Morgunblaðið - 24.05.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1951, Blaðsíða 10
10 SIOUGLNBLAÐH* Fimtudagur 24. maí 1951. £tiiimilltiiiiinmmiliilil p^ <*1 1 rl QH T1 ]_ itiiiiiiiiiiimiiiiiiiitiiMiiiiiiiiiitliiftlilliliiitiimiiiiiimmiiimmitmiiliitiiniiiiiiiiiiiimi'1^ RFÐA g iiiiiiimiiiiiiiiiim Skáldsaga eftir Neliu Gardner White imiimiiimimiiim* BÆRINN TRIGO li?s;ur niðri í dalnum. Allt í kring um hann eru ávalar hæðir og kjarrivaxnir ás- ar. Trigo er lítiil bær og bæjar- lifið snýst aðallega í kring um stóra verksmiðju sem framleiðir púður í skotfæri. Verksmiðian stendur á bökkum Combe-árinn- ar og vegna hennar er bærinn í uppvexti. í kring um verksmiðj- una er rauður múrsteinsvesfgur og við innganginn er skilti þar sem stendur að óviðkomandi mönnum sje bannaður aðgangur. Annars er ekkert sem gefur það til kvnna hvílíkt banvænt efni er framleitt þar. Bærinn er ina legur og fallegur. Eigandi verksmiðjunnar þegar þessi saea hefst. var maður að nafni Zachary Thorne. SaPan fjallar lítið um verksmiðjurekst- urinn en Zachary Thorne kemur allmjö" við sögu. Hann er álitinn hálfverðui sjervitringur í hessu litla þjóðíjelagi. þar sem sjer- vitringar uxu á öðru hverju strái. Thorne bjó i húsi sem kallað var Prestshúsið. Það stóð á hæð sem kennt var við samkomuhús- ið, enda þótt hað væri löngu horf- ið. Samkomuhúsið hafði líka ver- ið kirkju og klukkuhúsið hafði staðið lengi eftir að kirkjan sjálf hafði brunnið til grunna. Loks var klukkuhúsið lika tekið niður og gefið annarri lítilli sveitar- kirkju. Prestshúsið var gamalt og vandað hús, enda þótt það væri sjálfsagt farið að nálgast það að verða tvö hundruð ára. Hár stein vegeur skýldi því.frá vötunni og yfir vegginn uxu vafningsviðir. Garðurinn var ekki skipulagður, en hjer og þar stóðu stór trje og liljur og rósir uxu á víð oa dreif eins og þeim hefði verið plantað þar af hendingu. Thorne hafði keypt húsið af John gamla Dreed rúmum tuttugu árum áður en þessi sr"- hefst o'r hafði búið þar einn síðan. Tom Bridges, sem líka var kominn til ára sinna, dundaði í garðinum þegar hann hafði tíma til þess en Thorne mat- bjó annað hvort fyrir sig sjálfur eða borðaði niðri í bænum. Kona Toms kom við og við og gerði hreint í húsinu. Síðla dags í nóvember ók Zachary Thorne upp hæðina frá Trigo. Það var kallt í veðri og hyssincslegt. Blöðin voru fölnuð á trjánum og veröldin var öll heldur grá og óskenrmtileg. Tom Bridges var að raka saman laufin í garinum. Hann leit varla upp þeear Thorne lokaði bílhurðinni og.eekk upp að húsinu. Tom var krypplingur og siervitringur, eins og Thorne, nöldursamur og þver. „Það þarf að klippa niður af vegnum“ sagði Thorne. „Jeg veit það“, sagði Tom Bridges. „Geri það seinna“. Hann hjelt áfram að raka án þess að líta á Thorne. „Kemur Ike og þeir hinir að sækja þig?“ „Þeir eru vanir því,„ sagði Tom. „Biddu þá að koma snöggvast inn til mín áður en þið farið“. Tom svaraði engu. Thorne stóð þegiandi dálitla stund. Hann var hár maður, ófríður en skarpur á svip. Það var næstum hægt að sjá bað á honum að honum var kallt, en hann átti vel við um- hverfið .... nóvember-kuldann og fölnuðu laufin. „Það þýðir ekki að reyna að brenna laufin í kvöld. Þau eru of blaut“, sagði hann loks. „Jeg ætlaði heldur ekki að gera það“. sagði Tom. Þá spurði Zaehary Thorne und arlegrar snurningar. Eða hún hefði að minnsta kosti verið und- arleg. ef einhver annar en hann hefði spurt þannig einhvern ann ■ anan en Tom Bridges. „Tom, bið- ur þú til guðs eða fjandans?