Morgunblaðið - 15.06.1951, Page 1

Morgunblaðið - 15.06.1951, Page 1
38. árgangur. 132. tbl. — Föstudagur 15. júní 1951 Prentsmiðja Morgunblaðsins, Frá norrænu hátíðinni í Parísarborg Þeir eru ásátfir um friðarsamningana viö iapan • i i t / t I.JOSMYNDIR frá norrænu hátíðinni í París. Á myndinni til vinstri sjest, er Onnu Borg er afhent- ur blómvöndur á leiksviðinu. Á hópmyndinni sjást, sitjandi: Poul Reumert og Kristi Hjorth, en stand- andi í fremri röð: Þorsteinn Hannesson söngvari o; Anna Borg leikkona, Per Abel og Helga Görlin. MacArthur vur ekki spurður rúðu, er haflst vur handa í Kóreu Fyrram landvarna-' róðherra ber vitni Einkaskcyti til Mbl. frá Reuter—NTB . WASHINGTON, 14. júní. — Louis Johnson, sá er var landvarna- , ráðherra Bandaríkjanná, þegar Kóreustríðið hófst, bar í dag vitni fyrir þeim nefndum öldungadeiidarinnar, sem rannsaka ástæðuna fyrir brottvikningu McArthurs, Sagði Johnson, að hershöfðinginn hefði ekki verið spurður ráða, er stjórnin afrjeð að hefjast handa ■ í Kóreu. • ----------- Herinn óviðbúinn Johnson kvað Acheson hafa átt frumkvæði að því, að stjórnin ljet til skarar skríða. Aftur á móti hjelt hann því fram, að herafli Bandaríkjamanna í Austurlöndum hefði ekki verið viðbúinn stríði, um þær mundir. Rjett áður en Kóreustríðið hófst skrapp Johnsoii til Tókíó, ásamt Bradley, herráðsforingja. Ekkert gat MacArtíiur þá frætt þá um yfirvqfandi árás kommúnista. Floti við Formósu Johnson sagði, að Truman, og nánustu samstarfsmenn hans hefði verið á einu máli um að skipa 1. flotanum að taka sjer stöðu í grennd við Formósu, er fengist hafði greinagóð skýrsla McArthurs um varnir eyjarinnar. Enga hernaðarsendinefnd Þá taldi hann Aeheson hafa ver- ið andvígan því, að senda hern- aðarsendinefnd til Formósu 1949. Hafði ráðherrann verið þeirrar skoðunar, að með því væri stofn- að í voða vináttu við ýmsar Asíu- þjóðir. Við sama í París PARlS, 14. júní. — Fulltrúar ut- . anríkisráðherranna ■fjögurra, áttu enn með sjer fund í París í dag, þar Sem reynt var að komast að samkomulagi um dagskrá fyrir- hugaðs fjóiveldafundar. Árangur náðist enginn frekar en endra nær. LEITINNIHELDUR ÁFRAM SLEITULAUST *BARCELONA, 14. júní. — Leitinni að starfsmönnum breska utanríkisráðune.vtisins, sem hurfu í Frakklandi 25. maí s. 1., var haldið áfram í dag af fullum krafti. Leitað er um alla V-Evrópu. ★NÚ VEKJA mesta athygli fregnir frá Barcelona um, að 2 menn, sem vel gátu verið Burgess og Maclean hafi búið í Victoria-gistihúsinu þar í borg 9. til 12. júní. Fyrr í dag bárust frjettir um, að 2 menn, sem svipaði til brotthlaups- mannanna, hafi sjcst í bifreið á leið frá Andorra til Barce- lóna. *FORMÆLANDI breska utan- ríkisráðuneytisins sagði í dag, að leitinni yrði haldið áfram fyrst um sinn um alla V-Ev- rópu .Ekki kvaðst hann vita til, að neitt benti í þá átt, að tví- menningarnir væri komnir til A-Evrópu. ^KONA MACLEANS varð ljett- ari í dag og bættist meybarn í fjölskylduna. Sumir telja, að húsbóndinn láti til sin heyra, er hann frjettir um afkvæmið. -A-MOSKVUBLÖÐIN flytja fregn ina um hvarf mannannn tveggja fyrst í dag og alveg athugasemdalaust. Reuter—NTB Norræna hálíðln í París tókst vel NORRÆNA hátíðin, sem haldin \ar í París þann 5. maí og þar sem komu fram fulltrúar frá Norðurlöndunum fimm, tókst í alla staði hið prýðilegasta. Var húsfyllir í Maison de la Chimie, þar sem hátíðahöldin fóru fram. Hátið þessi var undirbúin af sendiráðum Norðurlanda í sam- ráði við Société Amicale Inter- national des Professions Libera- les et Intelectuelles. FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Hátíðahöldin hófust á því, að sýnd var kvikmynd frá Norður- löndum — að íslandi undan- skildu. — Þá flutti rithöfundur- inn André Maurois ræðu, en síð- an ljek Kristi Hjort frá Noregi verk eftir Grieg. Poul Reumert las upp úr ævintýrum Andersens, en því næst söng Þorsteinn Hann- esson Gígjunat Draumalandið og Augun blá, eftir Sigfús Einars- son. Elísabet Haraldsdóttir Sig- urðsson ljek undir söngnum. •— Frú France Ellegaard ljek á píanó og þvi næst las Per Abel frá Noregi verk eftir Wessel. — Iréne M'annheimer frá Finnlandi ljek verk eftir Hilding Rosenberg. Þá las frú Anna Borg upp úr Gunnlaugs