Morgunblaðið - 22.10.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.10.1950, Blaðsíða 9
| Sunnudagur 22. okt. 1950 MORGUNBLAÐIÐ 9 REYKJAVÍKURBRJEF ftSE ÓTÍÐIN á norðaustanverðu landinu í haust, hefir verið stöð ugri, en menn hafa í fjarsveit- um getað gert sjer í hugarlund. Þegar menn sjá heysátur, föng og flekki í margra vikna fönn, er sem augu manna opnist fyr- ir þ\p, hversu tíðarfarið hefir þar verið ömurlegt. Nú hefir Stjettarsamband bænda gengist fyrir því að efnt er.til sam.skota meðal bænda á vestanverðu. landinu, til aðstoð ar bændum í óþurkasveitunum Er vonandi að þeíta frum- kvæði Stjettarsambandsins komi að tilætluðum noturn. Kartöflurnar í HINNI ömurlegu heyskapar- tíð hefir það komið sem óvænt happ, í sumum sveitum, hversu kartöfluuppskeran hefir orðið mikil að þessu sinni. Sú upp- skera hefir orðið mjög orfið, sakir rigninganna. En í lág- lendissveitum mun meginhluti uppskerunnar hafa náðst, áður en hún spilltist af frostum. Norður í Eyjafirði frjetti jeg til mun meiri kartöfluuppskeru en dæmi eru til, allt upp í tví- tugfalda, í gömlum vel hirtum görðum. Þar hefir áður þótt gott, ef uppskeran hefir verið yfir tí- föld á við það sem niður er sett. Ástæðan fyrir þessari miklu uppskeru garðávaxta er vitan- lega fyrst og fremst sú, hversu þetta votviðrasumar hefir ver- íð hlýtt, og hve vaxtartímabilið til fyrstu haustfrosta hefir vér- ið langt. 'Mikil örvim er þessi kartöfluuppskera fyrír lands- menn, að auka og bæta kartöflu ræktina, svo hún í óhentugri heyskapartíð geti orðið uppbót á ljelegan heyfeng. Svo_ mikið kveður að kartöflu ræktinni á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð t. d., að bændur þar leggja allt að því eíns mikið upp úr kartöflunum eins og töðunni. 9 Fóðu rbætisgjöíin HVAR sem kjarnfóðurgjöfin toerst í tal, í hópi bænda, virð- ast menn nú vera sammála um, að slík fóðureyðsla hafi _víða verið mun meiri en á undan- Við hvað eiga þeirl ,,EF til atómstyrjaidar kemut“, segir Þjóðviljinn á dögumim, „er ekkert líklegra en helmingi ís- lendinga verði íortímt tafarlaust með kjarnorku- orkusprengju“. Hvaðan eiga Þjóðvilja- menn von á þessari sprengju, sem á að tor- tíma lielming íslendinga tafarlaust? Ekki geta þeir átt von á henni frá Vest- urveldunum, meðan hjer eru ekki aðrir em fylgis- menn Atlantshafsbanda- lagsins. Felst í þessum orðum Þjóðviljans „ekk- ert líklegra“, að kommún istar geri ráð fyrir, að næsta styrjöld hefjíst, með því að vinir þeirra úr austrinu leggi land okkar undir sig, og leitað verði þeirra ráða a® koma þeim hjeðan með kjarn- orkusprengju. Friðarvinirnir í komm- únistaflokknum ættu að temja sjer, að vera svo skýrir í máii, að hægt væri að skilja þá til fulls. fömum árum, en hollt er fjár- hagsafkomu búnaðarins. Annað er það, að grípa þurfi til fóðurbætisgjafar í stórum stíl þegar heyskapur bregst, eins og átt hefir sjer stað í ó- þurkasveitunum, En með núverandi verðlagi á kjarnfóðri, er það sjálfgert, að bændur kaupa ekki meira af þeirri vöru, en góðu hófi gegnir. Leiðin í fóðuröfluninni verð- ur sú, að tryggja heyverkunina sem best. Einkum með votheys gerð. Vonandi hverfa bændur að því eftir