Morgunblaðið - 21.03.1951, Qupperneq 8
MORGUNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 21. mars 1951
Hábrs
fóirt... tgarorð
HANN andaðist á sjúkrahúsi hjer
í bænum þann 13. þessa mánaðar
efitr stutta legu.
Fæddur var hann 12. deeember
1873 í Teigabúð á Akranesi. —
Voru foreldrar hans Guðrún Há-
konardóttir og Halldór Árnasqp.
En hann andaðist þegar Hákon
var á sjötta ári, frá fjórum ung-
um börnum.
Má þ.ví geta nærri, að Hákon
hefir orðið snemma að fara að
hjálpa móðir sinni, með það að
draga björg í bú. En hann var
elstur systkina sinna, en þau
voru: Sigurður, sem lengi bjó á
Akbraut á Akranesi; Sigurborg á
Veiðilæk i Þverárhlíð, og eru
þau bæði látin fyrir all-löngu
síðan. Þriðja systkini Hákonar
er Halldóra, ekkja Þorláks Guð-
mundssonar frá Valdastöðum og
er hún enn á lífi.
Hákon ólst því upp við fremur
kröpp kjöx eins og gefur að skilja.
Enda var oft þröngt í búi hjá
mörgum við sjóinn á þeim ár-
um, þegar afli brást.
Þá var óhægara um, að sækja
á djúpmið, en nú, síðan vjelaafl-
ið fór að knýja fleiturnar áfram.
Þá reyndi meira á hreysti og þor
þeirra, sem á sjóinn sóttu. Fjekk
Hákon því snemma að reyna
fangbrögð við Ægi. En alltaf
heppnaðist honum að sigla skipi
sínu heilu í höfn.
Tiltölulega ungur varð Hákon
formaður á opnu skipi, og farn-
aðist honum æfinlega vel, og
brátt var hann kominn í fremstu
röð formanna á Akranesi, bæði
hvað dugnað og aflasæld snerti.
Voru þó fjölmargir dáða drengir
í þeim hóp á þeim árum á Akra-
nesi og svo mun enn þann dag
í dag.
Hákon lifði því öll sín bestu
manndómsár á Akranesi, en fyrir
allmörgum árum flutti hann til
Reykjavikur. Og þó að hann
skipti um verustað, hætti hann
ekki að sækja sjóinn, því að hann
„skeitti litt þó kiljan köld klapp-
aði hart á vanga“.
Nú stýrði hann vjelknúnu
fögru flegi, sem að visu þætti
ekki stórt á nútíma mælikvarða,
en eigi að síður farnaðist honum
vel á „Svaninum" sínum, sem
hann stýrði um all-mörg ár. —
Hann krafðist að vísu all-mikils
af mönnum sínum, en um leið,
vildi hann að þeir bæru sem
mest úr bítum. En alltaf krafðist
hann þó mest af sjálfum sjer,
enda hlifði hann sjer hvergi. En
síðast var hann orðinn einn á
i.trillunni" sinni. Dvaldi hann þá
svo vikum og mánuðum skipti
fjærri heimiii sínu, til þess að
draga björg í bú, að vísu með að-
stoð góðs fólks, þegar í land var
komið.
Hákon var tvígiftur. Fyrri
kona hans var Þóra N. H. Níels-
dóttir frá Lambhúsum á Akra-
nesi, ein hin ágætasta kona og af
góðu fólki komin. Áttu þau eina
dóttur barna, Níelssinu Helgu og
er hún búsett hjer í bænum. En
nokkru eftir lát konu sinnar
flutti Hákon alfarinn til Reykja-
vikur. Hákon fór því ekki var-
hluta af andbyr þótt í landi væri,
fyrst við missi konu sinnar og
einnig ýmsu öðru mótdrægu, sem
hjer verður þó ekki rakið, en allt
bar hann þetta með mikilli ró og
prýði.
I sambandi við þessar hugleið-
ingar kemur upp í huga minn
vísa ein eftir eitt af okkar þjóð-
frægu góðskáldum, sem hljóðar
svo:
„Ey var lífið ætíð bjart
ýmsir harmar sviðu.
Hverfult lán og margt og margt
mæddi lífsins yðu“.
