Morgunblaðið - 15.06.1951, Page 10

Morgunblaðið - 15.06.1951, Page 10
I 10 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 15. júnl 1951 Framhaldssagan 20 iiiin»n,*B ERFÐA n*iiiiiii>iiiiiiiiiiiiiiiiniiiiim*u*(iii»iiiiiui Skáldsaga eftir Neliu Gardner V/hite ,,Já, mamma sagði mjer það.“ Komdu og íáðu þjer sæti. . . . farðu úr kápunni. Það er svo heitt hjerna. Hún lagði kápuna á stól og settist í stólinn, þar sem hú:i hafði áður setið við ritvjelina. „Er Francis kominn heim?“ „Jeg veit ekki hvar hann er. Hann hefur ekki verið heima í allan dag. Hann er ekki vanur því að fara svona án þess að segja okkur frá því. Jeg.... jeg hef leitað að honum um aii Hvers vegna spyrðu að því? - Veist þú hvar hann er?“ „Nei, jeg veit það ekki.... Þú skelfur?“ „Já, jeg veit ekki hvers vegna ... .það er eins og jeg geti ekki hætt að skjálfa." „Hvernig líður móður þinni?“ „Vel, held jeg. Jeg hef ekki sagt henni það ennþá. Jeg ætla að gera það, en jeg get það ekki." „Það gerir ekkert til. Henni hefur verið sagt það. Frank Lord kom til hennar í clag og sagði henni það.... Jeg ætlaði að fara til hennar, en hún kærði sig ekk' um mig. Mjer þótti leiðiulegt að vita af henni einni.“ Hún starði á hann. „Hún var að skrifa pöntunarseðilinn til kaupmannsins“, sagði hún eins og kjáni. „Það var henni líkt. En jeg held sámt að þú ættir að fara heim. Það hlýtur að hafa verið áfall fyrir hana, þó að hún láti ekki ó því bera .... jeg hringdi til að segja þjer að Frank Lord bað mig að skila því til þin að þau kæra sig ekki u:n að þú sjert að snuðra í kringi m þau. Þau vilja fá að vera í fr:ði. Jeg sagði Frank að jeg skyldi skila því til þín“. „Jeg varð að vita hvort það væri mögulegt. Jeg hjelt að jeg mundi vita það, ef jeg sæi þau“. „Og veistu það þá?“ „Nei. Jeg vildi óska að mjer hefði ekki fallið svona vel við þau. Þau eru ágæt“. „Já. Það finnst mjer“. ,.Jeg býst ekki við að við get- um nokkurn tímann orðið vin- ir. Mig langar til að kynnast frú Lord“. „Því ekki það? Það mundi vera undir sjálfri þjer komið“. „Hún sagði ekki neitt .... mamma, á jeg við. Hún sat þarna við eldhúsborðið og skrifaðí seð- ilinn til kaupmannsins. —- Hún sagði að þú hefðir hringt. >að var allt og sumt. Þú sjerð að það var ekki hægt .... Það var ekki hægt“. „Að tala við har.a? Jeg veit. En það hlýtur að vera einhver leið að henni. Að rninnsta kosti skaltu fara heim núna“. Hún stóð upp og tók kápuna. „Jeg skal reyn i að finna Francis", sagði hann. „Nei, gerðu það ekki. Honum mundi ekki líka það“. „Fólk eins og þi5....“, byrj- aði hann, en þagnaði. „Fólk eins og við hvað....?“ „Fólk eins og þið gerið ykkur lifið svo mikiu erfiðara en nauð- synlegt er. En jeg býst við að það sje erfitt. Þó hlýtur að vera til einhver auðveldari leið. Við ættum að geta sagt meiningu okkar hvort við armað án þess að rekast allsstaðar á lokaðar dyr“. „Já“, sagði hún. „Mig langar til ao hjálpa ykk- ur, en hvernig á jeg að geta það? Jeg get ekki einu sinni farið út og leitað að Francis án þess að særa tilíinriingar hans. Jeg get ekki farið til móður þinnar og sest hjá henni og hjálpað henn? yfir þessa erfiðleik.r án þess að viðurkenna að hún hefur tilfinn- ingar eins og allir aðrir, en hún mundi kjósa að deyja frekar en viðurkenna það. Jeg get ekki einu sinni sagt þjer það, að jeg \ ; • útvarpa því um allan bæinn, vegna þess . . vegna þess að það er ekki hægt að koma nálægt neinu ykkar .... Fyrirgefðu, en það er satt. Jeg elska þig. Þú mátt ekki hlæja að mjer. Jeg veit að jeg haga mjer eins og kjáni, en jeg elska þig“. Hún hafði gengið fram að dyr- unum, en nú stóð hún kyrr og horfði á hann. „Með eða án pen- inganna?“, spurði hún. Hann hafði talað með fullri hreinskilni. Nú varð hann svo reiður, að hann minntist þess ekki að hafa orðið svo reiður nema einu sinni á ævi sinni. — Hann langaði til að taka um axl- irnar á henni og hrista hana ræki lega. Undir niðri vissi hann að þetta var ekki nema bergmálið að því, sem fólk hlaut að tala um í Trigo. Og undir niðri vissi hann líka að honum hafði verið goldin lítilsvirðing fyrir hreinskilnina. Og að traustið, sem hún hafði sýnt honum var ekki ósvikið. „Nú, auðvitað með peningun- um“, sagði hann. „Þú hafðir þó ekki haldið að jeg elskaði þig án þeirra?