Morgunblaðið - 22.03.1951, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 22.03.1951, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIB Fimmtudagur 22. mars 1951 Framhaldssagan 38 Milli vonar og ótta „Því lofið þið henni ekki að t'ara heim?“ sagði Tony loks. Sprague snjeri höfðinu hægt í áttina til Tony. Hann horfði lengi á hann og audúðin skein úr augum hans. Síðan leit hann aftur á dóttur sína. „Komdu Rebekka“. „Já, þið getið farið“, sagði Cooperman. „Við getum fengið undirskrift hennar á morgun“. Rebekka stóð á fætur. Hún þurrkaði sjer um augun með hnúunum eins og lítil stúlka. Sprague tók undir handlegg hennar og ætlaði að letða hana í gegnum borðstofuna. „Nei, ekki þarna megin“, sagði Ben. „Farið heldur með hana bakdyramegin“. Sprague kinkaði kolli. Re- bekka ljet föður sinn ráða férð- inni eins og hún væri vilja- taust verkfæri. Hún gekk fram hjá Tony þar sem hann stóð upp við isskápinn. Hann tók sígarettuna út úr sjer. „Góða nótt, Rebekka“. Henni fipaðist göngulagið, en svo hjelt hún áfram án þess að líta á hann. Dyrnar hinu megin á eldhúsinu lágu beint út. Hún og faðir hennar gengu hægt út um þær. Þegar þau voru farin, benti Cooperman vísifingrinum á Tony og sagði: „Þú ert ekki þess virði að ágætisstúlka sem hún, bjargi lífi þínu“. „Jæja, skaðinn er skeður .. jeg er enn á lífi“. Tony fleygði sígarettunni í vaskinn. „Hvað : á líkið að liggja þarna lengi?“ | „Þangað til okkur þóknast að flytja það. Stendur þjer ekki á sama, þó að það sje þarna?“ „Jú, mjer stendur á sama“, sagði Tony. „Mjer líkar best við Beau Bruff eins og hann er núna. En jeg veit ekki hvernig mömmu verður við, þegar hún finnur dauðan mann í stofunni hjá sjer. Jeg ætla að fara upp í skolann og segja henni frjett- irnar og segja henni að hún skuli fá að gista hjá einhverri vinkonu sinni“. „Þú ferð ekkert“, sagði Cooperman, en skipti þó um skoðun um leið. „Jæja, þú get- ur farið, en þú kemur strax aftur. Jeg kenni í brjósti um móður þína. Það hef jeg alltaf gert vegna þess að hún á þig fyrir son. Jeg kenni í brjósti um allar konur, sem þurfa að eiga saman við þig að sælda, eins og Rebekku Sprague og. -Jeannie Poole“. '• „Svei mjer þá, mjer verður óglatt, þegar lögregluþjónar fara að prjedika“, sagði Tony um leið og hann opnaði eldhús- hurðina. Ben kom út á eftir honum. Hann sá að Tony dokaði við eftir honum. „Fleiri spurningar?“ sagði Tony. „Kannske eitthvað sem Cooperman má ekki heyra?“ „Mig langar til að spyrja þig, hvers vegna Bruff vildi ryðja þjer úr vegi“. „Af þeirri ástæðu sem þú varaðir mig við í dag. Þegar hann frjetti um morð Jeannie, þá vissi hann hvar jeg var“. „Þú virtist ekki hafa mikinn áhuga á henni í gær“. I Tony gekk fyrir húshornið og Ben kom á eftir honum. * EFTIR BRUNO FISCHER „Má maður ekki verða leiður á kvenmanni?" sagði Tony. „Jú. En þú varst með byss- una í gær, þegar þú vissir ekki betur en að hún væri farin til New York. Varstu kannske hræddur um að henni hefði sárnað meðferðin hjá þjer og hún mundi vísa Bruff á þig?“ Þeir voru komnir að beygl- aða gamla bilnum, sem stóð við hliðina á bíl Coopermans. „Þú heldur kannske að jeg hafi myrt Jeannie af þvi að jeg var hrædd ur um að hún mundi segja frá?“ „Segja frá hverju? Hún færi varla að segja Bruff að hún hefði farið á bak við hann. Þú óttaðist Bruff af einhverri annarri ástæðu.“ „Nú, já. Þú ert maðurinn sem sjerð allt og veist allt. Eins og áðan þegar þú vildir ekki lofa mjer að leika hetju og segja að jeg hafi hleypt af skotunum á Bruff“. Tony hallaði sjer upp að bílhurðinni. „Kemur það á skýrsluna, ef jeg segi þjer það?“ „Nei, alls ekki. Þess vegna spyr jeg þig núna þegar yfir- valdið hlustar ekki á“. „Jæja, jeg get sagt þjer það, þó að jeg geti ekki sjeð hvaða máli það skiptir. Það er varla til annars en að svala forvitni þinni. Hefur þú frjett um bíl- inn sem stóð fullur af stolnum loðfeldum fyrir framan lög- reglustöðina í Newark?