Morgunblaðið - 03.11.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 03.11.1950, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 3. nóv. 1950 JltagiiitHðMft Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSarm.) Frjeítaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Vinnumiðlun RÍKISSTJÓRNIN HEFUR fyrir nokkru lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um vinnumiðlun. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir að bæjarfjelögin reki þessar stofnanir fram- vegis, þar sem þörf er talin vera fyrir hendi fyrir þær. Lög um vinnumiðlun voru fyrst sett árið 1935. Var þá ákveðið að ríkissjóður skyldi greiða einn þriðja hluta kostn- aðar við vinnumiðlunarskrifstofur, en hlutaðeigandi bæjar- sjóður tvo þriðju hluta. Samkvæmt þessum lögum hafa verið settar á stofn vinnu- miðlunarskrifstofur í sjö kaupstöðum landsins. Hafa tvær þeirra síðar verið lagðar niður með ákvörðun hlutaðeigandi bæjarstjórnar. Nú eru því starfandi slíkar skrifstofur í 5 kaupstöðum landsins af 13. — Kostnaður ríkissjóðs við þetta skrifstofuhald hefur verið vaxandi. Var hann árið 1949 rúmlega 105 þús. kr. Hefur meginhluti þess framlags gengið til vinnumiðlunarskrifstofunnar í Reykjavík, en hjer er þessum málum þannig háttað, að hjer starfa tvær vinnu- miðlunarskrifstofur óháðar hvor annari. Kostar Reykjavík- urbær aðra þeirra að öllu leyti en hina að tveim þriðju. — Orsök þess er su, að áður en lög voru sett um vinnumiðlun hjer á landi, hafði Reykjavíkurbær hafið slíka starfsemi. Voru lögin um vinnumiðlun árið 1935 beinlínis sett til höf- uðs þeirri starfsemi. Krafðist Alþýðuflokkurinn, sem þá var i stjórn með Framsóknarflokknum þess þá, að fá nýja skrif- stofu stofnaða, undir sínum yfirráðum í Reykjavík. — Fjekk hann þeim vilja sínum framgengt, þó að stofnun annarar vinnumiðlunarskrifstofu í bænum væri gjörsamlega þarf- laus og til þess eins að eyða ríkisfje og leggja fjárhagslegar foyrðar á Reykjavíkurbæ, sem hafði komið vinnumiðlunar- starfsemi sinni í hagkvæmt horf. Af þessum ástæðum hafa verið reknar tvær vinnumiðlunarskrifstofur hjer í bænum. Kostar vinnumiðlunarskrifstofa bæjarins tæplega hundrað þúsund krónur á ári, en hin rúmlega 200 þúsund kr. — Vakti Gunnar Thoroddsen athygli á þessu í ræðu, er hann flutti á þingi í gær, er þetta mál var til umræðu. Taldi hann að frv. ríkisstjómarinnar stefndi í rjetta átt, þar sem það stefndi að auknum sparnaði án þess þó að torvelda nauðsynlega vinnumiðlun. Um vinnumiðlunarstarfsemina samkvæmt þessum lög- um á liðnum árum, er annars það að segja, að hún hefur verið mjög þýðingarlítil eins og hún hefur verið rekin. En hún hefur kostað bæði ríkið og þau bæjarfjelög, sem sett hafa á fót vinnumiðlunarskrifstofur, töluvert fje. Ekkert er því eðlilegra en að bæjarfjelögum sje það í sjálfsvald sett, hvort þau reka slíkar stofnanir. Ef að þau telja þörf fyrir þær og stuðning í þeim fyrir atvinnuöryggi fólksins, þá geta þau sett þær á stofn. Það mun raunar mála sannast, að yfirleitt sje slíkra stofn- ana ekki þörf í okkar fámennu kaupstöðum. Bæjaryfirvöld- iim er það í lófa lagið, að fylgjast fyllilega með atvinnu- ástandinu og haga atvinnuframkvæmdum sínum og atvinnu- bótum þannig, að sem mest gagn verði að fyrir verkafólk kaupstaðanna. Reykjavík hefur hjer nokkra sjerstöðu vegna fólksfjölda síns. En hjer hefur bæjarstjómin, meira að segja áður en ríkisvaldið ljet sig vinnumiðlun varða, komið henni í gott horf. í þessu sambandi er það svo allt annað mál, að yfirleitt skortir bæjarfjelögin tekjustofna. Er það vandamál, sem bráðan bug verður að vinda að að leysa. Flest bæjarfjelög