Morgunblaðið - 14.12.1950, Síða 8

Morgunblaðið - 14.12.1950, Síða 8
8 MORGUKBLAÐl*» Fimmtudagur 14. des. 1950 nrgpstiMð&ift Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík, Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson, Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árnl Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. liR DAGLEGA LlFINU Dagskrárfje útvarpsins DAGSKRÁ Ríkisútvarpsins og fjárveitingar til hennar hafa nokkuð verið ræddar undaníarið á Alþingi í sambandi við tillögu um athugun á þessum málum og þá sjerstaklega þvi, hvort ekki sje hægt að verja meira fje af tekjum útvarps- ins til dagsskrárefnis en gert hefur verið updanfarin ár. Við þessar umræður hefur það m. a. verið upplýst, að kostnaður við dagskrána hefur orðið sem hjer segir árin 1947—1950 að báðum árum meðtöldum: Árið 1947 687 þús. kr., 1948 948 þús. kr., 1949 1,4 millj. kr. og árið 1950 um 1,1 millj. kr. Á fjárlagafrumvarpinu fyrxr árið 1951 var gert íáð fyrir að 1 millj. kr. yrði varið til út- varpsdagskrárinnar. Hefur útvarpsráð óskað þess að sú upphæð yrði hækkuð verulega, þar sem að ella yrði að draga hana mjög verulega saman. Til þess að koma til móts við Þá ósk, hefur menntamálaráðherra flutt breytingartillögu um að fjárveitingin verði hækkuð um 200 þús. kr. eða upp í 1,2 millj. kr. Það er oft rætt um það að dagskrá útvarpsins sje ekki eins fjölbreytt og skemmtileg og æskilegt sje. Hafa þær að- finnslur að ýmsu leyti við rök að styðjast. Útvarpið gæti að sjálfsögðu verið miklu fjölbreyttara og skemmtilegra. En meginorsök fábxeytninnar er beinlínis sú, að of litlu fje er varið til dagskrárefnis. Það er kjarni málsins. Dagskráin er varið til dagskrárefnis. Það er kjarni málsins. Til þess að bæta úr þessu þarf Ríkisútvarpið ekki að fara neina bónbjargarleið til fjárveitingavaldsins. Það getur vel staðið sjálft undir öllum sínum þörfum eins og það hefur gert. En það þarfnast skilnings Alþingis á því að dagskrá þess má ekki vanrækja. í raun og veru er aldrei eins mikil þörf á fjölbreyttri og góðri útvarpsstarfsemi og þegar að hart er í ári hjá öllum almenningi. tJtvarpið er þá ódýr- fcsta og besta skemmtunin, sem fólkið getur notið. Og það r.ær til svo að segja hvers einasta heimilis í landinu. Það er sjálfsagt að athugun fari fram á því, hvernig rekstri þessar menningarstofnunar verði best fyrir komið. En það er alger óþarfi að skipa til þess sjerstaka nefnd. Ríkisstjóm- in getur. látið framkvæma hana, hvenær sem hún vill án þess að setja á laggirnar enn eina nefndina í þessu nefnda- sligaða landi. SKUGGALEGIR VERSLUNARHÆTTIR ÞEGAR VANDFENGNAR vörur eru seldar of háu verði — okurverði — er það nefndur svartur markaður og Þykir heldur skuggaleg atvinna þeirra einstaklinga er þá verslunar- hætti stunda. — Ríkisvaldið leggur meira að segja fram talsvert fje til skrifstofuhalds og eftirlits með því, að menn reki ekki þessa illa þokkuðu atvinnugrein. En svo bregður við stundum, að sjálfur ríkissjóður heldur markaði, sem líkjast í öllu þeim, sem svartur er nefndur, nema hvað „okrið“. er