Morgunblaðið - 28.11.1950, Side 7

Morgunblaðið - 28.11.1950, Side 7
Þriðjudagur 28. nóv., 1950 MORGUNBLAÐIÐ 7 Aðalfundur biblhifjelagsins Ljóðmæli eftir Símon inltiskáM AÐALFUNDUT:i Hins íslenska1 biblíufjelags var haldinn í dóm- kirkjunni á mánudagskvöldið var (13. þ. m.). Agrip af fundar- stijrfum er á þessa leið: , Biskupinn setti fundinn með ritningarlestri og bæn. Hann og vígslubiskup, — formaður og fje- hirðir, skýrðu frá fjárhag fjelags- ins til ársloka 1949. Sjóðir hafa vaxið. Árstillögum hefur stór- fjölgað, '— síðan fjelagið var opnað leikmönnum með ávarp- inu frá 13. apríl 1948. — Góðar gjafir hafa borist, og ágóði tölu- verður orðið af biblíusölu. Þá var lesið frumvarp til fje- lagslaga frá fráfarandi stjórn og þáð samþykkt í einu hljóði, — umræðulaust. Mun það sjaldgæft, þegar um er að ræða margar og mikilvægar breytingar frá því sem áður var talin „lagavenja" í fjelaginu. Stjórnarkosning var þriðja málið. Samkvæmt 5. grein nýju laganna er biskup íslands sjálf- kjörinn formaður, en 8 menn kosnir meðstjórnendur, 4 guð- fræðingar og 4 leikmenn, til 6 ára í senn, — helmingur þeirra fer þriðja hvert ár. — Kosnir voru skriflega, en þó nærri þvi í einu hljóði,— taldir eftir staf- rofsröð: Dr. Alexander Jóhannesson, prófessor, Ármann Snævarr, prófessor, sjera Bjarni Jónson, vígslubiskup, Frímann Ólafsson, forstjóri, sjera Magnús Már, há- skólakennari, Ólafur Ólafsson, kristniboði, sjera Sigurbjörn Ein- arsson, prófessor, sjera Sigur- bjÖrn Á. Gíslason. — Endurskoð- endur voru kosnir: sjera Hálfdán Helgason, piófastur og Þorvarð- ur Jón Júlíusson, hagfræðingur. Eini fundarmaðurinn, — utan gömlu stjórnarinnar, sem til máls tók á fundinum, var sjera Jakob Jónsson. Hann flutti tvær tiilög- ur, er báðar voru samþykktar. Önnur þeirra var áskorun til fjárhagsráðs um að greiða fyrir nægum gjaldeyri til biblíukaupa, og hin til nýju stjórnarinnar um „að vinna að því af alefli“ að biblíur og nýja testamentið verði sem allra fyrst prentað hjer- lendis. Sjera Magnús Már flutti fróð- legt erindi um gamlar biblíuþýð- ingar íslenskar, og dvaldi þá sjer stakloga við þýðingu Jóns bisk- ups Vídalíns. Fundarmenn árnuðu biskupi góðrar farar og giftudrjúgrar. En hann er á förum til Banda- ríkjanna sjer tii hvíldar og heilsubótar. ' í fundarlok las sjera Bjarni Jónsson úr biblíunni og flutti bæn. Og að lokum var sungið: „Gef þú að móðurmálið mitt“. ■ 10 eða 12 fundarmenn gengu í fjelagið, þar af -2 ævifielagar. Þess má og geta, að árstillag var ákveðið 10 kr., en ævitillag 500 kr. — Furidurinn var ekki fjöl- sóttur. Ekki tók jeg eftir nema t.veimur utanoæjarmönnum. Má 'þar líklega um kenna, að fund- urinn var „seint“ boðaður, —■ seint á ári og með litlura fyrir- vara. Trúað áhugaíólk er ævin- lega og alstaðar besta stoð starf- úndi biblíufjelaga, en þetta kvöld Var margt af því bæjarfólki j KFUM að hlusta á sjera Friðrik Friðriksson, þar sem bænavika fjelaganna var að byrja. Prest- ar, aðrir en stjórnarmeðlimir, Voru einir 4, ólíkt fyrri fjelags- fundum, þar sem engir komu nema prestar. Sennilega finnst sumum ókunn ugum lítið til um þenna fund, r þei rlesa framanskráð ágrip. ___ „Ekkert uppbyggilegt biblíulegt erindi litTar umræður og engar kappra.iur um stefnumál“, hugsa þeir, ef til ill. En kunn- ugir vita oetur. Þeir vita að þessi funduj var merkasti og væntan- ier.a. 