Morgunblaðið - 20.03.1951, Side 14
14
MOKGUNBL4 M í fí
Þriðjudaguv 20. mars 1851
Framhaldssaga 36
■••■■••••aitMiniiimiito"
IVBilii vonar og ótta
IIUflllllHiniltMlll
Það Ijet svo hátt í útvarpinu,
að Bruff varð næstum að hrópa
til þess að það heyrðist til hans.
En nú var hann búinn að tala
nóg. Hann lyfti byssunni.
Dyrnar opnuðust.
Tony hugsaði með sjer að það
væri ekki nema eðlilegt að deyj-
andi menn sæju sýnir. Og það
var heldur ekki nema eðlilegt
að hans síðasta sýn væri Re-
bekka, standandi í dyrunum, í
ljósrauðum bómullarkjól, með
lítinn stráhatt á höfðinu og
stóru handtöskuna með marg-
litu blómunum ....... töskuna,
sem hann hafði keypt handa
henni fyrir ævalöngu siðan í
Florida.
Það var eitthvað einkennilegt
og ógnandi í svip hennar ....
svipur, sem hann hafði aldrei
sjeð áður. Annarri hendinni
hjelt hún krepptri við mjöðm-
ína, en hin höndin var falin á
bak við töskuna, sem hjekk yf-
ir öxlina.
„Hver er þetta?“ spurði Beau
Bruff hranalega.
Hann hafði flutt sig fram á
mitt gólfið til þess að geta haft
augu með þeim báðum. Raun-
veruleikinn rann upp fyrir
Tony. Hann greip með báðum
höndunum utan um stólbrík-
urnar.
14. kafli.
BEN HELM.
Cooperman stóð upp frá borð
inu og kveikti ljósið í loftinu.
,,Það er farið að skyggja“,
sagði hann. Hann gekk yfir að
stólnum þar sem Ben Helm sat
yfir skjölum. „Lögregluvís-
indi“, sagði hann og brosti
hæðnislega.
Ben Helm leit upp frá skjöl-
unum, frá læknarannsókninni.
„Jeg bjóst ekki við neinu nýju“.
„Við fáum það heldur ekki
frá þeim. Jeg talaði við þá fyrir
klukkutíma síðan í símanum.
Þeir reyndu að ná fingraförum.
Þeir hjeldu að þeir gætu
kannske ráðið eitthvað af sár-
unum á hálsinum. Það verða
þeir að rannsaka til þess að
geta kallað sig vísindamenn. En
þeir vita ekki meira en við viss-
um þegar við fundum lík Je-
annie Poole fyrst í morgun“.
„Nei“. Ben fleygði skjölunum
á borðið. „Það versta við þess-
ar kyrkingar er, að það þarf
ekki að viðhafa neitt vopn. —
Engar blóðsúthellingar, engin
slagsmál, ekkert, sem hægt er
að rekja. Og venjulega engin
skýranleg ástæða, vegna þess,
að þegar maður myrðir konu,
gerir hann það án þess að
hugsa fyrirfram“.
Dyrnar opnuðust skyndilega.
Jay Sprague kom inn. Hann
ham staðar á miðju gólfi og það
var eins og fætur hans gætu
varla borið líkamsþungann.
Ben stóð upp. „Hvað er að,
Sprague?“.
„Þarna eruð þjer, Helm“,
sagði Sprague með öndina í háls
inum. „Jeg er búinn að leita að
yður út um allt. Rebekka er
farin“.
„Dáin?“, spurði Cooperman
skelfdur.
Það fór hrollur um Sprague.
„Jeg veit það ekki“. Hann ljet
fallast niður á stólinn. „Eftir
kvöldverð sagðist hún ætla að
fara upp í herbergi sitt til að
hvíla sig. Svo hringdi Tony Bas
comb og þegar jeg var búinn að
-EFTIR BRUNO FISCHER
leggja frá mjer símatólið fór
jeg að velta því fyrir mjer,
hvers vegna heilbrigð stúlka
eins og Rebekka, þyrfti að hvíla
sig. Kannske var hún veik. Jeg
fór upp til hennar. Hún var þar
ekki. Þessi miði lá á borðinu“.