venjulega heldur svartara hjá ríkinu, en einstaklingum. • í SURTSHELLI ARNARHVOLS FYRIR NOKKRU auglýstu fógetar rikisins, að brátt myndi haldinn markaður á sjald- sjeðum, eða ófáanlegum vörum hjer í bæn- um. Til þess að kitla væntanlega kaupendur var þess getið, að á boðstólum yrði meðal annars tyggigummi og nylonsokkar. Auglýsingin hreif. Þegar að uppboðstíma leið s.l. þriðjudag höfðu menn safriast saman hundruðum saman við uppboðsstaðinn, sem gárungarnir voru ekki lengi að skíra „Surts- helli“. — Þar er lágt til lofts og þröngt til veggja. MÖLJETIN FÖT — TUSKUBRÍDA Á 40 KR. UNGLINGSSTRÁKAR í bænum fundu lykt- ina af þessum nýstárlega markaði og mættu til að gera grín og usla. Hlátrasköll, óp og önnur háreisti yfirgnæfði stundum boðin og raddir uppboðshaldarana. Andarteppa greip brátt um sig meðal þeirra, sem komust inn í surtshelli, einkum meðal kvenfóiksins, sem ruddist við og við út til þess að geta náð and- anum. Þó voru gluggar og skjáir hellisins opnaðir, en þeir fyltust brátt af þeim, sem ekki höfðu komist inn í það allra helgasta. Fáranalegustu sögur ganga um gripina, sem boðnir voru upp. Möljetin föt á 400 kr. og tuskubrúða á 40 krónur, er meðal þess, sem heyrist nefnt. SA ANÆiGÐI LÍTILL ÁNÆGJUSVIPUR sást á andlitum þeirra, sem þarna „gerðu góð kaup“. Hins- vegar mátti sjá breytt bros á einum vel þektum „surt“ bæjarins. Hann bauð ekki í vörurnar, en gekk brosandi um og neri saman höndunum. Ástæðan til þe.s's að surtur var ánægður segir sig sjálf. Það, sem hann kann að eiga í pokahorninu fyrir jólin, hefir hækkað í verði og hefði ekki getað verið betra þótt sjálfur verðlagsstjóri hefði leyft honum hækkun á svarta-varningnum. Uppboðshaldarar ríkis- sjóðs og þeir, sem keptust um að kaupa, höfðu hækkað svartamarkaðsverð á nylon- sokkum úr 80—90 krónum upp í 130—140 krónur parið! • PJETURSÞÆTTI AUKAST VINSÆLDIR PJETURSÞÆTTI útvarpsins — skemmtiþætti Pjeturs Pjeturssonar þuls — aukast vinsældir með hverju sinni, sem hann kemur í útvarp- inu. Pjetur og aðstoðarmenn hans eru að ná betri tökum á efni og flutningi. Loksins fjekk fólkið eitthvað, sem það vill og nennir að hlusta á. Þetta hefði útvarpsráð mátt vita fyr og nú er að halda því við að flytja fólkinu eitthvað, sem það hefir gaman af og hvílir það frá sinfóníunum, fúgunum og hvað það nú heitir hið andlega kjarnfóður, sem útvarpið bíður upp á. • REYKVÍKINGAR AFSKIFTIR EN ÞAÐ ER eitt, sem verður að laga í sam- bandi við Pjetursþátt og það er verðlauna- fyrirkomulagið. — í fyrstu var það svo, að hlustendur úti á landi gátu ekki tekið þátt í verðlaunagetraun þáttarins að jöfnu við Reykvíkinga, en nú eru það Reykvíkingar, sem verða afskiftir í þessu efni. Ástæðan er sú, að landsíminn hefir for- gangsrjett, að sambandi við þann eina síma, sem tekið er á móti ráðningum í. — í fyrra- kvöld voru margir Reykvíkingar með rjettar ráðningar, en þeir fengu ekki samband vegna þess að landsímamiðstöðin kom inn í og sleit sambandið fyrir þeim. Þetta verður að laga. 75 ára í dag: Loftur Guðmundsson Bókaútgáfan BÓKAÚTGÁFAN SETUR nú, eins og