Morgunblaðið - 22.10.1950, Síða 10
1Ó
MORGUNBLÁÐIÐ
Sunaudagur 22. okt. 13ý0
Fi$ Sigríður Haraldsdóitir: r
HIJ8IÐ SEHI FJEKK FYRSTD
Á SYNiNGDNNI „KOIMAN OG
VERÐLADN
HEIMIEIГ
EINS OG skýrt hefur verið frá
í Morgunblaðinu, var sýningin
„Konan og heimilið“ haldin í
Danmörku í byrjun september-
mánaðar. — Hugmyndin með
henni var meðal annars sú að
sýna allar helstu nýungar, sem
ljettu húsmæðrum störf þeirra.
Húsmóðirin vinnur mest öll
störf sín innan veggja heimilis-
ins. Það er því augljóst, að fátt
skiptir meira máli fvrir hana en
fyrirkomulag íbúðarinnar. Þeg-
ar byggja skal hentugar íbúðir
fyrir almenning er á margt að
líta. Mestu máli skiptir senni-
lega verð íbúðarinnar, og í Dan
mörku er það svo, að þrátt fyrir
opinbera styrki til húsabygg-
inga eru nýju ibúðirnar, sem
alraenningur á völ á, svo dýrar,
að allur þorri manna hefur
naumast ráð á að búa í þeim.
Annað mjög mikilvægt atriði
er það, að erfitt er að fá heim-
ilisaðstoð. Slík aðstoð er nú orð-
ið flestum ofvaxin efnalega, og
virðist sama máli að gegna um
þéssi efni í Danmörku og hjer.
Þegar um er að ræða barnmarg-
ar fjölskyldur, er sjerstaklega
nauðsynlegt að hafa þetta í
huga.
,Á sýningu þeirri, sem áður
var getið um, var byggt upp
heilt hús, sem ætlað var barn-
margri fjölskyldu, og verður
hús þetta gert að umtalsefni
hjer, ekki sökum þess að það
henti að öllu leyti á íslandi,
heldur vegna ýmsra nýmæla,
sem margt má af læra, auk þess
sem húsið gefur nokkra hug-
mynd um þær stefnur, sem ráða
í Danmörku um íbúðarbygging-
ar fyrir almenning.
Stofnað hafði verið til sam-
keppni meðal húsameistara um
uppdrætti af ódýrum fyrirmynd
aríbúðum. Átti að taka sjerstakt
tillit til þeirrar reynslu, sem
fengist hafði í Danmörku í þess-
um efnum. Húsin áttu að vera
lág og sambyggð, en að öðru
leyti höfðu kependur mjög
frjálsar hendur og þurftu ekki
að hlýta að öllu leyti ákvæðum
byggingarsamþykkta og laga t.
d. hvað snerti stærð herbergja
o. þ. h.
Fyrstu verðlaun hlutu húsa-
nieistararnir Emanuel Johan-
sen, Povl Abrahamsen og
Grethe Meyer fyrir leiguhús,
sem ætlað var barnafjölskyldu,
hjónum og sex börnum. Flatar-
mál alls hússins voru 96 ferm.
Þetta fyrirmyndarhús var mjög
ólíkt því, sem menn eiga að
venjast.
í húsinu voru þrjú mjög lítil
herbergi, sem ætluð eru börn-
unum. í hverju herbergi voru
1 eða 2 þilrekkjur, lítið skrif-
borð og 1 stóll. Undir rekkjun-
um voru hirslur fyrir leikföng
og annað, sem börnin áttu. —
Gengið n í öll bamaher-
bergin úr ri stofu, sem fyrst
og fremst var herbergi bam-
anna.
Hin örsmáu barnaherbergi
geta verið varh1 averð, en hjer
var ‘ ’ þess ætlast að allajafna
væri opið 'rii]li smáherbergj-
anna og hin.iar s’óru stofu þann
ig að stofan og litlu herbergin
mynuuf, i öll in- helld. Við
lestur o. þ. h. gátu börnin þó
verið í smái.i rlitrgjunum og
lokað p.l h"“ði.oni
Stóí ' st. na ■nT \ik I aenn,
bo. »to; , ifa •: rn. og
BREYTT HERBERGJASKIPLN TIL
ÞÆGINDA FYRIR HIJSMÓÐURINA
vinnustofa alls heimilisfólksins.'
Þannig var litlum hefilbekk
komið þarna fyrir, ýmsum leik-
föngum barnanna, borðstofu-
borði o. fl. En gólfpláss var mik
ið, svo ekki skorti börnin oln-j
bogarúm. Ekki var miklu fje
eytt í frágang á veggjum í
hinni stóru stofu og barnaher-
bergjunum. Sumir veggirnir
voru úr timbri, en útveggirnir,
sem byggðir voru úr rauðum
múrsteinum voru ekki pússað-
ir. Á gólfinu var gólfdúkur. —
Þrátt fyrir þennan frágang var,
stofan vistleg, enda bar hún það^
með sjer, til hvers hún var ætl-
uð.
