Morgunblaðið - 06.12.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Míðvikudagur ð. des. 1&5Q. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Ámi Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á xnánuði, iimanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Fjárlagaafgreiðslan ONNUR umræða fjárlaga stendur þessa dagana yfir á Al- þingi. Má gera ráð fyrir að atkvæðagreiðsla fari fram á morgun. Fjárveitinganefnd, sem meginþungi fjárlagaafgreiðslunn- ar hvílir á, hefur að þessu sinni verið mjög greið í störfum sínmn. Frá því að Alþingi var sett og þar til hún skilaði nefndaráliti liðu aðeins rúmar 7 vikur. Á þessum tíma hefur nefndin unnið geysimikið og víðtækt starf. Ber að sjálfsögðu að þakka nefndinni það í heild, en þó ekki hvað síst formanni hennar, Gísla Jónssyni, þingmanni Barðstrendinga, sem nú eins og nokkur undanfarin ár hefur borið hitann og þung- ann af starfi þessarar þýðingarmestu nefndar þingsins. — Horfur eru þannig á því að afgreiðslu fjárlaga geti orðið lokið fyrir jól. Svipur fj árlagafrumvarpsins, ef allar breytingartillögur 'fjárveitinganefndar verða samþykktar við þessa umræðu, verður á þá lund, að á rekstraryfirliti eru tekjur áætlaðar samtals 287,4 millj. kr. og rekstrarhagnaður 35,6 millj. kr. Á sjóðsyfirliti eru innborganir áætlaðar 293,4 millj. kr., en útborganir 292,6 millj. kr. Yrði greiðslujöfnuður þá hag- stæður um tæplega 750 þús. kr. Á frumvarpinu eins og fjármálaráðherra lagði það fyrir Alþingi var gert ráð fyrir að rekstrartekjurnar yrðu 287,4 . millj. kr. eða nákvæmlega Mnar sömu og nefndin gerir ráð fyrir. Hins vegar áætlaði fjármálaráðherra rekstrarafgang- inn 41,1 millj. kr. Á sjóðsyfirliti gerði frv. ráð fyrir að útborganir yrðu 292,3 millj. kr. og greiðslujöfnuður hagstæður um 5,2 millj. kr. Á þessum tölum er auðsætt að frv. hefur ekki tekið ýkja- miklum breytingu í meðförum fjárveitinganefndar. Þess er þó að gæta að líklegt er að nokkrar breytingar verði á því við þriðju umræðu og óhætt er að fullyrða að fjárlög ársins 1951 verði nokkru hærri en ársins 1950. Sú hækkun er þó engan veginn í samræmi við þá breytingu, sem orðið hefur á verðgildi íslensks gjaldmiðils. Virðist því mega treysta því að afgreidd verði sæmilega hófleg fjárlög fyrir næsta ár. í nefndaráliti fjárveitinganefndar er frá því skýrt að ætla megi að heildartekjur ríkissjóðs á þessu ári muni verða um 300 millj. kr. eða svipaðar og gert var ráð fyrir á fjárlögum. Hins vegar telur nefndin að ólíklegt sje að gjöldin standist áætlun. Ennfremur megi vænta nokkurs greiðsluhalla. Um þetta sje ekki fullvíst ennþá og muni tekjuáætlun fjárlaga- frv. fyrir næsta ár því athuguð nánar fyrir þriðju umræðu. Á þessu stigi málsins skal ekki rætt frekar um svip fjár- laganna. Það hefur verið gerð tilraun til þess að spara nokk- uð. Sú tilraun hefur að vísu ekki borið mikinn árangur ennþá. En þar er hægra um að tala en í að komast. Það vita allir, eem eitthvað þekkja til reksturs þessa litla þjóðfjelags og stofnana þess. V»ylliM„: !