hier á landi eiga nú við mikla fjárhagserfiðleika að etja. Andstæða Alþýðuflokksins gegn breyttu fyrirkomulagi vinmuniðlunarinnar á sínar skýringar. Svo er nefnilega mál með vexti, að þessi flokkur, sem allstaðar er snuðrandi eftir bitum og bitlingum fyrir flokkmenn sína, hefur í sumum bæjanna gert vinnumiðlunarskrifstofurnar að flokkshreiðr- um sínum. Þessvegna berst hann nú ákaft fyrir að viðhalda þessum stofnunum. Þar liggur hundurinn grafinn. Þess- vegna hefur hann barist ákaflega fyrir því, að hjer í Reykja- vík væru tvær vinmuniðlunarskrifstofur, enda þótt allir viti, að ein skrifstofa fullnægi þörfinni fyllilega og er hag- kvæmari og ódýrari fyrir bajinn. VIWI|-|R daglega LlFINU ÍSLENSKIR ÆTISVEPPIR BRESKUR laxveiðimaður, sem stundaði veið- ar hjer á landi, segir frá því, að hann og fje- lagi hans hafi fundið ætisveppi við árbakk- ann, þar sem þeir voru að veiða og haft heim með sjer á bóndabæinn, þar sem þeir gistu. Báðu þeir húsfreyju að matbúa þetta góð- gæti fyrir sig, en _hún viðurkenndi, að hún kynni ekki til slíkrar matseldar. — Gerðu Bretarnir sjálfir sjer mat úr sveppunum og þóttu góðir. En heimilisfólkið á bóndabænum „horfði á aðfarir þeirra með hryllingi“. • SVELTA HELDUR EN BORÐA GÓÐAN MAT EKKI eru mörg ár síðan, að reykvísk hús- móðir kom á sveitaheimili, tiltölulega stutt frá Reykjavík. Þar stóð svo á, að allmargir hænuungar höfðu verið drepnir og átti að fara að henda þeim út í haug, er konuna bar að. , „Borðið þið ekki hænuungana?" spurði hún forviða. „Borðum við hænsnakjöt?!‘ spurði sveita- fólkið, hissa. Nei, við jetum ekki hænsni!“ Þannig hefur það löngum verið, bæði hjer á landi og annarsstaðar, að fólk vill heldur svelta, en leggja sjer til munns, mat, sem það er ekki vant að borða. • BER, SEM FÁIR BORÐA Á DÖGUNUM var jeg að rabba við kunningja minn. Hann var að maula eitthvað, sem hann tók upp úr vasa sínum við og við. „Hvað ertu að borða?“ spurði jeg. „Reyniber“, svaraði hann. „Eru þau æt?“ „Það er nú líklega, að þau sjeu æt og þar að auki ein vitaminauðugustu ber, sem til eru hjer á landi. Hann gaf mjer að smakka og verð jeg, að segja að berin, þótt eftirkeim- urinn væri nokkuð beiskur, voru eins góð á bragðið og t.d. olivur, sem fluttar hafa verið til landsins frá útlöndum og boðnar eru með kokkteil, í ,,fínum“ boðum. • ÓPLÆGÐUR AKUR REYNIBER eru í tugatali í öðrum hverjum garði í- bænum um þessar mundir og þótt mannfólkið hafi ekki lyst á þeim, eða kunni að borða þau, kunna fuglarnir að meta þau, og verði þeim að góðu. En hugleiðingar þessar um ætan mat, sem ekki er hirtur hjer á landi eru settar fram til gamans um leið og bent er á, að ýmislegt matarkynnst mætti framleiða hjer á landi úr jurta og dýraríkinu, sem nú er ekki litið við. • SAMKEPPNI VIÐ GRÆNLAND? EIRÍKUR karlinn rauði var meiri áróðurs- maður en Hrafnaflóki og hans menn og nú kann að fara svo, að þessi áróðursgáfa Eíríks komi Grænlendingum að gagni. — Enskt blað skýrir frá því, að nú eigi að opna Grænland fyrir ferðamönnum til að hafa af þeim gjald- eyri. Það skildi aldrei fara svo, að á meðan við erum að velta því fyrir okkur, hvort við kær- um okkur um gjaldeyri erlendra ferðamanna, þá skjóti Grænlendingar okkur ref fyrir rass sem ferðamannaland. • GAFST UPP Á F JÁRHU ND ARÆKTINNI ALEXANDER REID er maður nefndur og býr að Hamilton-bæ í Skotlandi. Dagblað eitt í Glasgow hefur gert að umtalsefni, að Reid sje nú að hætta f járhundarækt, sem hann hef- ur fengist við í nokkur ár, vegna skriffinnsku, sem krafist er vegna flutnings fjárhunda til annara landa. Varla gæti þetta talist frjett hjer á landi, ef ekki væri sagt