reynsluna í sumar, að kljúfa þrítugan hamarann, til þess að koma upp hjá sjer votheysgeymslum í einhverri mynd, svo þeim sje tryggt, að fá verðmæti heyaflans að heita má óskertan. Hjer í blaðinu hefir Árni G. Eylands stjórnarráðsfulltrúi, ritað greinaflokk um votheys- gerð, sem ætti að geta orðið bændum haldgóður leiðarvís- ir í þessu efni. Vjelarnar í sveitunum MIKIL eftirspurn er og hefir verið á undanförnum árum, eftir landbómaðarvjelum. Hef- ir talsverður innflutningur feng ist á þeim, sem kunnugt er. Þó er hann talinn mun minni, en æskilegt er fyrir búnaðarfram- leiðsluna. Landbúnaðurinn þarf að taka aukna tækni í þjón- ustu sína, afla sjer þeirra vjela, sem gerir framleiðsluna auð- veldarii ódýrari. En kunnugir menn halda því fram, að aðgæslu sje þörf í vjelakaupunum, ekki síður en með kjarnfóðureyðsluna. M. a. vegna þess hversu landbúnað- arvjelarnar koma tiltölulega fáa daga ársins í notkun, eink- um þar sem búin eru smá. Þetta verður ennþá tilfinn- anlegra, ef vjelarnar sæta mis- jafnri meðferð, allan þann fjölda daga ársins, sem þær liggja ónotaðar. Menn segja sem svo: Til þess að tæknin, er fæst með vjelunum, verði ekki_ óþarflega dýr, þarf að stefna að því, að vjelarnar komi í brúk lengri tíma á hverju sumri, en not er fyrir þær við eitt einasta smábú. — Fleiri bændur verða að koma sjer saman um afnot þeirra. Þetta er í mörgum tiífellum erf- iðleikum bundið. En „mikið má ef vill“, segir máltækið. Umfram allt verður að gera ^angskör að því að vjelar, sem keyptar eru til búrekstursins fyrir míkið fje, fari ekki for- görðum á skömmum tíma, fyr ir vanhirðu. Síldin og flotvarpan SIÐAN MENN með bargmáls- dýptarmælí og öðrum nýtísku tækjum, komust að raun um, hve síldargengdin er mikil hjer í Faxaflóa, hafa menn verið að vona, að einhver gæti fundið öruggari veiðiaðferð, við að handsama þann afla, en með reknetum. Og byggt þessar vonir m. a. á því, hversu vel hefir tekist að koma Larsen- flotvörpunni við í Skagerak. Menn hafa talið, að úr því að þetta tækist þar, vantaði ekki nema herslumuninn að síld yrði veidd hjer um slóðir, í flot- vörpu, ef tilbrigði fengist í dönsku vörpuna, sem hæfðu skilyrðunum hjer. Nú hefir heyrst, að tilraunum í þessu efni sje hætt. Því hjer hafi öll reynsla með flotvörp- ur við síldveiðar reynst nei- kvæð. Kunnugur maður hefir sagt mjer, að í aldarfjórðung hafi verið reynt að koma flotvörp- um við, á síldveiðum. En eng- um hafi tekist að finna upp nothæfa vörpu, nema hinum víðfræga uppfinnanda, Larsen á Skagen. En skilyrðin á miðunum í Skagerak sjeu nokkuð sjer- stæð. Og við búið að þessvegna hafi það tekist þarna, sem ekki hefir tekist annarstaðar. Friðardúfan únista og annara ríkja. Hingað til hafa kommúnistar, sem nokkru ráða í hinum austræna heima, ekki treyst sjer til að mótmæla nokkru orði Lenins. Kenningar hans eru þeim helg- ur dómur. Hervæðing Sovjetríkjanna ALDREI hefir nokkur stjórn nokkurs lands haldið uppi eins miklum herafla á friðartímum, eins og Sovjetríkin. Sam- kvæmt nýjum heimildum eru : I FUNDUR var hjerna í Friðar dúfunni á fimmtudaginn var í Listamanaskálanum. Þar flutti Jóhannes úr Kötlum útdrátt úr