Morgunblaðið - 28.03.1951, Síða 11
Miðvikudagur 28. mars 1951.
MORGUNBLAÐIÐ
11
Þorgerður
F Hmningarorð
SUNNUDAGINN 11. mars ljest
að heimili sínú, Selvogsgötu 8 i
Hafnarfirði, merkiskonan Þor-
gerður Jónsdóttir.
Hún var fædd 4. apríl 1879, í
Bráphlið í Helgafellssveít. Ung
missti hún föður sinn og ólst
hún upp hjá móður sinni, Elin-
borgu Þorgrímsdóttur, er var
systir Kristjáns Þorgrímssonar,
bóksala, er margir kannast við.
Var Elinborg fyrir margra hluta
Sakir merk kona og sjerstæð, dug
leg með afbrigðum, trygg og
traust og eftirminnileg þeim, er
henni kynntust.
Varð hún ein að annast upp-
éldi dóttur sinnar og á þeim ár-
um var iífsbaráttan fyrir daglegu
forauði erfið, ekki síst fyrir þá,
sem engan áttu að.
Þorgerður var gáfuð og bók-
hneigð og þrátt fyrir hina erfið-
ustu aðstöðu, tókst henni að
dvelja í Kvennaskólanum i Ytri-
ey og síðan í Flensborgarskólan-
um og þar lauk hún kennara-
prófi vorið 1901.
Einn vetur var hún heimilis-
kennari í Birtingarholti, en þó
að hún stundaði ekki aðra
kennslu eingöngu, má segja að
þaðan í frá hafi hún gegnt þeim
störfum að meira og minna leyti
allt sitt líf. Hún var afbragðs
kennari, dugleg og lagin, og sótti
fólk eftir að koma börnum sín-
am til hennar.
Vorið 1902 giftist Þorgerður
Aðalbirni Bjarnasyni, skipstjóra.
Var hann hinn mesti ágætismað-
Ur og hvers manns hugljúfi, enda
var hjónaband þeirra óvenju ást-
ríkt og í gleði og sorg voru þau
samtaka, sem einn maður væri.
Tvö fyrstu árin voru þau í
Reykjavík, en fóru síðan til Hval
eyrar og bjuggu þar til ársins
1940, en þá fluttu þau til Hafn-
arfjarðar.
Þau eignuðust 9 börn og eru
7 þeirra á lífi. Meðan börnin voru
ung, var faðir þeirra oftast úti
á sjó, til að afla hinu mannmarga
heimili lífsnauðsynja. Hvíldi upp
eldið þá mest á herðum móður-
innar.
Mjer er í minni hve vel húrv
fylgdist með námsferli barna
sinna. Eitt sinn, er jeg var í heim
sókn hjá henni, stóðum við út
við stofugluggann og sáum eina
dóttur hennar koma hlaupandi
heim. „Nú hefur henni gengið
vél í prófinu," sagði hún. „Þau
koma alltaf hlaupandi ef þeim
gengur vel“. Og það var oftar
en í þetta skipti, sem börnin henn
ar komu hlaupandi úr skólan-
um, enda sýndu þau mikil náms-
afrek og dugnað og glöddu með
því hina gáfuðu móður.
En þungbær veikindi báru einn
Sg að garði ,vonbrigði og sorgir
sóttu heim. Yfir sjúkum börnum
sínum vakti hún með umhyggju
ástríkrar móður, sem aldrei gefst.
mpp, en öllu fórnar. Þar birtist
móðurkærleikurinn í sinni feg-
urstu mynd.
En enginn heyrði hana kvarta.
Ef að gest bar að garði, sem oft
vildi vera, því að gestrisni var
þar mikil, þá var hún tilbúin
með ljett hjal og átti hægt með
að láta skoðun sína í ljósi, um
málefni dagsins. Hún var minn-
Ug og hafði yndi af alls konar
ffróðleik, enda mikið lesin og víða
foeima. Áttu þau hjón góðan bóka
kost, enda var Aðalbjörn bók-
toindari, síðari árin, hafði hann
einnig yndi af lestri góðra bóka
og var ljóðelskur og ágætlega
gefinn.