frá því í greininni, að Reid þessi hafi sent fjárhunda til íslands um margra ára skeið, en verði nú að hætta því. Ekki mun það almennt vitað, að íslenskir fjárbændur hafi flutt inn fjárhunda frá Skot landi og kann að vera að eitthvað sje málum blandað í frjett hins skoska blaðs. • ENN UM JÓN ARASON BISKUP TÍDRÆTT hefur orðið um Jón biskup Arason hjer í dálkunum undanfarna daga og er það kannske að vonum, þar sem mikið stendur til í sambandi við minningu þess mæta manns. í gær var gert að umtalsefni, að villa myndi það vera á umslögum, sem ætluð er undir hátíðafrímerki Jóns Arasonar, að hann hafi verið „síðasti kaþólskur biskup á íslandi". Útgefendur umslaganna vilja ekki viður- kenna, að um villu sje að ræða, enda hafi þeir ráðfært sig við kaþólska presta í þessu efni. Engum stendur það nær en einmitt kaþólsk um, hvort þeir vilja telja Jón Arason síðasta kaþólska biskupinn á íslandi og skal ekki deilt um það frekar. • KÍMNIGÁFA G. BERNARD SHAW RITHÖFUNDURINN G. Bernard Shaw, sem dó í fyrrinótt þótti stundum meinyrtur í til- svörum. Ein af síðustu sögunum um hann er á þessa leið: Þegar Shaw varð 92 ára spurði ungur blaða maður hann: — Hvernig líður yður, herra Shaw? „Jeg skal segja yður það, piltur minn, að þegar fólk er komið á minn aldur þá líður því annaðhvort vel, eða það er dautt,“ svar- aði Shaw. Fimm Bakkfirðingar fóku báf að veiðum í landhelgi Skipsfjórinn dæmdur í 74 þús. kr. sekt. Dómur í máli hans í Hæstarjeffi. í HÆSTARJETTI hefur verið kveðinn upp dómur í máli skip- stjórans á v. s. Ásþóri frá Seyðisfirði. Mál þetta er óvenjulegt fyrir þær sakir, að það var ekki varðbátur strandgæslunnar er „tók“ Ásþór að hinum ólöglegu veiðum, heldur lítill trillu- bátur, mgnnaður fimm mönnum. Þetta gerðist 18. nóv. 1949. Þá var v.s. Ástþór frá Seyðis- firði, skipstjóri Jón Gunnþór Einarsson, staddur á Bakka- firði, en báturinn stundaði er þetta gerðist, togveiðar. BAKKFIRÐINGAR FIMM KÆRÐU Nokkru eftir hádegi setja fimm Bakkfirðingar trillu sína fram og fara út á Bakkafjörð. til að athuga nánar um athafn- ir bátsins, sem þeim virtist vera þama á togveiðum. Mönnunum jbar öllum saman um það, að báturinn hefði verið að togveið- um innan línu sem hugsast dregin milli Svartness og Skarfa tanga. Bátinn kærðu þeir til bæjarfógetans á Seyðisfirði, I símskeyti er þeir komu í land. Jón Gunnþór Einarsson skip- stjóri neitaði eindregið að hafa verið að ólöglegum veiðum innan áðurnefndrar línu. DÆMDUR f 74.000 KR. SEKT í lögreglurjetti Seyðisfjarðar var Jón Gunnþór dæmdur í 74 þús. kr. sekt til Landhelgis- sjóðs íslands, og afli skipsins og veiðarfæri gerð upptæk til sama sjóðs, en þau voru metin á 2200 kr. alls. í forsendum dómsins segir m. a.: „Með skírskotun til eið- festra framburða fimm sjó- manna á Bakkafirði sem raun ar á fiolla stoð í framburði kærðs og skipverja hans um stað togbátsins, þykir ekki var hugavert að telja sannað, að vs. Ásþór hafi verið að veið- um með botnvörpu á fyrrgreind um stað og tíma, þrátt fyrir neitun kærðs að hafa verið þar að togveiðum og frambyrð nokk úrra skipverja hans í sömu átt, en þeir geta ekki talist lögfull vitni, enda verður að telja þá hluttakendur í hinum refsiverða verknaði þó þeir sjeu lögum samkvæmt undanþegnir refs- ingu. Áðumefnt svæði er löggilt hafnai’svæði og er allt tvímæla- laust innan landhelgislínu. HÆSTIRJETTUR STAÐFESTIR DÓMINN í Hæstarjetti var dómur lög- reglurjettarins staðfestur, en svo segir m. a. í dómsforsend- um: Hjálmar Vilhjálmsson, bæjar fógeti á Seyðisfirði, hefir kveð ið upp hjeraðsdóminn. Framh. á bls. 12.. ,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.