stundum áður, svip sxnn á jólakauptíðma. Það er gefið út mikið af bókum á íslandi ,svo mikið að sumir telja ómaksins vert að amast við „bókaflóðinu“, eins og það er kallað. En því fer fjarri að ástæða sje til þess að agnúast við útgáfu bóka í þessu landi. íslenska þjóðin hefur jafnan verið bókaþjóð og það jafn- vel þó að hún hafi fáar bækur átt. Á kvöldvökum liðins tíma voru þær bókmenntir lesnar, sem alþýða manna gat aflað sjer. Bókasöfn voru þá að vísu engin í eign almenn- ings. En bækurnar gengu milli bæja og frá manni til manns. Og áður en bókagerð hófst voru sögurnar sagðar og lærðar. Hin íslenska baðstofa varð þannig menntaskóli fátækrar en bók- og söguelskrar þjóðar. Nú eru aðrir tímar. Nú á almenningur á íslandi kost á að njóta bókasafna víðsvegar um land. í svo að segja hverju hreppsfjelagi er til lestrarfjelag og í stærstu kaupstöðunum enx tiltölulega fullkomin bókasöfn. Auk þess eignast þús- undir einstaklinga álitlegan bókakost á heimilum sínum. Allt er þetta mjög ánægjulegt og mun eiga sinn þátt í að glæða skilning þjóðarinnar á bókum og bókmenntum. En þótt ástæða sje til þess að fagna hinni miklu bókaútgáfu síðari ára kemur engum til hugar að neita því, að það sem út er gefið sje mjög misjafnt að gæðum og gildi. Það koma út góðar bækur, ljelegar og jafnvel hálfgert rusl. En það er lesendanna að velja og hafna. Það væri að sjálfsögðu æski- legast að einungis góðar bækur væru gefnar út. En þess er að gæta, að smekkur marma er misjafn og éinn telur það góða bók, sem aðrir álíta ljelega, En það verður að stefna að því að auka bókmenntaþroska þjóðarinnar. Það er bein- asta leiðin til þess að vanda bókaútgáfuna, HALFATTRÆÐUR er í dag Loft- ur Guðmundsson á Strönd, einn kunnasti bóndi Meðallendinga, sem nú eru á lífi. Hann hefir alið allan aldur sinn í Meðai- landi, en er af góðu og aðfluttu bergi brotinn. Faðir hans, Guð- mundur Loftsson, var úr Mýr- dal, bróðir hins þekkta bónda Markúsar Loftssonar í Hjörleifs- j höfða, sem fjekkst við fróðleiks- söfnun um jarðelda hjer á landi.1 Virðist Markús hafa unnað býli sínu hugástum, þessu elsta,, byggða bóli í Vestur-Skaftafells- sýslu, ljet heita eftir Hjörleifi Hróðmarssyni, er fyrstur manna settist þar að, og valdi að lokum sjer og sínum legstað hátt móti himni og sól á hæsta hnjúk Hjör- leifshöfða, sem er einstakt fjall á Mýrdalssandi, rúmlega 220 m hátt. (Annað graslendi jarðarinn ar er Hafursey, einnig sjerstætt fjall á sandinúm. Einkennileg bú- j jörð, nú um tíma í eyði). í hlutskipti hins bróðurins, Guðm., föður Lofts á Strönd, kom önnur einkennileg jörð, hólmi í Kúafljóti, sem er ein stærsta á landsins. Virtist þangað enginn aukvisi eiga erindi sem aðkomumaður. Á þessu býli, Söndum í Meðallandi, kvæntist Guðmundur Guðrúnu Magnús- dóttur, Nordals, síðast prests til Meðallandsþinga, áður til Öræf*., Jónssonar. Hún var húshyggin í góðu lagi, skýrleikskona hin mesta og naut sín vel í samræð- um við hvern sem var. Kom þar mÖrg setningiri háglega sniðin. Samvistarár sín bjuggu þau Guð- mundur og Guðrún að Söndum og áttu nokkur