Hann leitaði í vösum sínum, en
fann hann ekki. „Jeg hef skilið
hann eftir heima. Hún skrifaði
að hún og Tony Bascomb væru
farin burt saman og ætluðu að
gifta sig“.
„Er það allt og sumt?“,
spurði Ben. Honum ljetti auð-
sjáanlega.
„Allt og sumt?“. Sprague
leit reiðilega á hann. „Skiljið
þjer ekki hvað getur skeð, þeg-
ar hann er búinn að ná henni
einni? Helm, jeg borga yður
fyrir að vernda hana. Nú verð-
ið þjer að sækja hana aftur“.
„Hún er komin á lögaldur“,
sagði Ben. „Það er ekki hægt
að banna henni að giftast þeim,
sem hún vill giftast“.
„Helm? Eruð þjer búnir að
missa vitið? Það er ekki tíma-
bært að tala um lagalegu hlið-
ina núna“.
Cooperman tók í belti sitt og
dró það upp. „Nei, þetta snertir
lögregluna. Hvert fóru þau?“.
„Það stóð ekkert um það á
miðanum“.
„Hvað er langt síðan Tony
hringdi?“.
„Hálftími. Kannske ekki einu
sinni það“.
„Þau geta varla verið komin
langt“. Cooperman brosti íbygg
inn til Ben. „Tony er eitt aðal-
vitnið í morðmáli Jeannie Poole.
Það er nægileg ástæða til þess
að við náum í hann. Jeg skal
senda út lýsingu á þeim báð-
um“.
„Já, gerðu það þá strax“.
Sprague reis upp í stólnum.
„Það er ekki nóg að standa hjer
og tala“.
Síminn hringdi. Cooperman
gretti sig, en tók hann upp. —
„Lögreglan í Hessian Valley“,
sagði hann.
Cooperman snjeri sjer ljóm-
andi í framan að hinum tveim.
„Hver haldið þið að þetta sje?
Tony Bascomb“.
„Sprague þaUt á fætur.
„Hvar er hann? Er Rebekka
með honum?“.
„Heyrðu, Tony. Jay Sprague
er hjerna“, sagði Cooperman í
símann. „Hann segir að.....
hvað þá.... þú.... drapst
þú. .. .“.
„Hvern drap hann“. Sprague
hjekk í handlegg Coopermans
og hristi hann. „Hvern drap
hann? í guðanna bænum segðu
mjer það?“.
„Ekki Rebekku". Cooperman
skipti um og hjelt símatólinu
í vinstri hendi. „Er Rebekka
hjáþjer?.... hm.... hm....
Snertu ekkert. Jeg kem strax“.
Hann lagði frá sjer tólið. „Tóny
segist hafa skotið og myrt Beau
Bruff“.
„Hvar er dóttir mín?“.
„Hún er heima hjá honum.
Það var þar, sem hann drap
Bruff“.
„Guði sje lof“, veinaði Sprag-
ue. —
Cooperman hneppti að sjer
jakkanum. „Hann hefur allt af
valdið mjer erfiðleikum. Jeg
varaði hann við þegar hann
kom á þriðjudaginn. Jeg sagði
honum að hafa sig hægan. —
Jæja, við vitum að minnsta
kosti hver gerði það í þetta
sinn. Kemurðu með, Helm?“.
„Já. Jeg fer með Sprague“.
Bíll Sprague stóð með ljós-
unum hálfur uppi á gangstjett-
inni fyrir framan lögreglustöð-
ina. Þegar hann var búinn að
snúa bílnum við, var lögreglu-
bíllinn að hverfa fyrir beygj-
una. Sprague hjekk fram á stýr
ið. „Hvers vegna gerir hún
mjer þetta?“, sagði hann við
Ben. „Hún hefur allt af verið
skynsöm stúlka“.
„Hún elskar hann“, sagði
Ben.
Sprague hristi höfuðið. Hann
gat ekki skilið það.
Þegar þeir komu að húsinu,
var Cooperman þegar kominn
inn. Sprague steig út úr biln-
um. Ben gekk til hans og klapp-
aði á öxl hans. Þeir gengu sam-
an inn í húsið.