Hákon giftist aftur eftirlifandi
konu sinni, Petrínu Narfadóttir,
og hefir hún reynst manni sínum
skjól og skjöldur eftir því sem í
hennar valdi hefir staðið.
Þau eignuðust fjögúr börn,
sem öll eru á lífi, en þau eru:
Haraldur, Herdís, Þóra og Anna,
öll í Reykjavík.
Hákon sótti sjóinn fást allt til
hins síöasta eins og áður er á
minnst, þó að aldur færðist óð-
um yfir og -heilsan einnig tekin
að bila.
Jeg er þess fullviss að hann
hafi farið hjeðan sáttur við allt
og alla, er hann lagði í hina sið-
ustu för, og jeg vænti þess að
hann hafi siglt blíðan byr á guðs
sins fund, og kvatt sína kæru vini
með einlægri þökk fyrir allt
allt. En á móti honum munu
taka á ströndinni handan við haf-
ið þeir ástvinir hans, sem á und-
an eru farnir, og bjóða hann vel-
kominn til sín.
Far heill dáða drengur í drott-
ins friði.
St. G.
47 símastaurar
Hornafirði, þriðjudag.
Á FIMMTUDAGINN var, gerði
hjer feikna fannkomu og þegar
á daginn leið fór veður vax-
andi. Svo mikinn snjó hafði
hlaðið á símavírana á línunni
milli Hóla og Hafnar, að um
kvöldið er veður var hvassast
brotnuðu 47 sirnastaurar. Munu.
bess engin dæmi fyrr að lína
bessi hafi orðið fyrir jafn mikl-
um skemmdum. Ovíst er hvort
hægt verði að gera við simalín-
una fyrr en snjóinn hefur tekið
upp.
Þennan dag voru bátar hjeð-
; an, sem stunda handfæraveiðar
. á sjó, og gejtk þeim mjög iila
j að ná til lands, sökum dimm-
' viðrisins. Komust þeir ekki inn
fyrr en um miðnætti, en þá rof-
aði til. Lítið gagn var að hafa
af Hvanneyjarvita við innsigl-
inguna, því að snjó fennti fyrir
ljósker vitans. — Gunnar.
ÁSfræð:
— Búnaðarþing
Framh. af fcls. 2
STÖRF BÚNAÐAR-
ÞINGS
Búnaðarhingið hafði að þessu
sinni 57 mál til meðferðar, 51
af þeim kom til umræðu, en
50 voru afgreidd frá þinginu.
Forseti Bjarni Ásgeirsson
þakkaði fulltrúum og starfs-
mönnum á Búnaðarþingi fyrir
unnin störf og ágæta samvinnu
og óskaði þeim góðrar. ferðar
og góðrar heimkomu. Minntist
hann þessa aldarfjórðungs, sem
hann hefur átt sæti i stjórn
Búnaðarfjelags íslands, og
þakkaði Búnaðarþingi það
jtraust er það hefði jafnan sýnt
sjer, þakkaði meðstarfsmönn-
um sínum ágæta samvinnu, og
óskaði Búnaðarfjelagi íslands
.heilla og framtíðargengis.
Sigurður Jónsson á Stafafelli
þakkaði forseta góða og lipra
fundarstjórn — en þar næst
var Búnaðarþinginu slitið.
M.s. Herðubreið
\
til Snæfellsness-, Breiðafjarðar- og
Vestfjarðahafna hinn 28. þ.mm. Tek-
ið á móti flutningi tit áætlunarbafna
á laugardag og árdegis á þriðjudag.
Farseðlar seldir á þriðjudag.
„H£KLA“
auslur um land til Slglufjarðar hirm
29. þ.nun. Tekið á mmóti flutningi
til áætlunarhafna milli Djúpavogs og
Húsavikur á laugardag og þriðjudag.
Farseðlar seldir á þiiðjudag.
Ármann
Tekið á nióti flutningi til Vest
mannaeyja í dag.