“ , Hún fór út án þess að segja nokkuð frekar og lokaði dyrun- um á eftir sjer. Hann tók þungu brjefapressuna og fleygði henni á dyrnar. Það kom djúpt far í dyrnar og málníngin rispaðist af. Því hafði hún komið hingað og þóttst vilja vera vingjarnleg? Hvers vegna hafði hún gert hann að trúnaðarmanni sínum? Hvers vegna hafði hún gert hann að fífli? En þegar Burrell kom aftur klukkan fimm, sat samstarfsmað- ur hans rólegur við skrifborðið og starði á blöðin. sem lágu á borðinu. „Hvað ert þú að hugsa um?“, spurði hann. .,Moldvörpugildrur“, sagði Webster. „Ha?“ Webster svaraði ekki. Eftir nokkurra mínútna þögn, sagði Webster: „Viltu hringja til Lord og spurja hvort Francis sje heima? Þú finnur þjer eitthvað erindi, aðalatriðið er að vita hvort hann er heima“. „Hvers vegna?“ „Mig langar til að vita það. Þær höfðu áhyggjur af honum . ... Frú Lord er búin að'frjetta allt. ...“. Burrell varð skrítinn á svipinn, en tók upp símatólið. „Halló... . Mary? Þetta er James. Er Franc- is heima? .... Nei, það gerir ekkert til .... Nei, það var ekki áríðandi .... Ja. Þakka þjer fyr- ir, Mary. Góað nótt. Hann sneri sjer að Webster. „Hann sefur, sagði hún. Jeg held að hann hafi ekki verið heima“. Næsta morgun sat Webster við gluggann og horfði út, þegar hann hafði heyrt í flautunni á lestinni, sem kom með póstinn. Honum Ijetti, þegar hann sá Francis koma stikandi yfir torg- ið. — Næsta dag fór Burrell út og var lengi burtu. Þegar hann kom aftur sagði hann: „Jeg fjekk dá- litlar upplýsingar, þó þær sjeu kannslce ekki merkilegar. Jeg fór að hitta frú Courtney, sem býr upp við Stoné Lonesome. næsta bæ við Lord .... frjetti að hún hefði þekkt móður Franks. Hún sagði að þau höfðu skyndi- lega flutt burt. Lord hafði komið einn daginn og spurt Courtney hvort hann vildi kaupa af sjer kýrnar. Gaf honum þær næstum því. Talaði ekkert um það hvers vegna hann hefði ákveðið svona skyndilega að flj'tja, en honum virtist liggja á. Frú Courtney hafði oft heimsótt Cassie Lord, líkaði vel við hana, en hún sa?ði að hún hefði verið smávaxin og veikbyggð. Hún fór beint til henn ar og sá þá að hún hafði grátið. Hún var að reyna að pakka nið- ur dótinu .... en barnið var ó- vært og hún snerist bara í kring um sjálfa sig, eins og hún væri alveg ráðavilt. Hún sagði frú Sölubörn óskast til að selja dagskrá 17. júní hátíðahaldanna. DAGSKRÁIN verður afgreidd hjá íslendinga- sagnaútgáfunni, Túngötu 7, eftir kl. 3 í dag. HÁ SÖLULAUN. Þjóðhátíðarnefnd Reykjavíkur. Organ.t0n.ar A bókamarkaðinn er komið aftur hið vinsæla og eft- irspurða safn af lögum fyrir orgelharmonium, er safnað hefur Bryjnólfur heitinn Þorláksson organisti. Organtónarnir; l. hefti, eru til sölu í bókaverslunum. Kaupendur út um land fá þá senda í póstkröfu frá und- irrituðum útgefendum, ef pantaðir eru strax. Kristín og Jóhanna Brynjólfsdætur, Eiríksgötu 15. Sími 7918. Chap!in“ optræder i Aften KI. 8,30 i Tjarnarcafe. Derefter visor Rob. Davis sin ny Farvefilm: BAG DEN BLAA HORIZONT. Saa giver Clever og Clevira et Artistnummer Bagefter D A N S . Billetter faas Hafnarstr. 18, Laugaveg 15 og Lvg. 2. Alle Danske med Familie og Bekendte er velkomme. Det Danske Selskab i Reykjavík. elska þig, þó að jeg hafi verið að ‘ - Best að auglýsa í Morgunblaðmu - MYNDSKREYTTU Sundskýlurnar fást nú afíur í öllum stærðum. LJETTAR — FALLEGAR — STERKAR — ÓDÝRAR Skólavörðustíg 2 Simi 7575 -**MHOtt!iaöíMMrtíiMMí*«««aaa«aaaeaaBBaBBBaBBBBBBa.iJ0ÖM*«aaBBaia*BaBea Þú sparar moð FEik-F!ak fíma og fje þéff fagur og skínandi þvotfurinn sje. Verslun úti á lanidi í fiskveiðaplássi, fæst til kaups eða leigu. Þcir, sem vildu sinna boði þessu eru beðnir að senda nöfn sín merkt „Verslun — 258“ til afgr. Mbl. Fuiltrúi í sendiráði Bandarikjanna óskar eftir að taka á leigu hús eða íbúð með minnst 7—8 herbergjum, þar af fjórum svefnherbergjum. — Skrifleg tilboð sendist til ameríska sendiráðsins. Fyrirspurnum ekki svarað í síma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.