'uir h’ýgsti biblíufjelags- fundur hjt. síðan um alda- mpt. qg enda dkiu lengra „aft- ur ) ):marm“. Því þarna fór fram ijæglát — en gagngjörð — bylting um leið og nýju fielags- lögin voru sa. jykkt. Nú er kom in 9 manna stjórn og lögboðið ,að 4 þeirra sjeu leikmenn. Áður var lengst af 3ja manna stjórn, bisk- upinn og 2 prestar. — Þrjú síð- ustu árin og fyrstu áratugi fje- lagsins voru stjórnarmenn_þó 5. Aður var lengst af ekekr.t gjört til þess að fá fólk út um land til að vera starfandi fjelagsmenn. Nærri 100 ár síðan að leitað var almennra „samskota“ til fjelags- starfsins, — útgáfu biblíunnar, — slík „samskot“ ein fremur lít- ið „starf“. Nú er í 8. grein fje- lagslaganna að því stefnt, að deildir myndist í öllum prófasts- dæmum, og þær fái hlutverk að vinna, Mjer virðist þessi grein svo mikilvæg, að hún eigi skilið að koma fyrir sjónir almennings til íhugunar. Hún ér á þessa leið. „Stjórnin má útvega fjelaginu trúnaðarmenn í kaupst.öðum og hjeruðum landsins, er hafi for- göngu um meðlimasöfnun, inn- heimtu fjelagsgjalda, fjársöfnun fjelaginu til styrktar og annist önnur þau störf, er stjórnin kann að fela þeim með erindisbrjefi. Þar sem 50 eða fleiri fjelagsmen/ eru í sama prófastsdæmi, geta þeir kosið sjer fulltrúa, er hafi þessi störf á hendi. — Þeim ■ heimilt að sækja stjórnarfundi, en tillögu- og atkvæðisrjett þar hafa þeir í þeim málum, er snerta biblíuútbreiðslu í umdæm um þeirrá". Þótt fundarmenn samþykktu lögin orðalaust, þarf ekki að kenna það áhugaleysi. Hitt er mikiu líklegra, að þeím hafi ann- ars vegar litjts vel á stefnubieyt- inguna, og hjns vegar verið, eins og flestum íslendingum, svo ó- kunnugt um störf biblíufjelaga almennt, að þeir hafi ekki verið viðbúnir að.ræða þau efni. Hitt kom vel í Ijós, að ..heimflutning- ur íslenskrar biblíu“ var þei : áhtigamál. Enginn minntist að vísu á, að honum mundi fylgja gjaldeyrissparnaður, þótt vel hefði mátt á það benda. Hitt bar á góma, að það er þjóðernislegt metnaðarmál — og greiði við breska biblíufjelagið. íslending- ar, sem hrósa sjer af mikilli og dýrri bókaútgáfu, ættu ekki að vera það aumari en allar evan- geliskar þjóðir jarðarinnar, að geta ekki gefið siálfir út bibh'u og nýja testamenti á móðurmáli sínu. — Færeyinear gáfu út biblíuna á sínu máli fyrir tveim- ur árum. Erlendur styrkur var þar sá éini, að biblufjelag Skota gaf pappir fyrir £120. Auk þess eiga Færeyingar 2 þýðingar af nýja testamentinu á móðurmál- inu. Hafa sjálfir kostað aðra að öllu leyti, en biblíufjelag Dana gaf út hina. „En biblían yrði alltof dýr, ef hún yrði prentuð hjerlendis". hugsa sumir. Já, vitanle<?a yrði hún það, ef eitthvert gróðafyrir- tæki tæki útgáfuna að sier, og bætti við kostnaðarverðið veniu- legri bóksalaviðbót. En það kæmi engu biblíufjelagi veraldar — og þá vonandi ekki voru fje- lagi til hugar — að haga útgáf- unni þannig. Mörg einkafyrirtæki víða um heim, — einkum þó í Bandaríkj- unum — gefa út ýmsar skraut- útgáfur af biblíunni, með orða- safni, skýringum og myndum, stundum er mcginmál með 2 til 4 litum o. s. frv. Þær eru vitani lega seldar fullu verði og seljast vel — einnig hjerlendis meðan gjaldeyrir var nógur. Ep biblín- fjelö? kappkosta að biMíur, sem þau gefa út, sjeu svo ódyr u'. að allir geti eignast þær, sem óska, og sum veita stórfje til þýðinga og prei tunar biþlíurita á tungum Asíu, Ahfku og Suður-Amei íku- manm., þar sem evangelskir söfn uðir eru; víðagí hvar fáir og fá- Trtik' — Þó hafa verið stoínuð nokkur biblíufjelög í þeim álfum síði stu árin. — „Gróðo. af bibliu- söiu I.'