~|R DAGLEGA LlFINU HVERSVEGNA ER SKORTUR Á NÝJUM FISKI? UNDANFARIÐ hefir verið skortur á nýjum fiski hjer í bænum og það svo, að margir telja til stórvandræða, sem ekki hafa bragð- að nýjan fisk vikum saman. Steingrímur Magnússon í Fiskhöllinni er mann fróðastur um þessi mál og er jeg spurði hann að því í gær af hverju fiskskorturinn stafaði, sagði hann eftirfarandi: — Síldveiðarnar hafa að vonum dregið úr öðrum fiskveiðum. Er það ein ástæðan fyrir neyslufiskleysinu í bænum og önnur, að afli hefir verið tregur það sem af er vetri. ÞURFUM 15—20 SMÁLESTIR Á DAG REYKVÍKINGAR borða 15—20 smálestir af nýjum fiski á dag, þegar hann fæst, og því eðlilegt að einhverjir verði út undan, þegar ekki keipur nema einn bátur að á dag. — Einnig kemur til greina samkeppni við hrað- frystihúsin og segir Steingrímur að fisksalar í bænum hafi t. d. ekki treyst sjer til að kaupa fisk af báti, sem nokkuð hefir fiskað undanfarið og selt afla sinn í hraðfrystihús hjer í bænum. Af framansögðu má sjá, að ýmsar ástæður liggja til þess, að skortur hefir verið undan- farið á nýjum fiski, en Steingrímur í Fisk- höllinni telur að brátt fari að rætast úr, eins og venja sje þegar kemur fram í desember. KARFINN ER AÐ VERÐA VINSÆLL NÝR KARFI hefir ávalt verið á fiskmark- aðnum undanfarið, en það er með karfann líkt og steinbítinn hjer á árum áður. Enginn vildi sjá steinbít í soðið, ef eitthvað annað fjekkst. En nú er samt svo komið, að steinbít- ur þykir allra fiska bestur og eftirsóttastur.. Sama sagan virðist endurtaka sig með karf- ann. — Eftir að farið var að tala mikið um karfa sem útflutningsvöru, hafa fleiri og fleiri reynt hann til matar og aukast honum vin- sældir með hverjum degi, enda er karfi prýðis fiskmeti. ENGLENDINGUR PANTAR SKYR FLUGLEIÐIS ÁRLA morguns í fyrradag barst manni ein- um hjer í bænum símskeyti frá Englandí, beiðni um, að hann sendi með flugpósti, skyr handa fárveikum manni, sem liggur í sjúkra húsi þar í landi. Sjúklingur þessi hafði komið til Islands og neytt hjer þessa þjóðarrjettar okkar. Maðurinn brá við og útvegaði skyrið, en sendi ekkert svar við símskeytinu. — Þar yfirsást honum líklega, því klukkan 5 síð- degis, sama dag kom árjetting á símskeyt- inu. Skyrið fór með Gullfaxa í gærmorgun. Segið svo, að ísland hafi ekkert að bjóða! • „DAUÐA LOFTIГ Á SUNNUDÖGUM HVERNIG stendur á því, að morguntónleik- arnir í útvarpinu á sunnudögum — þegar til þeirra er efnt — og hádegisútvarpið, er ekki látið renna saman og gert að einum samfelld- um útvarpstíma? Þetta er bjeaður kauðahátt- ur, eins og nú er farið að. Morguntónleikarnir hefjast kl. 11 og standa venjulegast yfir til kl. 11,50 eða 11,55. Síðan kemur 15 til 20 mínútna hlje, eða ,,dautt loft“, eins og Bret- inn kallar það víst. En kl. 12,10 hefst hádegis útvarpið og stendur til 13,15. • ÁSTÆÐULAUST HLJE ÁSTÆÐULAUST er með öllu að hafa þetta hlje. Það verður ekki sjeð, að á því verði neitt sparað. Ekki er starfsfólkið sent heim til sín, þessar 15—20 mínútur, sem hlust- endur mega þola „dauða loftið“. — Hvers vegna er þá ekki hægt -að sýna hlustendunum þá rausn að láta morguntónleikana halda á- fram allt til 12.10, þegar hádegisútvarpið tekur við — með öðrum orðum að hafa eina