Morgunblaðið - 13.10.1950, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 13.10.1950, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 13. okt. 1950. Sveinn E. Björnssen jæknir $5 ára í SUMAR komu hingað vestur- íilensk hjón, dr. Sveinn Björns- son og kor.a hans, María Björns- son. Þau dveljast enn hjerlendis, þó að ef til vill fari að styttast í veru þeirra á íslandr. í dag á dr. Sveinn Ljörnsson 65 ára af- maeli. Þykist jeg vita, að dr. Bjömsson þyki það skemmtilegt að eiga þetta merkisafmæli sitt heima á ættjörðinni. Ungur að aldri fluttist hann vestur um haf, árið 1904. Flann fæddist 13. okt. 1885 á Lýí' .gsstöðum í Vopna- firði. Foreldrar hans voru Eirík- ur bóndi Björnsson og kona hans, Aðalbjörg Jónsdóttir bónda á Há mundarstöðum í Vopnafirði. Frú María Bjórnsson, kona Sveins læknis, er dóttir Gríms Laxdals, kaupmanno, er fluttist til Canada og átti þar iieima öll sín efri ár. Dr. Björnssc i lauk læknisnámi í Winnipeg og hefur verið starf- andi læknir í Manitoba-fylki, lengst af í Arborg í Nýja-íslandi. Sveinn Björnsson hefur verið vinsæll læknir, enda hvers manns hugljúfi í aiiri viðkynningu, yfir- lætislaus maður og raungóður. — Heimili þe' ■* hjóna hefur verið viðbrugðið fyrir gestrisni, og bæði hafa þau tekið mikinn þátt í fjelagslífi Vestur-íslendinga. — Dr. Björnsson er einlægur trú- maður og iiefur lengi átt sæti í stjórn Hins sameinaða kirkjufje- lags íslendinga vestan hafs. — Hann hefur einnig sinnt þjóð- ræknismáh' i, enda ann hann mjög íslenrkri tungu og bók- menntum. Sjálíur er hann vel skáldmæltur og hefur gefið út eina Ijóðabók. — Hann er einn þeirra manna, sem í raun og veru heíur aldrei yfirgefið „gamla landið“, þó að hann hafi unnið æfistarf sitt í annarri heimsálfu, c-inn þeirra, sem fann, að því betri íslendingur, sem hann var, því heilli maður í hverri raun Dr. Björnsson er góður tafl- maður, og einnig á þeim vett- vangi vildi hann standa í sam- bandi við íslendinga heima. Vissi jeg til þess, að á fyrri árum tefldi hann brjeískákir við taflmenn heima á re*! jörðinni. Með ísla"isferð þeirra hjóna hefur sjálfsagt verið að rætast draurpur, er þeim hefur í huga búið árum saman. Veit jeg, að hjer hafa þau endurnýjað gaml- an kunningsskap við gamla vini tog gamla staöi, en sjálfsagt einnig eignast nýjc vini. En það leyfi jeg mjer að fullyrða, að hversu vel sem hc "ia-íslendingar reyna að fagna siíkum gestum, getur það aldrei erðið annað en lítið eitt upp í þá miklu skuld, sem við stöndum í við menn eins og dr. Svein Ljörnsson og heimili hans. Jeg veit, að jeg mæli þar fyrir hönd margra vina, er jeg ber fram þá ósk, að dr. Sveinn Björnsson megi enn um langan aldur stun la störf sín og hugðar- efni, og k eimsóknin til Islands verða hor un og frú hans til ánægju og gleði í hvívetna. • Jakob Jónsson. - S, 11«. i ' Frh. af bls. 10. Hjer er um menningarmál að ] ræða og það á erindi til allra þeirra, sem bera velferð yngri kynslóðarinnar fyrir brjósti. — Með stuðningi sínum við þetta mikilvæga mál eru borgararn- ir beinlínis að skapa skilyrði fyrir heilbrigðu fjelagslífi með- al æsku Reykjavíkur. B. Æ, R. hefur nú efnt til happdríettis til ágúða fyrir Æskulýðshöllina. Vinningarnir eru þrír: ísskápur, rafmangs- eldavjel og þvottavjel. Verð ihvers miða eru 2 kr. Æska Reykjavíkur! Þetta er þitt mál fyrst og fremst. Láttu fikki þinn hlut eftir liggja. Elís Þórðarson, Irje- smiður - Minning í DAG fer fram jarðarför Elísar Þórðarsonar trjesmiðs frá Fá- skrúðsfirði, er andaðist hjer í bænum 7. þ. m. Elís var fæddur að Stöðvarfirði 24. júlí 1904, en fluttist með foreldrum sínum, Þórði Árnasyni og Sigurbjörgu Sigurðardóttur til Fáskrúðsfjarð- ar og ólst þar upp. Ungur að aldri byrjaði hann sjósókn með föður sínum og stundaði sjómennsku lengst af ævinni. Var hann um alllangt skeið formaður og síðar skipstjóri eystra og ávann sjer traust og vinsældir við þau störf. Til Reykjavíkur fluttist hann með fjölskyldu sína árið 1946 og tók að stunda hjer