“ Bridges rjetti svolítið úr sjer, en þó var hann styttri en hrífu- andlitið hrukkótt. „Jeg bið aldrei" sagði hann stuttur í spuna. „Þarft líklega aldrei á hjálp að halda, eða hvað?“ „Jeg hjálpa mjer sjálfur“, sagði Bridges. Það var eitthvað virðu- le«t við vanskapaðan líkama hans í hálfrökkrinu. „Það ætlar að verða þoka“, sagði hann. ,.Já. Jæja, þú lætur mennina koma snöggvast inn til mín“. Hann snjeri við og gekk upp að húsi sínu, yfir lágan pallinn Ný framhaldssaga hefsf í dag. Fylglsf með frá upphafð. fyrir framan húsið og inn um dyrnar. Hann kveikti engin Ijrs fyrr en hann var komiisn inn í stofu, sem var nokkurs konar sambland af bókaherbergi og setustofu. Þar kveikti hann ljós en slökkti það strax aftur og gekk út að glugganum. Þokan var að skella á niðri í dalnum, cn ennþá sá ofan á hæðirnar. Thornr. stóð við gluggann góða stund cg fylgdist með gráum þokubökkun um sem breiddu úr sjer í cífeUu. svo gekk hann að vömlu skrif- borði sem stóð í einu horni stof- unnar, kveikti á borðlampanum tók fram biað og settist v ;ð ',ð skrifa. Hálftíma siðar komu kunn’ngj - ar Toms við á leið sinni frá vinn unni í sögunarmyllunni. Sahra Bridges, gildvaxinn með rjóðar kinnar, fylgdi þeim inn í stofuna. „Viljið þjer fá alla þessa menn inn til yðar, T'norne?" spurði hún. „Tom sagði að þeir ættu að koma inn“. Zachary Thorne kinkaði kolli. „Já“, sagði hann. „Jeg ætla að biðia ykkur að vera vottar að erfðaskrá minni“. Þeir munld- uðu eitthvað til samþykkis og hann lagði blaðið á borðið og skrifaði fyrst nafn sitt undir. „Hjerna, þar sem stendur „vott- ar“ sagði hann og rjetti Ike Lawe pennann. Sahra horfði angistarfull á, meðan mennirnir skrifuðu nöfn sín klunnle«a undir. Hún minnt- ist bess að móðir hennar hafði einhverntímann sagt við hana: „Sahra, skrifaðu aldrei nafn hitt undir neitt, nema bú hafir lesið það fyrst“. „Jeg þakka ykkur kærlega fyr- ir“^&avði Thorne op stakk blað- inu í umslag. Umslaginu stakk hann í skrifborðsskúffuna. „Jeg geri hreint í eldhúsinu á morgun“, sagði Sarah. Thorne hikaði, en sagði svo: „Já, ávætt“. „Hafið þjer rekist á nokkra fleiri kakalakka síðan jeg var hjerna síðast?“ „Nei, hað hef 1®« ekki .... jeg skal ekki tefja ykkur lengur. Þok an verður orðin þjett áður en þið komist heim“. „Jeg kem þá á morgun" sagði Sarah. Þegar þau voru farin, var kyrrt og hljótt í húsinu. Stofan var hlý leg. Bókaskáoarnir náðu niður undir Ioftið og legubekkir stóðu sitt hvorum megin við arininn, ogwið stóra glu""ann var bekk- ur með margþtum púðum. Stof- an vgr K'mnig úr garði gerð að hún hlaut að vera hlýleg, en þetta nóvemberkvöld varpaði yfir hana drungale^um blæ. Það var eins og bækurnar í bókaskápunum hefðu aldrei verið lesnar, eins og aldrei hefði verið setið á legu- bekkjunum og aldrei kveikt í arninum. „Jæja, bá er stundin komin", sagði Zachary Thorne skyndilega. Hann skrifaði nokkur orð á lítinn miða, fór með hann fram í eld- húsið oa stakk honum undir mjólkurflösku sem stóð á borð- inu. Síðan fór hann inn í litla skrifstofu, handan við borðstof- una, tók skambyssu upp úr skúffu gekk inn í