Árið 1946 missti Þorgerðuv
mann sinn, eftir langvarandi
Vanheilsu. Mun henni þá hafa
verið þungt fyrir brjósti, svo sam
taka sem þau voru og ástúðug
fovort við annað.
En hún átti góð börn, sem
Voru henni stoð og styrkur og
ijettu henni byrðirnar.
Þorgerður var trygglynd með
afbrigðum og hjelt vináttu við
fólk er hún kynntist á æskuárum
til hinsta dags, enda þótt í
fjarlægð væri.
Jónsdéffir
Mjer finnst að hún hafi verið
glæsilegur fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar, sem nú er að hverfa, kyn-
slóðar, sem ólst upp við hörku
og harðdrægni, en sem ekki ljet
bugast heldur efldist að vilja-
þreki og dugnaði, sem entist út
allt lífið og sem „bognar aldrei,
brotnar í bylnum stóra seinast“.
Þegar slíkt fólk hverfur, finnst
manni stórt skarð höggvið. — En
eigi skal kvarta þótt áhyggju-
fullur hugur og þreyttar hendur
hljóti hvíld, eftir langan og eril-
saman æfidag. — Og eitt er víst,
að ástrík minning hennar mun
fylgja börnum hennar og vinum
eins og góður engill gegnum lífið
og veita þeim huggun og bless-
un.
Blessuð sje minning hennar.
Helga S. Þorgilsdóttir.
Áðaffyndur Ekknasjóðs
íleykjavíkur
AÐALFUNDUR Ekknasjóðs Rvík
ur var 12. þ. m. Eignir sjóðsins
höfðu aukist á liðnu ári um kr.
8.468.41 og voru í ársins lok kr.
181.156.55 og þróast hann nú all
hratt hin síðari árin. Álitlegum
hluta af tekjum hans er þó árlega
varið til útborgunar eins og lög
sjóðsins og reglur mæla fyrir.
108 konur nutu þessa í þetta sinn,
allar jafnt. Tekjur sjóðsins eru
árgjöld fjelagsmanna, sem nú
eru um 300, vextir af höfuðstól
og minningargjafir, sem eru sjóðn
um drjúg tekjulind. Allir fjelags-
menn höfðu greitt tilskilin til-
lög sín. Sjóður þessi var stofn-
aður fyrir fullum 60 árum af
nokkrum efnalitlum sjómönnum
og tómthúsmönnum í Reykjavík
á þeim tíma er hverskonar trygg-
ingar voru lítt kunnar. Hann var
í byrjun aðeins kr. 34.50, sem
, lagðar voru inn í 20. sparisjóðs-
j bók við Söfnunarsjóð íslands og
! er sú bók að hði enn og geymir
nú tugi þúsunda króna. Ár-
gjaldið var lengi aðeins 2 kr., svo
talsvert hefir áunnist, — að vísu
j á löngum tíma.
Fjelagar sjóðs þessa eru úr
öllum stjettum. — Sjera Bjarni
Jónsson vígslubiskup hefir verið
formaður sjóðsins í 26 ár og er
það enn, en aðrir í stjórn eru
Sigurbjörn Þorkelsson kaupmað-
ur, Jón Sigurðsson, starfsmaður
í Völundi, Guðmundur Guðjóns-
son kaupm. á Skólavörðustíg og
Sigurjón Jónsson, verslunar-
stjóri, sem er gjaldkeri sjóðsins
og eru minningarkort sjóðsins
! afgreitt og gjöfum veitt móttaka
jhjá tveim hinum síðastnefndu.
I S. J.