ofbeldisfriðarskrafi því, er hann hefir birt í Þjóðviljanum að undanförnu. Allar eru þær greinar hans settar í svarta ramma, eins og það væri eftir- mæli á kirkjuvegg, hvort sem það á að þýða, að hann. tali úr öðrum heimi. Síðan lýsti Þorbjörn eðlisfræð ingur Sigurgeirsso»i því yfir, að hann væri ekki trúaður á ,að komið yrðj í veg fyrir fram- leiðslu á kjarnorkusprengjum eða virku banni á notkun þeirra með undirskriftum undir Stokk- hólmsávarpð. Þá upplýsti Ingi bæjaríulltrúi Helgason, að hann hefði „sett Stalin út af sakramentinu“. Kommúnistar tækju ekki mark á Jósep gamla lengur. Því nú væri það upp- lýst, að hinn austræni heimur bak við Járntjaldið, gæti lifað í sátt og samlyndj við vestræn- ar þjóðir. í bók sinni um Leninismann leggur Stalin, sem kunnugt er, áherslu á, að Ráðstjórninni sje nauðsynlegt, að koma því svo fyrir, að styrjöld sú, við Vest- urrveldin, sem Sovjetríkjunum sje nauðsynleg eða óumflýjan- leg, brjótist ekki út fyrr en Sovjetríkjunum hentar. Jeg veit ekki hvort til eru menn hjerlednis, sem leggja trúnað á að Ingi Helgason bæj- aruflltrúi, geti ráðið yfir Stalin. En sennilega verða margir sein ir til að trúa því, að Sovjet- ríkin beygi sig fyrir ræðu Inga, sem hann flutti hjer í Friðar- dúfunni á fimmtudaginn. Við- búið sje að Moskvastjórnin grípi til vopna, þegar henni sýn- ist mál til komið, hvað sem hinn íslenski Fimtu herdeild- ramaður hafi sagt. Kenning Lenins í þessu efni var sem kunnugt er sú, að það væri óumflýjanleg nauðsyn fyr- ir kommúnismann, að til stór- felldra hernaðarátaka komi hvað eftir annað, á milli komm- hernaðarútgjöld. þeirra í ár svo mikil, að samsvaraði því, að smáþjóðin íslenska kostaði 130 jmilljónum króna í herbúnað sinn í ár. Svo ekki er að undra, þó erfið lega gangi, að afla matvæla þar ' í landi, til þess að þjóðin hafi I við að búa sómasamlegt viður- jværi. Þar gildir lífsregla Gör- ings, að taka fallbyssur- fram | yfir smjör. i En til þess að hinar vestrænu lýðræðisþjóðir verði sem óvið- búnastar, þegar Sovjetstjórn- in hugsar sjer, að hennar tími ' til árása sje komin, hefir áróð- urssmiðja þeirra ,,Kominform“, j sent út hina svonefndu „Frið- ardúfu“ eða friðar-„hreyfingu“ í dúfulíki. Því allt, sem eitt- hvað kveður að, verður að heita J „hreyfing“, meðal' 'ofbeldis- manna, jafnt kommúnista sem nasista. Allar líkur benda til, að Frið ardúfan sje að miklu leyti kost- uð af Sovjetstjórninni. Því eins og gefur að skilja, er hún lát- in vinna í þjónustu þess ríkis, sem hyggur á hernað og vill, að andstæðingarnir verði sem ó- viðbúnastir. • Fimmtu herdeildarmenn í þjónustu Sovjetríkjanna, eða Kominform, hvort heldur þeir eru starfandi hjer á landi eða annarsstaðar, eru áhangendur þeirrar herstjórnar, sem undir- býr hið ,,óumflýjanlega“ stríð Lenins og Stalins. Þessir aðstoð- arhermenn, beita þeim herbrögð um, sem fyrir þá eru lögð, alveg án tillits til þess, hvort þeir verða sjer sjálfir til minnkun- ar og gera sig að gapuxum í augum almennings. Þeir fara eftir fyrirskipunum yfirstjórn- ar sinnar í einu og öllu, enda þótt þeir hafi ekki fengið ein- kennisbúninga hernaðarins ut- an yfir sig. í augum venjulegra manna