EFTIR miðbik átjándu aldar,
bjuggu á Melum í Hraunhreppi,
hjónin Guðný Bjarnadóttir og
Þorsteinn Helgason og þar fædd-
ist þeim 13 börn. Af þeim stóra
systkinahópi eru enn á lífi Arn-
dís, sem yerður áttræð í dag, Þor
steinn skipstjóri í Þórshamri, Kol
beinn skipstjóri og Halldór út-
gerðarmaður að Háteigi, sem er
yngstur þeirra systkina.
Arndís fluttist til Reykjavíkur
árið 1891, er hún gekk á Kvenna-
skólann. Hún ljet^ fljótt til sín
taka í fjelagsmálum og starfaði
t.d. ötullega að málefnum góð-
templara, þar sem hún hefur ver
ið í embætti alt fram að þessu,
og er nú þeirra heiðursfjelagi.
Kristindómsmál hafa jafnan ver-
ið henni mjög hjartfólgin. Hún
var ein af stofnendum Fríkirkju
safnaðarins og starfar nú í Kirkju i
nefnd Dómkirkjunnar. Áhugi fyr
ir garðrækt og trjárækt greip j
fljótt huga hennar, og þar, eins !
og í öðrum málum, var hún heil-
steypt og einlæg. Hún gekk á
námskeið hjá Einari Helgasyni i
Gróðrastöðinni og fór síðar víða
um land á vegum Landssambands
kvenna, til að leiðbeina í garð-
rækt í sveitum og kaupstöðum.
Hlaut hún vinsældir í starfi sínu
og stofnaði tvö kvenfjelög á þess
um ferðum sínum. Um tíma
dvaldi Arndís í Flatey á Breiða-
firði hjá dóttur sinni Guðnýju
Jónsdóttur hjúkrunarkonu, sem
gift var sr. Sigurði Einarssyni,
en eftir það hefur hún verið bú-
sett hjer í Reykjavík hjá Fann-
eyju dóttur sinni, sem er gift
Jóni Oddgeir Jónssyni fulltrúa.
Ekki hefur Arndís verið aðgerð-
arlaus þótt hún hætti leiðbein-
ingastarfi sínu, því þá hóf hún
trjárækt á erfðafestulandi dóttur
sinnar í Fossvogi, og má þar nú
líta fagran skógarreit, þar sem
Arndís viiinur öllum stundum, er
við má koma.
Arndís er tvígift, en báða menn
sína misti hún í sjóinn með stuttu
millibili, og eina dóttur sina,
Jenny, misti hún uppkomna. En
óbilandi trúartraust hennar hef-
ur verið huggun í raun, og með
andlegu og líkamlegu atgerfi
sínu hefur hún jafnan sjeð sjer
og sínum farborða í lífinu. Allir
vinir hennar færa henni nú bestu
hamingjuóskir í tilefni afmælis-
ins. Kunnugur.
Slæm útkoma verð-
ur á Hornafirði
Hornafirði, þriðjudag.
MENN hjer gera sjer vonir um
að eitthvað muni nú fara að
rætast úr um aflabrögð, því að
qlfca sjá menn hjer fram á eina
þá mestu hörmungarvertíð, sem
komið hefur síðan útgerð hófst
hjeðan.
Mesti aflatími vertíðarinnar
er nú liðinn og því ekki hægt
að búast við góðri útkomu.
Tilkynning
frd Hitaveitu Reykjavikur
Ef fyrir koma alvarlegar bilanir á hitaveitunni hátíða-
dagana, verður þá daga tekið við kvörtunum í síma 5359
milli klukkan 9—14.
Hítaveita Reykjavíkur.
■
Daglegar ferðir til Vestmannaeyja j
m
Loitieiðir h.i. Lækjargötu 2 sími 81440
Markút
mh £á IW-
QO/CK nue' TH£ M£H GOT
THS/R CC/.'S AND HAV£ MAGK
1) — Komdu fljótt, Gunnar. ] 2) — Þetta er ljótt að sjá.
Það sjest hjeðan framan af Markús kemst aldrei heill á
brúninni að tveir af óbótamönn húfi yfir gilskorninginn, nema...
unum sitja í launsátri fyri:
Markúsi.
3) — Það er lítil von að mjer
takist að gera þetta í tæka tíð,
en jeg verð sarnt að reyna.
4) Gunnar þrífur þungar.
stein af brúninni og kastar hon-
um niðiur.