á biblíuíjela.'ri má ekki uefna ii. aan sameinuðu biblíu- i n.■ ..ganr<a. Gjöfum fjelugsmanna ev varið tl! ao „, ð n. " • söluvei " og til að- g n þoim r»; uo ^ '.v 12 Ljóffmæli eftir Símon Dala- skáld. Valiff hefur borvald- iir Jakobsson, áffur prestur í Sauffiauksdal. Kímnafje- lagiff, Reykjavík, 1950. Á UNDANFÖRNUM árum hef jeg komist að þvi, að Ijóðakver Símonar Dalaskálds eru ekki á hverju strái. Hefur verið leitast við að láta Bókasafn Skagfirð- inga eignast þau öll, en enn ekki tekist, vantar enn tvö þeirra þang að. Mætti þó ætla, að hjer í Skaga firði væru þau til fremur en annarstaðar. En svo virðjst ekki vera. Sýnir þetta vel, að mörg af ljóðakverum Símonar eru nú orð in mjög. fágæt, og bendir einnig til þess, að ljóð hans hafi verið á góðum vegi með að glatast þióð inni. Hinsvegar er Símon Dala- skáld enn þá þjóokunnur maður. Veldur því hvorttveggja, að marg >ir muna hann enn og eins hitt, að minningu hans hefur ver ð haldið á loíti. Hans er getið í end urminningum ýmsra manna og æfisögum og Snæbjörn Jónsson, rithöfundur, helgaði honum sagnakver það, er hann gaf út 1944, enda eru þar þættir um Símon. Margt virðist þvi benda til þess, að nafn Simonar muni ekki gleymast með. þjóðinni, heldur geymast, og verða eitt af þeim nöfnum, sem menn taka sjer í munn og léta fylgja fáorða eink- unn um skáldskap hans og óþrot- lega hagmælsku. Þekkjum við, hvernig ýmsir fyrri tíðar menn eru þannig geymdir með kyn- slóðunum, nafnið og eitt orð með, hinn „riki“, „lærði“, „fróði“ o. s. frv. Um Símon Dalaskáld er það at hyglisvert, að hittum við roskna menn hjer í Skagafirði og spyrj- um þá um hann, muna þeir hann Vel, kunna vísur eftir hann, og um marga þeirra kvað hann vísu, er þeir voru ungir, og jeg hef tekið eftir því, að yfir þeim glaðnai', þegar þeir nefna nafn hans. Einhver hlýleg endurminn- ing um hann kemur upp í hug- ann. En kynslóðin, sem vaxið hefur upp síðustu fjóra áratug- ina, kann aðeins að nefna nafn Símonar, veit ef til vill, að hann or.ti mikið af vísum, en fágætt er að hitta nokkurn úr þeim aldursflokki, sem kann nokkuð eftir hann. Ef þessi þekkingarskortur staf ar af því, að bælcur hans ýmsar eru orðnar fágætar, er nú bætt úr þeim vandkvæðum, því að nú er komin á markaðinn stór bók með úrvali ljóða Símonar, meir en 500 þjettprentaðar blaðsíður. Er þetta vandvirknislega gerð bók og auðsætt, að mikil alúð hefur verið lögð við útgáfuna. Ljóðin he-fur valið hinn aldni gáfumaður sr. Þorvaldur Jakobs- son. Snæbjörn Jónsson, í’ithöf- úndur,. skrifar framan við ljóðin langa og ítarlega ritgerð um Símon og kveðskap hans, en Rimnafielagið gefur bókina út. Eiga allir þessir aðilár þakkir skilið fyrir útgáfu bókarinnar og hversu snoturlega hún er úr garði gerð. Ritgerð Snæbjai'nar Jónssonar ber vott um næman skilning á skáldinu og er skrifuð af mikilli samúð með því og kjörum þess, en án alls ofmats á gildi þess al- þýðukveðskapar sem bókin flyt- ur. Varpar ritgerð þessi svo hlýj um blæ á minningu Simonar, að betur verður