hjer á landi eru dátar „Friðar- dúfunnar“ orðnir ærið skringi- legir, ekki síst „lúðrasveitin“, sem gengur í farabroddi, Kilj- an og Jóhannes Katlaskáld eða FRIÐARDÚFAN — Engan getur furðað á því, að hún sje orð- in nokuð rytjuleg, því eins og kunnugt er, hefur hún ekki átt sjö .dagana sæla, lenti meðaí annars í Kóreustyrjöldinni, hraðsuðukatlaskáld, eins og hann er stundum nefndur, rit- stjórar Þjóðviljans og aðrir er þeyta friðarlúðra Kominform, Nytsemi „dúfunnar'4 FRIÐARDÚFAN gerir sitt gagn, þó það verði með allt öðr um hætti en kommúnistar ætl- uðu í upphafi. Hún t. d. kem- ur því til leiðar, að eftir þvi sem hún fellir fleiri friðar- fjaðrir í augsýn almennings eftir því sem menn sjá það bet ur með hverskonar falsi og svik- um kommúnistar stjórna allri hennar ,,hreyfingu“, eftir því stendur átrúnaðargoð íslenskra kommúnista, Laxness rithöfund ur, strípaðri í afskiftum sínutn af opinberum málum. Þetta er að sjálfsögðu leið- ínlegt fyrir jafn orðsjúkan og hörundsáran mann eins og Hall dór. — En hvað skal segja. Þegai' maður er innritaður og flokks bundinn í skipulögðum alþjóða her þá er viðbúið að menn sem í eðli sínu eru ekki herská- ari en Halldór verði að gera fleira, en gott þykir. Hitt er víst að það er gagnlegt fyrir þjóðina sem hefir dálæti á góS um skáldum, að fá áþreifanleg ar sannanir fyrir því, að við- urkennd skáld og rithöfundar, geta hegðað sjer eins og hálf- vitar, þegar um þjóðmál er að ræða. Segja sitt hvað - Forgöngumenn Friðardúfunn ar eru í standandi vandræðum með sjálfa sig og málstaðinn. Tala sitt á hvað og út í hött á milli. Þegar t. d. nöfn þeirra manna voru birt hjer í blaðinu, sem undirritað höfðu „dúfuávarp- ið“ fyrsta, þóttust dúfumenn vera harðánægðir og þökkuðu Morgunblaðinu fyrir birting- una. Næsta dag sögðu þeir, aö birting nafnanna væri ofsókn á hendur þeim mönnum, sem hefðu látið fleka sig til undir- skriftanna. Þá var gleðin snú- in í bálvonsku. Næst var sagt, að öll þjóðin myndi ganga I ,,dúfuna“. Þar á eftir var sagt, að þeir menn, sem hefðu skrif- að undir, væru svo fáir, og ein~ angraðir, að almenningur yrði að kenna í brjóst um þá, og skrifa undir ávarpið, þeim tíl samlætis, til að hughreysta þá. Það átti að vera „ofsókn“, að segja frá því, hverjir hefðu gerst dúfumenn. Eins og hjer væri um að ræða leynifjelags- skap. en þátttaka í honum væri mannorðs spillandi. — í öðru orðinu var þetta á máli Þjóðviljans, fjelagsskapur „friðarhugsjónamanna", sem stæði langt hafinn yfir allan almúga að hugsjónum og siðferð isþroska (!') Svona eru forystumenn Fimtu herdeildarinnar látnir ramba áfram í Þjóðviljanum dag eftir dag og þeir hafðir sem leiðtogar í endileysunni, Kiljan og Jóhann' es úr Kötlum. * En ráðsettir fimtuherdeildar menn, eins og Brynjólfur Bjarnason, Einar og Krist- inn Anárjesson etja þessum sporliðuðu málskrafsmönnum fyrir sig, en varast að segja nokkuð sjálfir. Því allir vita þeir, að fólk, sem lætur ginnast til þátttöku í „dúfunni”, átt- ar sig fljótt á því, hvaða fífla- læti þetta eru alt saman. Jafn- vel Þorbergur Þórðarson hefur ekki sagt aukatekið orð. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.