Cooperman stóð hálfboginn
yfir manninum, sem lá á gólf-
inu. Tony Bascomb stóð við
stigann upp á loftið, sem lá nið-
ur í stofuna. Hann hvíldi annan
handlegginn letilega á handrið-
inu.
„Jú, hann er dauður“, sagði
Cooperman.
„Jeg sagði það líka í síman-
un“. Tony sneri sjer að Sprag-
ue, sem starði með hálfopinn
munninn á líkið. „Rebekka er
frammi í eldhúsi“.
Sprague horfði lengi á hann,
en gekk síðan reikulum skref-
um inn í borðstofuna. Tony
lagði af stað á eftir honum, en
snjeri við aftur.
„Þrjú skot í andlitið“, sagði
Cooperman við Ben. „Litlar
blóðsúthellingar".
Ben kraup á hnje við hliðina
á Hkinu. Lítið, blátt sár var á
öðru gagnauganu. Líklega var
það skotið, sem hafði orðið hon-
um að bana. Annað samskonar
sár var í öðrum vanganum.
„Jeg held að þið eigið eftir að
finna fleiri skot“, sagði Tony.
„Byssan var tæmd. Sum skotin
hittu að vísu ekki. Eitt fór
þarna i myndina“.
Ben leit á myndina, sem
hjekk vinstra megin við dyrnar;
inn í borðstofuna. Það var leið-
inleg landslagsmynd með venju
legum rauðlitum fjöllum í bak-
sýn og þrjár eða fjórar rauð-
brúnar kýr á beit á engi. Fyrir
ofan höfuðið á einni kúnni var
glerið brotið. Það var litið
kringlótt gat og sprungur út frá
því. Bein lína frá myndinni og
manninum á gólfinu, lá til dyr-
anna.
„Jæja, við verðum að gera'
viðvart“, sagði Cooperman. —
Hann gekk yfir að simanum,
sem stóð á litlu borði við hlið-
ina á stiganum.
Ben stóð og virti fyrir sjer
líkið. Bruff hjelt ennþá á byss-
unum í sitt hvorri hendi. Önn-
ur var Colt, 32 kaliber og hin
var stór, svört Luger-skamm-
byssa. Venjulega var ómögu-
legt að ákveða stærðina á skot-
inu af sárinu, en það var þó
augljóst að skotsárin í andlitinu
og á gagnauganu stöfuðu af
minna skoti en var í þessum
byssum.
„Hvar er byssan?“, spurði
hann.
Tony tók litla skammbyssu
upp úr vasa sínum. „Jeg skaut
hann með þessari byssu“. a
uiii>!iimimiiiiiiiuiritiiiiiiii
■••oiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimnnmtir:
Legubakkar
| í höfuðlegur og stimpillegui,
0,020 undirstívrð i Austin 10
fólksbíl óskast. Upplýsmgar í
síma 1191 milli kl. 9—t.
) Tækiíæriskaup
: Sjerlega falleg sófaborð til sölu
j með tækifærisverði í málara-
: stofunni, Þverholt 19, og Trje-
j smiðjunni, Borgartúni i.
6 skota
Riffill
óskast í skiptum fyrir 16 skota
riffil. Uppl. í síma 4657 frá kl.
12—2 og 6—7.
Biirerö óskast
helst ensk, Chevrolet kemur
þó til greina, ekki eldri en ’48.
Upplýsingar i síma 2640.
iiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii|iii||iiiiiiiii|,,|i«i
Atvirma
Vanan fjósamann vantar að
Blikastöðum í Mosfellssveit frá
15. apríl. — Sími 7a um Brúar-
land. —
Oliukyntur
Ketill
ónotaður er til sölu. Hitaflötur
3 ferm. Kyndiútbúnaður fylgir
allur ásamt öryggistæki. —
Eskihlið D. — Simi 81447.