Eins og sjá má á teikning-
unni, er greiður gangur úr stof-
unni út í garðinn og inn í eld-
húsið svo húsmóðirin átti auð-
velt með að fylgjast með börn-
unum í stofunni, þegar hún var
við vinnu sína í eldhúsinu. Auk
þess er eldhúsið svo sett, að hún
átti einnig auðvelt með að fylgj
ast með börnunum, þegar þau
voru að leika sjer í garðinum
fyrir framan húsið.
Eldhúsið sneri á móti vestri,
og er meðal annars þess vegna
gert ráð fyrir kæliskáp. Þak var
byggt yfir hluta pallsins, sem
var fyrir u%n húsið, og var það
gert til þess að sólin skini ekki
beint inn í eldhúsið, auk þess
sem þar var hentugt leiksvæði
fyrir börnin 1 rigningu. í eld-
húsi var hægt að drekka kaffi,
og þar gátu börnin einnig drukk
ið mjólk er þau koma úr skól-
anum á mismunandi tímum. í
eldhúsinu var einnig strokbretti
i sem hægt var að leggja sam-
an, svo að það fjelli inn í sjer-
stakan skáp.
Úr eldhúsinu var gengið inn
í baðherbergið, en þar var einn-
ig ætlast til að hægt væri að
þvo og þurrka þvotta. í Dan-
mörku hefur það komið í ljós,
að venjuleg baðherbergi eru
mjög oft notuð sem einskonar
þvottahús, enda þótt þau sjeu
engan veginn til þess ætluð, og
því óhentugt að þvo þar þvotta.
Gert var ráð fyrir því, að hús-
móðirin hefði afnot af sameig-
inlegu vjelaþvottahúsi mánað-
arlega.
Úr baðherberginu var hægt
að ganga út í port, sem lá fyrir
austan húsið, en þar var komið
fyrir þvottasnúrum o. fl. Þar
var einnig úthýsi fyrir hjól,
barnavagna o. fl. Eins og sjá
má, var baðherbergið langt frá
svefnherbergi hjónanna, en
húsameistararnir telja mikil-
vægara, að það liggi sem næst
vinnustað húsmóðurinnar sök-
um þess, að hún verður að
hjálpa börnunum við þvotta o.
þ. h. því sem næst allan dag-
inn. í salerninu var stór hand-
laug, og f jölskyldan hafði þann-
ig afnot af tveimur handlaug-
um, sem full þörf er á sjerstak-
lega að morgninum til.
Húsameistararnir hafa ekki
alveg gleymt fullorðna fólkinu.
Því var ætlað sjerstak herbergi
í húsinu, sem lá afskekkt, og
mátti þar koma fyrir þeim hlut-
um, sem eru viðkvæmir. A
þessu herbergi var einungis ein
hurð, og verður þar því enginn
gegnumgangur. í þessum ,,ró-
lega“ hluta hússins var einnig
svefnherbergi hjónanna og
yngsta barnsins.
í svefnherberginu voru inn-
byggðir skápar og meðal annars
ætlast til þess, að þar sje
geymdur fatnaður yngstu barn-
anna, en fatnaður eldri barn-
anna var geymdur í skáp, í
anddyri hússins. Skápar fyrii'
ræstiáhöld, sængurfatnað, hand
klæði, þurrkur o. þ. h. og fyrir
óhreinan þvott voru í ganginum
fyrir framan salernið. Við fyr-
irkomulag skápa var fyrst og
fremst tekið tillit til vinnu hús-
móðurinnar og af þeim ástæð-
um voru þeir ekki hafðir í
barnaherbergjunum.
Sjálfsagt eru skiptar skoð-
anir um það fyrirkomulag, sem
nú hefur verið lýst. Hins vegar
er athyglisvert, hvernig húsa-
meistararnir telja hagkvæmast
að haga herbergjaskipun og
öðru með tilliti til starfa hús-
móðurinnar og lifnaðarhátta
fjölskyldunnar yfirleitt í svo
litlu húsrúmi sem hjer var um
að ræða.
Óhætt er að fullyrða það, að
í Danmörku er að verða breyt-
ing á fyrirkomulagi íbúða, sem
ætlað eru barnmörgum fjöl-
skyldum. Það hefur komið í
ljós rík tilhneiging hjá mörgu
fólki til þess að nota mikinn
hluta íbúðarinnar, sem eins
konar stássstofur. Árangurinn
verður sá að foreldrarnir verða
að gæta muna sinna með sí-
felldum en leiðinlegum ádrep-
um til barnanna.