börn. Guðrún Var ekkja, ér Guðrnundur fjekk j hennar. Var Loftur elstur barna þeirra, fæddur 14. desember 1875. Milli fermingar og tvítugs missti hann föður sinn. Var hann svo alllengi höfuðstoð móður sinnar með yngri börnunum, svo að for- sjá heimilisins fjell honum fljótt í skaut. Mun hann hafa reynst þar fljótt hygginn, duglegur og gætinn. Þeirra eiginda var þörf á Söndum í viðureigninni við Kúðafljót, sem var þar til beggja handa og mikil umferð var yfir og einatt við mikla örð- ugleika og hættur að etia. Þetta varð Lofti skóli, enda þótti hann með gleggstu og gætnustu vatna- mönnum. Um þrítugsaldur kvæntist hann Guðfinnu Björnsdóttur, mvndarlegri búkonu, er ljet sjer mjög annt um heimili þeirra. — Varð hún seinna Ijósmóðir M V allendinga. Fluttu þau fljótt frá Söndum og bjuggu lengst á Strönd. Var gróandi í búi þeirra og þar gott aðkomumönnum. — Farskóli var þar lengi, Þau eig.i- uðust tvö börn (tvíbura), Eggert og Guðlaugu, bæði vel gefin and lega og verklega, og ólu upp fós.- urson. Fleira ungviði var öð'"i hvoru á heimili þeirra. Konu sína missti Loftur árið 1934 og hefur síðan búið með Guðlaugu, dóttur sinni, fjelagsbúi. Var hún þá nýlega ekkja með þrjú ung börn, og hefur Loftur gengið þeim í föðurstað með prýði. Ekki var Loftur frekar en flestir samtíðarmenn hans til mennta settur, en vakti fljótt at- hygli á sjer fyrir hyggindi, festa og áreiðanleik. Varð það til þess, að honum voru fljótt falin ýn:s störf, sem öllum er ekki trúan Li fyrir. Lengi var hann ásamt öð.-- um varðmaður við skipsströ x t, sem hjer hafa verið tíð með kö um, svo lengi sem hann vildi gefa sig í það. Setti hann þ ir sóma hjeraðsins ofar hagsmun- um. Lengi var hann hjer hrepps- nefndaroddviti og sýslunefndar • maður. Hugsaði mikið og las sjer til um störf sín, og fjárhagur þótti öruggur í höndum hans. Loftur á Strönd er maður hæg- ur í framgöngu og fastur fyrir, talsvert lesinn um ýmislegt, at- hugull vel og minnugur um margt, skemmtilegur í viðræðum og 1 hvívetna hugsandi maður. Þeir, sem kynnst hafa , honum, munu ekki sjá eftir því. — Sjálf- ur xninnist jeg margs af viðkynn- ingu okkar nærfellt hálfa öld og samstarfs um langan tíma og á- nægjulegri dvöl á heimili hans. Og nú, þegar hann hefur þrjá aldarfjórðunga að baki, vænti jeg, að kunningjar hans allir geti sameinast í ósk um, að sá fjórði, sem nú er framundan, verði hón- um unaðslegur. Eyj. Eyjólfsson. Frafckar vilja fjérveldafund PARÍS, 13. des.: — Franska stjórnin fjellst á tillögu Rússa um fjórveldafund í svari sínu við málaleitan þeirra. — Lögðu Rússarnir til, að Þýskalandsmá) in ein yrðu rædd. Hinsvegar fallast Frakkar á tillöguna með því skilyrði, að rædd verði öll þau mál, sem helst valda ágrein ingi milli deiluaðilanna í austrx og vestri. Svipaðs svars Breta og Bandaríkjamanna er vænzt bráðlega. — Reuter. Togara stolxð. LUNDÚNUM —• Fyrir skömmu voru þeir, er leið áttu um Norð- ursjó, beðnir að hyggja að þýska togaranum Schwanhild, sem tal- ið var, að piltar hefði stolið í Cuxhaven.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.