Morgunblaðið - 03.11.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.11.1950, Blaðsíða 10
 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 3. nóv. 1950 Árni G. EyEands: Votheysverkunin V. egrein HVERNIG Á VOTHEYSHLAÐAN ÞVI er í rauninni fljótsvarað hvernig votheyshlaðan á að vera. — Hún á að vera hring- löguð og eins djúp (eða há) eins og landslag og aðstæðnr leyfa, helst eigi grvnnri en að hæðin sje tvöföld á við dýpt- ina, eða meira ef þess er kost- ur. LÖGUN HLÖÐUNNAR OG AÐSTÆÐURNAR Það er viðurkennt í öllum löndum, þar sem vothey er verkað, að best sje, að votheys- hlaðan sje hringlöguð. Er því með öllu óhugsandi að hjer á landi gildi annað um þá hluti. Það er í mesta máta undarlegt hve seint hefir gengið að át*a sig á þe.ssu. Um þetta hefir ver- ið rætt, sem vafamál, en slíkt er fjarri öllum sanni. Sjerstakar aðstæður um byggingarhætti hafa vafalaust valdið mestu um, hve gjarnt byggingarmönnum og bændum hefir verið til að líta á ferhliða votheyshlöður, sem góðar og gildar og eðlilegar. Þegar bænd ur fóru að byggja þurrheyshlöð ur úr steinsteypu var handhæg ast að steypa votheyshlöðuna í homi hennar eða að minnsta kosti við sljettan vegg hlöðunn- ar. Steinsteypan varð og er að verulegu leyti heimilisvinna, og þá er alltaf hægast um vik, að slá upp ferhliða mótum. Svo var steypt í hornin á hinum ferhliða votheyshlöðum qg þá sjaldnar en skyldi gengið full- vel frá að ívala hornin og sljetta votheyshlöðuna innan. WM* HLAÐAN A AÐ VERA HRINGLÖGUÐ En tími þessara starfshátta er, eða á að minnsta kosti að vera liðinn. Ef það er nokkur alvara, að auka votheysverk- unina, er Ijóst að það verður að byggja votheyshlöðurnar á fjelagslegan hátt. Hver bóndi á ekki að þurfa að ofla sjer timb- urs í mót að einni votheyshlöðu — sem honum þykir þá vanda- minnst og þægilegast að byggja ferhliða. Nú ber að nota fær- anleg mót, er flyt.ja má bæ frá bæ og stevpa í marga tugi af votheyshlöðum. Og þegar svo er komið, er ekki aðeins út- gjaldalaust að hafa hlöðurnar ferhliða, það er auðveldast og ódýrast. Það er orðið jafn sjálf- sagt að steypa allar vetheys- hlöður hringlagaðar, eins og það var fyrirgefanlegt áður að hafa þær ferhliða, en hver bóndi varð að kaupa mótavið og bjarga sjer sjálfur við að koma upp votheyshlöðu, venjulega án nægilegrar þekkingar og án leið beininga og aðhalds um að byggja góða hlöðu og fullhent- uga, — að byggja sjer votheys- hlöðu af bestu og rjettustu gerð. Hringlaðaða vetheyshlað- an, er traustust, það fer minnst efni í hana og hún er rúmdrýgst. Það er auð- ve’dast að koma fyrir í henni, og það á að vera fljót- legast og ódýrast að byggja hana, ef skipulega er að því unnið. En umfram allt: Það ■” v-'-rkfí vot- ið ; Mo®unm, öruggast, aS • dur verki vothcyshlöð- hringiagaöar er auðveldast hey í hringlög og um leið sen. flesti: gott vothey ' ur þeirra eru og rjett byggðar að öðru leyti. ___ AÐ VELJA HIÐ BESTA Þetta breytir engu þeirri stað reynd, að það sje hægt að verka gott vothey í ferhliða hlöðu. En það ber að velja hinn besta kostinn, þegar það er best í alla staði og engum örðugleik- um bundið. Þá á jafnvel hið næst besta að víkja. Þetta, að