Hins vegar fer oft svo, að
foreldarnir verða að láta í minni
pokann, og leggja þá börnin
undir sig allt heimilið, svo að
foreldrarnir hafa þar aldrei
næði til að njóta tómstunda
sinna. Hvort heldur foreldr-
arnir eða börnin ráða þarna
ríkjum er hætt við þrátti og
leiðindum á heimilinu.
Breytingin í Danmörku er að-
allega í því fólgin að skipta í-
veruherbergjunum í tvær stof-
ur, aðra sem ætluð er börnun-
um, og er oft einnig borðstofa.
Þetta herbergi liggur við hlið-
iria á eldhúsinu. Hitt herberg-
ið, sem er afskekkt, er ætlað
þeim, sem þurfa að hafa næði.
í Danmörku voru íbúðir fyrir
barnmargar fjölskyldur oft áð-
ur fyrr byggðar í tveggja hæða
sambyggðum húsum. Reynslan
hefur sýnt, að þetta fyrirkomu-
lag er óhentugt fyrir húsmóð-
urina, sjerstaklega meðan börn-
in eru ung, Oft fer það svo, að
efri hæðin er einungis notuð
sem svefnherbergi, og safnast
þá öll f jölskyldan saman á neðri
hæð hússins að deginum til, og
verður húsrýmið þá allt of lít-
ið. Ef efri hæðin er notuð að
deginum til jafnt neðri hæðinni,
verður stigagangur húsmóður-
innar allt of mikill.
Eins og áður hefur verið að
vikið, hentar þetta hús senni-
lega ekki að öllu leyti hjer á
landi. Hins vegar eru heimilis-
1 ^ wc m ik'
11. ..
hættir okkar og arinarra Norð-
urlanda á margan hátt svipað-
ir og er því nauðsynlegt að at-
huga þær nýjungar, sem frænd-
þjóðir okkar hafa tekið upp,
þegar leysa á húsnæðisvanda-
málið hjer á landi að einhverju
leyti. S. H.
Áætlunarferðir að
Smálandahverfi
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á föstudaginn, var lögð
fram umsögn forstjóra Strætis-
vagna Reykjavíkur, um mögu-
leika á að vagnarnir hefji ferð-
ir í Smálandshverfið við Graf-
arholt.
Að fenginni þessari umsögn
forstjórans, teiur bæjarráðið
ekki unnt að láta hefja ferðirn- ‘
ar. En bæjarráðið fól forstjór-
anum að leita samninga við
sjerleyfishafa á Mosfellsleið,
um að hefja sjerstakar áætlun-
arferðir að hverfinu.
Hfw
Uppdráttur a.: ,verðlaunahúsinu“
KandkEðtum og
stúdenfum veittir
námsstyrkir
í Bandaríkjuitum
íSLENSK-AMERÍSKA fjelag-
ið mun á þessu hausti taka við
umsóknum stúdenta og kandi-
| data um námsstyrki við ame-
ríska háskóla fvrir bá, er hefja
nám haustið 1951. Hefur fjelag
ið áður útvegað allmarga slíka
styrki, og fengu sex námsmenn
styrki á vegum þess 1949 og
aðrir sex á þessu hausti.
Styrkjum þessum er þannig
bagað, að tvær hekktar mennta
stofnanir, sem báðar eru óháð-
ar opinberum a^dum, útvega
styrkina frá háskólum og öðr-
um aðilum, er námsstyrki veita.
Eru þetta albiópa menntastofn-
unin, Internabonal Institute of
Education, í New York, og nor-
ræna f jelagið. American Scand
inavian Foundation.
Nefnd úr jíslensk-ameriska
fjelaginu mun fialla um um-
sóknir og senda vestur um haf
10 umsóknir stúdenta og 9 um-
sólcnir kandidata. Má búast við,
að hægt verði að útvega 6—8
þeirra góða námsstyrki við
ýmsa háskóla vestra.
Allir umsækjendur verða að
vera íslenskir ríkisborgarar,
góðir námsmenn, heilbrigðir og
með óflekkað mannorð. Þeir
þurfa að hafa góða þekkingu
á enskri tungu. Umsóknareyðu-
blöð verða afhont í skrifstofu
fjelagsins, herbergi 17 í Sam-
bandshúsinu, og nánari upp-
lýsingar eru veittar þar á
þriðjudöffum og föstudögum kl.
4—5. Umsóknir þurfa að ber-
ast tif skrifstofunnar fyrir laug
ardag, 5. nóvember n. k
Þeir stúdentar, sem úugið’
hafa styrki á hessu hnusti,. • u;
Einar Benediktsson v>ð Colgate
háskóla, Svava Jakobsdóttir við
Smitii háskóla Ingihjörg
Páímadóttir við Maealaster há-
skóla og Þórður .Túlúisson við
háskóla Oregonríkis. Tveir hafa
enn ekki getað notfært
sfyrld sína.
:'jer