samfelda dagskrá á sunnudögum frá því kl. 11 á morgnana til 13,15? — Þessi sífeldu og alræmdu íslensku útvarpshlje eru' ósköp hvumleið. Sinfóníuhljómsveifin undir stjórn Hermanns Hildebrandf Heyr á endemií í „ÞJÓÐVILJANUM“ s.L laugardag segir, að „fulítrúar ís- lands á heimsfriðarþinginu“ sjeu komnir heim! Heyr á cndemi!! „Fulltrúar íslands"!! Það var nú helst. En þessi frásögn lýsir vel innræti kommúnista. Þeir álíta að þeir tali fyrir hönd allrar íslensku þjóðarinnar, enda þótt vitað sje að þeir sjeu aðeins fámenn klíka, sem verður þunn- skipaðri með hverjum deginum, sem líður, og æ fyrirlitnari , af öllum almenningi fyrir undirlægj uskap sinn við erlenda kúgunar og ofbeldisstefnu. — Rjettara hefði verið ef „Þjóð- vilja“-fyrirsögnin hefði verið á þessa leið: | „Fulltrúar fimmtuherdeildarinnar á íslandi komnir heim af stríðsvinasamkundunni“ eða „handjárnaþinginu í Varsjá“. En kommúnistar snúa öllu öfugt. Þeir segjast þessa dagana vera einlægustu stuðningsmenn friðar og öryggis í heiminum enda þótt allt mannkynið standi á öndinni af ótta við nýja heimsstyrjöld af þeirra völdum. Á samá tíma, sem kínverskir kommúnistar senda milljóna heri gegn víðtækustu friðar- samtökum, sem sagan þekkir, segjast fimmtuherdeildirnar lúm allan heim vera að „tryggja friðinn“!!! i Hvaða vitfirringum er ætlað að gína við slíkum áróðri? SINFÓNÍUHL JÓMSVEITIN hjelt þriðju tónleika sína á þess- um vetri s.l. sunnudag í Þjóð-i leikhúsinu. Á efnisskránni voru: „Lítil næturljóð“ eftir Mozart, „Haydn-tilbrigðin“ eftir Brahms og f jórða sinfónía Tschaikowskys. Stjórnandi var að þessu sinni hinn nýkomni gestur hljómsveit- arinnar, Hermann Hildebrandt frá Stuttgart. — Undirrituðum1 hefur verið boðið að rita fáeinar línur um tónleika þessa, og tekur hann því með gleði til að votta Sinfóníuhljómsveitinni og stjórn- anda hennar þakklæti sitt fyrir unnin afrek, enda þótt hann brjóti hefðbundna venju með því að geta á þessum vettvangi um starfsbróður sinn. Hermann Hildebrandt er hinn þriðji í röð þeirra erlendu diri- genta, er hafa stjórnað hljóm- sveit okkar. Munu flestum vera í fersku minni Sibelius-tónleikarn- ir (Jussi Jallas) og flutningur „Figaros“ eftir Mozart (Kurt Bendix). Þáð er skoðun mín, að hljómsveitinni muni aldrei hafa tekist eins vel og á þessum tón- leikum, ef frá er talinn lelkur hennar í „Figaro“. Það mun, ef til vill, ekki öllum áheyrendum ljóst, að hversuj miklu leyti árangur orkesturtón leika er kominn undir stjórnand- anum, jafnvel þótt hljómsveitin; sje skipuð hinum ágætustu lista- j mönnum. Góður dirigent verðurj að vera meira en fjölhæfur og fjölfróður tónlistamaður; hann; verður að vera gæddur óvenju-j legum rytmiskum næmleika og nærri ofurmannlegu viljaafli — I dáleiðsluvaldi, mætti segja — tilj að knýja samstarfsmenn sína til þess að gefa allt, sem þeir eiga, þegar á hólminn er komið. AlHr, er þekkjá til hljómsVeit- arstarfsemi, muhu hafa fundið á sunnudaginn var, að Hermann Hildebrandt er slíkur dirigent. Engum manni er þó gefið að ná slíkum árangri án vandlegs und- irbúnings, en hann felst í ná- kvæmum æfingum (radd- og samæfingum), eins