hafa votheyshlöð- urnar hringlagaðar, er engin ný kenning. Það hefir verið prjedikað áratugum saman en, sem sagt, aðstæður og vöntun á leiðbeiningum og kröfum hef- ir valdið, að þessum rjettmæta boðskap hefir ekki verið fylgt, og flestH' bændu.r hafa byggt ferhliða votheyshlöðnr, en hin- ar hringlöguðu eru sj&ldgæf- ari. Vert er að benda á það, hve vothey verkaðist vel hjá bænd- um á bernskuárum votheys- verkunarinnar hjer á landi. Þá grófu menn votheysgryfjur í hóla, og hlóðu innan með torfi. Ein af ástæðum þess, hve þdtta gekk víða vel, hefir vafalaust verið sú, að þessar gryf jur voru af fullkomnustu og bestu gerð að lögun og jafnvel að frágangi. Það voru því að verulegu leyti afturför, er farið var að steypa ferhliða votheyshlöður, oft ó- vandaðar og illa sljettaðar inn- an. HLAÐAN A AÐ VERA SEM DÝPST Hin hringlagaða votheyshlaða á líka að vera sem mest að hæð og dýpt. Um staðsetning- una hefir áðúr verið nokkuð rætt. Dýptin í jörðu markast af tvennu: Að hægt sje að koma við frárennsli úr botni hlöð- unnar. Það er nauðsyn og full krafa, sem ekki má vkja frá, ef votheysgerðin á að vera í lagi. Hitt er að það er óhægt að hafa botn votheyshlöðunn- ar úr hófi lægri en gólf þurr- hlýðunnar sem hún er inni í eða við. Eða með öðrum orð- um, botninn má ekki vera svo mikið lægri en f jósgólf eða f jár húsffólf, að það sje til mikils erfiðisauka, að ná því síðasta eg neðsta úr votheyshlöðunni til viafar. Neðstu dyr á vot- hevshlöðunni eru við gólf eða iörð þar sem hlaðan kemur úr jörð. Þá er hægt um vik þótt botn hlöðunnar sj-e einum metra neðar og það er hóflegt þótt dvpið sje IV2 m. Kemur jafn- vel til greina að hafa það allt að 2 metrum, ef erfitt er að fá vothevshlöðuna nægilega háa og djúpa á annan hátt. Með slíkri dýpt er að sönnu nokkuð erfitt að kasta því síð- asta upp og út úr hlöðunni, en mikið skal til mikils vinna að gera hana sem drýgsta — heystæðuna sem hæsta. AÐ KASTA HEYINU NIÐUR í HLÖÐUNA Og svo er að gera votheys- hlöðuna sem hæsta úr jörðu, en bó eigi hærri en svo að auð- velt sje að koma heyi í hana — kasta því með hvísl af v, niðtir í hlöðuna (en ekki upp i hana með erfiðismunum!) Þá kem”r til greina, að staðsetja vothey'-blöðuna þannig, að sem best notist að landslaM og h"úa. En h.iaðan er bundin við pcn- ingshúsin og þau við hana. Þ< g ar um nýbyggignu peníngshúsa með hlöðum, er aS ræða, gehxr veríð rjettmætt að láta aðstc^ s Bandlyfta í notkun við að koma heyi upp í votheysturn. — 12 m háan með tilliti til votheyshlöðunn- ar ráða mjög miklu um stað- setningu húsanna, eða jaínvel hvað mestu, svo mikils er þetta vert. Ennfremur kemur til, að bygg.ja hlöðubrú, eins og jeg hefi drepið á, eða gera upp- fyllingu að hlöðu, til að auð- velda að koma heyinu í vot- heyshlöðuna og jcfnframt að auka aðstöðuna til að gera hana sem hæsta. Hjer skal eir.nig mikið til mikils vinna. Það er mjög hófleg't þótt vot- heyshlaðan nái 1 m uppfyrir akbraut þar sem ekið er að henni til að láta í hana. Það má jafnvel vera 1.5 m ef haft er rúmt skarð í hlöðuveggínn þeim megin sem að akstri veit. Á venjulegum býlum á vot- heyshlaðan að vera eins djúp og há og kostur