Brjef:
HugBeiðingar iisksala
um fisksölumálin
Guðiaug Jónsdóttsr
o
Minningarorð
JEG FINN köllun hjá mjer til að
minnast frú Guðlaugar Jónsdótt-
ur, sem andaðist að heimili sínu
Hjarðarhoiti, Skagaströnd 2. febr.
sl. þá rúmlega 87 ára gömul. —
Guðlaug fæddist 18. janúar 1864
að Leifsstöðum í Svartárdal, dótt
ir Jóns Magnússonar bónda þar
og Maríu Jónsdóttur konu hans
Jeg var svo gæfusöm að fá að
kynnast Guðlaugu náið, en það
var einmitt á þeirn árurn er sorg-
in var gestur í hennar garði. Það
hefir lengi verið sagt að best sje
að þekkja manninn, er mest reyn
ir á hann. Guð’aue missti mann
sinn Árna Sigurðsson árið 1907
og einkason sinn Ólaf Magnús,
árið eftir, en hann var þá rúm-
lega 8 ára. Stóð hún þá uppi ein
síns liðs með tvær dætur sínar,
Pálínu og Maríu, báðar á barns-
aldri. Þessi ástvinamissir var mik
ið sáiaráfail fyrir Guðlaugu, en
hún Ijet ekki bugast, heldur hjelt
áfram að starfa andlega og efnis-
lega og fórnaði kröftum sínum
öllum fyrir ungu dæturnar tvær,
með móðu’'lerr’-i ástúð og skyldu-
rækni. Henni heppnaðist lika svo
vel að ala þær upp til manndóms
og styrktar fyrir þjóðfjelagið, að
þess ber að geta og þakka. Guð-
laug var prýðilega vel gefin kona
og skemmtileg í viðtali, viðmóts-
góð og stillt í framgöngu. Dug-
leg Var hún með afbrigðum, hygg
in og nýtin, og oft heppnaðist
henni að gjöra margt smátt að
einu stóru. Eitt atriði, um vinnu-
tilhögun Guðlaugar, langar mig
til að minnast á, en það sýnir
iðjusemi, vandvirkni og vinnu-
gleði hennar. Á vetrum hafði hún
það fyrir sið að hafa 3—4 handa
vinnuverkefni undir í einu, með
öllum sínum búskaparönnum,
sem ekki voru þó vanrækt. Þessi
handavinna var misjafnlega
vandasöm .Hún vann að því vand
aðasta, þegar birta var best og
að því grófara eftir því sem birtu
brá, því ekki voru ljósföngin
fullkomin á hennar bestu árum.
Hún vildi ekki láta nokkra stund
framhjá fara svo að hún yrði ekki
til andlegrar og tímanlegrar þró-
unar.
Guðlaug var trúkona. Hún
trúði því og treysti, sem hún líka
fjekk að reyna að Guð hjálpar
þeim, sem hjálpar sjer sjálfur.
Henni gafst sigur í sinni trú og
sínum erfiðleikum. Guðlaug var
gestrisin, raungóð, trygg og vin-
föst. Ávallt þegar við ræddum
saman byggði hún upp anda minn
og jeg fann mig ríkari þá jeg fór,
en þegar jeg kom.
Guðlaug fluttist árið 1918 til
dóttur sinnar Pálínu, sem þá var
gift Kristni A. Ásgrímssyni og
bjó hjá þeim æ síðan.
Árið 1926 fluttist Guðlaug með
þeim hjónum til Hríse^'jar, en
þar var þá María gift Jóni Valde-
marssyni og auðnaðist henni því
að vera hjá báðum dætrum sín-
um og hafa öll dætrabörnin sjer
til ánægju, sem líka voru mjög
hænd að ömmu og vildu allt fyr-
ir hana gera og hún fyrir þau.
35 ár liðu, og við Guðlaug vor-
um fjarlægar hvor frá annari, en
ekki var vináttuhafið lokað á
milli okkar, nei, það var opið og
þegar við sáumst eftir öll þessi
ár vorum við báðar glaðar og
fögnuðum samfundunum og
minntumst margs frá fyrri ár-
um og samverustundum, sem var
þess virði að hugsa og tala um.
Að lokum þakka jeg minni
tryggu og góðu vinkonu allt það
er hún veitti mjer og mínum og
óska dætrum hennar, dætrabörn
um og afkomendum þeirra bless-
unar Guðs og handleiðslu.
Húnvetnsk vinkona.
Hr. ritstjóri.