mörgum og stjórnandinn álítur nauðsynleg- ar til að gera hugsjón sína að veruleika — innan þeirra tak- marka, sem mannlegri getu eru sett. Á það skal minnst, að tón- leikar þessir voru þeir fyrstu, sem hlotið höfðu (nærri því) nægan undirbúning, að því er æfingafjöldann varðar, enda við- fangsefnin hin erfiðustu. (f tvær vikur var æft á hverjum virkum degi, að mánudögum undan- skildum, og stundum tvisvar á sama degi). Eiga hljómsveitar- menn þakkir skildar fyrir áhuga og skilning á hlutVerki sínu og forráðamenn sveitarinnar fyrir aðstoð og framkvæmdir í þessum efnum. Tónleikarnir hófust á „Eine kleine Nachtmusik“ eftir Mozart. Flutningur hennar varð að gjalda þess, að of lítill tími hafði verið eftir til að samæfa hana nógsam- lega, þegar búið var að ganga frá vandasömustu — og nýstár- legustu —* verkunum á efnis- skránni (Brahms og Tschaikow- sky). En Mozart er á sinn hátt eins erfiður viðfangs og nokkuð annað tónskáld. Serenatan var leikin í kammerorkesturskipan, sem veitir hverru rödd birtu og yl, en gerir jafnvel enn strangari kröfur í samleik hljóðfæranna en fjölmenn skipan. Strokhljómur- inn var þó víðast hvar mjög fág- aður, og naut verkið sín yfirleitt ágætlega. Nú birtust blásararhir og skáía- bumbumeistarinn á pallinum, og Haydn-tilbrigðin éftir Brahms hljómuðu úm hinn fagra sal leik- hússins. Þetta djúphugsaða, forn- eskjulega snilldarverk var leikið með einstakri prýði. Stjórnand- anum tókst að lýsa upp hvern krók og kima partitúrsins án þess að missa sjónir á formheild- inni. Urðu Brahmsvinirnir í saln- um að leggja hart að sjer að telja flutning þessa verks ebki hámark tónleikanna. Eftir hljeið bættust hljómsveit- inni básúnur, túba og slagfæri ýmisleg, og var hún þá reiðubúih til að láta lúðrana gjalla i hinni safaþrungnu, hugmynda- ríku hljómkviðu TschaikowskyS. (Athugasemd til styrktarmanna hljómsveitarinnar: Hvenær get- um við eignast nýjar, góðar pák- ur og málmgjöll, sem hljóma betur en potthlemmar?) Kom nú | í ljós, sem reyndar var fyrr vit- að, að strengjafjöldinn hrökk tæplega til að vega á móti stór- skotaliði blásara og slagverks. | Var þó allfurðulegt, hversu miklu t. d. hinar 7 fyrstu fiðlur gátu : áorkað (í stað 16—18, eins og sið- 'ur er að hafa í sinfóníuhljóm- sveitum erlendis). Tókst sveit- inni, undir forustu Hildebrandts, að forðast sker og grynn- ingar, sem voru á leið henn- ar um brim og boða tóna- hafsins, og er ekki auðvelt að gera upp á milli hver flokkur hennar lagði þar mest fram. Skal þó taka fram, að blásararnir — sem gegndu hinum viðkvæmustu hlutverkum — ljeku oft svo glæsilega, að á betra varð ekki kosið. Hinn slafneski rytmi slé neistum manna í milli og kveikti loga í hjörtum áheyrendanna. Þegar hið hrífandi Finale var liðið hjá hófst lófaklapp og —- sjaldgæfur atburður hjer — bravóhróp, sem ætluðu aldrei aS linna, en hlj ómsveitarstj órinn tók fögnuðinum með því að láta hljóðfæraleikara rísa úr sætum. sínum, I _________________ R. A. O- ! WASHINGTON — Truman hef- ur veitt 16 millj. dala til mat- vælakaupa handa júgóslavneska ihernum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.