ekki á kosið. Jeg vil nota þetta tækifæri til að leið rjetta ritvillu, sem slæðst hefur inn í ritgerð þessa, Þar er sagt, að Ábær sje í Norðurárdal, en hann er í Austurdal. En við lestur bókarinnar hlýt- ur að Vdkna þessi spurning: Á hún rjett á sjor innan um aðrar ljóðabækur þjóðar vorrar. þann- ig að hún auðgi bókmenntir vor- ar? Þeirri spurningu svara jeg hiklnúSt játandi og án þess ið reyna að hefja hana á kostnað þcss ljcL’ga c, i draga fram anr. nð +íl samanburðai', setn haérra. •s 'ER'fnnvj', rinn er S.ifirstgeður ■ >g sjerkenníægm ma )ur i sam- tíð sinni, og þótt ljóðabók hans sje ekki eins sjerkennileg og hann, hefur hún gildi eigi að siður. Efni bókarinnar, og þar með ljóðum Símonar Dalaskálds, má skipta í tvo flokka. Annarsveg- ar eru rímur hans, en hinsvegar alt það, sem hann orti um sam- tíð sína og sjálfan sig. — Hann orti aldrei um ekki neitt. Rímur Símonar eru flestar bygðar eins og aðrar rímur, saga færð í ljóð. Eddukenningar eru mikið notaðar. En þær þola vel samanburð við aðrar rímur. All- ir vita, hvern þátt rímurnar áttu i heimilismenningu þjóðarinnar á fyrri öldupi. Rímnafjelagið er nú að reyna að hefja þær til vegs að nýju, og er vonandi, að því takist að ná settu marki, þó ekki væri til annars en skerpa með þeim hið sljóvgaða rímeyra þjóðarinnar. Sennilega er Símon Dalaskáld methafi í hagmælsku meðal lslendinga fyrr og síðar, því að honum var jafnljett að mæla í rímuðu máli sem órím- uðu. Það eitt er nægilegt til að sanna, að vert er að kynnast honum. Ljóð Símonar, önnur en rímur, eru mikil að vöxtum, einkum eru Iausar vísur hans ógrynni og er fátt eitt af þeim í þessari bók. Hann var síyrkjandi alla æfi sína. í bókinni eru einkum kvæði hans en færra af lausavísum. — Eitt einker.nir Ijóð hans fremur öllu öðru, þau eru frásöen um menn og atburði, sjaldnar hug- leiðingar eða ályktanir út frá efninu. Þau gefa sjaldan djúp- tækar athuganir á innra eðli hlutanna. í fáum orðum sagt er hjer ekki að finna . oekiljóð, þi'ungin mikilli andagift. Ljóð Símonai' eru að efni til helst í ætt við þær mörgu frá- sagnir og minningabækur, sem nú eru gefnar út hópum saman og segja frá kjörum manna á síðpstu öld og skýra frá ýmsum sögulegum atburðum í lífi þeirr... Símon fór víða um land og kynnt ist mörgum. Hann orti um þá menn, sem hann kynntist og til þeirra, ekki hvað síst kvenfólks- ins. Hann lifnaði æfinlega við, þegar hann sá fallega stúlku. — Þá skrifaði hann og löng os fróð- leg ljóðabi’jef. Eru þau einkum mjög skemmtileg, vegna þess, að í þeim rísa liðnir atburðir og gömul mannaminni upp úr gröf- um sincím, og þá ekki síður vegna hins, hve mjúk og lipur þau eru. Höfundinn brestur aldrei orð til að gera öðrum ljóst það, sem hann vill segja. Það er eins og hendingarnar dansi á tungu hans. Hvergi nær hann sjer betur á sprett en í ferskeytlunum, enda er ólíklegt, 'að hægt sje að ná meiri fimi í því góðkunna ljóð- formi en þeirri, sem Símon á yíir að ráða og beitir í ljóða- brjefum sínum, rímum og lausa- vísum. Satt að segja finnst mjer hann hvergi njótá sín til fulls, nema í ferskeyttum bragar- hætti, einkum mörgum hring- hendum. Ríætti sýna þess mörg dæmi. í einu ljóðabi’jefa hans er t.d. þessi vísa: Hart mj'íg gnoðir þustu þá þangs um hroða vega, sprungu boðar brjóstum á býsna voðalega. Á öðrum