“ „Nei“. „Jeg býst ekki við að það hafi þótt merkilegt, nema hjá blaða- mönnunum í Newark og lögregl an gat ekki sannað neitt í Beau Bruff. Jeg vil heldur ekki að það frjettist að jeg hafi átt þar hlut að máli, og þess vegna vil jeg ekki að það komi í skýrsl- una. En það var jeg sem skildi bílinn þar eftir“. „Einmitt“, sagði Ben og tott- aði pípuna. „Finnst þjer það ekki all- einkennilegt?" „Jeg veit ekki hvað lá á bak við“. „Þetta venjulega. Bruff vissi af bíl, sem var á leiðinni inn til New Jersey hlaðinn dýrindis loðfeldum frá New York markaðinum. Hann sendi nokkra af mönnum sínum til að taka bílinn. Tveir tóku bílstjór- ann og fylgdarmann hans og bundu þá í skóginum. A með- an fluttum við hinir loðfeld- ina í anrian bíl, sem átti að geta komist til New York án þess að lögregluna grunaði hvað væri í honum. Jeg átti að keyra bílinn til baka. Það var annar náungi með mjer. Fyrir utan Newark sagðist jeg halda að einn hjólbarðinn væri sprung- inn. Þegar hann fór út úr bíln- um til að athuga það, keyrði jeg af stað og skildi hann eftir á veginum. Jeg ók inn til New- ark og skildi bílinn eftir fyrir utan lögreglustöðina og fór sjálf ur með lestinni heim“. | „Og hvers vegna gerðir þú þetta?“ spurði Ben. „Það veit jeg ekki. Bruff ! skildi það heldur ekki, og þess j vegna kom hann hingað sjálf- 1 ur í staðinn fyrir að senda ann- an fyrir sig. Hann langaði til að vita hvers vegna jeg hefði gert þetta. Ein ástæðan fyrir því að jeg sagði honum það ekki var að jeg veit það varla sjálf- ur. Hvað heldur þú?“ i „Gömul meinsemd“, sagði Ben. „Lífið ljek þig illa þegar þú varst strákur. Þú misstir föð ur þinn, sem þer þótti innilega vænt um. Þú vildir hefna þín. Þú gerðir það sem þú gast til að ná þjer niðri og það kom niður I á yfirvöldunum, hvort sem það Innilega þakka jeg öllum, er sýndu mjer vináttuvott á fimmtugsafmæli mínu 14. þ. m. með heimsóknum, gjöfum og skeýtum. Stefán Sigurðsson, tmndcðM \ |IEIárgsraHaW*B;s Hákon Hákonarson 93. „Sterki Hákarlinn er vinur okkar,“ svaraði Jens. „En ef þjer þykir vænt um þegnana þína, skaltu banna þeim að ferðast til eyjunnar okkar. Þruma okkar nær langt, og við erum ekki vinir þeirra allra.“ Jens ætlaði að gefa honum slíðrahnífinn, en hann spurði, hvort hann mættí ekki heldur fá einn af minni hnífunum. Sú ósk. hans var uppfyllt, því að jeg vildi gjarna fá hnííinn minn aftur. Villimaðurinn rjeri með sterklegum áratogum út til undir- manna sinna, sem tóku honum með villtum gleðihrópum. Svo hjeldum við hvor til sinnar áttar. Báðir aðiljar voru víst hæstánægðir með úrslitin, sem sjóorrustan hafði hlotið. Nú voru liðin meira en þrjú ár, síðan Nelson Lávarður strandaði, og Jens hafði verið fangi mestan hluta þess tíma. Beinlínis illa hafði honum ekki liðið, en hann hafði verið vinnuþræll fyrir alla, og ástæður hans höfðu versnað eftir að Mary var flutt á burt frá evnni. Daginn, sem hann komst að því, að Mary var horfin, var honum þungt um hjartaræturnar, og hann skildi ekki, hvers vegna þeim hafði verið stiað í sundur. Það var ekki fyrr en seinna, sem hann fjekk að vita, að höfðingjarnir höfðu komist að samkomulagi um það að skipta þeim á milli sín. Þegar þeir, sem höfðu farið með Mary, komu til baka, Bestu þakldr og kveðjur sendi jeg öllum vinum og vandamönnum, sem heiðruðu mig á margvíslegan hátt á sextugsafmæli mínu 10. þ, m, Guðm. Pjetursson. Sendisveinn ■ Röskur og ábyggilegur sendisveinn óskast nú þegar. ■! Uppl. á skrifstofunni, ekki í síma. 3 NÝKOMIN ÚRVALS húsgagnaáklæði Ullartau,. damask og plus í 12 litum. Getum afgreitt fyrst um sinn hin viðurkenndu útskornu sófasett með stuttum fyrirvara. — Framleiðum einnig allskonar bólstruð húsgögn. Bólsturgerðin Brautarholti 22 (Nóatúnsmegin). Sími 80388 Veiðirjettur Veiði og fiskiræktarf jelag Rangæinga óskar eftir tilboði í rjettindr til stangarveiði í eitt eða fleiri ár, í eftirtalin veiðisvæði: Hólsá vestan megin frá sjó að vatnamótum Ytri-Rangár. Frá nefndum vatnamótum Ytri-Rangár í alla Ytri-Rangá með öllum lækjum, sem í hana falla að aust- an og vestan, að undanskildum Hróarslæk. Rjettur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist á skrifstofu sýslumannsins í Rangárvallasýslu fyrir kl. 12 á hádegi 27. mars 1951. Veiði og Fiskiræktarfjelag Rangæinga. Orðsending j Irá KROItf m - ^ . m Allir þeir fjelagsmenn, sem eiga eftir vörujöfnunar- • reit V 1 og 2 af vörujöfnunarseðli 1950—1951 geta fengið 'I m afgreiðslu laugardaginn þ. 24. mars og þriðjudag og I miðvikudag 27. og 28. mars. • • Afhending vörujöfnunnarseðla fyrir 1951—1952 hefst • á skrifstofunni, Skólavörðustíg 12, þriðjud. 27. mars. * ■ ■ Ath. Fjelagsmenn sýni kvittun fyrir arðmiðaskilum þeg- : ■ ar þeir sækja kortin. I ■ KRON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.