Morgunblaðið - 26.11.1950, Blaðsíða 10
10
MORGU TS BLAÐIÐ
Sunnudagur 26. nóv. 1950.
Níræð:
Elín Þorláksdóttir
NÍRÆÐ ER í dag Elín Þorláks-
dóttir, til heimilis að Bræðra-
parti í Vogum.
Elín fæddist 26. nóv. 1860 að
Stóra Knarrarnesi á Vatnsleysu-
strönd. Var hún dóttir hjónanna
Þuríðar Benediktsdóttur og Þor-
láks Bjarnasonar, er þar bjuggu.
Elín ólst upp í foreldrahúsum
ásamt mörgum systkinum. Föður
sinn missti hún er hún var inn-
an við fermingaraldur. Fór þá að
heiman til að vinna fyrir sjer og
ljetta undir með móður sinni,
er nú stóð ein uppi með mikla
ómegð, en lítil efni. Hjá vanda-
iausum vann hún, þar til hún
árið 1893 reisti bú með manni
sínum Guðmundi Bjarnasyni, að
Bræðraparti í Vogum. Bjuggu
þau þar, þar til Guðmundur ljest
árið 1929.
Þau Guðmundur og Elín eign-
uðust saman fjögur börn. Þrjú
komust til fuliorðins ára, tvær
dætur og sonur. Son sinn Bjarna
missti hún 17. mars, sama ár og
manninn. Fórst hann í fiskiróðri
ásamt allri áhöfn bátsins, 5 mönn
um. Bjarni_ var af öllum, er til
hans þektu, taiinn hinn mesti
atgervismaður, og þótti að hon-
um mannskaði mikill. Dætur
hennar tvær eru báðar búsettar
í Vatnsleysustrandarhreppi —
Þuríður, gift Ólafi Pjeturssyni,
bónda á Stóra Knarrarnesi og
Guðbjörg, gift Guðmundi Korts-
syni, bónda í Bræðraparti, en hjá
þeim hjónunum hefir Elín dvalið
fró því hún missti mann sinn, og
notið góðrar umhyggju þeirra.
Elín á orðið langan og farsæl-
an starfsdag að baki sjer. Heim-
ilið var sá vettvangur, sem hún
kaus sjer. Velferð manns síns og
barna setti hún ofar öllu, alt
annað varð að víkja fyrir þeirri
sjálfsögðu skyldu liúsmóðurinn-
ar. Launin hefir hún uppskorið
í mannvænlegum börnum og
barnabörnum.
Sá er þessar línur ritar hefir
þekkt Elínu um langt skeið. —
Prúðari og dagfarsbetri kona
mun vandfundin; öll hennar fram
koma mótast af hógværð og still-
ingu. Hlýjan í brosi hennar og
handtaki yljar hverjum er þess
verður aðnjótandi, enda munu
allir er hún hefir átt samleið
með bera vinarhug til hennar.
Fyrir nokkrum árum var jeg
staddur, eitt fagurt júnikvöld, í
Knarrarnesi, þar sem Elín fædd-
ist. Við gengum nokkrir saman
fram á höfðann, sem skagar þar
lítið eitt fram í sjóinn. Þaðan
'er útsýni mikið og fagurt, ekkert
sem skyggir á. Mýrafjöllin og
Snæfellsjökull blasa við í norðri
og norðaustri. Reykjanesfjail-
garðurinn í suðri. Sólin var að
hverfa bak við jökulinn, gullroð-
in skýin syntu um vesturloftið;
endurskin hnígandi sólar varpaði
dimmr .uðum blæ á suðurfjöllin
og heiðina. Dimmblár særinn
fjell að iðgrænum túnunum. Það
hvíldi fegurð og friður yfir byggð
arlaginu — einskis betra get jsg
óskað Elínu en þ°«s, að ókomn-
ar æfistundir hennai megi líkj-
ast hinu fagra júníkvöldd.
a, A.
.DELHI — Indve :•> hafa ipant-
;að í Evrópu járnbrautarvagiía og
ýmiskonar járnbrautartæki fyrir
14 milljónir sterlingspunda.
KLOCKN ER-KUMBOLDT-DEU7Z AG WERK MAG5RUS ULM-DONAU
Vörubifreiðar-ÁæSlunsrbÉfreiðar-Brunabifreaðfir
Magirus bifreíðar með ioftkældri dieselvjel, eru þær spameytnusiu og ó-
dýrushi sem rtá eru á heimsmarkaðBum. Þær eru knúðar með hinum vel
þekktu Deufz-dieselvjelum.
Til samanburðar við bifreiðar, sem nefa bensín, má nefna eftirfarandi: fimm
fonna bensín bifreið með hlassi, mun eyða 25 iíirum af bensíni á fðð km.,
sem kosfar effir núgildandi verðlagi kr. 16,59. Loffkæfd dieselbifreið sama
stærð og með sama hlassþunga, eyíir á sömu vegalengd ca. 16 líirum a!
hráolíu, sem kosfar kr. 9,52. — Bifrr ðar þessar hafa verið nofaðar í mesfu
froslum Rússlands, án erfiðleika um rangsefningu og einnig í mesfu hifum
Afríkn, og kælingin reynsf nægileg. Leifið liiboða hjá oss:
Umboð á íslandi:
VJELRR & SRMP H.F.
HAFNARHVOLL
Sími 81140
MAGÍHUS BJFREIÐAR:
STÚDENTAFJELAG REYKJAVÍKUR:
STÚDEIilIAFAGIilAIUR
verður haldinn á vegum fjelagsins að Hótel Borg, fimmtu-
daginn 30. nóv. n. k. og hefst með borðhaldi
kl. 18,30 stundvíslega.
D A G S K R Á :
1. Steindór Steindórsson mentaskólakennari: Ræðu.
2. Stúdentakór: Vinsæl s;údentafl<<g.
3. Þorsteinn Ö. Stephensen leikari: Upplestur.
D A N S .
Aðgóngumiðar að hófinu verða seldir að Hótel Borg
næstkcmandi þriðjudag og miðvikudag kl. 5—7.
Sa ■nkvæmisklæðnaður
Stjórn Stúdentafjelags Reykíavfkar.
Framtíðaratvinna
■
■
Stúlkur, helst vanar kjólasaum óskast nú þegar.
Nánari uppl. á mánud. kl. 3—6, Vesturgötu 3. •
■
Guðrún Amgrímsdóttir. •
■
■•■■•■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•^■■•■•■■■•»•■••••• •»••••( 4MMBCIBO
NEMENDASAMBAND
heldur skemmtifund þriðjudaginn 28 þ. mán.
klukkan 9 í Tjarnarkafíi. •
TIL SKEMMTUNAR verður: .Upplestur, Kristín Finn- •
■
bogadóttir. Einsöngur Magnús Jónsson. :
m
Spiluð fjelagsvist. Fjölmennið!
STJÓRNIN. ;