Morgunblaðið - 17.12.1950, Page 10

Morgunblaðið - 17.12.1950, Page 10
10 MORGVNBLAÐIB Sunnudagur 17. des. 1950 ÆSiSÉt Framhaldssagan 23 'UiHiiiiimMiMitiiiHi'nmHiiiiiiiMMmnifnvm TACEY CROMWELL Skáldsaga eftir Conrad Richter. ii<aifiiii(itiiiHuiiiiiniiiiiiiiiii ,,Hún er að sauma“, sagði Gaye svo lágt að varla heyrðist og eyrun á honum urðu eld- rauð. „Ætlarðu ekki að koma inn?“ Hún dró hann upp marmara- þrepin. „Þig klæðir vel að hafa svona skegg“. „Hann ætlar nefnilega að fá atvinnu við Bisbee-bankann“, sagðj jeg. Innar í anddyrinu sá jeg hvar ungfrú Rudith kom með bók í hendinni, til þess að sjá hvað gengi á fyrir Seely. Jeg get enn sjeð hana fyrir mjer þar sem hún stóð þarna eins og drottn- ing í ríki sí; u, lág vexti, dá- lítið feitlagin, en fíngerð, í blá- um silkikjól með flauelsbönd- um. „Góðan daginn“, sagði hún og kinkaði kolli. Mjer fannst hún vera að reyna að vera vin- gjarnleg við okkur vegna Seely. „Celia, viltu ekki bjóða gest- unum þínum inn x setustof- una?“. ' Jeg myndi nú frekar hafa kallað það „Iegustofu“, því að þar voru hvorki meira nje minna en þrír legubekkir, píanó og gtólar og rautt gólfteppi hornanna á xoilli. Gaye horfði vandræðalega í kringum sig og settist loks á einn legubekkinn með háu baltí. Jeg settist á lág- an bekk og Seely settist á rauða legubekkinn. Hún reyndi að halda uppi s imræðum, en það gekk illa, því að það var svo langt á mill okkar. Það var eins og við sætum sitt í hvorri stofunni. Jeg virti 3aye fyrir mjer. Mjer fannst 1 ann sóma sjer vel í þessu ríkmrnnlcga húsi. Yfir- varaskeggið, sem Tacey hafði sagt honum ið láta sjer vaxa, gerði hann f yrirmannlegri. — Hann var ein ; og annar maður. Jeg vissi að íann heyrði varla hjalið í Seely þegar hún var að segja okkur irá kjólunum, sem frú Rolls, saumakonan, var að sauma handa henni og stóra skápnum í e .dhúsinu þar sem allur maturinn var geymdur. „Jeg gæti sýnt þjer nokkuð uppi á lofti, som þú hefUr aldrei sjeð áður“, sigði hún hreykin við mig. „Þar er líka stórt bað- ker og það ev hægt að fá bæði heitt og kalt vatn í það“. Hún kom -yfir til mín og hvíslaði í eyrað á mjer. „Maður þarf ekki einu sinni ao fara út. Það hr hægt að gera það þar. Langar þig ekki tii a » koma upp og sjá það?“. „Nei“, sagði jeg. „Hvers vegna ekki? Jeg skal lofa þjer að r jyna það. Jeg skal bíða frammi á ganginum. Ef þú veist ekki hvxrnig á að fara að því, þá skal jeg koma inn og sýna. þjer þaf Jeg leit undan. Mjer var nóg um þetta mont í henni. Ujsgfrú Rucíith var löngu far- in, en þó fannst mjer jeg vita af henni í stofunni við hliðina á. Þaðan sem jeg sat sá jeg yfir anddyrið cg inn í geysi stóra borðstofu; þf.r sem var stór glerskápur fillur af allskonar silfurmunum. „Hann fæst aldrei til að gera neitt“, heyrði jeg að Seely sagði við Gaye og hvíslaði að honum einhverju nafni, sem jeg heyrði ekki. „Þú ert þó ekki feiminn við að spila fyrir mig?“. „Jeg get ekki gert það hjer“, sagði Gaye. „Jeg skal syngja“, sagði Seely. „Henni er ábyggilega illa við það“, sagði Gaye svo lágt að varla heyrðist. Seely setti upp, skrítinn svip og fór inn í hina stofuna. „Hún sagði að þú mættir það“, sagði hún þegar hún kom aftur. Gaye leið auðsjáanlega illa og ipjer sýndist á honum, að hann óskaði þess að við hefð- um nldrei komið. Mjer hafði alltaf fundist gaman að sjá hann sitja við orgelið, en við hliðina á þessu stóra, gljáandi píanói var hann hikandi og vandræðalegur, og þegar hann settist loksins við það, fannst mjer hann vanta hattinn á höf- uðið og jeg hjelt að hann myndi ekki geta spilað nema hann hefði hann. En þegar hann var búinn að renna fingrunum nokkrum sinnum yfir nótna- borðið, hvarf honum öll feimni