Morgunblaðið - 03.11.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.11.1950, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 3. nóv. 1850 1 Framhaldssagan 79 - FRÚ MIKE Effir Hancy og Benedicf Freedman Bb „Jeg stóð upp, tók myndina niður og henti henni í eldinn. Mike leit upp frá spilunum. „Jeg var orðin þreytt á henni“, sagði jeg. Jeg stóð og horfði yfir öxl hans um stund. „Ef jeg aðeins gæti náð tíg- ulgosanum. Sjáðu þarna. Tíg- ultían þarna á milli og jeg get ekki náð gosanum". „Jeg veit ekki af hverju þú ert alltaf með þessa spilaþraut, Mike. Þú verður alltaf æstur í skapi er þú reynir að leysa hana“. „Ef jeg aðeins gæti losnað við þetta laufa fimm“. Jeg sá að það mundi hann ekki geta, svo jeg gekk frá og tók bókÍJRt upp aftur. En nú leit jeg ekki á myndina. Mjer fannst jeg eiga þessa bók hans McTavish. Nei, jeg átti það, sem bókin lýsti. Hinn góði vinur minn, Li Lung-mien, hafði gefið mjer það og mjer var það nú kærara en allt ann- að. ' Undarlegt hljóð heyrðist frá dyrunum. Einhver ýtti á þær, lamdi þær með berum hönd- um. Mike opnaði. Wiya-sha stóð úti fyrir. „Mike, undirforingi",. sagði hún, „barnið mitt er veikt. Barnið mitt ætlar að kafna“. Saga Kína fjell lokuð úr höndum mínum og ofan í kjeltu mína. Konan stóð úti fyrir og beið; grátsnökt heyrð ist frá henni. Jeg náði í jakk- ann hans Mike og yfirhöfn. „Hanskarnir eru í vasan- um“. Hann kinkaði kolli. „Jeg kem aftur svo fliótt sem jeg get. En vertu ekki að vaka eftirimjer“. Hann kvssti mig og gekk síðan með Wiya-sha út í dimma nóttina. Jey hataðj þessar kvöld- stundir, þegar veikindi og dauði heimtuðu Mike frá mjer: veikindi, konustuldur eða morð. Skuggar eldtungnanna virtust lenvri, ógnarlegri og leiftruðu æðislega. Jeg víldi ekki fara að sofa fvr en ieg hafði endurheimt Mike. Jeg tók til og bvoði ketilinn. Síð- an tók ieg fram bað sem ieg þurfti að nota í fvrramálið er jeg matreiddi morgunverðinn. En þegar ekkert meira var hægt að gera, fór jeg að hát.ta og lavði fötin mín á stólbakið. Jeg fór hlióðlega upp í rúmið til barnanna. Þau sváfu vært, en Jíalnh svaf með munnion svolítið ooinn. Jeg hafði nokkr ar áhvggiur af bví, jeg vonaði þó að hann væri ekki með kyrtla. Hann var laglegur drengur. Hafði dökka hárið hans. pabba síns. Fn Mary Aroon var feðurðardfs. Jeg vonaði aðeins, að freknurnar af nefi hennar hvrfti er hún stækkaði. Jeg hugsaði um Wiya-sha og um veika barnið hennar. Guði sje lof fyrir að mín.börn voru heilbrigð; þau höfðu aldrei veikst. Jeg gekk aftur fram í for- herbergið. Nú mru tvær stund ir síðan Mike fór. Jeg kveikti upp eld og setti te yfir. Er hann kæmi heim kaldur og ■jþreyttur yrði hann feginn að fá eiíthvað heitt. Gólfið var eins og ís. Jeg fcr aftur upp í rúmið og hnipraði mig sam- an. Nú fann jeg til einveru. Jeg óskaði þess að Mike væri kominn. Jeg má ekki sofna — því eldurinn er ekki dauður. Jeg lokaði augunum. Mjer var heitt og leið notalega. Skyndilega glaðvaknaði jeg. Einhver var að berja. Mike mundi ekki berja að dyrum. Jeg spratt fram úr og fór í morgunslopp. Eldurinn var kulnaður. Einhver var á glugg anum — Mike. Hann kallaði til mín: „Opn- aðu ekki, Kathy“. Je,g gekk að glugganum og starði á hann. „Jeg vil ekki koma inn“, sagði hann. „Barnið hennar Wiya-sha dó úr barnaveiki fyrn; skammri stundu. Jeg ætla að sofa í skrifstofunni“. „En, Mike....“ Jeg gat ekki skilið þetta. „Ef þetta er einstakt tilfelli, þá stendur þetta ekki nema í fimm eða sex daga. Þú færir mjer matinn út eftir, er það í lagi?“ ,,Já“, sagði jeg. „Ef þú þarft að biðja mig einhvers, þá skrifar þú það á miða og setur hann út í glugg- ann“. „Ert þú viss um að það sje barnaveiki?“ „Já. Hlustaðu nú, elskan. Vertu ekki svona áhyggjufull á svip. Það eina, sem þú get- | ur gert til varnar er að skola . hálsinn á þjer og börnunum með joði“. „Hvernig?