sögu ormstungu, en eð því loknu söng frú Helga Görlin frá Svíþjóð og þá sýndi sænskur dansflokkur. Loks var sýnt atriði úr Tartuffe eftir Moli- ére og ljek Réumert hlutverk Tartuffe. — Kynnir var Pierre Paraf. Hákcn, Horegskonungur, í Bretiandi LUNDÚNUM, 14. júní. — í dag hjelt breska stjórnin Hákoni, Noregskonungi, veislu. Herbert Morrison, utanríkisráðherra stóð fyrir henni en alls sátu hana 42 manns. —• NTB. ScazneigmEegar Elllögar Bretca og Bandaríkja Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LUNDÚNUM, 14. júní. — í tilkynningu, sem birt var í dag, segir, að Bretar og Bandarikjamenn hafi náð fullu samkomulagi um tillögur að friðarsamningum við Japani. Eru tillögur þessar í sam- ræmi við þau grundvallaratriði, sem Bandaríkin lögðu til að reist yrði á, er friður yrði saminn við Japan. Kafbáturinn er fundinn LUNDÚNUM, 14. júní. — í dag skýröi formælandi breslca flotamálaráðuneytisins frá því i þinginu, að kafbáturinn „Affrey“, sem hvarf 17. apríl í vetur, hefði fundist á marar- botni. Með kafbátnum fórust 75 manns. Báturinn liggur á 250 feta dýpi undan ströndum eyjarinn- ar Wight, um km frá þeim stað, sem hann fór í kaf. — Bátsins var ákaft leitað eftir hvarfið, jafnvel löngu eftir að vonlaust varð um, að nokkrum yrði bjargað. Tóku þátt í leit þeirri bresk, bandarísk, belgisk og dönsk slcip, einnig vjel- flugur. Talið er, að miklum erfið- leikum verði bundið að ná kaf- bátnum á flot. Keppninni enn freslaó NEW YORIÍ, fimmtudag. Ileims- meistarakeppninni í þungavigt milli þeirra Joe Louis og Gee Savold, sem frestað var s.l. mið- vikudag, og fram átti að fara í gærkvöldi, var enn frestað til laugardags, vegna óhagstæðs veð- urs. Keppnin fer fram í Madison Scjuarc í New York. —NTB. ♦SÁMKOMULAG MORRISONS OG DULLES Þeir hafa namþykkt villögurnar John Foste: Dulies, sjerstakur sendiniaður Trumans íorseta, og Morrison utrnríkisráðherra Breta Áttu þeir furid með sjer um málið í Lundúnum í fyrri viku. Áður en frekar verður aðhafst er ætlast til að bandartska og brcsk'a atjórn- in samþykki tillögurnar. TILLÖGUM UÚSSA HAFNAÐ 1 tilkynnirgu þeirri, sem gefin var út í dr.g, er þeim tillögum Rússa vísað á bug, að utanríkis- ráðherrar stórveldanna ræði frið- arsamninginn og komi utanríkis- ráðherra Pekingstjórnarinnar þar fram fyrir hönd Kína. Fundur Atlantshafs- ráðsins í sumar LUNDÚNUM 14. júní — Van Zeeland, utanríkisráðherra Belgíu lergur til, að utanríkis ráðherrar Atlantshaísríkjanna 12, verði kvaddir saman inn- an skamris. Bíða ráðherranna mörg ve»_;amikil málefni, og má vænti að framlag Þióð- verja til ' arna álfunnar verði m. a. á da skránni. Tillaga Van Zeelands er nú til athugunar, og þykir lík- legt, að "undiir Atlantshafs- ráðsins verði einhvern tíma síðla sumars. Seinasti fundur ráðsins var í Brússel í desem- her s.l. Sottu landvarnaráð- herrar aðildarríkjanna og þann fund. Óeirðir úfii fyrir þing- húsinu í Bnenos lires Lá við áflopm í sjálfum þingsölunum. Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. BUENOS AIRES, 14. júní. — í dag urðu ryskingar milli lögregl- unnar og hópgöngumanna, fyrir utan þinghúsið í Buenos Aires. — Særðúst 11 lögregluþjónar. Til æsinganna var stofnað í andmæla- skyni við, að yfirvöldin höfðu látið taka höncium stúdent, Maríó Bravó að nafni, vegna þess að hann væri æskulýðsleiðtogi í and- stöðuflokki stjór.aarinnar. HJELDU HANN DAUBAN O- Vegna óeirða þessara voru margir teknir höndum, en hóp- göngumenn dreifðu sjer, er lög- reglan hafði sýnt þeim Bravo, svo að ekki var um að villast, að hann væri á lífi. Óeirðir þessar hófust, er kvis- aðist, að stúdentinn hefði veriðj hálshöggvinn. IIITI í ÞINGSÖLUM Meðan læti þessi gengu yfir, lá við sjálft, að þingmenn ljetu hendur skipta. Fullyrti einn þing- manna, að fjöldi líka hefði fund- ist utan borgarinnar undanfarna daga. Pyonggang er faSHnin TOKÍÓ, 14. júní. — Herir S. Þ. í Kóreu hafii nú tekið borgina Pyonggang, sem er austan til á miðvígstöðvuiium, tæpa 50 km. norðan 38. breiddarbaugsins. Var þarna seinasta meiri háttar birgða stöð kommúnista á þessum slóðum, en um fyrri heigi misstu þeir borgirnar Chorwon og Kum- hwa, sem eru nokkru sunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.