er, án þess að hún verði turn, sem nota þarf vjelar til að koma heyinu upp í. En því þá ekki turn? ÞVÍ EKKI TURN? Nú skal það fyrst tekið fram, að hjer á landi virðist vera lagð ur pokkur annar skilningur í orðið votheysturn heldur en gert er annarsstaðar á Norður- löndum. Vjer tölum eingöngu um 10—12—14 m háa turna. Bændur frændþjóðanna kalla það votheys-turna ef hæðin nær 6 metrum eða meira, en stundum tala þeir um hálfháa turna í því sambandi o. s. frv. Sú skilgreining, sem er eðli- legust fyrir oss, er að kalla allt turna, sem er svo hátt úr jörð, að vjelar verður að nota til að koma heyi í þá. — Hjer skilur á milli. Það er of dýrt fyrir bónda á venjulegu smábúi — eins og vel flest bú hjer á landi eru ennþá sem komið er —að nota íurna til að verka vothey í. Allir bændur, sem verka vot- hey, þurfa, ef vel á að vera, að hafa að minnsta kosti tvær votheyshlöður á búi sínu. í eina hlöðu heyja þeir alltaf — hvernig sem árar — reglulega snemmslegið gras, svo að vot- heyið, þanniy tilkomið og verk- að, gerir kleift að spara fóður- bæti til vertb, ;ra muna. En þegar þetta ei "astur og sjálf- sagður búsiðu., þaxf aðra hlöðu, sem hægt sje að heyja í, eí á móíi blæs um tíðarfar síð- ar á slætti-íiirn. Sú hlaða má svo sem staix. . óm, eða það er látið þurrhey i hana síðast á 1 slætti, et tíðin leikur svo við • bóndann, að hann sjer sjer eng- an hag í að b-yja fúllsprottið gras í vothey. , hict getur kom- ið by ir c ’ -ð f 'gcrlega rai J .6 hur< því ..m rök- um gegn votheysverkun, eins og oft er gert, þó að einstaka bændur láti misjafnlega vel settar votheyshlöður standa tómar í þurrkasumrum þegar þurrheyskapur gengur ágæta vel. Það er ekkert athugavert við þá búskaparháttu annað en það, að þeir bændur, sem þetta gera, eru enn ekki, farnir að glímp við það vandamál að rækta og verka svo fullgæft hey, að þeir geti sparað fóður- bætiskaup til mikilla muna. Að þessp kemur senn hjá þeim, og 1 f jölda bænda, þegar neyðin kenni nakinni þjóð að spinna. TURNAR STÓRBÓNDANS Stórbóndinn, sem hefir 30— 40—50 kúa bú, eða annan fjen- að að því skapi, þarf mikið hlöðurúm fyrir vothey. Það getur orðið ódýrast fyrir hann að koma sjer upp tveimur turn um og hinn mikli vjelakostnað- ur í sambandi við turnana kem ur vægar og skynsamlegar nið ur, ef turnarnir eru tveir eða fleiri. Það er dýrt að kaupa sax blásara sem kostar 12—14 þús. krónur, til að koma heyi í einn turn og svcf þarf 25—30 hest- afla orku til að knýja saxblás- arann. Slíkt er ekki fært öðr- uni bændum en þeim, sem hafa svo væn bú og mikið um sig, að þeir hafa 2 traktora til nota, eða vörubíl og traktor. • Þá er hægt að saxa og blása í turn jafnóðum og heim er ekið. Minna er ekkert verklag. Það er sem betur fer, vonlaust verk að prjedika fyrir bónda, sem á einn heimilistraktor, af Farm- allstærð eða þar um bil, að hann geti slegið með honum að morgni dags, ekið heyinu heim að turni um miðdegið og saxað og blásið upp í turninn undir kvöldið. Slíkir einyrkja- tvíverknaður getur ekki þrif- ist. Enginn glöggur bóndi að- hyllist slíkt verklag. — Hjer sannast sem ætíð, að það er betra að neita takmarkaðrar tækni, sem bóndinn ræður við