“ „Með fjöður. Dýfðu henni niður í joðglasið“. Glasið var á milli okkar. „Ef þú þarft að biðja mig einhvers, þá setur þú miða út í gluggann“. „Já“. „En þegar þú kemur með matinn. bá mátt þú ekki koma inn. Skildu hann eftir á tröpp- unum“. „F.r þetta ekki alvarlest?“ „Vonandi ekki. Við vitum það ekki fyr en í fyrramálið". Morguninn eftir vaknaði jeg við grátur og harmatölur, sem barst frá þorpinu. Mary Aroon varð hrædd og fór að gráta. Jeg lokaði öllum gluggum og dyr- unum. „Þetta er bara stormurinn", sagði jeg við hana. „Hvers vegna er hann að gráta?“ „Borðaðu kornmatinn þinn“. Jeg teiknaði mvndir fvrir hana os hún litaði þær með lit- unum sínum. „Mamma“. sasði hún os virti fyrir sjer teikningu mína af hænu, sem hún h»fði litað með tvenns konar rauðum lit. „Þetta er mjög fallegt“, sasði jeg, „en revndu að fara ekki út fyrir strikin“. Hún byrjaði á ný. Jeg þvoði diskana og henti út kalda teinu, pom en»inn hafði snert kvöldið áður. Meðan jeg þvoði diskana re-"ndi jeg að raula írska vöggu vísuc en alltaf við og við kvað við örvæntingaróp frá þorpinu og í hvert skipti fylgdi sársauka full stuna á eftir. Jeg rankaði við mjer o gfann að jeg hafði starað út í loftið og verið að reyna að hlusta eftir þessum óhuggnanlegu hljóðum. Ef til vill var þetta vindurinn, eða kannske voru þetta aðeins lág- ir, ömurlegir tónar frá orgelinu hans Bill. Jeg tók til morgunverð handa iiiiiiiiimiiiiiMiiiiiiuiiii iiMiniNmiiiiiiiiiiiiiiiimua^ Mike. Meðan eg beið eftir að brauðið glóðsteiktist leit jeg út um gluggann til skrifstofunnar. Jeg sá engin merki þess, að hann væri þar. En jeg sá ein- hverja hreyfingu milli birki- trjánna. Það var maður á harða hlaupum. Hann var alls nakinn Nakino úti í frostinu. Maðurinn henti sjer flötum í snjóinn, stakk höndunum niður í laus- an snjóinn, og þrýsti honum að sjer eins og hann væri með sæng í fanginu. Kvenmaður hljóp til hans, reisti hann á fætur og studdi hann nokkur skref til baka. Þau riðuðu og konan átti erfitt með að halda manninum uppi. Kraftar hans voru þrotnir eftir flóttatilraun- ina. Hann kiknaði í hnjáliðun- um og höfuð hans fjell mátt- laust niður á öxl konunnar. Hún lagði hann á jörðina, tók síðan undir hendur hans og dró hann hægt á milli runnanna uns bau hurfu. Brauðið var kol brent. „Mamma". Mary Aroon rjetti upp teikninguna af trjenu. „Já“, sagði jeg, „það er mjög fallegt hjá þjer“. Þegar jeg hafði steikt baruð á ný bankaði Mike í gluggann. Mary Aroon hljóp þangað og lagði myndirnar af trjenu og hænunni í gluggann til að sýna homjm. „Kathy“, sagði hann, „þú verður að hjálpa mjer“. ðmðli Hákon Hákonarson 8. -,3»J — Halló, varðmaður, öskraði hann. Ekkert svar. — Varðmaður, hæ, bátsmaður! Ekkert svar. Það var ekki skýr hugsunin hjá karlinum, en hann grun- aði samt óljóst, að eitthvað hlyti að hafa komið fyrir, á meðan hann svaf, og hann æddi niður L — Hæ, varðmaður. Ennþá fjekk hann ekkert svar, en hann heyrði einhvern stynja og bylta sjer á þilfarinu. Karlinn þreifaði sig áfrarri í myrkrinu og datt um bátsmanninn. — Hver er þar, beljaði hann og byrjaði að sparka í þessa mannlegu hrúgu fyrir framan sig. Jens skyldi hvað á gekk, og nú fannst honum vesalings bátsmaðurinn vera búinn að fá nóg. , •—• Hæ, strákar, kallaði hann. — Nú verðið þið að hafa ykkur hæga. Þið verðið að bíða með að slást þangað til s fyrramálið. — Náðu í ljós, hundurinn þinn, og talaðu ekki svona við mig, öskraði skipstjórinn. Jens flýtti sjer að kveikja á ljóskeri. Bátsmaðurinn lá og engdist fyrir framan þá. — Hvað befur gengið á hjer? æpti karlinn. Jens hristi höfuðið. — Tja, ekki veit jeg það. Jeg hef sofið, en vörðurinn. hlýtur að vita það. Skipstjórinn hvæsti af vonsku, því að það var hann sjálf- ur, sem hafði átt að vera á verði. Og vonskan hjelt sjer í fullu fjöri, þangað til jeg kom um borð morguninn eftir og fjekk að heyra frjettirnar. tlllllllllllllllllllllllllllllMIMIIIIIIIIItllllflllllllllllllllllllll Stúlka ffifltcT* iruj’ujíurikalli/nu. Önnur ástæða Jón: „Sumt í heimmum er of gott I Stúlka óskar eftir að fá leigt = að ™enn getlha^dlð þvl • § HtíJS bak eða Viallara ! 