VEGNA STÖÐUGRA blaða-
skrifa um fisksölu i fiskverslun-
um bæjarins sje jeg mig til-
neyddan, sem einn af fisksölun-
um, að reyna að skýra lítillega
þær aðstæður, er við fisksalarn-
ir verðum nú við að búa, varð-
andi atvinnu okkar.
Eins og flestum er kunnugt er
nýlega gengin í gildi ný reglu-
gerð um fiskverslun, sem m. a.
kveður svo á, að ekki megi flytja
fisk í fiskverslanir, nema hann
hafi verið hausaður og þveginn
í þar til löggiltum fiskverslunar-
stöðum. Um þvottinn er að sjálf-
sögðu ekki nema gott eitt að
segja, en nánar verður síðar að
þessu vikið. En venjulega fylgir
bögull skammrifi og má það hjer
til sanns vegar færa. Af þessu
ákvæði leiðir það, að við fisk-
salarnir erum nú skyldaðir til að
kaupa allan okkar fisk á ákveðn-
um stöðum, sem nú eru aðeins
tveir hjer í bænum. Þetta mætti
þó e. t. v. kallast viðunandi, ef
hinir tveir heildsölustaðir, sem
um er að velja, hefðu getað upp-
fyllt þá lágmarkskröfu hvers fisk
sala, að fá til sölu þær fiskteg-
undir, sem hann vill selja og fólk
ið vill kaupa, og sem unnt væri
að fá, ef fisksalinn mætti útvega
sjer þær óhindraður. En enn sem
komið er hafa því miður orðið á
þessu miklir misbrestir.
í blöðum hefir verið nokkuð
kvartað yfir því, að illa gengi að
fá annað en flakaðan fisk í fisk-
búðunum. Þetta er ekki með öllu
ástæðulaust, en- mun að mínum
dómi i aðalatriðum eiga sjer eðli-
lega skýringu, eins og nú verður
að vikið. í fyrsta lagi ber þess
að geta, að við fáum fiskinn
hausaðan í búðirnar. Af því leið-
ir, eins og reynslan hefir sann-
að, að mikið blóð og slor sest
fyrir í hnakka fisksins, auk þess
sem oft kemur fyrir, áð haus-
beinið fylgir með. Fiskur sá, sem
nú er á markaðnum, er svo stór,
að of mikið er fyrir hvern við-
skiptavin að kaupa hann i heilu
lagi. Er þá ekki um annað að
ræða, en skera fiskinn sundur,
ef kaupendur eiga að fá hæfilegt
magn af óflökuðum fiski. En sje
það gert verður útkoman sú, að
enginn vill fremsta hluta fisks-
ins, þ. e. þunnildin og hnakkann,
slorugan og e. t. v. með haus-
beininu í. En jafn eðlilegt sem
það er, að enginn vill kaupa
sama verði þennan hluta af fisk-
inum, þá er það eigi siður aug-
ljóst, að fisksalinn hefir. eigi ráð
á því, með sín takmörkuðu sölu-
laun að fleygja, þó ekki sje nema
einu- stykki af hverjum fiski í
beinakörfuna.
Ef dregnar eru ályktanir af
því sem hjer hefir verið sagt,
verður að mínum dómi af því
þessi niðurstaða:
Æskilegt er, að fiskurinn sje
þveginn, áður en hann sje flutt-
ur til fiskbúðanna. Hinsvegar tel
jeg að með hausuninni sje stig-
ið spor í öfuga átt, bæði gagnvart
þvi fólki, sem vill og þarf að
fá fiskinn í ódýrasta ástandi, það
er með haus, sem og af hrein-
lætisástæðum, þar sem það er
ótvíræð skemmd og óþrifnaður
að hausa fiskinn, fyrr en svo að
segja samtímis því að kaupand-
inn tekur við honum, vilji hann
fá hann hausaðan.
Hin nýja reglugerð innleiðir að
mínum dómi einokunarfyrirkomu
lag í fisksölumál bæjarins, þar
sem fisksalar eru skyldaðir til
að kaupa vöru sína á ákveðnvTV
stöðum, hvernig svo sem þe e
staðir uppfylla það hlutverk,
sem þeim er ætlað, að sjá fisk-
búðunum fyrir þeim vörum, sem,
þær þurfa að fá, til þess að svar.V
eftirspurn og þörfum néytend-.
anna.
