt er næg atvinna í VestmannaeyjLim Þar eru allar hendur starfandi. Virtust mjer allir önnum kafnir, þar eins og vant er, því fólk er þar starf samt og skortir sem betur fer enn ekki verkefni Það.hefur löngmn þótt lang- ur tími fyrir vjelbátana, að liggja aðgerðalausir frá síldar- vertíðarlokam til byrjunar vetr arvertíðar. En haustsíldin að þessu sinni vekur nýjar vonir um að á þessu t ímabili bíði arð- samur athafnatími Vestmanna- eyinga. Sjeð yfir Vestmannaeyjakaupstað og höfnina. MIKIÐ BYGGT UNDANFARIN ÁR Eru töluverðar byggingar- framkvæmdir í E> jum nú? Undanfarin ár hefur mikið verið byggt þar og ýmsar bygg ingar einstaklinga eru þar nú í smíðum. En fjöldi fólks, sjer- staklega ungir menn, sem vilja stofna heimili, kvarta undán hömlunum, sem á því eru að koma upp þaki yfir höfuðið á sjer. Vestmannaeyjar eru einn ai beim stöðum a landinu, sem ungt fólk vill setjast að á. En ófrelsið, sem hvílir á einstakl- ingunum bæði i byggingarmál- um og í öðrurn efnum, er þessn fólki og mörgum fleiri þymitr í augum. Það heyrast orðið há- værar kröfur um það hjá ung- um sem görnlum, að Ijett verði áf öllum þeim höftum, sem nú verða á vegi manna í bygging- armálum, verslunarmálum og öðru athafnalífi. Menn vilja vera frjálsir menn í frjálsu ’andi, hlýða rjettum' lögum, en búa ekki undir ólÖgum. SKIPBROTSMANNA- SKÝLI Á FAXASKERI Var ekki byggt skipbrots- mannaskýli á Faxaskeri í sum- ar? Jú. Eins og konnugt er, er Faxasker norðan Ystakletts, og sundið milli skersins og kletts- ins heitir Faxasund. Eftir „Helga“-slysið s.l vetur, er þad vitnaðist að tveir menn hefðu komist lifandi upp í skerið, en látist síðan af kulda og vos= búð áðjur en hægt væri að koma hjálp til þeirra, vaknaði mikill og almennur ahugi fyrir því, að koma þar upp skipbrots- mannaskýli svd að slíkir sorg- aratburðir þyrftu ekki að end- urtaka sig. Jeg leitaði til Alþingis um fjárframlög í þessu skyni sam- kvæmt áskorun heiman að. En það mál fekkst ekki fram á þingi. Tóku Vestmannaeyingar það þá í sínar hendur og reistu skýlið. Mun slysavarnadeildin Eykyndill, hafa haft forustuna um það. Er skýlið nú fullbúið, Ljósviti verður einnig þarna í skerinu og er með honum f ull nægt gamalli ósk okkar marga, sem á sínum tima bentum á nauðsyn vita á þessum stað, segir þingmaður Vestmanna- eyinga að lokum. ÞINGMAÐUR í 26 ÁR Jóhann Þ. Jósefsson hefur verið þinemaður Vestmanna- eyjakaupstaðar síðan árið 1924 eða samfleytt í 26 ár. Hann mun sá maður á Alþingi, sem eir.na víðtækasta þekkingu hefur á útgerð og högum útvegsmanna og sjómanna. Kanr. hefur haft forystu um og átt þátt í ýms- um merkilegum r.ýungum í fje lagslegu samst&rfi . útvegs- manna í kjördæmi sínu. Á Al- þingi er hann í röð merkustu þingmanna og hefur haft þar forgöngu um mörg þjóðnytja- mál. Fer vel á því, að hið þrótt- mikla fólk, sem bvggir Vest- mannaeyjar eigi slíkum fulltrúa á að skipa á löggjafarsamkomu þjóðarinnar. S. Bj. Kosnmgar í A.-Þýskalandi BONN, 12. okt. — Á sunnudagirm kemur eiga að fara fram „kosn- ingar'ö í A.-Þýskalandi. Hefur stjórnin í V.-Þýskalandi skorað á kjósendur að sitja heima eða skila ógildum seðlum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.