1 R°bert: -Ja' ’eg Veit það’ en það 5 iitiö þak- eoa kjaliara- = er ekki ástæðan fyrir því að við erum | að segja skilið við matreiðslukonuna i okkar.“ sem næst miðbænum. Margskon- = ar húshjálp eða saumaskapur 5 koma til greina eftir samkomu- i lagi. Tilboð sendist afgr. Mbl. | fyrir hádegi á sunnudag merkt: 1 „X—9 — 200“ IMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMMIMIIMIMMMMMMMIMf I Góð 2ja herbergja íbúð I tilbúin undir málningu til sólu. i = Ibúðin er á neðstu hæð í nýju \ i steinhúsi í Skjólunum. Tilboð er l | greini útborgunargetu, sendist \ \ afgr. Mbl. fyrir sunnud. merkt: j I „Skjól“ I Harmonikkur i Við höfum ávallt litlar og stórar : harmonikkur til sölu. — Kaup i i um harmonikkur og guitara. : : Gjörið svo vel og talið við okkur i i sem fyrst. VERSLUNIN RÍN Njálsgötu 23. IIIMIIIIIIIIIIIIIMIIIIIIMIIMMIIIIMIMIMIIMMIIMMIMMMIMIII Útdráttur vir frönsku blaði: „Keyþt verður allskonar dót i þorpssamkomu húsinu n.k. laugardag. Þetta er ein- stakt tækifæri fyrir allar konur nær- iendis til þess að losna við ýmislegt, sem þær kæra sig ekki um, en er of gott til þess að henda. Gleymið ekki að taka eigimnenn ykkar með ykkur" ★ Það var miðnætti. Dauðþryttur og sárþyrstur maður labbaði eftir þjóðveginum. Loksins kom hann að veitingahúsi, sem bar nafnið „Georg og drekinn“. Hann barði að dyrum. Er hann hafði barið nokkra hrið, birt •st höfuð grimmúðlegrar kvenveru i einum glugganum, og hún krafðist að , lá að vita, hvað hann vildi á þessum tíma nætur. Það væn löngu búið að loka, og hann skyldi aldrei fá neitt að drekka hjá sjer: „Burt með yður“, æpti hún að lokum, „annars siga jeg hundinum á yður.“ „Já, frú,“ sagði maðurinn „en vilduð þjer segja Georg, að mig langi til að tala við hann.“ -★ Dómari: „Hvaða afsökun hafið þið, kviðdómurinn, fyrir þvi, að sýkna morðingjann?" Lögfræðingur: „Brjálæði.“ j Dómari: „Hvað, allir tólf?“ ★ Hann: „Hvað, annar nýr kjóll?" Hún: „Já, það var rjett svo að jeg þoldi að sjá þann gamla.“ Hann: „Það er rjett svo, að jeg sje þann nýja.“ ★ „Pabbi, hvað eru áhrif?“ 1 „Áhrif, drengur minn, er það, sem þú heldur að þú hafir þangað til þú teynir að nota þau.“ 1 ★ Barn var beðið í prófi að útskýra, hvað hringur væri. Það skrifaði: „Hringur er krókótt bein lina, sem er beygð, þangað til endamir mæt- nst.“ ★ Vel up ali8 bam. Maður nokkur sat að miðdegisverði I með litlu dóttur sinni, og ávítaði hana fyrir að koma að borðinu með óhrein- ar hendur. „Hvað heldurðu, að þú myndir segja, ef jeg kæmi með svona óhreinar hendur að borðinu?“ spurði hann. „Je’ hugsa að je’ myndi vera of kurteis til að tala um það“, var svar dóttur hans. ★ Kennari (við litinn dreng); „Hver skapaði þi?“ Drengurinn: „Guð skapaði mig svona (mælir með höndunum stærð lítils bams) og hitt skapaði jeg sjálfur". ★ Margt piparsveisskip hefir strandað á hárbylgju. j Kanpi I = vel með farin karlrnannafatnað : : gólftcppi, saumavjelar o. fl. | \ gagnlega muni. — Geri við = : og breyti allskonar karlmanna- I É fatnaði. i FATASALAN É Lækjargötu 8 uppi, gengið inn = | frá Skólabrú. Simi 5683. IIIIMIIMIIIIIIIIHHIIIIMIIMIIIMIMMM1111111111111111111111110 hhmiwwhh GóS gieraugu eru fyrir 6Uu. ! 3 Afgreiðum flest gleraugnarecept E Aukturstræti 20. Og gerum við gJeraugu. Augua þje» hvilið með gler- augu frá UfLI ELF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.