og hann hallaði sjer aftur á bak í stólnum og hallaði undir flatt. Svo spilaði hann algengan sálm sem við höfðum lært í sunnu- dagaskólanum. „Þetta er ágætt“, sagði Seely og hóf upp sína skæru barns- rödd, svo að mjer fannst taka undir í öllu húsinu. Þegar hún hafði lokið við annað versið heyrði jeg lágt lófaklapp að baki mjer og þegar jeg leit við sá jeg hvar ungfrú Rudith stóð í dyrunum. „Þú hefur aldrei sagt mjer að þú kynnir að syngja, Celia“. „Syngur hún aldrei hjer“, sagði Gaye og stóð upp. „Jeg hafði ekki hugmynd um það“, sagði ungfrú Rudith. Gaye tvístje vandræðalegur og óskaði þess að hann hefði ekki sagt þetta. Hann hefði held ur kosið að fara með þá trú að Seely væri hamingjusöm á nýja heimilinu. „Jæja, nú verðum við að fara“. „Ekki fara strax“, sagði Seely og tók um báðar hendur hans. „Þið voruð rjett að koma“. „Herra Oldaker kemur kannske aftur, Celia“, sagði ungfrú Rudith og dró hána til sín. Hún horfði á Gaye og jég sá að það var kominn einhver annar svipur á andlitið á henni. „Jeg heyri sagt að þjer hafið fegnið betri stöðu“, sagði hún „Hann ætlar að fara að vinna í Bisbee-bankanum“, sagði Seely hreykin. » „Jeg er að reyna það“, ságði Gaye dálítið niðurlútur. „Þjer búið ekki í Brewery Gulch lengur?“, spurði hún. „Nei“, sagði Gaye og leit undan. Jeg horfði á hana þar sem hún stóð þarna í stóru stofunni sinni og mjer fannst jeg sjá bregða fyrir sigurglampa í aug- unum á henni. En fyrir hug- skotssjónum mínum sá jeg aðra persónu, sem alls ekki var stödd þarna. Hún var grennri vexti, fölleit ,en hvasseyg. Hún stóð í lítilli stofu á Yongblood Hill í náttkjól og blárósóttum morgunslopp. Hún hafði ekki hugmynd um það, að í rauninni var sigurinn hennar. 11. kafli. Annað árið, sem jeg var hjá Herford-hjónunum var fram- faraár á lífsbraut Gave. Fyrsta árið bjó hann á Phila- delphia-gistihúsinu og fór einu sinni Lmánuði ásamt mjer í heimsókn í Watrous-húsið — Stundum spilaði hann fyrir okkur og skenkti te í örþunna litla bolla, sem höfðu sitt hvorn litinn. í árslok bauðst Gaye staða í Bisbee-bankanum og hann þá hana. Oft þegar jeg gekk fram hjá bank,anum, sá jeg hvar Gaye sat á bak við afgreiðsluborðið og taldi seðla í búnkum. Frú Herford fannst það mikill heið- ur fyrir bróður minn, að hann skyldi vinna í banka, en námu- verkamennirnir spurðu hvað hann hefði gert af sjer, úr því það var búið að stinga honum á bak við þessar grindur. Auð- vitað sögðu þeir það í gamni, en þó lá nokkur alvara á bak við. Það var auðsjeð á svipnum á þeim að þeir höfðu treyst honum við spilahjólið, en nú myndu þeir þurfa að hafa nán- ari gætur á honum. Spilabank- inn hafði alltaf borgað allar sín ar skuldir, en sama var ekki hægt að segja um alla banka. Þeir höfðu orðið gjaldþrota hver af öðrum og ollið fátæku fólki hinu mesta böli. ■BnaiinmilHHIHHIIHHIIIHIHHIIfHHHIHHHIHIIHIIHH er barnasaga með myndum IHIIIIIIHIIH IIHIHIIÍMI ............................................... IIIIIIIIIIIIIIIIIIUIIlllllall IHiiaXlll •■‘»•1111111111111(11 | 9 | Auglýsendur \ athugió! i að Isafold og Vörfiur er vinsæl- | i asta og fjölbreyttasta blaðið i | i sveitum landsins. Kemur út j i einu sinni í viku — 16 siður. 1 ! í Kynnið ykkur glæsilegasta happdrætti drsins Lítið í sýningarglugga Loftleiða við Lækjargötu m HEF OPNAÐ AÐ NÝJU húsgagnaversfun mína Á BALDURSGÖTU 30 Lítið í gluggana og sjáið nýjustu gerðir af bólstruðunx húsgögnum. Hriai eg eilsiðin eftir prófessor Harald Nielsson hinn þjóðkunna, skörulega kennimann. í fögru bandi kr. 80,00. Sjálfsævisaga Jóns Steingrímssonar • , Mcrkasta sjálfsæfisaga íslands. Verð í skrautbandi kr. 110,00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.