trjesmíðar og fórst honum það starf engu síður vel en skipstjórnin. En þó er mjer nær að halda að sjó- mennskan hafi honum verið kær- ara verkefni en trjesmíðarnar, sennilega fundist það hæfa betur karlmennsku sinni og þreki. Árið 1926 kvæntist Elís Jónu Marteinsdóttur, mikilli hæfileika konu og var hjónaband þeirra far sælt. Þeim hjónum varð fjögurra barna auðið, en af þeim eru á lífi: Már 22 ára, sem stundar nú hagfræðinám í Cambridge, Þór 20 ára, sjómaður, og Sigurður 8 ára, sem dvelur með móður sinni. , t Elís Þórðarson var greindur maður í besta lagi, prúðmeifni hi6 mesta og hvers manns hilg- ljúfi sem kynntist honum. Hann var svo vandaður maður til m:ðs og æðis, að á betra verður eldú kosið. Hann var eljumaður rpik- ill, sístarfandi og kunni að jsjá sjer fyrir verkefnum, Með honúm var gott að vera vegna dreng- skapar hans, sem aldrei brást., j Hinir fjölmörgu vinir háhs trega svo góðan mann. Þó er áð sjálfsögðu mestur harmur kveð- inn að eiginkonu hans og drengj- unum við fráfall trausts og góðs heimilisföður. En endurminning- ar um göfugmennið munu draga úr þeim sársauka. Þungt er tapið, það er vissa, þó vil jeg biðja vorri móðir: að alltaf eigi hún menn að missa, menn sem voru svona góðir. Eiríkur Bjarnason. iKIMIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMkJIIIHllMIIIIIIIIIÍimatltmill I Þjóbleikhúsið I Öskum eftir að fá keyptan trje- i rennibekk. Uppl. í síma 7531 og i 81375. | HmmmiimimiiiMimiimiimmmmimmmiiMimimi j Ren.au.Lt | Til sölu fjögra manna Renault | bifreið í ágætú5 standi. Uppl. í 5 síma 6480 milli kl. 6 og 7 í dag. | Þjóðleikhúsið Frariu. af bls. 5. tálsnörur fyrir mann sem mest hefur gefið sig að leik í reví- um og „försum“. Þó vil jeg ekki neita, því að jeg hefði hugsað mjer herra Day fyrir mannlegri. — Er það trúa mín að Alfreð eigi mikla fram- tíð fyrir sjer sem karakter leik- ari ef hann fær nægilegt tæki- færi til að leggja rækt við þá tegund leiklistar. Alfreð hefur fyrir löngu unnið sjer óskipta hylli leikhúsgesta eins og kom glögglega fram í leikhúsinu í fyrrakvöld, því að þar var hon- um óspart klappað lof í lófa. Frú Inga Þórðardóttir fer með hlutverk Vinni, eða mömmu, á heimiii Day-fjöl- skyldunnar. Er það annað aðal hlutverkið í leikritinu. Frú Inga kemur manni alltaf á óvart, ekki af því að það sje ekki löngu vitað að hún er ágæt leikkona, heldur vegna þess hve hröðum framförum hún hefur tekið í list sinni á síðari árum. Oll þau vandasömu hlutverk sem henni hafa verið falin hef- ur hún leyst af hendi með sóma og sum með miklum ágætum og að þessu sinni hefur hún sýnt leik, sem skipar henni sess meðal okkar allra bestu leik- kvenna. Allt útlit hennar og látbragð er í svo góðu samræmi við hlutverkið, að á betra verð- ur ekki kosið. Hún skilur ber- sýnilega til fulls stöðu sína á heimilinu, og einkum við hlið Pabba og þekkir hvern krók og kima í hugskoti þessa erfiða en þó prýðilega eiginmanns. Steindór Hjörlcifsson leikur Clarence, elsta son Day-hjón- anna. Steindór hefur leikið hjer nokkuð áður án þess að vekja á sjer sjerstaka athygli. Mun þetta stærsta hlutverk sem honum hefur verið falið og leys ir hann það mjög laglega af hendi. Svipbrigði hans eru góð og honum tekst vel að sýna vandræðalegan ungling sem enn veit ekki fótum sínum for- ráð, en er að komast í fyrstu kynni við vandamál lífsins. Hina syni þeirra hjóna John, Whitney og Harlan leika þeir Valur Gústafsson, Halldór Guðjónsson og Paul Ragnar Smith. Fóru þeir allir einkar laglega með hlutverk sín. Frú Þóra Borg fer með hlut- verk Coru, frænku mömmu. Er leikur frúarinnar allur hinn ágætasti sem jafnan endranær. Hún er örugg og frjáls á svið- inu og kann hvergi betur við sig en þar, en málfar hennar er óþarflega teprulegt. Er það mikill ljóður á ráði svo góðrar leikkonu og virðist mjer hann því miður færast í aukana með ári hverju. Frú Herdís Þorvaldsdóttir leikur Mary Skinner vinkonu Coru. Minnir hlutverk þetta nokkuð á hlutverk hennar í leikritinu „Jeg man þá