og honum notast að fullu, held ur en að vera að reyna að nota svo umsvifamikilla tækni, að hún verður bóndanum ofviða og notast ekki nema með mikl- um afföllum. IIEYLYFTA ER HENTUGRI EN .SAXBLÁSARI Heylyfta með færibandi er meira við hæfi flestra þeirra, sem turnana byggja, heldur en saxblásarinn, ef i'jett er í pott- inn búið. Hún kostar að °önnu mikið, og þó rninna en sa.Vblás -ríni), en húr er larigtum ódýr- ari í notkun, það þarf ekki nemp 3—5 hestöfl til að knýja lyftuna. Það er hæfilegur raf- magnsmótor til margra hluta. Heylyftan og rafmagnið greiða því götu turnanna langtutn betur en saxblásarakenningin. Á flestum venjulegum býl um, er því fje sem bóndinn þyrfti að verja til að kaupa saxblásara eða jafnvel hey- Iyftu, til að koma heyi í há- an turn, langtum betur var- ið til þess að byggja lilöðu- brú eða uppfyllingu, er geri fært að koma heyinu á auð- veldan hátt í 5—8 metra há- ar voíheyshlöður, án vjel- tækni. Brúin og uppfyllingin kostar ekkert við árlega notkun, um- fram stofnkostnaðinn. Einfaldar, ódýrar heylyftur, með færibandi, koma þó vafa- laust töluvert til greina við að koma heyi í hálfháa turna og einnig þurrheyi í hlöður. jafn- óðum og rafmagnið verður ör- uggur þjónn bændanna. — Lítil lyfta, sem ekki á að flytja hey til meira en 3—5 metra hæðar, getur verið ódýr. — Stóra lyftan sem nægir í 12— 14 metra turna verður miklu meira en hlutfallslega dýrari. ■ ÖNNUR ATRIÐI Það eru mörg önnur atriði er til greina koma, er byggja skal heppilegar votheyshlöður, en flest af því verður ekki skýrt nema með teikningum, og á frekar heima í leiðarvísi um, hvernig byggja skal vot- heyshlöður, heldur en í al- mennri umræðu um votheys- verkunina eins og hjer er á ferðinni. Vonandi verður engu búnaðarmálaíhaldi nje sinnu- leysi stætt á því öllu lengur, að láta undir höfuð leggjast að gefa út slíkan leiðarvísi von bráðar. Kemur þar einkum til: járnun steypunnar, fyrirkomulag á frárennsli og frágangi á hlöðu dyrum, sem nauðsynlegar eru, mismargar eftir hæð hlöðunn- ar. Ennfremur frágangur á þaki, ef votheyshlaðan er ut- an húss, og sýruvörn veggja að innan (og að utan, umhverfis dyr á hlöðunni). Hinu síðasttalda hefir lítiíl eða enginn gaumur verið gef- inn til þessa hjerlendis. Ann- arsstaðar er viðurkennt, að sýran í votheyinu skemmir steinsteypuna, þegar til lengd- ar lætur, ef ekki er að gert, svo fremi að heyið sýrist vel og nægilega mikið. Það fer ekki hjá því að hjer verður einnig að athuga þetta atriði og tryggja, að votheyshlöður með þunnum járnuðum veggj- um skemmist ekki vegna van- rækslu, og sama gildir raunar um aðrar votheyshlöður úr steinsteypu. Venjulegasta sýru- vörnin er að strjúka asfalt- blöndu á veggina. Þó þarf sú vörn að endurnýjast á nokkurra ára fresti. VOTHEYSHLÖÐUR fyrir HÁLFAN HEYFENGINN Talað er um það sem mark- mið að byggja votheyshlöður yfir hálfan heyfeng lands- manna á naesíu 5—10 árum. — Ekkert afskaplegt kraftaverk: og þó þarf margt til. Það, að bygyja hlöðurnar er í rauninni aðeins hiuti af því er gera þarf. Hitt er engu minna um vert, að eflast svo að þekkingu og Framhald á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.