Reglugerðin hefur ennfrem'JYj'
það í för með sjer, að rjettui'j
þeirra, sem af fisksölu hafa at-P
vinnu, er stórlega rýrður, bæði
hvað frjálst framtak og fjárhags- ■
lega afkomu snertir. Með fram-
kvæmd reglugerðarinnar er tek •
inn úr höndum fisksalanna tals-'
verður hluti af þeirri vipnu, sent
þeir áður lögðu af mörkum vit>
fiskinn, og jafnframt þeirra þókn
un fyrir þá vinnu. Ýmsir mum*
álíta að svar fisksalanna *
þessu ætti að vera það eitt' íl
krefjast hækkaðs útsöluverðs,
sem þá ætti að bæta þeim upp;
þann fjárhagslega skaða, sem
þetta breytta fyrirkomulag hefir
valdið þeim. Mitt álit er hinsveg-
ar það, að meginkrafa okkar ælt*
að vera sú, að algert frjálsræSi .
fái að ríkja um það, hvar viðl;
kaupum fiskinn, og að við fáum
einnig að vinna hann á sama
hátt og var. Yrði hinsvegar ekl »
við þessari kröfu orðið; leiðir i t
sjálfu sjer, að ekki er annað fyx-
ir hendi hjá fisksölunum en btt
krefjast hækkaðs útsöluverðs.
Að lokum svo þetta: Reynslan
mun áreiðanlega sýna, að happa-
drýgst mun bæði fyrir kaupend- :
ur fiskjarins, sem og fisksalana,
að hver og einn fisksali hafi ö-
bundnar hendur um. það, hvar
og hvernig hann aflar þeirrai*
vöru, sem hann hefir atvinnu :\t
að selja. Hann er áreiðanleg,'*
kunnugastur því, hvað henter
best fyrir viðskiptavinina ct£
hann vill hafa frjálsræði til at>
vinna í samræmi við það. Hanr%
frábiður sjer að láta binda sig
á klafa örfárra aðila, sem ssm- ,
kvæmt fenginni reynslu, virðasi
ekki hirða um að fullnægja eðli-
legum kröfum um vöruúrval eða
á annan hátt að framkvæma foÁ
þjónustu, sem fisksalarnir áður
inntu af höndum, og vilja inria
af höndum. Sjálfsagt er að taka
með velvilja og skilningi öllu þvf, ;
sem fram kemur og miðar að þvi 7
að gera fiskverslunina betri og <
eykur hreinlæti hennar. En þaíl
er mitt álit og áreiðanlega margra
fleiri, að reglugerð sú, er hjei-
hefur verið rædd, sje svo mörg- «
um göllum búin, að óviðunancíj r
sje, og að hún í vissum atriðun>
gangi tvímælalaust í öfuga átt.
Reykjavík, 12. mars 1951.
Jón Guffmundssoit. i
Hfððskákmóti Hafnar-
f jarðar tokið
HRAÐSKÁKMÓTI HafnarfjcrÖ-
ar er nýlokið og bar Jón Krist-
jánsson sigur úr býtum og er þvi
Hafnarfjarðarmeistari í hrað-
skák. 2. var Sigurgeir Gíslason
og 3. Sigurður T. Sigurðsson.
Á næstunni mun Taflfjelag
Hafnarfjarðar tefla símskákir v:ð|
Borgnesinga og Akureyringa.
| Vaniar .]
| unglingsstúlku í aprilmánuð, t
i til þess að gæta 3ja ára drengs. %
| og til smá sendiferðí'.,: aðeins. |
i hálfur vinnudagur kœtni til 4
|. gféina. Hátt kaUp, Upplýsj,ti|ar’;;3
i í sima 1772. - • ••-j
it'ititiiMiiiMitiittiMMtiMiititiiiimiiiiiimmtiuttiriL >
Sölubúð oy verkstæðis^iláss
óskast strax. — Uppl. í síma 5721 og 81173.