tíð“, sem sýnt var hjer fyrir noltkr- um árum, en frúin hefur sneitt vel hjá því hlutverki í leik sín- um nú. Er leikur hennar allur áferðargóður og eðlilegur. Ævar Kvaran leikur sjera Lloyd. Gerfi hans er gott og leysir hann hlutverk sitt af hendi af góðum skilningi. Steinunn Bjarnadóttir, Hjör- dís Jóhannsdóttir, Emilía Jónas dóttir og Anna Halldórsdóttir, leika þjónustustúlkur á heimili Daý-hjónanna og fara vel með hlutverk sín. Anna Guðmundsdóttir leikur Margaret, eldabuskuna á heimilinu og leysir það hlut- verk prýðisvel af hendi. Jón Aðils leikur Humphreys lækn- ir, lítið hlutverk sem gefur ekki tilefni til sjerstakrar um- sagnar. Jeg hygg, að það sje ekki of- mælt þó sagt sje að leiksýning þessi taki fram flestu því sem j hjer hefur sjest á leiksviði um ágætan heildarsvip og góðan leik, og er sýningin vissulega Þjóðleikhúsinu og öllum sem að henni standa til mikils sóma. Það eina, sem skygði á gleði leikhúsgesta á þessari leiksýn- ingu var það, hve illa heyrðist til leikenda. En væntanlega verður úr því bætt síðar. ■ Sigurður Grímssfði. : I Kápur | vandaðar úr tillögðum efnum á 5 Grettisgötu 31. Sími-5807. 5KABTGRIPAVERZLUN ■."* jN - A‘ R S T SB Æ T I 4 — Minningarorð Framh. af bls. 11. skjddu verða þeir menn, sem reyndu að seilast eftir eignum hans með lævíselgum hætti. — Eins og hann var viss og áreiðan- legur með fjemuni annarra manna, sem hann hafði með höndum, eins var hann reglusam- ur með eigin fjemuni, hann vildi greiða hverjum það, sem honum bar og engum skulda neitt. Eitt sinn fyrir mörgum árum síðan, kom krafa til hans frá einni skatt heimtustofnun bæjarins. Það þótti honum næsta undarlegt, því slíku var hann ekki vanur; brá hann þá fljótt við og hjelt til skattheimtumannsins <?g spurði hvatlega, hvernig á því stæði, að hann fengi slíka kveðju. „Þú skuldar hjerná“, sagði skattheimtumaðurinn. „Það getur ekki verið, jeg skulda eng- um neitt“, svaraði hann. Skatt- heimtumaðurinn horfði undr- andi á hann og sagði, um leið og hann tók að athuga reikninginp: „Betur að þetta gætu sem flestir sagt“. Fann hann fljótt, að kraf- an va rröng og bað fyrirgefning- ar ó yfirsjón sinni. Þannig voru viðskipti hans við samferðamennina á lífsleiðinni, jafnan hreinn og refjalaus. Sam- ferðamennirnir frá fyrri árum voru nú flestir komnir á undan honum til hinna ókunnu stranda; mennirnir, sem hann á síðari ár- um hafði yndi af að minnast með gleði, er hann sagði frá löngu liðnum viðburðum, munu nú fagna honum handan við hin mikiu landamæri, á landi iifenda. í fyrradag voru jarðneskar leifar hans fluttar til hinstu hvíldarí reit hinna framliðnu. Blessuð sje hans minning. Sólm. Einarsson. Björn Jéhannesson efsfur í melsfara- flokki í SJÖUNDU umferð meistara- flokks á Afmælismóti Taflfje- lagsins fóru leikar þannig, að Sveinn Kristinsson vann Pjet- ur Guðmundsson, Þórður Þórð arson vann Sigurgeir Gíslason. Jafntefli varð hjá Birgi Sig- urðssyni og Kristjáni Silveríus syni og Þóri Ólafssyni og Birni Jóhannessyni. — Biðskák hjá Hauk Sveinssyni og Steiii- grími Guðmundssyni. Staðan í meistáraflokki er nú þannig: Björn Jóhannesson 4 v. og biðskák, Þórir Ólafsson 4 v., Kristján Silveríusson 314 v. og 2 biðskákir, Þórður Þórð- arson 314 v., Sveinn Kristjáns- son 3 v. og biðskák, Birgir Sig- urðsson 3, Þórður Jörundsson 214 og biðskák, Steingrimur Guðmundsson 114 og 3 biðskák ír, Haukur Sveinsson 114 og 2 biðskákir, Pjetur Guðmundsson 1 og 2 biðskákir og Sigurgeir Gislason 1 og 2 biðskákir. v Markús--- & £k & & Eftir Ed Dodd s® 1) Þegar fyrstu geislar morg- unsólarinnar koma upp fyrir fjöllin í austri, þá leggja álft- irnar af stað í langferðina. —- Fyrst fljúga Hertogi og Mjall- hvít. 2) — Jeg er undir allt bú- j inn. Það eina sem vantar er að að minnsta kosti ein álft fest- ist í snörunum við vatnsbakk- ann. Þá lokkar hún aðrar að. 3) Með föstum vængjatökum stefnir Hertogi norður eftir og hinar álftirnar fylgja á eftir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.