bókaherbergið, mið- aði bvssunni á "’>«nauga sjer og spennti »ikkinn. C ARNALESBQff 2? loT£unblaðsins * Hákon Hákonarson 126. því að það er venjan, a ðskipstjórinn taki sjálfur á móti gestum sínum, þegar konur eru meðal þeirra. Það var farið með þau inn í stóran og fallegan sal. Þar gljáði á gull og silfur og húsgögn úr dýrum viði. Á gólfinu var mjúkt teppi og stólarnir voru með áklæði úr fegursta silki. Þetta var eins og ævintýrahöll. Að minnsta kosti hafði þessi fjölskylda aldrei sjeð annað eins. Stýrimaðurinn skildi þau ein eftir í salnum. „Þetta er það einkennilegasta, sem jeg hef lent í“, sagði Hákon tldri og hristi höfuðið. „Ekki skil jeg, hverskonar skip þetta er“. Loksins opnaðist hurð, og inn gekk maður í hásetafötum. „Er skipstjórinn ekki um bórð?“ spurði Háokn eldri. „Skipstjórinn er um borð, og skipstjórinn er jeg,“ svaraði mað- urinn og hneigði sig. Allt í einu hrópaði frúin: „Jens! Já, en, — þetta er Jens! Jens frá Gæsaey!“ „Rjett, frú.“ „En ert þú orðinn sjóræningi? Eða ertu þrælasali?" „Hvorugt. Jeg er með kveðju til ykkar.“ „Frá hverjum?“ „Frá Hákoni.“ Það varð þögn í salnum. Frúin greip um borðrönd til að styðja sig við, og aftur runnu tár niður vanga hennar. Svo leit hún upp og spurði kyrrlátlega: „Hvernig dó drengurinn minn?“ „Hákon er ekki dáinn.“ „Er-------er hann ekki dáinn? Er hann lifandi? Ó-“ „Jeg hugsa, að hann geti best svarað því sjálfur. Það er líklega ekki úr vegi að jeg sæki hann.“ skaftið sem hann studdi sig við.) Stór °S sterklegur piltur stóð í dyrunum. Gömlu hjónin störðu Augun í honum voru örlítil og á hann eins og lömuð. Það var hann. Það var Hákon-. ( SjómaiMiafjelag Reykfavíkur Allsherjaratkvæðagreiðsla um uppsögn farmanna- samninga o. fl. fer fram í skrifstofu fjelagsins, Hverfis- götu 8—10 dagana, fimmtudag 24. maí og föstudag 25. maí kl. 10—22 báða dagana. Samkvæmt 9. gr. fjelagslaganna eiga aðeins far- menn atkvæðisrjett. STJÓRNIN Versluiitarhúsið nr. 11 við Samtún hjer í bæ, er til sölu nú þegar ásamt tilheyrandi kæli- vjelum og áhöldum, allt í því ástandi, sem það nú er í. Uppl. gefnar á skrifstofu Sveinbjarnar Jónssonar og Gunnars Þorsteinssonar, hæstarjettariögmanna, og á staðnum kl. 1—6 e. h. í dag. Stálkur ftakið eftir 25 ára maður, sem á góða íbúð, óskar eftir að hafa samband við ekkju >eða aðrar konur, sem hefðu áhuga á að stofna mjög arðberandi fyrirtæki. Aðeins þær, sem hafa 50—60 þúsund krónur í reiðu fje, koma til greina. Tilboð sendist afgr. Morgbl. sem fyrst, merkt: „Góð 'framtíð“ —932. Sníðum og saumum kjóla eftir máli úr tillögðum efnum. ÍRiS Ægisgötu 7. Sími 7563. 1I£K¥NNIMG frá Síldarverksmiðjum ríkisins. Útgerðarmenn og útgerðarfjelög, sem óska að leggja inn síld af skipum sínum hjá oss á komandi síldarvertíð eru vinsamlegast beðnir að tilkynna það til skrifstofu vorrar á Siglufirði fyrir 5. júni n. k. Samningsbundnir viðskiptamenn ganga fyrir öðrum um móttöku síldar. Síldarverksmiðjur ríkisins. Stúlkn i sem er vön að smyrja brauð vantar í eldhús Vífilsstaða- ■ hælis nú þegar eða í júníbyrjun. Uppl. hjá ráðskonunni, • sími 9332. La^veiði Þeir, sem talað hafa við mig um laxveiði í Grímsá í sumar, geri svo vel og endurnýji pantanir sínar fyrir 27. þessa mánaðar. HERLUF CLAUSEN, Vitastíg 3.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.