stað lýsir hann með- biðli sínum, er sóttist eftir ást- um Ingibjargar á Esjubergi: Byrjar frakkur bónorðs flakk, b’íður á sprakka fundum, en með Bakkus, svall og svakk, svolast skalckur stundum. Efnið er ekki stórbrotið, en bcita þarf að segja ura ipgnninn, og okkur finst eins og það h.ifi al- veg óvart- fallið í stuðla. Þannig orti Símon um tlest það, er fvrir hor.um varð, að því er virðist. Meó vísum sínum og kveðling- •'m varpar hann skini á marga sa ntíðarxpenn sína, og ■; st getur hann þess, sem ^rýðir frem ur en hins lakara. — Hann orti einnig allmörg erfiljóð, og fæ jeg ekki betur sjeð en sum þeirra a.m.k. sómi sjer prýðilega meðal þeirra erfiljóða, sem vel hafa vei‘ i'ð gerð. Vil jeg t.d. nefna erfi- Ijóð hans um Bólu-Hjálmar og Eggert Jónsson frá Mælifelli. Mikið orti Símon um ástir og konur, en margt af því er mein- laust og meiningarlaust hjal. — Enginn mun hinsvegar komast hjá að finna viðkvæman trega i þessari vísu: Hjá mjer einatt sitja sást silkireinin bjarta; þá hin hreina ungdóms ást okkar skein úr hjarta. Margt fleira mætti nefna, senv gott er að kynnast. Ljóð Símonar koma til okkar frá liðinni öld. Þau sýna okkur einkennilegan mann. Hann ferð- aðist um alt landið og hlóð brag- arvörur sínar, hvar sem hanr* kom. Þær eru ekki háar, en þær sýna slóð hans. Æfistarf hans var að yrkja ljóð og lausar vjsur. — Hann var allstaðar aufúsueestur, enda var hann fróður og stál- minnugur, en samtíðarmenn bans höfðu yndi af ljóðum. Nú er Símon kominn til okkar, nýrrar kynslóðar, sem alist hef- ur upp, síðan hann dó, og að vísu hefur mörgu að sinna, en fáar næðisstundir, að ekki sje verict að- tala yfir henni eða tóna i blöðum, útvarpi, bókum, skólum. eða á mannfundum. En hún ætti samt að gefa sjer tóm til að taka vel: á móti Símoni, sjálfrar sín vegna, því að þótt ýmsum kunni að finnast hann hafa smámuni meðferðis, eins og honum fanst sjálfum, þá vex hann við kynnin og éf til vill ekki síst vegna þess, að hvergi verður þess vart, að hann sje að reyna að gera sig stærri en hann er. Ýms skáld eru meiri fyrirferðar, en Símon tek- ur ekki á sig þeirra búning. Hann er í sínum eigin klæðum og þai* hæfa honum og fara honum veL Helffi Konráffsson, Sauðárki'óki. imiiiftimmiBtimiiHiiiiiiiiiiiiiiiiimimimM mtmrtm i Ung og myndarleg S t ú 1 k a, | óskar eftir greindum og trygg- = lyndum manni, sem fjelaga og | vini, ó aldrinum 24—28 ára. I Mætti gjaman vera ungur 5 bóndi eða bóndasonur. Tilboð § helst ásamt mynd sje skilað á [ afgr. blaðsins fyrir 5 n.m., utan i af landi 10. n.m. merkt: „A. | D. — 550“, Þar sem þetta er i einkamál er fullri þagmælsku : að sj'álfsögðu heitið. 'iliiiiiiiiiiiHimiiiiimtiniiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiinii Auglýsendur athugið! [ að Isafold og Vörður er vinsæl- 1 asta og fjölbreyttastá biaðið i § sveitum landsins. Kemur út | einu sínni i viku — 16 síður. 'tiaiimiiiiimimiiiiMiiii'iiiiiiim.iiiiiiiMiMiiiiii'iii Ságrn SÖLUBÚÐ, VIÐGERÐIR, VOGIR. S I Reykjavik og nágrenni lánum [ við sjálfvirkar búðarvogir á | meðan á viðgerð stendur. t Ólafur Gíslason & Co. h.f. I | Hverfisgötu 49, sími 813/3 ; Pelsar og skinn KRISTINN KRISTJÁNSSON Leifsgötu 30. Sími 5644. ■ í »»HI»»»MI»»»|»»»M»»»»UMI»»»»»»»»M»l»«!l»»»*«*»»»»4**MmVMM *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.