•miiiiiiiiiiiimiiiiiiiiitiiiiiimiiiuiMiiiiiMiniiiijfU
IVIúrarar
Trjesmiður vill komast í sam-
band við múrara i gagnkv. við-
skipti eða ákvæðisvinnu. Tilboð
merkt „1951 — 931“, ,endist
blaðinu fyrir miðvdkudagskv.
IIIHIM.tliWlHI.IMM
KJÓLL «.g
Fermingarkjóll
til sölu ó Þórsgöt.u 8, 3ju hæð.
til hægri. —
•tmiuuuiumuiimmimmmimiiiimiiiio
Notuð
Rafha
eldavjcl til sölu, ÆgisgÖtu 10,
Sími 1744.
•HiuiiiiiiiiuuuuiiuiuuiunimiiHUTnMðBrMiiimM
Ný, bólstruð
Húsgögn
vandaðir 2 djúpir stólar og
sófi til sölu á kr. 4.900.00. —
Sólvallagötu 43. —
•llllllimillllHIIUIIIIIIIIIMIIIIIIIIHHnilHIMIIIIIHH*
Jeppi
Góður jeppi til sölu eða i skipt
um fyrir góðan sendiferðabíl.
Tilboð óskast sent til Mbl., fyr-
ir jniðvikudag, merkt: „Jeppi
— 936“.
I Armstólasett
:
: með góðu áklæði til sölu.
Bólalrarinn
í Kjartansgötu 1. — Sími 5102.
Mjög vandaður
Stofuskápur
(Lakkslipað birki), til sölu, á
la. 1450, og fataskápur á kr.
750,00. Bergstaðastræti 55.
• IIHUIIHIIMIIIIMNMIIIIIIIIIimillllllllllllllllUIUlll
Hafnarfjörður
Sem ný rafmagnsliakkavjel.
emailleruð, eldavjel, kolakjnt
með miðstöð, til sölu á Reykja-
víkurvegi 30, uppi.
Lítið notaður amerískur
Klæðaskápur
til sölu á Skólavörðustig 38, frá
kl. 12—1 og 6—8 i kvóld.
Nýi-. enskur
BlliUUId
5 á háum hjólum til sölu á
1 Snoi'rabraut 36.
Z iiiiHuiiiiiiiiniuiiiniiiiiuuHHim
Rafmegns-
eldaivjel
i góðu lagi til söhi. Upplýsing-
ar í síma 1500.
Tapað
Tapast hefir kvenarmbandsúr.
á Háteigsvegi, Meðalholti, Stór-
holti eða í nágrenni. Skilist á
Háteigsveg 23, eystri enda,
uppi (sími 6097).
IHIII..
Kensla
Verkfræðistúdent óskar eftir að
taka að sjer kennslu í stærð-
fræði, eðlis- og efnafræði. —
Uppl. i sima 80515, eftir kl. 1
i dag pg næstu daga.
Stúlka óskast í
Vist
allan daginn. Herbergi fylgir.
Uppl. Hagamel 25, kjallara. —
Sími 6358.
Stoppugarn fylgir.
Versl. KEGIÓ
Laugaveg 11.
l>IIIUJMIIIUIIMMIIIIIUUIHHUHUIHnHliriHMIIMIMI
Ibúð
Maður í góðri stöðu óskar eftir
ibúð, 3 herbergi og eldhús. —
Fyrirframgreiðsla aftir sam,-
komulagi. Aðeins tvennt í heim
ili. Tilboð sendist hlaðinu fyrir
28. þ.m. iru rkt: „8889 — 930“
IMIHIHIHIIIIMMIuiillllHMIIMHMIHHIIHHHHIIUIIII
Sem ný
Kárþurky
fyrir hárgreiðslustofur, þýsk
tegund, til sölu. Upplýsmgar í
síma 4947.
CHIIUIIIIHIUII'.IIIIIUUHMUIHHIHHIINHIIMMIIMai*
Takið eftir
Ný Chevroletblokk ’46 til sölu.
Nýr hnakkur með Hvalskiða-
virkjum. Ný felga af Inter-
national. — Uppl. í sima 81034
kl. 6—8 í kvöld.
IHIIIIHIIIimilUIHIHHMHIHHHIIHUmilltlUUUHllHlllte
/